Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 8.–10. apríl 2011 Helgarblað Tölvuleikjaframleiðandinn CCP er að stærstum hluta í eigu eignarhalds- félaga sem skráð eru í Lúxemborg, á Caymaneyjum eða í Road Town á Tortóla sem tilheyrir Bresku Jóm- frúaeyjum. Segja má að um 430 millj- ónir króna af nærri 800 milljóna króna hagnaði CCP árið 2009 hafi farið til félaga í skattaparadísum. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig afkoma CCP var á árinu 2010. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björg- ólfsson er stærsti hluthafinn í CCP í gegnum eignarhaldsfélagið NP sem fer með 30,5 prósenta hlut í félaginu. Fjárfestingarfélagið Novator fer síðan með 55 prósenta hlut í NP og félagið Novator Telecom Poland á 45 prósent í NP. Fjárfestingarfélagið Novator er síð- an alfarið í eigu móðurfélagsins Bee- TeeBee Ltd. sem skráð er í Road Town á Tortóla sem tilheyrir Bresku Jóm- frúaeyjum. Novator Telecom Poland er skráð í Lúxemborg og er alfarið í eigu Novator One-sjóðsins sem skráð- ur er á Caymaneyjum. Hóf að fjárfesta í CCP árið 2006 Í byrjun árs 2006 keypti fjárfest- ingarfélagið Novator 38 prósenta eignarhlut fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss (Straums) í CCP. Átti Straumur hlutinn í gegnum dóttur félag sitt sem heitir Brú Ven- ture Capital. Er talið að kaupverð- ið hafi numið 565 milljónum króna. Samkvæmt heimildum DV var það Sigurður Ólafsson, náinn vinur Björgólfs Thors og núverandi stjórn- armaður í CCP, sem kveikti áhuga hans á félaginu. Sigurður var á sínum tíma markaðsstjóri CCP og einn af lykilstarfsmönnum félagsins. Auk þess að sitja nú í stjórn CCP er Sig- urður stjórnarformaður eignarhalds- félagsins NP sem fer með stærstan hlut í CCP. Skömmu eftir að eignarhalds- félagið NP hafði keypt 38 prósenta hlut Straums í CCP keypti Novator One LP sjóðurinn, sem skráður er á Caymaneyjum, hlutinn. Sjóðnum var stýrt af Novator Partners, félagi í eigu Björgólfs Thors, þrátt fyrir að sjóðurinn væri alfarið í eigu Straums. Þar að auki þáði félag Björgólfs Thors árlega tveggja prósenta umsýslu- þóknun úr sjóðnum auk þess að taka 20 prósent af hagnaði hans. Vilhjálmur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta gagnrýndi þetta samkomulag í við- tali við Morgunblaðið árið 2009: „Þetta er bara enn eitt dæmið um hvernig tengdir aðilar skara eld að sinni köku og reyna að ná sér í aðeins meira en þeim ber.“ Þess skal auk þess getið að Nova- tor Partners, félag Björgólfs Thors, fær enn greitt fyrir að reka Nova- tor One LP sjóðinn sem nú er í eigu skilanefndar Straums. Fullyrti frétta- stofa Stöðvar 2 í október síðastliðn- um að Björgólfur Thor fengi enn hundruð milljóna króna árlega fyrir að reka eignir Straums. Óskiljanleg flétta fyrir Straum Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna Straumur samþykkti þessa viðskipta- fléttu. Á þeim tíma sem bankinn seldi hlut sinn var rekstur CCP far- inn að ganga mjög vel og hefur dafn- að enn frekar frá þeim tíma. Hag- stæðara hefði verið fyrir bankann að halda áfram utan um hlut sinn í CCP, í stað þess að selja hann fyrst til eign- arhaldsfélagsins NP og síðar að sam- þykkja að fara með hlutinn inn í sér- stakan sjóð sem félag Björgólfs Thors fékk þóknun úr. Árið 2009 tók Novator Telecom Poland síðan yfir 45 prósenta hlut Novator One sjóðanna í eignarhalds- félaginu NP. „Um endurskipulagn- ingu innanhúss var að ræða, en eng- in breyting varð á eignarhaldi,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmað- ur Novator, í svari við fyrirspurn DV um málið. Novator Telecom Poland er alfarið í eigu Novator One sjóðs- ins og fær félag Björgólfs Thors enn greitt fyrir að halda utan um þennan hlut eins og áður kom fram. Hlutur Björgólfs Thors talinn hafa tólffaldast Markaðsverðmæti CCP er talið hafa verið í kringum 1.500 milljónir króna í upphafi árs 2006 þegar Björgólfur Thor hóf að fjárfesta í félaginu. Er það miðað við að Brú Venture Capi- tal hafi fengið 565 milljónir króna fyrir 38 prósenta hlut sinn í CCP. Markaðsverðmæti tölvuleikjafram- leiðandans er talið hafa tólffaldast frá árinu 2006. Í dag er CCP metið á um 18 milljarða króna. Er þá miðað við nýlegt hlutabréfaútboð þar sem hver hlutur var seldur á 18 dollara, eða um 2.300 krónur. 4 milljarða hagnaður Ef miðað er við að fjárfestingar- félagið Novator hafi keypt hlut sinn í CCP á 314 milljónir króna árið 2006 og hann hafi síðan þá tólffald- ast er verðmæti hans 3,8 milljarð- ar króna í dag. Hagnaður Novator af þessum hlut er því um 3,5 millj- arðar króna á einungis fimm árum. Auk þess má áætla að Björgólfur Thor hafi fengið nærri 565 milljón- ir króna í þóknun frá Novator One vegna hagnaðar sjóðsins af hlut sín- um í CCP. Er það miðað við að hlut- ur sjóðsins sem nú er í eigu Nova- tor Telecom Poland hafi hækkað úr 254 milljónum króna árið 2006 í rúmlega þrjá milljarða króna í dag. Samkvæmt samkomulagi við sjóð- inn fékk félag í eigu Björgólfs Thors fimmtung af hagnaði hans. Því má áætla að samanlagður hagnaður Björgólfs Thors af fjárfestingu sinni í CCP nemi um fjórum milljörðum króna. Bandaríski hluthafinn skráður í Lúxemborg Næststærsti hluthafinn í CCP er félagið Teno Investments Sarl., sem er í eigu bandaríska fjár- festingarsjóðsins General Cata- lyst Partners, en er skráð í Lúx- Hagnaður CCP 2009: 778 milljónir króna Félög: Staðsetning Hlutur í CCP Hluti af hagnaði BeeTeeBee Ltd. Tortóla 16,7% 130 milljónir Novator One Caymaneyjar 13,7% 107 milljónir Teno Investment Lúxemborg 23,9% 186 milljónir Samtals: 54,4% 423 milljónir Hvert fer hagnaðurinn af CCP?Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is n Helmingur hagnaðar CCP fer til félaga sem skráð eru í Lúxemborg, á Caymaneyjum eða Tortóla n Björg- ólfur Thor hefur hagnast um 4 milljarða á CCP frá 2006 n Undarleg sala Straums á hlut í CCP árið 2006 gróði ccp til tOrtólA „Árið 2009 skilaði félagið nærri 800 milljóna króna hagnaði ef miðað er við gengi dollars gagnvart krónunni í lok árs 2009. 4 milljarða hagnaður af CCP Talið er að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi hagnast um fjóra milljarða króna á fjárfestingu sinni í CCP. Hefur markaðsverðmæti hlutar hans í tölvuleikjafyrirtækinu tólffaldast frá því að hann hóf að fjárfesta í CCP árið 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.