Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 34
34 | Viðtal 8.–10. apríl 2011 Helgarblað
Þetta eru staðreyndir sem
eru komnar fram í dagsljós-
ið. Kreppan er hér eins og
á Íslandi. Í skóla mið-dótt-
ur minnar eru til dæmis 90%
nemenda með matarmiða.“
Hann segir kostina þó
fleiri. Eftir að þau fluttust út
hafi fjölskyldulífið blómstr-
að. Þau verji meiri gæðatíma
saman, menningin í Kali-
forníu ýti undir það og vel sé
fylgst með öryggi og velferð
barna. „Hér er mikið eftirlit
með börnum í skólum og ekki
síður foreldrum og heimilis-
aðstæðum. Ef þú ert of seinn
með barnið í skólann færðu
símtal klukkan korter yfir átta
þar sem þú ert beðinn um að
útskýra ástæður þess. Þetta er
rétt afstaða. Börn eiga ekki að
líða fyrir vanrækslu foreldra.“
Ekki sá auðveldasti
að búa með
Stefán Karl og Steinunn Ólína
eiga fimm ára brúðkaups-
afmæli á þessu ári. Þau eru
að sögn vina og vandamanna
afar náin og samheldin. Bæði
þykja þau vera orkumikl-
ir hugmyndasmiðir. Þegar
þau kynntust voru þau fljót
að bindast tryggðarböndum
og stofna fjölskyldu. „Það var
bara ekkert verið að tvínóna
við þetta,“ segir Stefán Karl.
„Og engin ástæða til. Við erum
mjög samheldin og mjög góð-
ir vinir. Við erum liðsfélag-
ar og vinnum vel saman. Við
göngum í gegnum súrt og sætt
eins og aðrir. Maður er allt-
af að heyra af fólki sem skil-
ur þegar það á í erfiðleikum
og mér þykir það alltaf jafn
miður. Fólk verður að átta sig
á því að hjónabandið er gert
fyrir góðar stundir jafnt sem
slæmar. Það er ekkert betra
en að eiga góðan maka eins
og Steinu. Ég er heldur ekki sá
auðveldasti að búa með, það
er full ástæða til þess að þakka
henni fyrir á fimm ára brúð-
kaupsafmælinu!“
Getur ekki lifað án Steinu
Beðinn um að lýsa því hvern-
ig hann sé ómögulegur í sam-
búð segist hann helst skrifa
það á það hversu mikla óbeisl-
aða orku hann hafi. Hann geti
hreinlega reynt á taugar þeirra
sem næst standa. „Ég er bæði
orkumikill og hugmyndaríkur
en það er Steina líka. Okkur er
best lýst þannig að við förum
á flug oft á dag og ætlum að
sigra allan heiminn en liggja
á ströndinni á morgun,“ út-
skýrir hann. „Ég bara veit ekk-
ert skemmtilegra en að vera
með Steinu og get ekkert lifað
án hennar. Ég myndi bara vera
„dysfunctional“ án hennar.“
Ekki á leið í Angelinu- og
Brad-pakkann
Það stendur ekki til að fjölga
frekar á heimilinu og Stefán
Karl segist ekki halda að þau
Steinunn Ólína séu á leið í
Angelinu- og Brad-pakkann.
„Þetta er eins og einn vinur
okkar benti okkur á: Ef þið
eignist eitt barn í viðbót getið
þið sótt um löggildingu sem
leikskóli.“
Það fer þeim hjónum vel
að eiga mörg börn og for-
eldrahlutverkið er þeim hug-
leikið. Stefán Karl hefur í mörg
ár unnið að velferð barna og
mörgum er hugstætt þegar
hann skar upp herör gegn ein-
elti á Íslandi.
