Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 46
Á gamla Íslandi tíðkaðist löngum að gera hreint fyrir jól og á vorin en þá var allt heimilið hreinsað hátt og lágt, frá lofti
niður í gólflista og ekkert undan skilið.
Margrét Gústavsdóttir kom að máli við
skólastjóra Hússtjórnarskólans í Reykjavík,
Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur, og fékk hjá
henni góð ráð fyrir vorhreingerninguna miklu
en Margrét er hafsjór af fróðleik og þekkingu
þegar kemur að heimilishaldi og þrifum:
„Í gamla daga áttu íslenskar húsmæður
alltaf þrjú sett af gardínum; jólagardínur og
vetrar- og sumargardínur sem voru hengdar
upp eftir vorhreingerninguna. Vetrargardín-
urnar voru oft þykkar en þá var yfirleitt ein-
falt gler í húsum. Ég man einmitt hvað manni
fannst alltaf gaman að horfa á frostrósirnar
sem mynduðust í kuldanum,“ segir Margrét og
útskýrir að þessar sérlegu vetrargardínur hafi
jafnframt verið notaðar til að einangra hitann
inni í húsunum. „Jólagardínurnar voru spari-
gardínur, hengdar upp eftir jólahreingerningu
og sumargardínur voru léttar og bjartar og
hengdar upp í lok apríl eða í byrjun maí.“
Sérfræðingar í þrifum segja mars og apríl
afar hentuga mánuði til hreingerninga á hí-
býlum en þá er orðið nægilega hlýtt til að hægt
sé að opna allt upp á gátt án þess að fá skor-
dýrin inn og vorvindarnir blása í burtu ryki og
óhreinindum.
Margrét segir það til siðs að viðra sæng-
ur þegar skipt er á rúmum en hún segir fólk
gera minna af þessu í dag en áður og þykir það
miður.
„Það er svo lítið mál að viðra sængurnar.
Bara henda þeim út á svalir þegar verið er að
skipta á rúmum og leyfa loftinu að leika um
þær. Þetta er bæði gott á sumrin og veturna.
Sérstaklega fínt á veturna þegar frost er úti.
Þá er hægt að vera viss um að allt kvikt drepst
ef það er eitthvað líf í sænginni á annað borð.
Svo er líka gott að láta sólina skína á sængina.
Það var allt hreinsað og dustað hér áður en nú
er það hending að fólk viðri sængurnar sínar,“
segir Margrét og bætir við henni finnist hún
ekki hafa skipt á rúminu ef sængurnar séu ekki
viðraðar í leiðinni.
Í vorhreingerningu er allt heimilið þrifið,
bæði fastur og laus húsbúnaður, veggir, hólf og
gólf. Gólflistar eru hreinsaðir og gólfin bónuð
ef það eru ekki teppi út í horn. Margrét segir að
ryksugur í gamla daga hafi ekki verið eins öfl-
ugar og í dag en því betri urðu þrifin stundum.
„Það var skúrað með tusku, sápuvatni og
hreinu vatni. Tuskan undin og skoluð á milli
lota og svo var farið aftur yfir gólfið og skúr-
að út í horn. Í dag er þessu oft ábótavant því
moppurnar ná ekki í hornin. Hér áður voru
heldur ekki til þessi hreinsiefni sem við höf-
um í dag og í staðinn var notuð stangarsápa,
grænsápa eða blautsápa, sem er það sama.
Það er náttúruleg fita í þessum sápum og því
eyðir hún ekki upp málningu eins og gjarna
vill verða með nýju efnin sem stundum eru
hreinlega of sterk. Það er alveg nóg að nota
grænsápu á veggina (einn desilítri á móti tíu
lítrum) og íbúðin verður eins og nýmáluð á
eftir. Í eldhúsi og baðherbergjum er samt í lagi
að hafa sápulöginn nokkuð sterkari og muna
að skola vel af með hreinu vatni. Moppa er
góð í svona veggþrif en sjálfri finnst mér líka
gott að nota gömul handklæði og vefja utan
um skúringakúst eða skrúbb af gömlu gerð-
inni. Það á aldrei að henda gömlum hand-
klæðum, þau eru svo einstaklega góð í þrif,“
segir guðmóðir íslenskra húsmæðra að lok-
um.
margret@dv.is
allsherjarhreingerningu
Vorinu tekið fagnandi með
46 | Lífsstíll 8.–10. apríl 2011 Helgarblað
SVEFNHERBERGIÐ
Byrjið á að þrífa loftið með blöndu af grænsápu og
heitu vatni og hreinu vatni á eftir svo eru veggirnir
þrifnir með sama hætti. Því næst eru fataskáparnir
tæmdir. Það sem hangir uppi er hengt á herðatrjám
út á snúru og svo eru skáparnir þrifnir að innan með
sápuvatni. Gott er að nota tækifærið og flokka fötin í
leiðinni. Pakka niður þykkum peysum og yfirhöfnum
og setja í geymslu til haustsins. Það veitir ekkert af
skápaplássinu á flestum heimilum.
Glerin í gluggunum eru þrifin með blöndu af borð-
ediki og vatni (einn á móti tuttugu) og glerið er þrifið
með fíberklút. Borðedikið er ódýrt, vistvænt og mjög
árangursríkt í þrifum. Rúðan verður eins og ný.
