Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 25
Doktor Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son stjórnmálafræðiprófessor ákvað
ásamt fleirum á fundi snemma árs
2007 að hefja víðtæka herferð gegn
skrifum doktors Stefáns Ólafssonar
félagsfræði prófessors um skattbyrði
láglaunahópa og aukinn ójöfnuð í
stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Þetta
fullyrðir Stefán í samtali við DV og lýsir
furðu sinni á 10 milljóna króna fram-
lagi fjármálaráðuneytisins til skatta-
verkefnis á vegum Hannesar árið 2007.
Skýrsla, sem Hannes Hólmsteinn
vann fyrir fjármálaráðuneytið um verk
sitt og skilað var í nóvember 2009, fel-
ur í sér gagnrýni á skrif Stefáns og and-
mæli gegn málflutningi hans um skatta
og ójöfnuð á undanförnum árum. Þeg-
ar Árni Mathiesen, þáverandi fjármála-
ráðherra, samdi við Félagsvísinda-
stofnun um styrk til skattaverkefnis,
vildi ráðuneytið fá svör við tilteknum
spurningum. Áskilið var að Hannes
Hólmsteinn annaðist verkefnið og að
verklok yrðu í nóvember 2008.
Einstakt í háskólasamfélaginu
„Ég er furðu lostinn yfir því að Hann-
es Hólmsteinn Gissurarson skuli hafa
fengið 10 milljónir króna frá fjármála-
ráðuneytinu auk mikilla fjármuna frá
einkaaðilum til þess að reka áróður og
blekkingar um skattamál,“ segir Stefán
í samtali við DV. „Þegar skýrslan sem
hann skilaði ráðuneytinu er skoðuð
kemur í ljós skelfileg hrákasmíð þar
sem saman fara vísivitandi ósann-
indi, afbakanir staðreynda og stór-
tækar ófrægingar um verk og persónur
annarra. Hannes Hólmsteinn tilkynnti
mér reyndar snemma á árinu 2007 að
ákveðið hefði verið á fundi að fara í víð-
tæka herferð gegn skrifum mínum um
skatta og aukinn ójöfnuð til þess að
vernda arfleifð Davíðs Oddssonar. Nú
er komið í ljós að mikið fé, sennilega
milljónatugir, var lagt í þessa herferð.
Markmiðið var að freista þess að jarða
þær staðreyndir sem ég lagði fram.
Þetta er auðvitað einstakt í opinberri
stjórnsýslu og í háskólasamfélaginu.“
Hannes Hólmsteinn kannast ekki
við þetta. „Ég held að þetta sé einhver
ímyndun í Stefáni. Til eru menn, sem
telja sjálfum sér trú um að aðrir hafi
ekkert þarfara að gera en sitja á löngum
fundum um þá. Slíkir menn eru venju-
lega ekki teknir ýkja alvarlega.“
Eftir því sem DV kemst næst hef-
ur ekki verið fjallað um málið innan
stjórnar Félagsvísindastofnunar. „Það
er auðvitað mikið umhugsunarefni fyr-
ir stjórnendur Félagsvísindastofnunar
og háskólans hvernig Hannes hefur
misnotað nafn stofnunarinnar,“ seg-
ir Stefán – Stefán átti drýgstan hlut að
því að koma stofnuninni á fót á sínum
tíma.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson sá
ástæðu til að gagnrýna fréttaflutning
DV þegar fjallað var um styrkinn fyrir
skemmstu í blaðinu. Taldi hann ekkert
nýtt í fréttaflutningnum. Á bloggsíðu
sinni skrifaði Hannes þann 2. apríl að
blaðamenn DV hefðu gleymt að fjalla
um aðalatriði málsins þar sem þeir
„…höfðu ekki fengið úr fjármálaráðu-
neytinu skýrslu mína við lok rannsókn-
arverkefnisins.“
DV fékk skýrsluna að lokum af-
henta og hefur nú borið hana undir
samstarfsmenn Hannesar við félags-
vísindadeild Háskóla Íslands. Óhætt
er að segja að samstarfsmenn hans
eru ekki á eitt sáttir um verkefnið sem
Hannes fékk úthlutað af fjármálaráðu-
neytinu í tíð Árna Mathiesen og því
síður eru þeir sáttir við skýrsluna sem
Hannes kallaði sjálfur „rækilega“.
