Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 32
32 | Viðtal 8.–10. apríl 2011 Helgarblað
S
tefán Karl Stefáns-
son fær stundum
heimþrá. Helst þeg-
ar hann hugsar um
íslenska náttúru og
hvað það væri nú gott
að komast í veiði. Hann dvaldi
hér á landi síðasta sumar við
tökur á kvikmyndinni Kurteist
fólk.
Stefáni er verkefnið hug-
leikið. „Mér finnst leikstjórinn
Ólafur de Fleur fara ótroðnar
slóðir þegar kemur að þessari
mynd. Hann er að spegla það
spillingarsamfélag, sem Ís-
lendingar þekkja, á opinskáan
hátt.“
Hann vonar að myndin
fái góða aðsókn og finnst það
skylda Íslendinga að styðja við
alla listsköpun sem fram fer á
landinu. „Við skulum hafa það
alveg á hreinu að enginn sem
kom að þessari mynd mun ríða
feitum hesti frá henni burtséð
frá aðsókn og það á við um
flestar íslenskar kvikmyndir.
Það er bara nauðsynlegt að ís-
lenskar bíómyndir fái aðsókn
heima svo við getum réttlætt
það að halda úti kvikmynda-
gerð á Íslandi. Íslendingar tala
mikið um það að standa vörð
um íslenska menningu og þá
skýtur það skökku við að vilja
bara sjá amerískan innflutn-
ing. Mér finnst það vera skylda
okkar sem Íslendingar að
styðja við alla listsköpun sem
fer fram á landinu.“
Löggan aðstoðaði við
kvikmyndagerðina
Myndin gerist í Búðardal að
sumri til þar sem sveitarstjór-
inn, leikinn af Eggerti Þor-
leifssyni, ræður verkfræðing-
inn Lárus sem Stefán leikur, til
starfa. Á meðan á tökum stóð
eltist yngri kynslóðin í Búð-
ardal við að fá eiginhandar-
áritun frá Glanna glæp. Stefán
tók því af mestu ró og féll fyr-
ir andanum á staðnum. „Það
var yndislegt að dvelja í Búð-
ardal. Andinn þar er einstak-
ur og náttúran líka. Það er líka
engu líkt að gera bíómyndir á
Íslandi. Á næturnar var löggan
í Búðardal að handtaka menn
fyrir ölvunarakstur. Á daginn
léku þeir aukahlutverk í mynd-
inni og víluðu ekki fyrir sér að
aðstoða í eldhúsinu ef því var
að skipta. Það var grundvall-
aratriði að skjóta myndina í
Búðardal. Við gengum inn í
samfélagið þar, sem tók okkur
opnum örmum, og ég held að
það skili sér á hvíta tjaldinu.“
Hlutverk Stefáns í mynd-
inni er ólíkt þeim sem hann er
hvað þekktastur fyrir. Hann er
yfirleitt í því að skralla og grín-
ast í miklu gervi en í Kurteisu
fólki er Stefán pollrólegur í
nokkuð dramatísku hlutverki.
„Þetta var mjög skemmti-
legt fyrir mig að leika þennan
náunga og frábært að vinna
með Eggerti eins og alltaf.“
Fá ríkisborgararétt í
Bandaríkjunum
Eftir rúmt ár fá Stefán Karl
og eiginkona hans Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir ríkis-
borgararétt í Bandaríkjunum
og þá verða sex ár síðan þau
fluttust búferlum til Los Ange-
les. „Hugmyndin kviknaði eftir
að við fórum í ferðalag til Los
Angeles í janúarmánuði 2005.
Þegar heim var komið seldum
við húsið, gáfum innbúið og
fórum í flug til Bandaríkjanna
með sjö ferðatöskur, eitt mál-
verk og tvö börn.“
Dýrt og kostaði hugrekki
Hann segir það hafa verið
viðamikið verkefni að koma
undir sig fótunum í nýju landi.
Það hafi verið dýrt og kostað
mikið hugrekki. „Við þurftum
að útvega okkur landvistar-
leyfi. Ég fékk leyfi vegna lista-
mannaferils míns, Steina var
með blaðamannapassa og fékk
strax fimm ára leyfi. Það hjálp-
aði mikið að ég hélt áfram að
vinna í Latabæ og hafði af því
innkomu meðan ég kom mér
fyrir.“
Stefán var svo heppinn að
kynnast leikstjóranum Jack
O'Brien, frægum leikstjóra á
Broadway (Hairspray, The Full
Monty), og landaði hlutverki,
The Grinch, eða Trölla eins og
við Íslendingar þekkjum hann
úr sögum Dr. Seuss. En ekki var
sopið kálið þótt í ausuna væri
komið. Hann var nefnilega
ekki í leikarafélaginu og ekki
með græna kortið og til þess að
komast í leikarafélagið þurfti
hann græna kortið.
Baráttan fyrir græna
kortinu
Þau hjónin fóru því af fullum
krafti í að berjast fyrir kort-
inu, Stefán réð sér lögfræðing
og eftir langa og harða bar-
áttu tókst þeim loksins að öðl-
ast hið eftirsótta og nauðsyn-
lega græna kort. Eftir að græna
kortið var komið í hús náði
Stefán að komast inn í leikara-
félagið og önnur leikarastétt-
arfélög og er því gjaldgengur
í hvaða leikaravinnu sem er í
Bandaríkjunum. „Þetta kost-
aði mikla vinnu og fjármuni en
gerir það að verkum að nú hef
ég tök á að sækjast eftir hvaða
hlutverki sem er.“
Trölli er gott gigg og
ferillinn hefur tekið kipp
Stefán Karl hefur fengið frá-
bæra dóma fyrir frammi-
stöðu sína í hlutverki The
Grinch. Hann hefur ferðast til
ótal borga í hlutverki Trölla
og skemmt yngstu leikhús-
gestunum við góðar undir-
tektir. Þessa dagana er hann
að taka ákvörðun um hvort
hann leggst í flakk einn eitt
árið í gervi Trölla. „Það væri
þá fjórða árið í röð, en þetta er
gott gigg og borgar vel.