Regnbogabörn eru enn
starfrækt og í virkri baráttu
gegn einelti en samtökin
stofnaði Stefán Karl fyrir eigið
fé og að eigin frumkvæði. „Við
verðum 10 ára á næsta ári og
Valgeir Skagfjörð sinnir for-
mennsku. Hann er stöðugt á
fartinni út um allt og við erum
að fara í ýmisleg skemmtileg
og gagnleg verkefni á þessu ári
og afmælisárinu 2012. Fræðsl-
an má aldrei hætta, hún verð-
ur að vera lifandi, regluleg og
markviss því samfélag barna
getur verið miskunnarlaust og
börn viðkvæm.“
Auddi og Sveppi ekkert
endilega vondir
Hann fylgist með umræðunni
og segist hafa tekið eftir um-
fjöllun DV um einelti síð-
ustu vikur og málefni barna í
grunnskólum landsins. Hann
tók líka eftir því þegar þeir
Sveppi og Auddi gengu langt
yfir öll mörk í skemmtiþætti
sínum þegar þeir réðust að
Einari Bárðarsyni. „Svona
gerum við ekki. Svo einfalt er
það. Mér finnst reyndar gott
að þetta kom upp. Auddi og
Sveppi eru ekkert endilega
vondir og smekklausir asnar,
þeir eru einfaldlega á laun-
um við það að vera fyndnir
en tekst það ekki alltaf, það
er eðlilegt. Það skiptir miklu
máli hvernig samfélagið
bregst við þegar svona kemur
upp. Hvort það er skrifað um
einelti, haldnir fyrirlestrar og
atvik eins og þetta hjá Sveppa
og Audda eru gagnrýnd.“
Hitti börn með dauðaósk
Sjálfur hélt Stefán Karl mörg
hundruð fyrirlestra um ein-
elti og félagsmál barna og
unglinga í skólum landsins
og sótti í eigin reynslu. Hann
segist á þessum tíma oft hafa
orðið vitni að því hvaða áhrif
einelti getur haft og oft verið
kvaddur til og beðinn um að
hjálpa börnum og unglingum
í neyð. „Það sem mér fannst
hræðilegast að upplifa var að
hitta börn sem voru haldin
dauðaósk. Börn sem sáu ekki
fram úr vandanum vegna van-
líðanar og vildu bara deyja.
Enn hræðilegra var að horfa
upp á fullorðið fólk í kringum
þessi börn standa hjá og gera
ekkert. Hvort sem um var að
ræða foreldra gerenda eða
barnanna sjálfra eða fullorð-
ið fólk í ábyrgðarstöðum sem
varða velferð barna. Ég hef oft
verið kallaður til vegna barna
sem vilja deyja vegna einelt-
is og ástandið er hryllilegt að
mínu mati.“
Færð ekki greiðslufrest
hjá börnunum
„Ef einelti er sjúkdómur, þá
mætti segja að það sé eng-
in lækning til. Einelti verður
alltaf til staðar en það sem
við getum breytt er okkar við-
horf, viðbrögð og samfélags-
leg sýn. Hvernig við styrkjum
einstaklinginn. Við vinnum
líka of mikið og eyðum ekki
nægjanlegum tíma í börnin.
Svo þegar kemur kreppa þá
skerum við fyrst niður í starfi
með börnum. Við skuldum
unga fólkinu mjög mikla at-
hygli. Við höfum safnað upp
skuldum gagnvart börnun-
um okkar. Þú færð ekki sama
greiðslufrest hjá þeim og
bönkunum.“
Það er von
En Stefán Karl sá ekki eingöngu
dökkar hliðar samfélagsins
þegar hann sinnti þessum
málaflokki. Hann fékk líka að
kynnast starfi skólastjórn enda
og foreldra sem vakti með
honum von. „Mér finnst eftir-
minnilegast að kynnast því
góða starfi sem unnið var í Ár-
túnsskóla þegar Ellert Borgar
var þar skólastjóri. Þegar ég
kom þar inn hugsaði ég í fyrsta
skipti: Þetta er hægt. Það er
von. Og það er alveg rétt, það
er alltaf von og þess vegna er
tilgangur með starfi samtaka
eins og Regnbogabarna.“
Lenti í einelti og
lagði í einelti
Stefán Karl lenti í einelti og
lagði í einelti sjálfur. „Mér var
strítt með því að ég væri með
stór eyru, eins fór mikið fyr-
ir mér og það fór í taugarnar
á vissum hópi. Ég forðaðist
þann hóp sem átti það til að
taka í lurginn á mér. Ég brást
svo við eineltinu með því að
taka það út á öðrum og nýdd-
ist óspart á mér minnimáttar.
