Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 54
54 | Sport 8.–10. apríl 2011 Helgarblað Mót númer tvö á keppnistímabilinu í Formúlu 1 fer fram á sunnudaginn en þá verður ekið af stað á Sepang- brautinni í Malasíu. Flestir spekingar búast við öruggum sigri Sebastians Vettel því brautin í Malasíu er sögð sýna raungetu bílanna. Bæði er hit- inn svo mikill og brautin þannig gerð, með tveimur löngum köflum og erf- iðum beygjum, að það kemur í ljós hver er með besta gripið og niður- togið. Einnig hjálpar hitinn mikið til við að sýna hvaða bíll er bestur því í miklum hita slitna dekkin fyrr og er það þá undir hönnun bílsins komið hvernig þau slitna. Red Bull-bíllinn er sá langbesti í Formúlu 1 alveg eins og í fyrra og gæti heimsmeistarinn Se- bastian Vettel undirstrikað yfirburði sína og þessa magnaða bíls með sigri á sunnudaginn. Berja af sér stóru fyrirsagnirnar Red Bull er ríkjandi heimsmeistari bílasmiða og Sebastian Vettel ríkjandi heimsmeistari. Allir spekingar segja liðið vera með langbesta bílinn sem sannaðist í fyrstu keppni ársins þar sem Vettel var algjörlega ósnertan- legur. Er Formúlumótið í ár nú þeg- ar orðið eltingaleikur við Þjóðverj- ann unga. Í herbúðum Red Bull eru menn þó mjög hræddir við stríðsfyr- irsagnir stóru blaðanna og þær full- yrðingar að titillinn sé þeirra að tapa. „Það eru fimm fyrrverandi heims- meistarar á ráslínunni í hverri keppni. Ég hef engan rétt á því að af- skrifa þá þótt mér hafi gengið vel að undanförnu,“ segir heimsmeistarinn Sebastian Vettel. „Ég held að fleiri bílar en okkar muni sanna gildi sitt í Malasíu sem er svo sannarlega fyrsta alvörubrautin. Ástralía er fín en það er svona hálfgerð götubraut og þar rignir oft. Sepang-brautin býður upp á allt það sem góð braut á að hafa. Í fjórtándu beygju þarf að bremsa þegar ennþá er verið að taka beygj- una inn í hornið. Það er ótrúlega erf- itt. Þetta verður frábær keppni. Ég ætla mér auðvitað að vinna og hef trú á því að ég geti það. En mér dett- ur ekki til hugar að taka þátt í þessum leik sem verið er að búa til,“ segir Se- bastian Vettel. Vettel stingur ekki af Breska formúlugoðsögnin Damon Hill sem varð heimsmeistari árið 1996 tekur ekki undir þau orð að Sebastian Vettel muni stinga alla af í stigakeppninni. Hann hefur mikla trú á að mótið verði spennandi, alveg eins og í fyrra þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokakeppninni. Þvert á móti öllum fallegu orðunum um Red Bull telur heimsmeistarinn fyrrver- andi að Ferrari og McLaren hafi mun meira svigrúm til að bæta bíla sína og gera þá hraðskreiðari, frekar en Red Bull. Honum fannst byrjun Ferrari þó ekki góð. „Ég hélt að Ferrari myndi veita meiri keppni í Ástralíu. En aftur á móti kom mér virkilega á óvart hversu vel McLaren gerði miðað við hversu skelfilegt undirbúnings- tímabilið var þar. McLaren-bíllinn er bara í fínu standi virðist vera og ekki langt á eftir Red Bull. Þeir eiga eftir að vinna á eftir því sem á líður,“ segir Damon Hill sem er ekki á því að Vet- tel muni rúlla yfir keppinautana. „Ég sé ekki fram á neitt annað en þetta verði spennandi ár. Vet- tel á ekki eftir að rústa þessu. Fysta keppnin setur bara eitthvað ákveð- ið mark sem aðrir þurfa að miða sig við og ná. Það er erfitt fyrir Red Bull að vera með svona góðan bíl þó það hljómi kannski kjánalega. Þeir þurfa að passa sig að verða ekki værukærir því það eru öll liðin að reyna bæta sig til að ná þeim.“ Hvað gera Perez og Kobayashi? Það er kannski fullsnemmt að fara að útnefna spútniklið tímabilsins eft- ir eina keppni. Það lið sem kom þó mest á óvart í Ástralíu var Sauber en ökumenn þess, nýliðinn Sergio Perez og Kamui Kobayashi, fóru hreinlega á kostum og náðu sjöunda og áttunda sæti. Það er að segja þar til dómar- arnir hirtu af þeim stigin vegna van- stillingar á væng aftan á bílnum. Það var þó ekki þeim að kenna og held- ur tæknistjóri liðsins því staðfastlega fram að vængurinn hafi ekki hjálpað Perez og Kobayashi neitt í keppn- inni sjálfri. Þeir hafi einfaldlega unn- ið fyrir sínum sætum. Sauber-bíllinn sýndi í Ástralíu að hann fer virkilega vel með dekkin en Perez keyrði þrjá- tíu og fimm hringi á mjúku dekkjun- um sem hjálpaði honum ekkert lítið upp í sjöunda sætið. „Ég er mjög einbeittur fyrir keppnina í Malasíu og er farinn að hlakka til,“ segir Sergio Perez. „Ég held að við séum með góðan bíl í höndunum. Hann er nægilega fljót- ur þannig að við getum stefnt á stiga- sæti í hverri keppni. Eftir keppnina í Ástralíu veit ég hvaða takmark ég á að setja mér í tímatökum og í keppn- unum sjálfum. Svo þess utan þekki ég Sepang-brautina vel því ég keppti á henni í GP2-mótaröðinni. Brautin reynir virkilega á líkamann og það er erfitt að ná góðum hring,“ segir Ser- gio Perez. Allir eltA Vettel n Annað mót ársins í Formúlu 1 fer fram í Malasíu á sunnudaginn n Búist við að Red Bull drottni n Brautin sýnir raungetu bílanna n Hitinn gæti hentað spútnikliði Sauber Efstu menn 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Mark Webber - Red Bull 3. Nico Rosberg - Mercedes 4. Robert Kubica - Renault 5. Adrian Sutil - Force India 6. Lewis Hamilton - McLaren 7. Felipe Massa - Ferrari 8. Jenson Button - McLaren Ráspóll n Mark Webber, Red Bull - 1:39:327 Fljótastur í einstökum hring n Mark Webber, Red Bull -1:37:054 Brautarmet n Juan Pablo Montoya, McLaren - 1:34:223 Fyrri sigurvegarar 2010: Sebastian Vette - Red Bull 2009: Jenson Button - Brawn 2008: Kimi Raikkonen - Ferrari 2007: Fernando Alonso - McLaren Malasía 2010Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Komu á óvart Strákarnir hjá Sauber verða í sviðsljósinu í Malasíu eftir gott gengi í Ástralíu. Ósigrandi? Sebastian Vettel er á langbesta bílnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.