Svefnherbergisþrifin enda með því að gólfið er þrifið og
hurðirnar eru hreinsaðar í leiðinni. Gætið að því að láta
tuskuna ekki slást í gólflistana. Við parketþrif er best að
nota örlítið af uppþvottalegi eða grænsápu í volgt vatn
og óþarfi er að hreinsa á eftir með hreinu vatni.
Leikföng barnanna verða oft mjög skítug en mikið
af þeim er hægt að setja í þvottavél og þurrkarann
á eftir. Plastleikföng og kubba er oft hægt að setja í
sérlegum þvottapoka (úr neti) í uppþvottavélina eða
þvo í vaskafati eða sturtubotni. Passa bara að ekkert
vatn verði eftir inni í leikföngunum því þvottaefnið sem
notað er í uppþvottavélar er mjög skaðlegt.
Árstíðabundnar hrein-
gerningar hafa verið til siðs
hjá mörgum þjóðum og oft
eru trúarlegar ástæður sem
liggja að baki. Gyðingar meðal
annarra hafa til að mynda
þrifið allt hátt og lágt fyrir
páska en yfir sjálfa hátíðina er
lífinu tekið með stakri ró.
STOFAN
Loft, veggir og gólf stofunnar eru þrifin með sama hætti og
svefnherbergið. Kristall, postulín og aðrir skrautmunir eru þrifnir
með mildu sápuvatni, þurrkað af myndarömmum, bókahillur
eru ryksugaðar og aðrir skrautmunir fara í uppþvottavélina ef
þeir þola það. Á húsgögnin er gott að bera mublubón en athugið
að tekkolía má aldrei fara á póleraðan við. Mublubón er með
sérstöku bývaxi sem er ætlað að verja viðinn. Á óvarinn við er
gott að nota línolíu eða matarolíu. Óvarinn við má hreinsa með
því að hella á hann olíu og nudda svo með stálull númer 00. Hún
fæst í byggingavöruverslunum. Eftir að óhreinindin hafa verið
hreinsuð upp er borðið þurrkað með rökum klút og svo er matar-
eða línolían borin á aftur og það sem ekki gengur inn í viðinn er
þurrkað með hreinum klút. Svona verður viðurinn alltaf fallegur
og fínn. Viðrið gluggatjöld og hreinsið ljós og ljósakrónur.
BAÐHERBERGIÐ
Það er langbest að hafa málaða fleti á baðherbergi lakkaða eða í háglansmálningu.
Svoleiðis verður auðveldara að þrífa þá, það munar svakalega miklu. Þá er hægt að
nota sterkt sápuvatn og allt verður eins og nýtt á eftir. Sturtuklefa á alltaf að hreinsa
jafnóðum svo að ekki safnist á þá kísill og kalk en til að ná þessu af er gott að nota
ræstiduft á grófum svampi. Sérstök efni til að þrífa kísil og kalk á baðherbergjum geta
líka verið góð en þau fást í mörgum verslunum. Þá er efninu úðað tvisvar eða þrisvar
á klefann og látið liggja þar til óhreinindin eru hreinsuð burt með grófum svampi
og svo skolað burt með köldu vatni. Annars á að skikka allt heimilisfólk til að skola
sturtuklefann með köldu vatni eftir hverja notkun til að fjarlægja kalkið og það á alltaf
að nota sköfu.
Klósettið má meðal annars þrífa með kóka kóla en það leysir upp hlandsteininn líkt og
glerunginn. Þá er kókinu bara hellt í klósettskálina og látið liggja yfir nótt. Baðvaskur-
inn er svo þrifinn á tveggja daga fresti með grófum svampi og ræstikremi þannig að
hann sleppur við allsherjarþrifin.
ELDHÚSIÐ
Eldhúsið tekur lengstan tíma að þrífa enda þarf að tæma
alla skápa, flokka og hreinsa, tæma skúffur, þrífa loft,
veggi og innréttingar. Gott er að raða aftur í eldhússkáp-
ana út frá því hvað sé mest eða minnst notað og einnig
er mikilvægt að hafa réttu matarílátin undir t.d. hveiti,
sykur og annað. Munið að draga fram ísskápinn og þrífa á
bak við hann og ryksuga hann að aftan.
ANNAÐ
Þvottavél og þurrkara á að hreinsa reglulega. Þrífa hólfin og gúmmíið og fjarlægja ryk
og óhreinindi. Annars verður þvotturinn bæði illa lyktandi og undarlegur á litinn. Það
þarf líka að muna að sjóða handklæði, viskustykki og þess háttar reglulega í vélunum
því annars myndast í þeim sveppir og fýla. Fólk er oft ekki að þvo neitt nema á 30–40
gráðum og mest 60. Það þarf að sjóða reglulega í þvottavélinni bæði til að halda vélinni
hreinni og fötunum.
Heilræði Margrétar Dórótheu um hvernig best
sé að bera sig að við vorhreingerninguna miklu:
Margrét Sigfúsdóttir Kennir
lesendum öll helstu trixin þegar kemur
að vorhreingerningunni. Mynd Sigtryggur ari