Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 25
Doktor Hannes Hólmsteinn Gissurar- son stjórnmálafræðiprófessor ákvað ásamt fleirum á fundi snemma árs 2007 að hefja víðtæka herferð gegn skrifum doktors Stefáns Ólafssonar félagsfræði prófessors um skattbyrði láglaunahópa og aukinn ójöfnuð í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Þetta fullyrðir Stefán í samtali við DV og lýsir furðu sinni á 10 milljóna króna fram- lagi fjármálaráðuneytisins til skatta- verkefnis á vegum Hannesar árið 2007. Skýrsla, sem Hannes Hólmsteinn vann fyrir fjármálaráðuneytið um verk sitt og skilað var í nóvember 2009, fel- ur í sér gagnrýni á skrif Stefáns og and- mæli gegn málflutningi hans um skatta og ójöfnuð á undanförnum árum. Þeg- ar Árni Mathiesen, þáverandi fjármála- ráðherra, samdi við Félagsvísinda- stofnun um styrk til skattaverkefnis, vildi ráðuneytið fá svör við tilteknum spurningum. Áskilið var að Hannes Hólmsteinn annaðist verkefnið og að verklok yrðu í nóvember 2008. Einstakt í háskólasamfélaginu „Ég er furðu lostinn yfir því að Hann- es Hólmsteinn Gissurarson skuli hafa fengið 10 milljónir króna frá fjármála- ráðuneytinu auk mikilla fjármuna frá einkaaðilum til þess að reka áróður og blekkingar um skattamál,“ segir Stefán í samtali við DV. „Þegar skýrslan sem hann skilaði ráðuneytinu er skoðuð kemur í ljós skelfileg hrákasmíð þar sem saman fara vísivitandi ósann- indi, afbakanir staðreynda og stór- tækar ófrægingar um verk og persónur annarra. Hannes Hólmsteinn tilkynnti mér reyndar snemma á árinu 2007 að ákveðið hefði verið á fundi að fara í víð- tæka herferð gegn skrifum mínum um skatta og aukinn ójöfnuð til þess að vernda arfleifð Davíðs Oddssonar. Nú er komið í ljós að mikið fé, sennilega milljónatugir, var lagt í þessa herferð. Markmiðið var að freista þess að jarða þær staðreyndir sem ég lagði fram. Þetta er auðvitað einstakt í opinberri stjórnsýslu og í háskólasamfélaginu.“ Hannes Hólmsteinn kannast ekki við þetta. „Ég held að þetta sé einhver ímyndun í Stefáni. Til eru menn, sem telja sjálfum sér trú um að aðrir hafi ekkert þarfara að gera en sitja á löngum fundum um þá. Slíkir menn eru venju- lega ekki teknir ýkja alvarlega.“ Eftir því sem DV kemst næst hef- ur ekki verið fjallað um málið innan stjórnar Félagsvísindastofnunar. „Það er auðvitað mikið umhugsunarefni fyr- ir stjórnendur Félagsvísindastofnunar og háskólans hvernig Hannes hefur misnotað nafn stofnunarinnar,“ seg- ir Stefán – Stefán átti drýgstan hlut að því að koma stofnuninni á fót á sínum tíma. Hannes Hólmsteinn Gissurarson sá ástæðu til að gagnrýna fréttaflutning DV þegar fjallað var um styrkinn fyrir skemmstu í blaðinu. Taldi hann ekkert nýtt í fréttaflutningnum. Á bloggsíðu sinni skrifaði Hannes þann 2. apríl að blaðamenn DV hefðu gleymt að fjalla um aðalatriði málsins þar sem þeir „…höfðu ekki fengið úr fjármálaráðu- neytinu skýrslu mína við lok rannsókn- arverkefnisins.“ DV fékk skýrsluna að lokum af- henta og hefur nú borið hana undir samstarfsmenn Hannesar við félags- vísindadeild Háskóla Íslands. Óhætt er að segja að samstarfsmenn hans eru ekki á eitt sáttir um verkefnið sem Hannes fékk úthlutað af fjármálaráðu- neytinu í tíð Árna Mathiesen og því síður eru þeir sáttir við skýrsluna sem Hannes kallaði sjálfur „rækilega“. Ókyrrð er því innan Háskóla Ís- lands vegna málsins og fara líkur vax- andi á að ráðstöfun styrksins í nafni Félagsvísindastofnunar verði tilefni til frekari umfjöllunar innan skólans. Nærmynd | 25Helgarblað 8.–10. apríl 2011 Fræðimaður flokksins honum þóknist, að ögra málflutningi hans kann ekki góðri lukku að stýra – vilji viðkomandi nemandi fá góða einkunn. Hannes á sér aðrar skemmti- legar hliðar. Árlega býður hann nemendum heim til sín í osta- og rauðvínsveislu, þar sem nemend- ur fá iðulega að hitta og spjalla við nokkra fyrrverandi lærisveina og skjólstæðinga Hannesar – eins og Gísla Martein Baldursson eða Sig- urð Kára Kristjánsson. Sagði einn gamall nemandi Hannesar frá því þegar hann, ásamt öðrum, ætlaði að skipta um tónlist í samkvæminu. Hannes hafði iPod-tónhlöðu tengda við hljómflutningstæki og var þar lagalisti (play-list) í gangi. Nemend- urnir brostu út í annað þegar þeir sáu nafn lagalistans, og tveggja ann- arra. Báru þeir heitin „Hress Hann- es“, „Hýr Hannes,“ og „Bossanova Hannes.