Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 8.–10. apríl 2011 Helgarblað Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum Gæða glersteinn – ótal lausnir Faðir drengs í Öskjuhlíðarskóla ævareiður út í skólayfirvöld: Kærður vegna hrekks „Það var ekki bara verið að brjóta á mér heldur syni mínum líka,“ segir faðir drengs í Öskjuhlíðarskóla sem var í vikunni boðaður á fund hjá fé­ lagsmálastofnun þar sem honum var tilkynnt að hann hefði verið kærð­ ur til Barnaverndar fyrir vanrækslu á fötluðum syni sínum. Mannin­ um brá heldur betur í brún en varð ævareiður þegar í ljós kom hvernig í pottinn var búið. Hann segir skóla­ félaga sonar síns hafa manað hann til þess að ljúga því að kennaran­ um að pabbi hans gæfi honum ekki að borða og væri vondur við hann. „Sonur minn gerði þetta en málið er að félagsráðgjafinn í Öskjuhlíðar­ skóla hafði ekkert samband við mig. Ég er bara kærður til Barnaverndar fyrir vanrækslu,“ sagði faðirinn mið­ ur sín í samtali við DV. Hann segist hafa verið mjög reiður út í skólayfir­ völd í Öskjuhlíðarskóla og þykir með ólíkindum að slíkar vinnureglur séu viðhafðar. „Þetta er það ljótasta sem hef nokkurn tíma lent í.“ Hann fékk þó fund með félagsráðgjafa skólans, eftir að hann mætti á fundinn hjá félagsmálastofnun, þar sem hann segist hafa verið beðinn innilega af­ sökunar, fyrir hönd skólans, vegna málsins. Hann segir að sér hafi ver­ ið tjáð að þetta hefðu verið mistök sem myndu ekki eiga sér stað aftur. Þá segir hann að skólinn ætli sér að kalla málið til baka frá Barndavernd. Félagsráðgjafi Öskjuhlíðarskóla sagðist í samtali við DV ekki geta tjáð sig um einstök mál en ítrekaði að hagur barnsins væri alltaf hafður að leiðarljósi og að barnið yrði alltaf að njóta vafans. Hann sagði að almenna reglan væri sú að talað væri við for­ eldra áður en mál væru tilkynnt til Barnaverndar. Það færi þó eftir því hvers eðlis málin væru. solrun@dv.is Hrekkur Faðirinn segir son sinn hafa verið manaðan til að ljúga að kennaranum. Frávísunarkröfu Sigurðar hafnað Frávísunarkröfu Sigurðar Einars­ sonar, fyrrverandi stjórnarfor­ manns Kaupþings, var hafnað á fimmtudag í máli Kaupþings gegn honum. Þrotabú Kaupþings vill rifta þeirri ákvörðun stjórnar Kaupþings að fella niður persónu­ legar ábyrgðir starfsmanna sem bankinn hafði veitt lán á sínum tíma. Þetta mál er eitt af mörgum sem hafa verið höfðuð gegn fyrr­ verandi starfsmönnum Kaupþings Banka hf. vegna fyrrnefndra per­ sónulegra ábyrgða. Það sem kom á óvart við úr­ skurðinn var að lögmaður þrota­ bús Kaupþings var ekki viðstaddur og því var farið fram á niðurfell­ ingu máls af hálfu lögmanns Sigurðar Einarssonar. Lögmaður Sigurðar fór einnig fram á greiðslu málskostnaðar og ætlaði dómari að taka málið til úrlausnar, það er hvort málið verður fellt niður og mögulega greiðslu málskostnaðar. Ef svo fer að málið verði fellt niður má álykta að það muni skrifast að miklu leyti á lögmann Kaupþings í þessu máli. Guðmundur greiði 87 milljónir króna Kaupsýslumaðurinn Guðmundur A. Birgisson, kenndur við bæinn Núpa í Ölfusi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag dæmdur til að greiða Nýja Landsbankanum rúmlega 87 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Forsaga málsins er að 8. maí 2007 gerðu Landsbanki Íslands og Guð­ mundur með sér viðskiptasamning um reikningslánalínu þar sem bank­ inn samþykkti að veita Guðmundi lán, upphaflega allt að 95 milljónum króna, sem hann fékk greitt inn á bankareikning sinn 10. maí 2007. Eftir að nokkrir viðaukar og framlengingar höfðu verið gerð og Guðmundur hafði fengið lánið var ákveðið 8. ágúst 2008 að gildistími samningsins myndi vera til 14. október það ár. Vanskil urðu hins vegar hjá Guðmundi og féll lánið á gjalddaga. Höfuðstóll þess var, 14. október 2008, rúmlega 84 milljónir og áfallnir vextir tæpar þrjár milljónir. Guðmundi var auk þess gert að greiða 200 þúsund krónur í málskostnað. „Staðan er óbreytt, við vitum ekkert enn. Við fjölskyldan erum bara að bíða og