Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 48
48 | Lífsstíll 18.–20. mars 2011 Helgarblað S kartgripahönnuðurinn Fríða Methúsalems- dóttir hefur undanfarin níu ár búið og starfað á Nýja-Sjálandi en Fríða, sem er menntaður förðunarfræðingur, hóf að smíða skartgripi skömmu eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Það er líkt og gullið renni með blóðinu því systir Fríðu, Jóhanna Methúsalemsdóttir, hefur vakið athygli fyrir skart- gripahönnun sína og meðal annars verið tilefnd til Menn- ingarverðlauna DV. Fríða segir þó að þær systur hafi lítið hugs- að um skartgripagerð í gamla daga heldur hafi áhuginn brot- ist út síðar. En hvernig kom það til að förðunarfræðingurinn Fríða fór að gera skartgripi? „Ég hafði lengi gengið með fullt af hugmyndum í kollinum og fljótlega eftir að sonur minn, Jesse Þórir, fæddist í janúar 2003 byrjaði ég að útfæra þessar hug- myndir. Ég varði þá miklum tíma með honum en sat þess á milli á vinnustofunni heima og smíðaði skart. Fram að því hafði ég starfað sem förðunarfræð- ingur í New York og Reykjavík,“ segir Fríða sem bjó og starfaði til fjölda ára í heimsborginni áður en hún gerði stopp á Íslandi og fluttist svo til Nýja-Sjálands. „Ég lærði skartgripahönnun hér á Nýja-Sjálandi og var um tíma lærlingur hjá mágkonu minni sem er gullsmiður,“ segir fagurkerinn Fríða. Gripirnir hennar Fríðu hafa yfir sér náttúrulegan blæ og ákveðna ró sem er sérlega heillandi og þeir höfða ekki minna til sálarinnar en glysgirn- innar. „Ég myndi segja að þetta væri einföld og tímalaus hönnun,“ segir hún. „Náttúran í kring- um mig, líf mitt og fólkið sem ég umgengst veitir mér inn- blástur fyrir verkin. Mér finnst skemmtilegt að gera gripina svolítið persónulega og þess vegna stimpla ég stundum nöfn og orð sem eru fólki kær á skart- ið. Orð sem hvetja og veita inn- blástur,“ segir hún. „Ég vinn í sjálfu sér út frá því sem mér finnst fallegt. Ef ég sé eða upplifi eitthvað sem mér finnst fallegt þá fer ég lengra með þá tilfinningu og úr verð- ur skartgripur,“ segir Fríða sem notar gull, silfur og leður í skart- ið og blandar jafnvel saman gulli og silfri ef svo ber undir. „Það má allt!“ Hvernig er svo lífið hinum megin á hnettinum? „Ég myndi segja að það væri margt líkt með Íslandi og Nýja- Sjálandi en á sama tíma er þetta gjörólíkt. Bæði löndin eru eyjur og maður finnur þennan dæmi- gerða hugsunarhátt sem ein- kennir eyjaskeggja. Á Nýja-Sjá- landi er andrúmsloftið þó mikið afslappaðra og meira svigrúm fyrir einstaklinginn að vera hann sjálfur. Mér finnst samt alltaf yndislegt að koma heim til Íslands og tilfinningar mínar til landsins verða æ sterkari eft- ir því sem árin líða. Á Íslandi er fjölskylda mín og ræturnar. Ís- land er og verður alltaf staður- inn sem ég kalla heima,“ segir þessi snjalla og fallega kona að lokum. Fríða Methúsalemsdótt- ir hannar gripina sína und- ir merkinu Fríða Jewellerry en hægt er að nálgast þá í gallerí- um og verslunum á Nýja-Sjá- landi þar sem hún hefur skapað sér nafn en gripina má líka nálg- ast á vefversluninni Etsy undir slóðinni: www.etsy.com/shop/ fridajewell ery. Einnig má gera ráð fyrir að skartið komi í valdar verslanir í Reykjavík í sumar. margret@dv.is Með gullið í blóðinu Skartgripir Fríðu Methúsalemsdóttur hafa yfir sér náttúrulegan blæ og ró: Lærði skartgripahönnun á Nýja-Sjá- landi Systurnar Fríða og Jóhanna Methúsa- lemsdætur eru báðar skartgripahönnuðir. Með skart eftir mömmu Sonur Fríðu, Jesse Þórir, með hálsmen eftir móður sína. Chanel hannar kreppufatnað Franski tískurisinn Chanel, með Karl Lagerfeld í fararbroddi, er með frumlegar áherslur fyrir haustið 2011 en línan frá Chanel var frumsýnd á pöllunum í París í síðustu viku. Klæðnaðurinn er stráks- legur og mikið um fatnað úr grófum ullarefnum en Lagerfeld segir hönnunina í takt við tímann. Að nú sé hart í ári og því eðlilegt að konur vilji klæða sig eftir því. Óhætt er að segja að fatnaðurinn sé fallegur en innblást- urinn sækir Lagerfeld í drungalega skóga og gráa morgna í Þýska- landi þegar hann var að alast upp í seinni heimsstyrjöldinni. Takið eftir skónum sem eru víðir yfir ökklana. Þetta verður bæði áberandi í skóm og buxum næsta haust. Mjúkir leðurskór Íslenskar konur með lúna fætur geta glaðst yfir því að nú er hægt að fá skó frá merkinu Shoe The Bear á Íslandi. Hönnuðir merkisins, Thomas Frederikssen og Jakob Fuglsang, hafa fengið mikið lof fyrir skóhönnun sína. Þeir þykja hanna þægilega skó með kvenlegum áherslum. Skórnir eru lágbotna úr mjúku leðri. Shoe The Bear er tiltölulega nýtt merki, stofnað 2007, og skór frá merkinu fást nú í versluninni GK á Laugavegi. Tími til að vakna Ekkert er hvimleiðara en að vakna grámyglaður á góðum morgni. Ýmsar leiðir eru til þess að fríska húðina við. Gott ráð er að skella sér í sturtu og láta renna ískalt vatn í bláenda sturtuferðarinnar til að fá aukið blóðrennsli til húðarinnar. Þá er gott að nudda engifer- og sítrónutepoka létt yfir andlitið. Aðrir vilja eiga töfralausnina lokaða í dollu. Fyrir þá má mæla með hinu sívinsæla Beauty Flash Balm frá Clarins eða nýja kreminu frá Olay, Wake Up Wonder. Í því er meðal annars B3-vítamín og mynta sem jafnar húðlitinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.