“ Fræðimaðurinn Hannes Hólm- steinn Gissurarson er ekki allur þar „Málið er að ég á svona 2.000 sálir, skuldlaust. Þau kaupa allt sem ég geri. Það er hins vegar erfiðara með hina. Skýrsla um skatta og Stefán Ólafsson Hér að neðan eru tilvitnanir í lokaskýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors vegna 10 milljóna króna styrksins frá fjármálaráðuneytinu árið 2007. Skýrslunni var skilað í nóvember 2009, um ári síðar en til stóð, og bar nafnið „Skattar og velferð á Ís- landi 1991 til 2007“. Athyglisvert er að í skýrslu Hannesar er vitnað til skýrslu Friðriks Más Baldurssonar, Indriða H. Þorlákssonar og sjö annarra höfunda, „Íslenska skattkerfið – samkeppnis- hæfni og skilvirkni“, en henni var lokið í september 2008, skömmu áður en Hannes átti að skila sinni skýrslu um skattabreytingar. Meðfylgjandi tilvitnanir tengjast allar nafni Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors, sem lengi hafði gagnrýnt vaxandi ójöfnuð og skattaálögur stjórnvalda á efnaminna fólk. Tilvitnanirnar benda til þess að fullyrðing Stefáns, um að Hannes hafi notað opinbert fé í herferð gegn honum, eigi við rök að styðjast. Á blaðsíðu 24 í skýrslunni vitnar Hannes Hólmsteinn í þau orð Davíðs Oddssonar snemma árs 2006 að ánægðastur hefði hann (Davíð) verið með skattalækkanir sínar. Stefán fullyrti á móti að skattar hefðu hækkað stórkostlega í tíð Davíðs Oddssonar. Aðrar tilvitnanir hér að neðan eru orðrétt upp úr skýrslu dr. Hannesar Hólmsteins: Bls. 34: „Tal Stefáns Ólafssonar um skattleysismörk er villandi.“ Bls. 35: „Í gagnrýni sinni tók Stefán Ólafsson ekki tillit til þess, sem Sveinn Agnarsson hagfræð- ingur hefur bent á, að skattleysismörk á Íslandi hafia frá 1995 verið vanreiknuð frekar en ofreiknuð.“ Bls. 36: „En Stefán vildi tengja skattleysismörk við vísitölu launa.“ Bls. 36: „Í umræðu um skattbreytingar á Íslandi hélt Stefán Ólafsson því fram, að áratuginn 1995- 2004 hefðu kjör allra tekjuhópa á Íslandi að vísu batnað verulega, en kjör hinna verst settu hægar en hinna, sem betur máttu sín... En höfðu þær ekki frekar í för með sér, að tekjuhæstu hóparnir komust lengra?“ Bls. 38: („Ofurlaun“ eins og Stefán Ólafsson orðar það) Bls. 61: „Stefán Ólafsson fullyrti í blaðagrein í febrúar 2007, að auknar skatttekjur af fyrirtækjum væru vegna þess, að einkahlutafélögum hefði snarfjölgað... Þetta fær ekki staðist.“ Bls. 61: „Það fær heldur ekki staðist, sem Stefán Ólafsson lét að liggja, að auknar skatttekjur af einstaklingum væru vegna þess, að skattleysismörk hefðu ekki hækkað með verðlagi.“ Bls. 64: „Haustið 2006 fullyrtu prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason, að Gini- stuðull fyrir Ísland hefði hækkað meir en gengur og gerist. Tekjuskiptingin væri hér orðin ójafnari en annars staðar á Norðurlöndum...“ Bls. 65: „Hér skýtur hins vegar skökku við. Hjá Ríkisskattstjóra eru engin gögn til um Gini-stuðla, og enginn hjá embættinu kannast við að hafa reiknað út slíka stuðla fyrir Stefán Ólafsson eða Þorvald Gylfason.“ Bls. 67: „Ekki var nóg með, að fátækt mældist meiri á Íslandi tvo síðustu áratugi fyrir aldamót en annars staðar á Norðurlöndum, heldur sagði Stefán skömmu fyrir þingkosningar vorið 2003, að líklega væri fátækt að aukast á Íslandi.“ Bls. 68: „Daginn eftir, 16. apríl, gekk Harpa ásamt Stefáni Ólafssyni á fund forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, á Bessastöðum og afhenti honum eintak af skýrslu sinni. Við það tækifæri lauk Ólafur Ragnar lofsorði á verkið. Kvaðst hann sem fyrrverandi prófessor í stjórnmálafærði geta sagt, að þetta rit væri eitthvað hið merkilegasta, sem samið hefði verið á því fræðasviði.“ Bls. 68: „Á ráðstefnunni „Þjóðarspeglinum“ haustið 2006 hélt Harpa Njáls fast við fyrri fullyrðingu þeirra Stefáns Ólafssonar um, að hér væri fátækt meiri en annars staðar á Norðurlöndum.“ Bls. 70: „Hvað sem því líður, var rannsókn hagstofu Evrópusambandsins á fátækt og lágtekju- mörkum árin 2003 og 2004 í góðu samræmi við niðurstöður Sigurðar Snævarrs vorið 2003, en gekk þvert á það, sem Stefán Ólafsson og Harpa Njáls héldu fram þá og raunar fyrr og síðar.“„Nú er komið í ljós að mikið fé, sennilega milljónatugir, var lagt í þessa herferð. „Ófræging um verk og persónur annarra“ n Stefán Ólafsson bregst til varnar gegn Hannesi Hólmsteini Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Boðberi frjálshyggjunnar Hannes hefur löngum talað fyrir takmörkun ríkis- valds svo frjáls vöruskipti geti farið fram óhindrað. Sjálfur hefur honum lítið orðið ágengt á hinum frjálsa markaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.