Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 8.–10. apríl 2011 Helgarblað n Þrjú endurskoðunarfyrirtæki og liðlega 20 endurskoðendur á vegum þeirra vottuðu heilbrigði ársreikninga bankanna og stærstu hluthafanna síðustu árin fyrir bankahrun n Krafist er harðara eftirlits yfir endurskoðunarfyrirtækjunum í nýrri skýrslu n Endurskoðunarfyrirtækin hlutu að vita um ofmat á eigin fé bankanna n Eiga yfir höfði sér málaferli og skaðabótakröfur 20 MANNS VOTTUÐU HEILBRIGÐI BANKANNA Herða þarf eftirlit með endurskoð- endum, segir í tillögum nefndar sem skilað hefur efnahags- og viðskipta- ráðherra skýrslu um stöðu þeirra, meðal annars í tengslum við banka- hrunið. Nefndinni var falið að kynna sér lagaumhverfi endurskoðenda í nágrannaríkjum, umræðu á Evr- ópuvettvangi og líklega þróun fram undan. Áréttað var í skipunarbréfi að í starfi sínu skyldi nefndin hafa til hliðsjónar þau atriði sem betur hefðu mátt fara í aðdraganda bankahruns- ins, en í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis eru gerðar fjölmargar at- hugasemdir við störf endurskoðenda bankanna. Skýrslan er samin af Sigurði Þórð- arsyni, fyrrverandi ríkisendurskoð- anda, Bjarnveigu Eiríksdóttur, for- manni endurskoðendaráðs, Einari Guðbjartssyni, dósent við Háskóla Íslands og Lárusi Finnbogasyni end- urskoðanda. Vill herða að endurskoðendum Nefndin leggur til að stofnað verði fagráð sem verði efnahags- og við- skiptaráðuneyti til halds og trausts um þróun og nýjungar á sviði end- urskoðunar. Lagt er til að samein- uð verði verkefni sem tengjast öflun upplýsinga og skráningu en þar má nefna fyrirtækjaskrá, ársreikninga- skrá og skráningu sem tengist end- urskoðun. Nefndin vill að kannað verði af hálfu ráðuneytisins hvort innleiðing endurskoðunarstaðla sé með fullnægjandi hætti og að í alla staði verði fylgst betur með störfum þeirra. Stóru endurskoðunarfyrirtækin PwC, KPMG, Deloitte og fleiri hafa legið undir ámæli eftir bankahrunið fyrir meinta vanrækslu. Gerð hefur verið húsleit hjá tveimur þeirra og þjónusta þeirra við bankana rann- sökuð meðal annars af erlendum sérfræðingum. Málarekstur gegn endurskoð- unarfyrirtækjum Skilanefnd og slitastjórn Lands- bankans lýstu því í tengslum við kröfuhafafund 1. desember síðast- liðinn að þær hygðust höfða skaða- bótamál gegn PwC ( Pricewater- house Coopers), endurskoðendum Landsbankans. Tilkynnt var um ætl- aða bótaskyldu vegna vanrækslu við endurskoðun á reikningsskilum bankans vegna ársins 2007 og vegna áritunar árshlutareikninga 2008. „Tekið skal fram að bréfum hefur verið beint til þeirra sem skilanefnd og slitastjórn telja að beri skaðabóta- ábyrgð á tjóni sem orðið hefur vegna framangreindra atvika þar sem byggt er á upplýsingum sem liggja fyrir og hafa m.a. komið út úr framangreindri rannsókn,“ sagði í yfirlýsingu skila- nefndar og slitatjórnar Landsbank- ans. Samkvæmt heimildum DV er skaðabótamál enn í undirbúningi. Sömuleiðis er ekki loku fyrir það skotið að sérstakur saksóknari höfði mál á hendur endurskoðunarfyrir- tækjum bankanna vegna vanrækslu. Talsmenn PwC svöruðu fyrir sig í desember síðastliðnum og sögðu að uppgjör Landsbankans, hvort heldur ársreikningur eða árshlutareikning- ur, væri alfarið á ábyrgð bankaráðs og stjórnenda bankans. Svo vill til að PwC endurskoðaði einnig Glitni og mótmæltu talsmenn endurskoðun- arfyrirtækisins yfirleitt öllum ásök- unum, frá sérstökum saksóknara, skilanefndum og sérfræðingum sem tjáðu sig um málið. Snörp gagnrýni Fyrir liggur þó að rannsóknarnefnd Alþingis beindi mjög alvarlegri og margvíslegri gagnrýni að endur- skoðendum bankanna. Þeir hefðu ekki sinnt skyldum sínum við end- urskoðun reikningsskila bankanna árið 2007 og á fyrri árshelmingi 2008 varðandi mat á virði útlána og fyrir- greiðslu þeirra til kaupa á hlutabréf- um í sjálfum sér. „Þannig hafi í reikn- ingsskilum fyrirtækjanna eignir verið ofmetnar og þar kunni að hafa skeik- að hundruðum milljarða króna. Þá taldi nefndin að skýrslugerð endur- skoðenda hefði ekki verið í samræmi við fyrirmæli