Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Helgarblað 8.–10. apríl 2011 Verjandi Árna Mathiesen, fyrrver- andi fjármálaráðherra, krefst þess fyrir Hæstarétti að hrundið verði dómi und- irréttar um 3,5 milljóna króna miska- bætur til handa Guðmundi Kristjáns- syni hæstaréttarlögmanni. Til vara er þess krafist að miskabæturnar verði lækkaðar. Guðmundur Kristjánsson stefndi Árna Mathiesen og íslenska ríkinu þegar Árni skipaði Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Guðmundur var einn af þremur umsækjendum sem lögskipuð dómnefnd taldi mjög hæfa. Þorsteinn, sonur Davíðs Oddssonar, var talinn hæfur en þó tveimur flokk- um neðar en Guðmundur. Lögmaður Guðmundar krefst þess að miskabætur og einnar milljóna króna málskostnaður standi. Auk þess verði krafa Guðmundar um viðurkenn- ingu á skaðabótaskyldu samþykkt. Málið var flutt fyrir Hæstarétti síð- astliðinn miðvikudag. Dómarar eru fimm; Árni Kolbeinsson, Garðar Gísla- son, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthías- son. Skipaði son Davíðs Oddssonar á mettíma Árni Mathiesen skipaði Þorstein Dav- íðsson héraðsdómara þann 20. des- ember 2007. Björn Bjarnason var þá dómsmálaráðherra en lýsti vanhæfi sínu. Árni var settur dómsmálaráð- herra til verksins og skipaði Þorstein á harla skömmum tíma gegn rökstuddu áliti dómnefndar. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í apríl í fyrra. Þar seg- ir meðal annars orðrétt: „Eðli máls samkvæmt fylgir því álag að sækja um embætti héraðsdómara, leggja verk sín fyrir dómnefnd og fá álit hennar á lífs- starfi sínu. Það að stefndi, Árni, skuli með saknæmum og ólögmætum hætti ganga á svig við niðurstöður lögboð- innar dómnefndar og skipa einstak- ling, sem flokkaður er tveimur hæfn- isflokkum neðar en stefnandi, og með brot af starfsreynslu stefnanda, er ólög- mæt meingerð á æru og persónu stefn- anda.“ Í dómi héraðsdóms var ákvörðun Árna átalin og þekking hans á störfum dómstólanna véfengd. „Við ákvörðun sína byggir hann á því að 4 ára starfs- reynsla, sem aðstoðarmaður ráðherra, en lögfræðimenntun er ekki skilyrði fyrir því starfi, upphefji 35 ára starfs- reynslu stefnanda sem öll tengist dóm- stólunum. Þessi háttsemi stefnda, Árna, er órafjarri skyldum hans sem veitingarvaldshafa við skipun í dóm- araembætti og eðlilegt að stefnandi höfði mál á hendur ráðherra persónu- lega. Er það mat dómsins að stefndi, Árni, eigi persónulega að standa straum af tildæmdum miskabótum.“ Hörð gagnrýni umboðsmanns Guðmundur hafði áður sent málið til umboðsmanns Alþingis sem skilaði ítarlegu áliti. Embættið gerði margvís- legar athugasemdir við embættisverk Árna, meðal annars um undirbúning, málsmeðferð og ákvörðun hans. Árni hefði ekki gætt þeirra reglna um und- irbúning og mat á umsóknum sem tryggja áttu að hæfasti umsækjand- inn yrði skipaður. Jafnframt taldi um- boðsmaður Alþingis að í rökstuðningi sínum til annarra umsækjenda fyrir skipun Þorsteins hefði Árni ekki full- nægt ákvæðum stjórnsýslulaga. Að öllu samanlögðu taldi umboðsmaður þó ekki líkur til þess að annmarkarnir á embættisfærslu Árna leiddu til ógild- ingar á skipuninni. Málið tekið fyrir í Hæstarétti Í málflutningi fyrir Hæstarétti síðastlið- inn miðvikudag lögðu lögmenn ríkis- ins og Árna Mathiesen, þeir Einar Karl Hallvarðsson og Karl Axelsson, áherslu á að allir umsækjendurnir fimm, einn- ig Þorsteinn, hefðu verið dæmdir hæf- ir af dómnefnd. Í öðru lagi hefði öllum lagaskilyrðum verið fullnægt í skipun- arferlinu. Í þriðja lagi hefði ráðherra ekki verið bundinn af mati dómnefnd- arinnar. Þeir lögðu einnig áherslu á að aldrei hefði Árni lítillækkað Guðmund eða hreytt neinu til hans opinberlega sem réttlætt gæti miskabætur. Nefnt var að skipun Árna hefði verið umdeild en það eitt réttlætti ekki bótakröfur Guð- mundar og fæli ekki í sér meingerð gegn honum enda hefði öllum settum skilyrðum verið fullnægt þegar Árni tók ákvörðun sína. Lögmennirnir