Ókyrrð er því innan Háskóla Ís-
lands vegna málsins og fara líkur vax-
andi á að ráðstöfun styrksins í nafni
Félagsvísindastofnunar verði tilefni til
frekari umfjöllunar innan skólans.
Nærmynd | 25Helgarblað 8.–10. apríl 2011
Fræðimaður flokksins
honum þóknist, að ögra málflutningi
hans kann ekki góðri lukku að stýra
– vilji viðkomandi nemandi fá góða
einkunn.
Hannes á sér aðrar skemmti-
legar hliðar. Árlega býður hann
nemendum heim til sín í osta- og
rauðvínsveislu, þar sem nemend-
ur fá iðulega að hitta og spjalla við
nokkra fyrrverandi lærisveina og
skjólstæðinga Hannesar – eins og
Gísla Martein Baldursson eða Sig-
urð Kára Kristjánsson. Sagði einn
gamall nemandi Hannesar frá því
þegar hann, ásamt öðrum, ætlaði
að skipta um tónlist í samkvæminu.
Hannes hafði iPod-tónhlöðu tengda
við hljómflutningstæki og var þar
lagalisti (play-list) í gangi. Nemend-
urnir brostu út í annað þegar þeir
sáu nafn lagalistans, og tveggja ann-
arra. Báru þeir heitin „Hress Hann-
es“, „Hýr Hannes,“ og „Bossanova
Hannes.“
Fræðimaðurinn Hannes Hólm-
steinn Gissurarson er ekki allur þar
„Málið er að ég á
svona 2.000 sálir,
skuldlaust. Þau kaupa allt
sem ég geri. Það er hins
vegar erfiðara með hina.
Skýrsla um skatta og Stefán Ólafsson
Hér að neðan eru tilvitnanir í lokaskýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors
vegna 10 milljóna króna styrksins frá fjármálaráðuneytinu árið 2007. Skýrslunni var
skilað í nóvember 2009, um ári síðar en til stóð, og bar nafnið „Skattar og velferð á Ís-
landi 1991 til 2007“.
Athyglisvert er að í skýrslu Hannesar er vitnað til skýrslu Friðriks Más Baldurssonar,
Indriða H. Þorlákssonar og sjö annarra höfunda, „Íslenska skattkerfið – samkeppnis-
hæfni og skilvirkni“, en henni var lokið í september 2008, skömmu áður en Hannes átti
að skila sinni skýrslu um skattabreytingar.
Meðfylgjandi tilvitnanir tengjast allar nafni Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors,
sem lengi hafði gagnrýnt vaxandi ójöfnuð og skattaálögur stjórnvalda á efnaminna fólk.
Tilvitnanirnar benda til þess að fullyrðing Stefáns, um að Hannes hafi notað opinbert fé í
herferð gegn honum, eigi við rök að styðjast.
Á blaðsíðu 24 í skýrslunni vitnar Hannes Hólmsteinn í þau orð Davíðs Oddssonar
snemma árs 2006 að ánægðastur hefði hann (Davíð) verið með skattalækkanir sínar.
Stefán fullyrti á móti að skattar hefðu hækkað stórkostlega í tíð Davíðs Oddssonar.