Einelti er svo hrikalegt og
börn og unglingar verða að
skilja að slæmar gjörðir hafa
slæmar afleiðingar, afleiðing-
ar sem geta fylgt manni allt
fram í andlátið ef ekkert er að
gert. Einhver segir: Sigga, þú
ert með svo lítil brjóst. Það
er skelfilegt að heyra þegar
maður er 12–13 ára og þær
hafa mikil áhrif á sálarlífið,
líkamlegar og andlegar að-
finnslur, þegar við erum að
taka út mikilvægan þroska.
Svo verður þetta eitthvert
grín sem fleiri og fleiri taka
þátt í. Á endanum vill hún
ekki mæta í skóla, einangrast
og svo finnum við hana úti í
bílskúr í snörunni.“
Gerði of miklar kröfur
til barna
Stefán segist meðvitaður um
eigin reynslu af einelti í upp-
eldi barna sinna. Þegar hann
hélt fyrirlestra um einelti átti
hann ekki börn. Hann segist
sjá það núna að ýmislegt sem
hann gerði kröfur um í fari
barna hafi verið óraunsætt.
„Nú á ég fjögur börn og sé
hvað ég sagði rangt og hvað ég
sagði rétt. Það er ýmislegt sem
börn geta ekki uppfyllt sem
ég gerði kröfur um. Ég er ekk-
ert öðruvísi en aðrir foreldrar
og vil alltaf gera betur. Ég er
að mörgu leyti skilningsríkari
í dag vegna þess að ég er for-
eldri. Foreldrar verða að vita
að það eru engin vandamál,
það eru bara lausnir.“
Hálfgerðir sígaunar
Aðspurður hvort eða hvenær
hann sjái fyrir sér að fjölskyld-
an snúi heim á ný segist hann
ekki sjá það fyrir sér í nánustu
framtíð.
„Við erum náttúrulega
hálfgerðir sígaunar en okkur
líður vel hér þegar vel geng-
ur. Við þurfum aldrei að setja í
axlirnar og skafa framrúðuna
í kulda og snjóbyl. Við get-
um farið í náttfötunum út í
bíl að keyra börnin í skólann
og þurfum meira að segja
að setja kuldann á. Það tek-
ur okkur tvær klukkustund-
ir að ferðast til að fara á skíði
og 30 mínútur að fara niður á
strönd. Það er algerlega ynd-
islegt. Við eyðum mjög mikl-
um tíma saman, fjölskyldan.
Það er ómetanlegt og eitt af
því sem breyttist við að flytja
út og við kunnum öll að meta.
En vissulega söknum við
margs heima og þá sérstak-
lega vina og fjölskyldu sem
þó eru mun duglegri við að
heimsækja okkur en við þau.“
kristjana@dv.is
„Ég bara
veit ekkert
skemmtilegra en að
vera með Steinu og
get ekkert lifað án
hennar.
„Það sem
mér fannst
hræðilegast að
upplifa var að hitta
börn sem voru
haldin dauðaósk.
Getur ekki án Steinu verið – þakkar
henni fyrir að þola sig Þeim Stefáni Karli og
Steinunni, eða Steinu eins og Stefán Karl kallar
hana, líður vel í Kaliforníu. Hann segist ekki geta
verið án hennar og þakkar henni fyrir að þola
hann á fimm ára brúðkaupsafmæli þeirra.