Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 29
Umræða | 29Helgarblað 8.–10. apríl 2011
Fimm ára
börn læra
tungumál
Sölvi Sveinsson er skólastjóri
Landakotsskóla sem er 115 ára um
þessar mundir. Landakotsskóli er einn
elsti starfrækti skóli á landinu. Fram til
2005 var skólinn rekinn af kaþólsku
kirkjunni en hann er nú rekinn sem
sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri
stjórn. Skólinn starfar eftir sem áður í
húsnæði kaþólsku kirkjunnar við
Túngötu í Reykjavík.
Hver er maðurinn?
„Sölvi Sveinsson skólastjóri.“
Hvar ertu uppalinn?
„Í nafla alheimsins, á Sauðárkróki.“
Hvað drífur þig áfram?
„Vinnugleði.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi?
„Á Ærø við Danmörku.“
Hvað er það fyrsta sem þú gerir á
morgnana?
„Létti á mér.“
Með hverjum heldurðu í enska?
„Chelsea.“
Hvernig er að vera skólastjóri á svona
merkum tímamótum?
„Það er alltaf mjög ánægjulegt að stjórna
skóla.“
Hvað gerir Landakotsskóla sérstakan?
„Gott fólk, bæði börn og starfsmenn; sér-
stakt og kröftugt námsframboð.“
Eru öðruvísi áherslur í námi skólans?
„Fleiri tímar í íslensku og stærðfræði, allir
alltaf í listgrein, tungumálakennsla frá 5 ára
aldri og upp úr.“
Er ennþá tenging við kaþólsku kirkjuna?
„Ekki formleg. Kirkjan á hús skólans og nýtir
þau eftir skóla og um helgar og skólinn og
kirkjan vita vel hvort af öðru.“
Hvað á að gera í tilefni þessara
tímamóta?
„Opna upp á gátt og kenna fyrir opnum
dyrum þannig að foreldrar og væntan-
legir nemendur sjái skólastarfið með eigin
augum og síðan er skólinn skreyttur hátt og
lágt. Síðan verður margt gert til hátíða-
brigða allt næsta skólaár.“
„Ég hef ekki hugmynd um það, ég borða ekki
pylsur.“
Ásta Sóley Haraldsdóttir,
38 ára verkefnastjóri
„Klárlega, en þeir mættu selja kókómjólk
með.“
Elín Lóa Baldursdóttir,
26 ára verkefnastjóri
„Já, er það ekki?“
Ólafur Hafstein Pjetursson,
19 ára nemi
„Já, ég myndi segja það, enda tryggur við-
skiptavinur.“
Daníel Jakobsson,
19 ára nemi
„Ég verð eiginlega að segja það eftir að hafa
verið reglulegur viðskiptavinur í fjögur ár.
Elías Eyþórsson,
19 ára nemi
Maður dagsins
Eru Bæjarins beztu bestu pylsur í heimi?
Sumar er á næsta leiti Þótt þessi reykvíska hnáta sé vel klædd þá vekja nýútsprungnir krókusarnir von í hjarta um að sumarið sé ekki langt undan. MYND SIGTRYGGUR ARIMyndin
Dómstóll götunnar
E
kki var með öllu laust við að
ég klökknaði við að hlýða á
ungmennin í kór Kársnes-
skóla syngja um vorkomuna
við setningu stjórnlagaráðs á mið-
vikudag. Eftir allt það sem á undan
hafði gengið var það satt að segja
ansi sérstök tilfinning að setjast
loksins formlega við samráðsborð
stjórnlagaráðs í húsakynnum þess
við Ofanleiti í Reykjavík. Í fyrstu örl-
aði á ónotum yfir vandræðagang-
inum í aðdragandanum en svo, við
söng kórsins, var eins og ónotin bara
einhvern veginn liðuðust úr mér. Í
staðinn kom tilhlökkun. Gott ef ekki
svolítið hátíðleg tilfinning líka sem
braust þarna fram, um að vera orð-
inn hluti af órofinni keðju aldanna
í sögu þess umróts sem verið hefur
við að koma á stjórnarfarsumbótum
í þessu landi. Í þeirri sögu hefur nú
ýmislegt misjafnt gengið á.