sjá hvað setur,“ segir Sólrún Hösk­ uldsdóttir móðir Hrannar Benedikts­ dóttur, tvítugrar stúlku sem liggur nú meðvitundarlaus á Landspítalnum í Fossvogi. Hrönn fékk hjartastopp, aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Hrönn var stödd á Billiardbarnum í Faxafeni þegar atvikið átti sér stað. Enginn á staðnum kunni skyndihjálp og liðu því nokkrar mínútur þangað til sjúkraflutningamenn mættu á staðinn og endurlífgun hófst en það tók þá um korter að lífga hana við. Öllum brugðið Magnús Grétar Árnason, starfsmaður á Billiardbarnum, var á staðnum þegar stúlkan hneig niður. Hann segir starfs­ mönnum brugðið eftir atvikið. „Eins og öllum sem voru hérna,“ bætir hann við. Starfsmenn staðararins munu fara á skyndihjálparnámskeið á næstunni og segir Magnús Grétar hverja mínútu geta skipt máli í aðstæðum sem þess­ um. Helena Hauksdóttir, besta vinkona Hrannar, hefur stofnað Facebook­síðu þar sem hún biður íslensku þjóðina um að sameinast í bæn og biðja fyr­ ir vinkonu hennar. Hún sagði í við­ tali við Stöð 2 að það hefði vakið hjá henni óhug hversu lengi Hrönn hafi verið í hjartastoppi vegna þess að eng­ inn kunni skyndihjálp. Það hafi fengið hana til að hugsa um það hvað skyndi­ hjálp sé rosalega mikilvæg. „Maður veit aldrei hvað þetta er mikilvægt fyrr en þetta kemur fyrir mann sjálfan,“ segir Helena. Hrönn var haldið sofandi þangað til á þriðjudaginn en þá var ákveðið að taka hana af svæfingarlyfjum. Hún hefur þó ekki vaknað þrátt fyrir það. Helena segir litlar líkur á að vinkona sín vakni aftur en heldur þó í vonina. Hver mínúta skiptir máli Allir geta lent í þeim aðstæðum að þurfa að beita skyndihjálp og skipt­ ir þá miklu máli að geta brugð­ ist fljótt við. Ef einstaklingur fer í öndunarstopp skiptir hver mínúta máli. Oddur Eiríksson, sjúkraflutn­ inga­ og slökkviliðsmaður og leið­ beinandi í skyndihjálp, segir al­ gengt að fólk frjósi í aðstæðum sem þessum og þess vegna sé mikilvægt að kunna rétt handbrögð. Oddur hvetur alla til að fara á skyndihjálp­ arnámskeið og segir einstaklinga sem hafi áhuga á því geta leitað til Rauða krossins. Einnig geta hópar leitað til leiðbeinanda sem getur þá komið á vinnustað. Hægt er að kaupa sjálfvirkt hjartastuðtæki sem er lítið og ein­ falt í notkun en það hefur sýnt sig að slíkt tæki auk hjartahnoðs og blásturs auki líkur á árangri. „Við erum bara að bíða“ n Hrönn Benediktsdóttir fékk hjartaáfall um helgina n Móðir hennar segir stöð- una óbreytta n Starfsmönnum Billiardbarsins brugðið og ætla þeir á skyndihjálp- arnámskeið n Leiðbeinandi í skyndihjálp segir mikilvægt að bregðast rétt við Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is 1. Kalla á hjálp. 2. Athuga meðvitund í 3 til 5 sekúndur. Það er gert með því að ávarpa viðkomandi og snerta. 3. Ef hann sýnir engin viðbrögð skal hringja á hjálp í síma 112. 4. Athuga öndun með því að hlusta og snerta. Ef engin öndun er þá opna öndunarveg með því að sveigja höfuðið aftur. Athuga aftur öndun í 5 til 10 sekúndur. Ef manneskjan andar ekki þá á að byrja endurlífgun. Ef manneskjan andar þá slær hjartað í honum. 5. Eftir að búið er að tryggja að hringt verði á hjálp hefst endurlífgun. 6. Fara niður á hnén við hlið sjúklingsins. Mikilvægt er að hann liggi á hörðu undirlagi. 7. Staðsetja þykkhöndina á bringubeinið á milli brjósta. Hin höndin kemur yfir og læsist hinni. 8. Þrýsta 30 sinnum 3 til 5 sentimetra niður. Blása síðan tvisvar sinnum í munninn. 9. Þegar blásið er á að opna öndunarveg, blása tvisvar varlega og sjá brjóstkassa rísa. Færa skal munn frá eftir hvern blástur. 10. Halda áfram þangað til hjálp berst eða endurlífgun ber árangur. Svona bregstu við: Óvissa Vinir og fjölskylda Hrannar Bene- diktsdóttur bíða á meðan engar breytingar hafa orðið á ástandi hennar. Rétt viðbrögð mikilvæg Oddur Eiríksson, sjúkraflutninga- og slökkviliðs- maður og leiðbeinandi í skyndihjálp, segir algengt að fólk frjósi þegar einstaklingur fer í hjartastopp. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.