Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 62
62 | Fólkið 18.–20. mars 2011 Helgarblað
L
ilja Ingibjargardóttir tekur und-
ir með leikaranum Ed West-
wick að eins konar bítlaæði hafi
gripið um sig í miðbæ Reykja-
víkur þegar Gossip Girl-stjarnan var
stödd hér á landi í janúar síðastliðn-
um. Eins og DV greindi frá á mið-
vikudag tjáði Ed sig um heimsóknina
til landsins í breska tímaritinu Tatler.
Í tímaritinu sagði Ed að hann hefði
stanslaust þurft að koma sér undan
ágengu íslensku kvenfólki. „Þetta var
eins og bítlaæðið. Ég var alveg: Látið
mig í friði! Þetta er kjánalegt,“ sagði
Westwick í viðtalinu en Lilja tekur
undir með honum.
„Þær voru náttúrulega brjálaðar
þarna. Ég skildi samt ekki af hverju
þær létu svona því hann var frekar
dónalegur en þegar þú sérð idol-ið þitt
þá kannski skiptir það ekki máli,“ segir
hún um ummæli leikarans. Rétt eftir
heimsókn leikarans til landsins sagði
Lilja frá því í samtali við DV að hann
hefði verið dónalegur og ókurteis við
íslenskt kvenfólk sem veitti honum
athygli. „Konur hrifust af honum og
sóttu að honum en hann var drukkinn
og brást illa við. Hann sparkaði í stelp-
ur, grýtti myndavélum þeirra í jörðina
og kom illa fram við þær,“ sagði hún þá
um hátterni stjörnunnar.
Westwick stoppaði stutt hér á landi
en hann fór á pöbbarölt eftir að flugi
hans til Lundúna seinkaði vegna veð-
urs. Leikarinn kom meðal annars við
á Kaffibarnum en ekki leið á löngu þar
til hann var umkringdur stúlkum og
var orðrómurinn um veru hans í mið-
bænum fljótur að berast um bæinn.
„Það voru alveg hundrað stelpur
að elta hann niður Laugaveginn.“ Lilja
segist þó ekki hafa verið í hópi þessara
stúlkna og segir að í hennar tilfelli hafi
þessu verið þveröfugt farið. „Við vor-
um ekki endilega að elta hann neitt,
við vorum bara að labba niður Lauga-
veginn. Við vorum að labba fyrir fram-
an hann og hann var nánast að elta
okkur og biðja okkur um að koma með
sér.“ Lilja segir að Westwick hafi reynt
að forðast íslenska kvenfólkið sem var
á eftir honum.
Westwick, sem fer með hlutverk
Chuck Bass í þáttunum vinsælu, þyk-
ir einn sá myndarlegasti í bransanum.
Lilja segir að íslenskar konur haldi
mikið upp á leikarann og að það út-
skýri kannski ágengni þeirra. „Já, ég
myndi segja það, en þá sérstaklega
fullra kvenna,“ segir hún og hlær. „Þá
kemur dýrseðlið í ljós.“ Þrátt fyrir að
það hafi verið gaman að hitta stjörn-
una segir Lilja að það sé ekki efst á list-
anum hjá sér að fara út að skemmta
sér með Westwick. „Ég held að ég hafi
fengið nóg þarna.“
„Hann var
nánast að
elta okkur“
n Lilja Ingibjargardóttir er sammála
Gossip Girl-stjörnunni Ed Westwick
n Segir hundrað íslenskar konur hafi
elt Ed niður Laugaveginn n Myndi
ekki vilja fara út að skemmta sér
með honum
Ætlar ekki
á Eagles
Leikarinn og tónlistarmaðurinn Magnús
Jónsson, einnig þekktur undir listamanns-
nafninu Blake, er ekki spenntur fyrir
Eagles-tónleikunum sem haldnir verða 9.
júní næstkomandi. „Mér er nokkuð sama
hver fer á Eagles! Ekki mikið en þó nokkuð!“
segir hann á Facebook-síðu sinni. „Grunar
jafnvel að ég komist í gegnum daginn!“
Eagles-tónleikarnir hafa verið auglýstir
mikið síðustu daga en miðar á tónleikana
kosta á bilinu 14.900 til 19.000 krónur. Það
virðist vera nokkuð ljóst að Magnús verður
ekki í hópi þeirra sem ætla að eyða mörg
þúsund krónum í nokkurra tíma skemmtun
með félögunum í Eagles.
Gekk á undan Westwick
Lilja segist ekki hafa verið að
elta Gossip Girl-stjörnuna í
miðbænum. Mynd Björn BLöndaL
Fílaði sig eins og bítil Westwick segist hafa
upplifað bítlaæði í miðbæ Reykjavíkur. Mynd rEutErS
Rikka og Svana
í Kolaportinu
á laugardag
Heyrst hefur að æskuvinkonurnar
Friðrikka Hjördís Geirsdóttir, betur
þekkt sem bollakökubakarinn Rikka, og
Svanhvít Friðriksdóttir almannatengill
hafi að undanförnu tekið til í hirslum
sínum og geymslum
og ætli að vera með
bás í Kolaportinu
á laugardag.
Eflaust verður
hægt að finna
margt
skemmtilegt
í kössunum
hjá stelpunum
en báðar eru
annálaðar
smekkmann-
eskjur.
dóra takefusa og Kolbrún Pálína Helgadóttir:
Fríðar í Feneyjum
Dóra Takefusa prýðir for-
síðu Nýs Lífs í marsmánuði.
Ritstjóri Nýs Lífs er Kolbrún
Pálína Helgadóttir og það
væri ekki í frásögur færandi
nema fyrir þær sakir að fyrir
áratug fóru þær saman til
Feneyja með Birni Blöndal
ljósmyndara og sátu fyrir á
afar skemmtilegum mynd-
um sem DV fann í safni sínu.
Eins og sést hafa þær breyst
svolítið í tímans rás en þó má
með sanni segja að þær tvær
séu jafnvel enn fegurri í dag.
MyndIr Björn BLöndaL