Sundlaði
Þegar ég leit yfir prúðbúna og ábúð-
arfulla félaga mína sem kosnir höfðu
verið af þjóð og þingi til að endur-
skoða grundvallarlög lýðveldisins
helltist svo ábyrgðin yfir mig. Ég fann
síga í herðarnar eftir að hafa tekið við
ríflega 700 blaðsíðna skýrslu stjórn-
laganefndar þar sem finna má fjöl-
margar hugmyndir sem nýtast munu
í þeirri vinnu sem framundan er. Og
mér fannst eiginlega eins og hertist
á bindishnútnum sem ég hafði loks
náð að koma sómasamlega utan um
fannhvítan skyrtukragann eftir þrjár
misheppnaðar tilraunir fyrir fram-
an spegilinn heima nokkru áður. Ég
kann bara einn bindishnút en man
aldrei almennilega í hvaða röð á að
binda hann. En hvað um það. Rauna-
saga misheppnaðra tilrauna til end-
urskoðunar stjórnarskrárinnar rann
þarna allt í einu ljóslifandi fyrir aug-
um mér svo mér nánast sundlaði um
stund. Það var þá, þarna undir söng
kórs Kársnesskóla, sem ég loksins
gat sagt skilið við klúðrið í aðdrag-
andanum og allt ruglið og argaþras-
ið og leiðindin sem fylgt hafa frá því
að sex hæstaréttadómarar ráku fleyg
sinn í ferlið.
Hrollur
Og satt að segja skildi ég eiginlega
ekkert í því að nokkrum dögum áður
hafði ég ekki verið viss um hvort rétt
væri að þiggja sætið – vegna vand-
ræðagangsins og þrassins í úrtölu-
mönnum. Undir lok setningarat-
hafnarinnar var efinn horfinn úr mér
eins og hver annar hrollur. Í staðinn
lofaði ég sjálfum mér og kjósendum
mínum – og jú þjóðinni allri – að ég
skyldi reyna að standa mig eins vel
og ég mögulega get við þetta mikil-
væga verk. Ég veit að í þeirri kald-
hæðnu tíð sem nú ríkir kann þetta
að þykja ískyggilega væmin lýsing en
svona var mér nú samt innanbrjósts.
Og ég skammast mín bara ekkert fyr-
ir að segja það.
Þjóðargersemin
Undir hátíðlegri athöfninni leiddi
ég einnig hugann að því þvílík lukka
það hafi verið að Ómar Ragnarsson
væri aldursforseti hópsins og funda-
stjóri okkar þennan dag. Sjálf þjóð-
argersemin. Hver annar hefði get-
ið fléttað sögu stjórnlagaumbóta frá
landnámi og fram á okkar dag sam-
an við dýrustu kvæði þjóðskáldanna
og bætt jafnharðan við sínum eigin
frumsömdu ljóðum í eina samhang-
andi og svo bráðskemmtilega heild
að Íslandssagan svo gott sem lifn-
aði við þarna í salnum? Slíkt er ekki
á hvers manns færi.
Vel hristur hópur
Frá því að ósköpin dundu yfir og fram
að setningu stjórnlagaráðs hefur
þessi hópur náð að hristast ansi vel
saman, eins og títt er um hópa sem
verða fyrir sameiginlegu áfalli. Og
líklega er það rétt sem Guðrún Pét-
ursdóttir, formaður stjórnlaganefnd-
ar, sagði í Kastljósi í vikunni, að eftir
að hafa þurft að takast á við það áfall
sem ógilding stjórnlagaþingskosn-
inganna var þá er þessi hópur betur
til þess fallinn nú en nokkru sinni
áður að takast á við þetta mikilvæga
verkefni. Sagt er að fall sé fararheill
og vonandi mun sá ágæti málsháttur
eiga við í okkar tilfelli. Mig langar alla
vega til þess að okkur takist að skrifa
frumvarp að skýrri og góðri stjórnar-
skrá, ritaðri á fallegri íslensku, sem
Alþingi fær svo til meðferðar. – Auð-
vitað að undangenginni ráðgefandi
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Klökkur stjórnlagaráðsfulltrúi
Kjallari
Dr. Eiríkur
Bergmann„Raunasaga mis-
heppnaðra til-
rauna til endurskoðunar
stjórnarskrárinnar rann
þarna allt í einu ljóslif-
andi fyrir augum mér svo
mér nánast sundlaði um
stund.