Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 8.–10. apríl 2011 Helgarblað
STYRJÖLDIN UM ICESAVE
n Þegar skammt er til þess að kjörstaðir opni í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave er mjótt á munum
milli JÁ- og NEI-fylkinganna n Flestir eru sammála um að óvissa verði aldrei útilokuð n Umtalsverður
áhugi er á kosningunum í nágrannalöndunum n Snýst um lífskjörin í landinu, segir forsætisráðherra
n DV kynnir sér röksemdir þingmanna og forystumanna í öllum stjórnmálaflokkum á lokasprettinum
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
Eygló Þ. Harðardóttir, ritari
Framsóknarflokksins
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir
að nú stefni í að kostnaður skattgreiðenda
vegna Icesave verði vel undir 30 milljörðum
en kostnaður ríkisins vegna endurreisnar
bankanna og afskriftir lána gömlu bankanna,
ekki síst í Seðlabankanum, yfir 500 milljarð-
ar. Icesave nái ekki 10 prósentum af þessum
kostnaði.
„Ég er sammála þeim sem halda því fram
að þeim mun lengur sem málið er óleyst, þeim
mun dýrara og skaðlegra verður Icesave fyrir ís-
lenska þjóð,“ sagði Jóhanna á fundi í Háskóla Ís-
lands fyrir helgina.
„Menn verða að hafa kjark til að horfast í
augu við þær efnahagslegu afleiðingar sem
blasa við ef ekki tekst að ljúka Icesave-deilunni
með sátt nú um helgina. Lausn deilunnar skipt-
ir samfélagið gríðarlega miklu máli.
Þá fyrst getur ríkissjóður sótt sér fjármögnun
á erlendan vettvang. Þá fyrst getur Seðlabank-
inn vænst þess að gjaldeyrishöftum verði aflétt
á eðlilegum hraða. Þá fyrst sjá menn fyrir end-
ann á fjármögnun Búðarhálsvirkjunar og þær
80 milljarða framkvæmdir sem hanga á þeirri
spýtu verða að veruleika.
Þá fyrst geta sveitarfélög, orkufyrirtæki og
fyrirtæki sem hyggja á framkvæmdir eða endur-
fjármögnun skulda vænst þess að úr rætist. Þá
fyrst geta menn vænst þess að hagur íslenskra
fyrirtækja og heimila fari að vænkast á ný.
Atkvæðagreiðslan snýst ekki um ríkisstjórn-
ina, ekki einstaka flokka eða forystumenn
þeirra, ekki um ESB, EES eða AGS. Atkvæða-
greiðslan snýst um lífskjör á Íslandi og hversu
hratt við vinnum okkur út úr efnahagshruninu
sem hér varð.“
Eygló Þ. Harðardóttir er ritari Fram-
sóknarflokksins sem heldur flokks-
þing sitt um helgina. Reyndar hefur
verið ákveðið að gengið verði til
kosninga um formann, varaformann
og ritara flokksins á morgun, laugar-
dag, sama dag og þjóðaratkvæða-
greiðslan um Icesave fer fram.
Eygló ætlar að greiða atkvæði
gegn samningnum. „Kosningarn-
ar eru gríðarlega mikilvægar, ekki
aðeins í ljósi Icesave-deilunnar,
heldur marka þær líka nýja braut
í lýðræðissögu Íslendinga. Krafan
um þjóðaratkvæðagreiðslur hefur
aukist og því mikilvægt að allir
nýti sér þennan rétt sinn. En horn-
steinn lýðræðisins er upplýstur al-
menningur. Því hvílir sú ábyrgð á
sérhverjum kjósanda að kynna sér
málið ofan í kjölinn, horfa fram hjá
hræðsluáróðri á báða bóga og taka
upplýsta ákvörðun í kjörklefanum.
Því miður hefur allt þetta mál ein-
kennst af hótunum, fyrst frá Bretum
og Hollendingum en í seinni tíð frá
ríkisstjórn og embættismönnum og
nú síðast forystumönnum atvinnu-
rekenda og launafólks. Ég tel hins
vegar að stundum þurfi rétt að vera
rétt og því mun ég segja nei.“
„Atkvæðagreiðslan snýst
um lífskjör á Íslandi“
Kjósendur kynni
sér málinÞór Saari, þingmaður Hreyfingar-
innar, segir það mikið fagnaðar-
efni að almenningur fái að ganga
til atkvæðagreiðslu og kjósa um svo
mikilvægt mál sem Icesave III sam-
ingarnir séu.