Það eru ýmis verkefni sem
ég er að skoða. Það er gott boð
að leika Trölla áfram, fyrsta
leikhúsreynsla barna er ein
besta kynning sem leikari get-
ur fengið því hún er svo áhrifa-
mikil og eftirminnileg,“ segir
hann. „Ferillinn hjá mér hefur
tekið stóran kipp og á næst-
unni verða teknar ákvarð-
anir um önnur stór og flott
tækifæri.“ Spurður hvort það
sé Hollywood, sjónvarp eða
Broadway segir hann: „Tja,
eiginlega allt þetta,“ og skellir
upp úr. „Við Steinunn erum að
vinna að mörgum skemmtileg-
um hlutum í samstarfi við aðra
listamenn og framleiðendur.
Steinunn er mest í hugmynda-
vinnu og handritaskrifum.“
Ofdekraður
íslenskur leikari
Stefán Karl segir frá því að hjól-
in hafi þó ekki farið að snúast
fyrr en hann hafði losað sig við
heimaalinn íslenskan hroka.
„Það er ekkert að því að eiga
stóra drauma. Ég hafði ofurtrú
á sjálfum mér í upphafi dval-
ar minnar hér. Ég ætlaði mér
að stökkva beint inn í Holly-
wood-kvikmynd og slá í gegn,“
segir hann og skellir upp úr.
„Ég var veruleikafirrtur og svo-
lítill hrokagikkur. Ég mætti til
Bandaríkjanna og baðaði nán-
ast út öllum öngum: Ég er Stef-
án Karl og allir eiga að vita hver
ég er. Ég er Glanni glæpur! Við-
brögðin voru hins vegar önnur
en ég hafði gert ráð fyrir. Það
vissi enginn hver ég var og lít-
ið um Glanna glæp og Latabæ.
Þetta er heimaalinn hroki.
Fyrir ofdekraðan, íslenskan
leikara var þetta eins og blaut
tuska í andlitið. Ísland er eins
og verndaður vinnustaður að
vissu leyti og oft skortir á auð-
mýkt. Ég þurfti að byrja algjör-
lega upp á nýtt og tileinka mér
ný viðhorf.“
Góðir hlutir taka tíma
Heima voru bæði Stefán Karl og
Steinunn í þeirri stöðu að geta
sagt já eða nei við þeim verk-
efnum sem þeim voru boðin og
þau skorti aldrei verkefni. „Hér
þurfti ég að meðtaka það að ég
þurfti að byggja mín eigin tæki-
færi upp frá grunni. Það tekur
3–5 ár að flytjast hingað, kynn-
ast „rétta fólkinu“ og meðtaka
menninguna hér. Það er ekki
fyrr en eftir þessi ár sem það er
hægt að sækja fram á þessum
vettvangi, og takist það, þá er
það það sem Bandaríkjamenn
kalla „over night success“. Marg-
ir eiga erfitt með að samþykkja
að góðir hlutir geta tekið langan
tíma að gerast.“
Hentu afsláttarmiðunum
í ruslið
Þegar Stefán Karl og Stein-
unn hófu vist á nýjum stað var
krónan sterk og dollarinn kost-
aði 60 krónur. Þau tóku fljótt
eftir því að inn um lúguna
hrúguðust alls kyns af-
sláttarmiðar og -hefti sem
mátti nota við innkaupin. Fyrst
í stað hentu þau afsláttarmið-
unum í ruslið. „Við græddum
hins vegar á uppsveiflunni,
þökk sé óráðsíumönnum Ís-
lands,“ segir Stefán Karl og
hlær. „Í þá daga hentum við
afsláttarmiðunum í ruslið og
versluðum í Whole foods og
fannst það eins og hver önn-
ur lágvöruverslun. Í dag er líf-
ið allt annað. Nú söfnum við
þeim og höldum til haga og
því fer fjarri að við verslum í
Wholefoods í dag, nema til að
kaupa íslenskt skyr og smjör.“
Ísland er half-priceland
Stefán og fjölskylda eru ágæt-
lega stödd í dag og líður vel
í Kaliforníu. Hvað varðar
tekjur og afkomu hefur orð-
ið ákveðinn viðsnúningur því
nú eru helstu tekjur Stefáns í
Ég var veruleikafirrtur
hrokagikkur
Fyrir sex árum fóru þau og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
til Bandaríkjanna með sjö ferðatöskur og tvö börn. Nú eru börnin orðin fjögur og framtíðin virðist björt.
Stefán Karl fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Kurteist fólk og naut þess að dvelja við tökur í Búðardal síðasta sumar.
Stefán Karl ræddi við Kristjönu Guðbrandsdóttur um lífið í Kaliforníu, spillinguna á Íslandi, eineltið og foreldrahlutverkið,
ástríkt samband þeirra hjóna, afsláttarmiða og kreppufílinginn meðan þau voru að fóta sig í nýju landi.
Stefán Karl Stefánsson
„Á næstunni
verða teknar
ákvarðanir um önnur
stór og flott tækifæri.
Kurteist fólk Stefán leikur Lárus sem
lýgur sig inn í samfélagið í Búðardal með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hann tók
miklu ástfóstri við Búðardal.