Aðrar tilvitnanir hér að neðan eru orðrétt upp úr skýrslu dr. Hannesar Hólmsteins:
Bls. 34: „Tal Stefáns Ólafssonar um skattleysismörk er villandi.“
Bls. 35: „Í gagnrýni sinni tók Stefán Ólafsson ekki tillit til þess, sem Sveinn Agnarsson hagfræð-
ingur hefur bent á, að skattleysismörk á Íslandi hafia frá 1995 verið vanreiknuð frekar en ofreiknuð.“
Bls. 36: „En Stefán vildi tengja skattleysismörk við vísitölu launa.“
Bls. 36: „Í umræðu um skattbreytingar á Íslandi hélt Stefán Ólafsson því fram, að áratuginn 1995-
2004 hefðu kjör allra tekjuhópa á Íslandi að vísu batnað verulega, en kjör hinna verst settu hægar en
hinna, sem betur máttu sín... En höfðu þær ekki frekar í för með sér, að tekjuhæstu hóparnir komust
lengra?“
Bls. 38: („Ofurlaun“ eins og Stefán Ólafsson orðar það)
Bls. 61: „Stefán Ólafsson fullyrti í blaðagrein í febrúar 2007, að auknar skatttekjur af fyrirtækjum
væru vegna þess, að einkahlutafélögum hefði snarfjölgað... Þetta fær ekki staðist.“
Bls. 61: „Það fær heldur ekki staðist, sem Stefán Ólafsson lét að liggja, að auknar skatttekjur af
einstaklingum væru vegna þess, að skattleysismörk hefðu ekki hækkað með verðlagi.“
Bls. 64: „Haustið 2006 fullyrtu prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason, að Gini-
stuðull fyrir Ísland hefði hækkað meir en gengur og gerist. Tekjuskiptingin væri hér orðin ójafnari en
annars staðar á Norðurlöndum...“
Bls. 65: „Hér skýtur hins vegar skökku við. Hjá Ríkisskattstjóra eru engin gögn til um Gini-stuðla, og
enginn hjá embættinu kannast við að hafa reiknað út slíka stuðla fyrir Stefán Ólafsson eða Þorvald
Gylfason.“
Bls. 67: „Ekki var nóg með, að fátækt mældist meiri á Íslandi tvo síðustu áratugi fyrir aldamót
en annars staðar á Norðurlöndum, heldur sagði Stefán skömmu fyrir þingkosningar vorið 2003, að
líklega væri fátækt að aukast á Íslandi.“
Bls. 68: „Daginn eftir, 16. apríl, gekk Harpa ásamt Stefáni Ólafssyni á fund forseta Íslands, Ólafs
Ragnars Grímssonar, á Bessastöðum og afhenti honum eintak af skýrslu sinni. Við það tækifæri lauk
Ólafur Ragnar lofsorði á verkið. Kvaðst hann sem fyrrverandi prófessor í stjórnmálafærði geta sagt,
að þetta rit væri eitthvað hið merkilegasta, sem samið hefði verið á því fræðasviði.“
Bls. 68: „Á ráðstefnunni „Þjóðarspeglinum“ haustið 2006 hélt Harpa Njáls fast við fyrri fullyrðingu
þeirra Stefáns Ólafssonar um, að hér væri fátækt meiri en annars staðar á Norðurlöndum.“
Bls. 70: „Hvað sem því líður, var rannsókn hagstofu Evrópusambandsins á fátækt og lágtekju-
mörkum árin 2003 og 2004 í góðu samræmi við niðurstöður Sigurðar Snævarrs vorið 2003, en gekk
þvert á það, sem Stefán Ólafsson og Harpa Njáls héldu fram þá og raunar fyrr og síðar.“„Nú er komið í
ljós að mikið fé,
sennilega milljónatugir,
var lagt í þessa herferð.
„Ófræging um verk
og persónur annarra“
n Stefán Ólafsson bregst til varnar gegn Hannesi Hólmsteini
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johann@dv.is
Boðberi frjálshyggjunnar Hannes
hefur löngum talað fyrir takmörkun ríkis-
valds svo frjáls vöruskipti geti farið fram
óhindrað. Sjálfur hefur honum lítið orðið
ágengt á hinum frjálsa markaði.