töldu að breyta yrði stjórnskipuninni ef ævin- lega yrði að leggja sérhæfða þekkingu ráðherra til grundvallar ákvörðunum. Þá töldu þeir að ákvörðun hans væri ávallt háð mati og fæli ekki í sér neina lítilsvirðingu gagnvart þeim umsækj- endum sem ekki hrepptu stöðu. Karl Axelsson undirstrikaði í þessu efni að yfir vafa væri hafið að Þorsteinn hefði verið metinn hæfur. Þá undrað- ist hann að Árni skyldi sæta persónu- legri ábyrgð en einnig fullyrðingar um að ráðherra hefði borið að veita Guð- mundi stöðuna. Hann vísaði í dóm héraðsdóms og taldi að dómari hefði þar farið offari. „Kappið bar rökræna hugsun ofurliði,“ sagði Karl orðrétt og fullyrti að skilningur héraðsdóms hefði í raun verið sá að ráðherra væri bund- inn af niðurstöðu dómnefndarinnar. Á öðrum stað í ræðu sinni sagði Karl að héraðsdómarinn hefði bókstaflega lagt lykkju á leið sína til að hnjóða í skjól- stæðing sinn Árna Mathiesen. Þótti Karli þetta jaðra við stjórnskipulega misbeitingu. Karl lagði einnig fram þá röksemd að nú væri búið að breyta dómstóla- lögum í þá veru að takmarka vald ráð- herra við skipun dómara. Augljóslega hefði ráðherrann fram að breyting- unni haft rýmra vald við skipun dóm- ara. Loks gerði Karl að umtalsefni að lögmanni Guðmundar hefði ekki tek- ist að sanna að Guðmundur hefði átt að hljóta umrætt dómaraembætti. Jafnframt hefði honum ekki tekist að sýna fram á fjárhagslegt tjón sem rétt- lætt gæti skaðabótakröfu. „Vítaverð valdníðsla“ Eiríkur S. Svavarsson héraðsdóms- lögmaður flutti mál Guðmundar Kristjánssonar sem prófmál til mál- flutningsréttinda fyrir Hæstarétti, en lögmaður Guðmundar er Hlöðver Kjartansson hæstaréttarlögmaður. Eiríkur gagnrýndi þann skamma tíma sem Árni tók sér til að kynna sér málið. Ákvörðunin hefði verið tekin á aðeins nokkrum klukkustundum. Hefði Árni aftur á móti fengið gögn í hendur með óformlegum hætti fyrr væri það einnig ólögmætt og ekki í samræmi við lögboðna framkvæmd stjórnsýslu. Hann benti á að lög og reglur hefðu átt að tryggja að ávallt yrði valinn dómari úr hópi hinna hæfustu. Árni Mathiesen bar því við að eitt af því sem ráðið hefði úrslitum um val sitt hafi verið bréf meðmælenda með Þor- steini Davíðssyni. Eiríkur gagnrýndi þetta og taldi að meðmælabréfin líkt- ust frekar matsbréfum. Auk þess færi því fjarri að Árni hefði frjálst val við val á dómara. Ákvörðunin hefði í senn verið ólögmæt og ómálefnaleg. Eirík- ur taldi að Árni hefði í raun sýnt af sér vítaverða valdníðslu. Eins og áður segir krefjast lögmenn Guðmundar að dæmdar miskabæt- ur, 3,5 milljónir króna, standi, sem og einnar milljónar króna málskostnað- ur sem Árna var gert að greiða. Jafn- framt viðurkenni Hæstiréttur kröfuna um skaðabótaskyldu Árna vegna fjár- hagslegs tjóns sem Guðmundur telur sig geta sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir vegna ákvörðunar Árna. Dómur Hæstaréttar verður kveð- inn upp innan nokkurra vikna. Vilja láta dæma Árna skaðabótaskyldan n Tekist á um 3,5 milljóna króna miskabætur auk skaðabótaskyldu Árna Mathiesen í Hæstarétti n Sniðgekk hæfustu umsækjendurna og skipaði Þorstein Davíðsson, son Davíðs Oddssonar, héraðsdóm- ara á mettíma fyrir jólin 2007 n Málflutningur var fyrir Hæstarétti í vikunni n Þorsteinn hæfur og Árni ekki bundinn af dómnefnd segir verjandi hans Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is „Auk þess færi því fjarri að Árni hefði frjálst val við val á dóm- ara. Ákvörðunin hefði í senn verið ólögmæt og ómálefnaleg. Beðið átekta eftir dómurunum Krafist er niðurfellingu miskabóta og annarra krafna fyrir hönd Árna Mathiesen. Guðmundur Kristjánsson krefst þess að 3,5 milljóna króna miskabætur standi og að skaðabótaskylda Árna verði viðurkennd. Horfinn á braut Árni Mathiesen tók sér aðeins nokkrar klukkustundir í embætti dóms- málaráðherra fyrir jólin 2007 til að skipa Þorstein Davíðsson (Oddsonar) héraðsdómara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.