í reglum fjármálaeftir- litsins,“ eins og segir í nýju skýrslunni til efnahags- og viðskiptaráðherra. Í rauninni eru endurskoðunarfyrir- tækin sökuð um að hafa látið und- ir höfuð leggjast að gera vart við að eigið fé bankanna var í raun og veru falsað og líkast til langt undir lögleg- um mörkum löngu fyrir bankahrun. Rannsóknarnefnd Alþingis segir berum orðum að fjárhagsárin 2004 til 2007 hafi ársreikningar bankanna verið áritaðir án fyrirvara og því hljóti endurskoðendur þeirra að hafa tal- ið ársreikningana gefa glögga mynd af afkomu þeirra. „Það er álit rann- sóknarnefndarinnar að skort hafi á að endurskoðendur sinntu nægilega skyldum sínum við endurskoðun reikningsskila fjármálafyrirtækjanna árið 2007 og við hálfsársuppgjör 2008... Í þessu sambandi verður að árétta að aðstæður höfðu á þessum tíma þróast með þeim hætti að tilefni var til þess að gefa þessum atriðum sérstakan gaum,“ segir í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Hringdu ekki viðvörunarbjöllum fyrir FME Í lögum um fjármálafyrirtæki og í reglum um endurskoðun fjármála- fyrirtækja segir meðal annars að fái endurskoðandi vitneskju um veru- lega ágalla á rekstri eða atriði er varða innra eftirlit, greiðslutryggingu útlána eða önnur atriði sem veikt geti fjárhagsstöðu viðkomandi banka eigi hann að upplýsa bæði stjórn bank- ans og Fjármálaeftirlitið um slíkt. Við skýrslutöku hjá rannsóknar- nefnd Alþingis voru endurskoðend- ur fjármálafyrirtækjanna spurðir hvort þeir hefðu upplýst Fjármála- eftirlitið í samræmi við framan- greind lagaákvæði. „Svör þeirra voru öll á einn veg, að þeir hefðu aldrei fram að falli bankanna komið slíkri ábendingu á framfæri við Fjármála- eftirlitið.“ Í bókinni Frá bankahruni til byltingar ber Árni Mathiesen af sér sakir og segist hafa verið blekktur. „Eftirlitsaðilarnir gáfu okkur ranga mynd af stöðunni, ekki vegna þess að þeir væru að reyna að blekkja okkur, heldur vegna þess væntan- lega að þeir höfðu ekki heldur réttu upplýsingarnar. Þá er ekki um ann- að að ræða en að álykta sem svo að bankarnir hafi blekkt. – Fyrir okkur var ekki annað mögulegt en að taka þessa mynd trúanlega sem dregin var upp fyrir okkur.“ (bls. 180.) Hið merkilega er að forsvars- menn PwC báru af sér sakir með svipuðum hætti þegar fram komu upplýsingar um möguleg van- rækslubrot fyrirtækisins og undir- búning skaðabótamála gegn því af hálfu slitastjórnar Landsbankans. „Uppgjör Landsbankans hvort sem er ársreikningur eða árshlutareikn- ingur, eru alfarið á ábyrgð banka- ráðs og stjórnenda bankans. Sú ábyrgð er lögum samkvæmt.“ Með krosseignatengsl fyrir augunum Útilokað er að halda því fram að endurskoðendum hafi ekki ver- ið kunnugt um krosseignatengsl og gríðarlegar lánveitingar, til að mynda til Baugs, í öllum bönkunum. Ljóst er að ýmsir fjármálagjörning- ar, sem tengjast Exista, Gift, Gnúpi, Al-Thani, Þætti International, höfðu ýmist það markmið að falsa hluta- bréfaverðið í bönkunum sjálfum eða voru til þess fallnir að auka stór- lega áhættu bankanna sjálfra. DV hefur meðal annars sagt frá liðlega 4 milljarða króna láni Kaupþings til Giftar án nokkurra veða, en lán- ið var hluti af meira en 20 milljarða króna láni sem varið var til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Hversu óháðir viðskipta- vinum sínum? KPMG endur- skoðaði og vottaði trúverðugleika ársreikninga Kaupþings, Icebank, SPRON, Straums, Byrs, Stoða, Baugs, Eimskips, Milestone og Sjóvár svo nokkur þekkt nöfn hrunsins séu nefnd. Úr skýrslu nefndar um málefni endurskoðenda: „Meginmarkmið með endurskoðun ársreikninga og setningu laga um endurskoðendur er að tryggja áreiðanleika ársreikninga, efla traust milli þeirra sem leggja fram ársreikning og lesenda þeirra. Hluthafar, kröfuhafar og viðskiptavinir félaga hafa ríka hagsmuni af því að ársreikningar sem áritaðir eru af endurskoð- endum séu trúverðugir og réttir. Hinu opinbera er mikilvægt að geta treyst að upplýsingar séu réttar við að gæta almannahagsmuna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.