Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 26
BOB DYLAN
RITSKOÐAÐUR
Bandaríska rokkgoðsögnin Bob Dyl-
an hélt sína fyrstu tónleika í Kína síð-
astliðið miðvikudagskvöld, en lengi
leit út fyrir að tónleikunum yrði af-
lýst. Ástæðan var sú að Dylan hefur
samið marga af þekktustu mótmæla-
söngvum samtímans, og nægir þar
að nefna slagara eins og „Blowin‘
in the Wind“ eða „The Times They
Are-A Changing.“ Kínversk stjórn-
völd hafa verið hafa verið á nálum
undanfarna mánuði þar sem þau
óttast að mótmælin og byltingarn-
ar sem hafa tröllriðið Mið-Austur-
löndum kunni að hafa áhrif á kín-
verska alþýðu og hvetja hana til að
mótmæla núverandi samfélagsskip-
an. Þá hafa kínversk stjórnvöld einn-
ig verið á verðbergi þegar listamenn
með pólitískar skoðanir heimsækja
landið, ekki síst eftir að Björk Guð-
mundsdóttir hvatti Tíbeta til að lýsa
yfir sjálfstæði á tónleikum í Shanghæ
árið 2008.
Vildi ekki styggja stjórnvöld
Dylan var greinilega mikið í mun
að spila í Kína því hann féllst á að
breyta lagalista sínum frá síðustu
tónleikum. Síðastliðið sunnudags-
kvöld spilaði hann á tónleikum
í Taívan og þar flutti hann lagið
„Blowin‘ in the Wind“ við mikinn
fögnuð viðstaddra. Á tónleikun-
um á miðvikudagskvöld, sem fóru
fram í Verkamannahöllinni í Pek-
ing, var lagið hins vegar hvergi að
finna. Dylan hafði gefið fulltrúum
menningarmálaráðuneytis Kín-
verja eintak af væntanlegum laga-
lista fyrir tónleikana til að styggja
ekki stjórnvöld.
Fulltrúar menningarmálaráðu-
neytisins létu ekki þar við sitja,
heldur tryggðu þeir sér einnig
2.000 miða handa fulltrúum sínum
til að ganga úr skugga um að allt
færi vel fram. Alls voru 18 þúsund
miðar í boði á tónleikana.
Í fyrra stóð til að Dylan myndi
leika á tónleikum í Peking en þeim
tónleikum var aflýst. Engin opin-
ber ástæða var gefin, en talið er
að menningarmálaráðuneytið hafi
bannað Dylan að spila í það skipt-
ið.
Sló í gegn
Þrátt fyrir að Dylan hafi sleppt lög-
um sem hefðu getað valdið titr-
ingi var góður rómur gerður að
tónleikunum. Wei Ming sá um að
skipuleggja tónleikana: „Fyrir fram
bjuggumst við ekki við miklum
mannfjölda, við töldum að Dylan
ætti ekki það stóran aðdáendahóp
hér í Kína. En þetta var engin tilvilj-
un, aðdáendahópur Dylans í Kína
er risavaxinn.“ Ming bætti því við að
tónleikarnir hafi aldrei átt að vera
af pólitískum toga, markmiðið væri
einungis að bjóða Kínverjum upp
á rjómann af alþjóðlegum rokktón-
listarmönnum. „Við buðum upp á
The Eagles og nú Dylan. Í maí mun-
um við einnig bjóða Avril Lavigne að
halda tónleika.“
26 | Erlent 8.–10. apríl 2011 Helgarblað
Fermingahringir
frá kr. 7000.-
n Bob Dylan, einn þekktasti tónlistarmaður samtímans, lék á sínum fyrstu
tónleikum í Kína á miðvikudagskvöld n Menningarmálaráðuneytið í Kína sendi
2.000 fulltrúa á staðinn n Dylan þurfti að afhenda lagalista sinn fyrir tónleika
„En þetta var
engin tilvilj-
un, aðdáendahóp-
ur Dylans í Kína er
risavaxinn.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
„I Ain‘t Gonna Work on
Maggie‘s Farm No More“
Fékk ekki að spila mörg af
sínum þekktustu lögum.
Fyrsti
samkynhneigði
maðurinn fundinn
Fornleifafræðingar í Tékklandi hafa
fundið gröf manns sem þeir telja að
sé elsta gröf samkynhneigðs einstak-
lings sem fundist hefur. Telja þeir
fullvíst að maðurinn hafi verið sam-
kynhneigður, þar sem búið var um
gröf hans líkt og um konu hafi verið
að ræða. Maðurinn var grafinn með
ýmsum skrautmunum, hálsmeni
og vasa við fæturna. Karlmenn þess
tíma voru hins vegar iðulega jarð-
settir ásamt vopnum sínum og verk-
færum. „Við teljum þetta vera elstu
ummerki manneskju sem var annað
hvort samkynhneigð eða tvíkyn-
hneigð í Tékklandi,“ sagði Katerina
Semradova, einn fornleifafræðing-
anna sem uppgötvuðu gröfina í út-
hverfi Prag, höfuðborg Tékklands.
Versta
brúðkaupsferð
sögunnar
Sænsku brúðhjónin Stefan og Erika
Svanström hafa loksins snúið til
síns heima eftir að hafa átt vægast
sagt eftirminnilega brúðkaupsferð.
Flugu þau upphaflega til München í
Þýskalandi í desember síðastliðnum
þar sem þau lentu í einum versta
snjóstormi sem sögur fara af þar í
landi. Fóru þau næst til Ástralíu og
höfðust við í bænum Cairns, sem fór
gífurlega illa í flóðum sem herjuðu
á norðurströnd Ástralíu. Raunum
þeirra linnti ekki eftir að þau flugu
til Christchurch á Nýja-Sjálandi,
þar sem þau horfðu upp á hörm-
ungar jarðskjálfta sem skildi eftir sig
um 200 fórnarlömb. Það þarf vart
að taka fram að næsti áfangastaður
þeirra var Tókýó, og voru þau í Japan
þegar risaskjálftinn 11. mars skók
landið með skelfilegum afleiðing-
um. Stefan sagði eftir ferðina að þau
hjónin hefðu nú séð nóg af náttúru-
hamförum fyrir lífstíð. „Það mikil-
vægasta er hins vegar að við erum
heil á húfi og hamingjusöm saman.“
Laurent Gbagbo, forseti Fílabeins-
strandarinnar, neitar að afsala sér
embætti sínu en hann hefst nú við í
neðanjarðarbyrgi undir forsetahöll-
inni í Abidjan. Fyrir utan og inni í for-
setahöllinni berjast stuðningsmenn
Gbagbos við stuðningsmenn Alassa-
nes Ouattara, en hann sigraði í for-
setakosningum á Fílabeinsströnd-
inni í nóvember síðastliðnum. Á
þriðjudag töldu stuðningsmenn Ou-
attara að þeir hefðu brotið á bak aft-
ur herlið sem var hliðhollt Gbagbo,
en til þess nutu þeir aðstoðar Sam-
einuðu þjóðanna. Voru skriðdrekar
og önnur þungavopn herliðs Gbagbo
eyðilögð þannig að eftir stóð aðeins
2.000 manna lið sem sló skjaldborg
um forsetahöllina.
Samningaviðræður milli Gbagbos
og fulltrúa Ouattaras hófust á mið-
vikudag en þær hafa siglt í strand.
Gbagbo neitar að fara frá völdum og
segir enn að hann sé réttmætur sig-
urvegari forsetakosninganna. Sam-
kvæmt fréttum frá Frakklandi mun
Gbagbo hafa samþykkt að gefast upp
en hann hætti við þegar konan hans
var óhress með uppgjöfina.
Alain Juppé, utanríkisráðherra
Frakklands, sagði að samningar milli
fulltrúa Gbagbos og Ouattaras hefðu
siglt í strand vegna þrákelkni Gbag-
bos. Í viðtali við alþjóðlegu útvarps-
stöðina Radio France vísaði Gbagbo
því á bug, hann sagðist aldrei hafa
íhugað að láta af völdum eða yfir-
gefa landið. Aðspurður hvort hann
ætlaði sér að deyja sem píslarvottur
sagði hann það einnig af og frá. „Ég
óska þess ekki að deyja. Ég er ekki í
„kamikaze“-leiðangri. Ég elska lífið.
Nei, nei, nei, ég er ekki að leitast eftir
dauðanum. Markmið mitt er ekki að
deyja.“
Enn er barist á Fílabeinsströndinni:
Gbagbo fer ekki fet
Stuðningsmenn Gbagbos í haldi Þess-
ir menn voru teknir til fanga eftir bardaga við
stuðningsmenn Alassane Ouattara.