„Vantraust almennings á stjórn-
völdum, stjórnsýslu og stjórnarf-
ari almennt er mikið og við þær
aðstæður er mikilvægt að stjórn-
völd sýni almenningi virðingu og
traust. Beint lýðræði með þjóðarat-
kvæðagreiðslum er það aðhald sem
stjórnvöld þurfa á að halda og sú
aðgerð forseta Íslands að vísa þessu
mikilvæga máli til þjóðarinnar í
annað sinn ber merki um traust á
skynsemi almennings og kjark.
Það er engin lagaleg stoð fyrir
því að Ísland, hvað þá almenning-
ur á Íslandi, eigi að greiða Icesave-
kröfuna. Það er einnig óréttlátt
og ósanngjarnt að velta skuldum
einkafyrirtækis sem sennilega var
rekið í glæpsamlegum tilgangi
yfir á almenning. Efnahagslega
áhættan af samþykkt samninganna
er of mikil eða frá 26 til 233 millj-
arða og efnahagslegur áviningur
er algerlega óljós. Allt tal um opn-
aðar lánalínur á góðum kjörum
eru hugmyndir einar og í raun
tálbeita því við þurfum ekki lán
frá útlöndum þar sem innlend-
ir bankar eru fullir af peningum.
Lánshæfismatið tekur áfram mið af
skuldsetningu ríkisins og þjóðar-
búsins sem stóreykst við
ríkisábyrgð upp á um 700
milljarða. Nýtum kosn-
ingaréttinn á laugardag
og mætum öll. Segjum
þó Nei Takk! við skuld-
um Björgólfsfeðga.“
„Lýðræðislegt aðhald mikilvægt“
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir að því fylgi áhætta að
hafna samningnum – dómsmál sem tekið
gæti 2–3 ár gæti mögulega tapast.„ Þá er
mikill kostnaður því fylgjandi að flækjast í
langdregnu dómsmáli,“ segir Tryggvi í grein
á vefnum. Hann bendir á að samkvæmt
yfirlýsingum Moody´s kunni lánshæfismat
ríkissjóðs að lækka ef samningnum verður
hafnað. „Ef sú er raunin og niðurstaða
dómsmáls drægist á langinn væri kostnað-
urinn á ári á bilinu 27 til 43 milljarðar sem
nemur samtals á bilinu 81 til 129 milljarð-
ar á meðan á dómsmáli stendur. Er vit í að
bera allan þann kostnað til þess eins að
sleppa við að borga Bretum og Hollending-
um 32 milljarða?“
Tryggvi Þór vísar því á bug að Icesave-
samningur hafi nokkur áhrif til skattahækk-
unar eða niðurskurðar. Líklegt sé auk þess
að málið verði úr sögunni árið 2016 með
því að samþykkja samninginn og því sé það
bábylja að telja að þungi hvíli á börnum
framtíðar sérstaklega vegna Icesave.
„Ég er einlæglega þeirrar trúar að sam-
þykkt Icesave-samninganna muni leiða til
aukinnar efnahagslegrar velferðar fyrir Ís-
lendinga. Ég tel mig hafa fært hér góð rök
fyrir því að margar þeirra staðhæfinga sem
heyrst hafa í umræðunni séu hindurvitni.
Hitt ber þó að hafa í huga að ef efnahags-
hrunið hefur kennt mér eitthvað þá er
það að vera ekki of viss í minni sök þegar
kemur að umræðu um efnahagsmál – það
er bæði sanngjarnt og rétt. En nákvæm-
lega eins og ég er tilbúinn til að fara út í
bílinn minn á morgnana og keyra til vinnu
þrátt fyrir að ég viti að það séu líkur á því
að lenda í bílslysi er ég tilbúinn til að taka
upplýsta áhættu og samþykkja Icesave.
Það er ekkert líf að kúra skjálfandi undir
sæng hræddur við allt og alla.“
Kostnaður ykist meðan
á dómsmáli stæði
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins