Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2011, Blaðsíða 24
24 | Nærmynd 8.–10. apríl 2011 Helgarblað Sjaldan hefur ríkt lognmolla í kring- um Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands. Mikla athygli vakti þeg- ar hann var skipaður lektor árið 1988 við HÍ, þvert gegn áliti nefndar sem fjallaði um ráðninguna – en Hannes var skipaður persónulega af mennta- málaráðherra. Annað hneyksli átti sér stað þegar Helga Kress, prófessor í bókmenntafræði, benti á stórfelld- an ritstuld Hannesar í ævisögu hans um nóbelskáldið Halldór Laxness. Hannes skrifaði bókina í óþökk ekkju og afkomenda skáldsins. Fór svo að Hannes var dæmdur í Hæstarétti til að greiða skaðabætur vegna málsins. Nýjasta hneykslið sem tengist Hannesi er verksamningur sem fjár- málaráðuneytið gerði við félags- vísindadeild HÍ, um verkefni til að kynna skattalækkanir. Hannesi var falið að sjá um verkefnið en sam- tals greiddi fjármálaráðuneytið 13,2 milljónir fyrir verkefnið. Samkvæmt heimildum DV er starfsfólk HÍ í tals- verðu uppnámi vegna málsins. „Fólk er hér í áfalli. Nálykt spillingar og andlegs dauða leggur hér um allt á aldarafmæli Háskóla Íslands,“ seg- ir prófessor í félagsvísindadeild HÍ í samtali við DV. Fræðimaðurinn Hannes Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stað- ið hefur styr um störf Hannesar sem fræðimanns. Hann hefur í raun verið umdeildur sem slíkur alla tíð, jafnvel áður en menntamálaráðherra skip- aði hann lektor í stjórnmálafræði árið 1988. Upphaf ferils Hannesar sem fræðimanns er í raun á huldu. Hann tók BA-próf í sagnfræði og heimspeki árið 1979 og lauk því næst magister- prófi í sagnfræði árið 1982, en bæði prófin voru frá Háskóla Íslands. At- hyglisvert er hins vegar að BA-ritgerð Hannesar hefur verið týnd í nokkur ár – en það var staðfest af starfsmanni upplýsingadeildar Landsbókasafns í samtali við DV. Um magister-ritgerð Hannesar er það hins vegar að segja að hún er skráð sem trúnaðarmál. Þarf því samþykki Hannesar sjálfs vilji fólk á annað borð lesa hana. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar þarf ef til vill ekki að koma á óvart: Stofn- un Sjálfstæðisflokksins, starfsemi og skipulag. Ekki hæfastur Hannes lauk doktorsprófi í stjórn- málafræði frá Oxford-háskóla árið 1985 og var skipaður lektor í grein- inni við Háskóla Íslands árið 1988. Skipun Hannesar var mjög umdeild, enda hafði dómnefnd á vegum HÍ komist að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki hæfastur til að gegna stöð- unni. Ólafur Þ. Harðarson, nú pró- fessor í stjórnmálafræði, hlaut nær öll atkvæði háskólakennara á fundi félagsvísindadeildar þegar ráða átti í stöðuna. Nægði það Ólafi hins veg- ar ekki til að hreppa hnossið, því þá- verandi menntamálaráðherra, Birgir Ísleifur Gunnarsson, tók fram fyrir hendurnar á dómnefnd HÍ og skip- aði Hannes persónulega í stöðuna. Það þarf vart að taka fram að Birgir Ísleifur var, og er, flokksbróðir Hann- esar. Félagsvísindadeild átaldi vinnu- brögð Birgis Ísleifs harðlega. „Með embættisveitingu þessari hefur menntamálaráðherra, Birgir Ís- leifur Gunnarsson, brotið freklega gegn þeirri grundvallarreglu vest- rænna háskóla, að þar skuli menn veljast til starfa á grundvelli faglegrar hæfni á tilteknum sérsviðum en ekki á grundvelli pólitískra eða annarra skoðana.“ Birgir Ísleifur réttlætti þessa ein- stöku ákvörðun, sem átti sér eng- in fordæmi, með greinargerð þar sem eftirfarandi málsgrein birtist: „[S]koðanir núverandi kennara í stjórnmálafræði og Hannesar H. Gissurarsonar á eðli og hlutverki þessarar fræðigreinar eru um margt ólíkar. Það er að dómi ráðherra æski- legt að ólíkar skoðanir á fræðigrein- inni eigi sér málsvara á vettvangi Há- skóla Íslands. Í félagsvísindum er sérstaklega mikilvægt að tryggja fjöl- breytni og frjálsa samkeppni hug- mynda.“ Hannes var því ekki ráðinn til starfa í Háskólanum vegna hæfni, heldur vegna skoðana – en svo heppilega vildi til að þáverandi menntamálaráðherra hafði einmitt sömu, eða svipaðar, skoðanir. Góðu kapítalistarnir og hinn frjálsi markaður Hannes hefur aldrei farið leynt með skoðanir sínar. Helstu áhrifavaldar hans eru sennilega frjálshyggjuhag- fræðingarnir Friedrich von Hayek og Milton Friedman. Hannes aðhyll- ist frjálshyggju og hafnar hvers konar tilraunum stjórnvalda til að koma á auknum jöfnuði meðal þegna sinna. Að hans mati græða allir að lok- um í frjálsu kapítalísku hagkerfi og er hann þess fullviss að félagslegur hreyfanleiki sé best tryggður þegar hinir verst settu neyðast til að komast í álnir af sjálfsdáðum. Hannes telur að takmarka eigi hlutverk ríkisvalds- ins svo frjáls viðskipti megi njóta sín sem best. Hannes hefur oft verið nefndur hugmyndafræðilegur arkitekt bankahrunsins á Íslandi, en öðr- um fremur predikaði hann um kosti einkavæðingar og var náinn ráðgjafi Davíðs Oddssonar, þegar sá síðar- nefndi var forsætisráðherra. Sjálf- ur hefur Hannes viðurkennt að hafa dansað með útrásinni, en telur þó meginástæðu hrunsins vera þá að Davíð Oddsson hafi sleppt stjórnar- taumunum árið 2004 og látið í minni pokann fyrir nýríkum auðkýfingum. Í ljósi skoðana Hannesar á ágæti hins frjálsa kapítalíska markaðar, er athyglisvert að skoða starfsferil hans – eða, nánar tiltekið, hvernig Hann- esi sjálfum hefur farnast á hinum frjálsa markaði. Þegar fljótt er á litið er ekki annað að sjá en að Hannes hafi nær eingöngu starfað fyrir rík- ið, sem hann er andsnúinn, fyrir vini sína eða Sjálfstæðisflokkinn. Umfangsmikil útgáfa hjá tengdum stofnunum Ritferill Hannesar telur alls 269 bæk- ur, greinar, ritgerðir eða sjónvarps- þætti, sé honum flett upp í Gegni – bókasafnskerfi sem hýsir sam- skrá íslenskra bókasafna. Óhætt er að segja að þetta er umfangsmikið starf sem Hannes hefur unnið, en að sama skapi má velta því fyrir sér hvort útgáfa Hannesar væri jafn um- fangsmikil ef hann hefði starfað á hinum frjálsa markaði, sem hann vill láta kenna sig við. Hannes hóf ritferil sinn á því að skrifa greinar í tímaritið Eimreiðina, sem Eimreiðarhópurinn svokallaði er kenndur við. Síðar átti hann eftir að ritstýra tímaritinu Frelsið, sem var gefið út af Frjálshyggjufélagi Íslands. Hannes skrifaði mikið í tímaritið, sem hann ritstýrði á árunum 1980 til 1989. Áður en Hannes fékk æviráðn- ingu hjá Háskóla Íslands fékk hann einnig útgefið efni hjá Almenna bókafélaginu, sem var einmitt stofn- að á 6. áratug síðustu aldar til höf- uðs vinstrisinnuðum rithöfundum sem fengu útgefið hjá Máli og menn- ingu. Þá voru gefin út rit eftir Hann- es af Stofnun Jóns Þorlákssonar, en þess ber jafnframt að geta að Hannes stofnaði og stýrði þeirri stofnun. Eftir að Hannes var skipaður lekt- or við HÍ fékk hann áskrift að útgáfu hjá útgáfum HÍ, meðal annars í rit- röðum Félagsvísindastofnunar og heimspekideildar. Eftir að Sjálfstæð- isflokkurinn komst til valda árið 1991 hóf Hannes einnig þáttagerð fyrir RÚV, og stýrði sínum fyrsta þætti um Ólaf Björnsson hagfræðing sama ár. Hann átti síðar eftir að sjá um þætt- ina Maður er nefndur og hófst sýn- ing þeirra árið 1999. Alls voru gerðir um 100 þættir og komu þeir að góð- um notum þegar Hannesi var falið, ásamt Ólafi Þ. Harðarsyni, að sjá um þættina Saga 20. aldarinnar. Náms- gagnastofnun keypti þá þætti síðan á 2,4 milljónir króna, einmitt þeg- ar Sjálfstæðisflokkurinn réð ríkjum í menntamálaráðuneytinu. „Rífandi“ sala Bækur Hannesar hafa ekki ratað inn á lista yfir mest seldu bækurnar á Ís- landi. Nokkrar bækur eftir hann hafa þó selst ágætlega. Eru það bækur eins og Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis, Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi? og Stjórnmála- heimspeki. Ástæðan fyrir velgengni þessara rita er einföld. Hannes legg- ur þau fyrir sem skyldulesefni í nám- skeiðum sínum í Háskóla Íslands, en hann kennir meðal annars nám- skeiðin Stjórnmálahagfræði – þess má geta að Hannes er ekki hagfræð- ingur – og Stjórnmálaheimspeki. Frægasta tilraun Hannesar til að selja rit eftir sig á frjálsum markaði hlýtur að vera þegar hann tók upp á því af sjálfsdáðum að skrifa þriggja binda ævisögu nóbelskáldsins Hall- dórs Kiljans Laxness. Fyrsta bind- ið var gefið út af Eddu bókaútgáfu, en á þeim tíma var Björgólfur Guð- mundsson einn aðaleigenda Eddu. Tengsl Björgólfs og Hannesar liggja í augum uppi, meðal annars í gegnum góðvin Hannesar Kjartan Gunnars- son, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Kjartan sat um árabil í bankaráði Landsbankans, banka Björgólfs, þar sem hann var einnig nokkuð stór hluthafi. Einn heimildamanna DV, sem ræddi við blaðamann, sat fund með Hannesi ásamt fulltrúum Eddu, þeg- ar ræða átti markaðsmöguleika fyrsta bindis ævisögunnar um Laxness. Mun Hannes hafa sagt: „Málið er að ég á svona 2.000 sálir, skuldlaust. Þau kaupa allt sem ég geri. Það er hins vegar erfiðara með hina.“ Heimilda- maðurinn tók það einnig fram að þessi ummæli Hannesar rættust að einhverju leyti. Bókin var að lokum gefin út undir nafni Almenna bóka- félagsins árið 2003, sem Edda hafði þá eignast. Hún átti þó eftir að draga dilk á eftir sér. Dæmdur fyrir brot á höfundarrétti Fljótlega eftir að fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness kom út fékk hún lofsamlega dóma í Morgunblaðinu – sem kom ef til vill ekki á óvart. Enn fremur var bókin tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. Segja má að þar hafi verið um að ræða lognið á undan storm- inum. Fjölmargir gagnrýnendur og fræðimenn bentu skömmu síðar á léleg fræðileg vinnubrögð Hannes- ar „… sem sneri einkum að notkun hans á rannsóknum og textum ann- arra án þess að heimilda væri nægi- lega eða rétt getið,“ svo vitnað sé til Helgu Kress bókmenntafræðings. Meðal þeirra sem gagnrýndu Hann- es voru Páll Björnsson, Gauti Krist- mannsson og Páll Baldvin Baldvins- son. Að lokum fór svo að Auður Lax- ness, ekkja nóbelskáldsins, kærði Hannes. Fór málið að lokum fyr- ir Hæstarétt þar sem Hannes var dæmdur fyrir brot á höfundarrétti þann 13. mars 2008 og gert að greiða Auði 3,1 milljón króna í skaðabætur. Málið vakti mikla athygli og þá sérstaklega vegna þess að Háskóli Ís- lands aðhafðist ekkert vegna dóms- ins. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, skrifaði harð- orðar greinar í Fréttablaðið á vordög- um 2008 þar sem hann gagnrýndi vinnubrögð skólans. „Yfirmenn Há- skóla Íslands, félagsvísindadeild og viðkomandi skor aðhöfðust ekkert til að verja heiður Háskóla Íslands sem er sá að í skjóli háskóla slái enginn eign sinni á verk annarra og kynni sem sín verk. Enginn háskóli sem vill standa undir nafni umber slíkan verknað nemenda, hvað þá háskóla- kennara.“ Staðreyndin var hins vegar sú að skólinn aðhafðist ekkert, Hannes var ekki einu sinni áminntur. Í bréfi sem Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, sendi Hannesi í kjölfar dómsins sagði að það væri mat rektors að brotið verð- skuldaði áminningu, að Hannes hefði sýnt óvandvirkni sem teldist ósæmileg og að dómurinn væri áfall fyrir skólann. Hún áminnti hann þó ekki, meðal annars vegna þess að fjögur ár voru liðin frá því að brotið átti sér stað. Skemmst er að minnast þess þegar sambærilegt mál kom upp í Þýskalandi, þegar Karl-Theodor zu Guttenberg sagði af sér sem varnar- málaráðherra 1. mars síðastliðinn, eftir að upp komst að hann hafði stundað ritstuld í doktorsverkefni sínu í lögfræði. Ritstuldurinn átti sér stað árið 2007, fyrir fjórum árum. Gaman í tímum og ostaveislum Miðað við frásagnir fjölmargra nem- enda Hannesar eru kennslustundir hans líflegar og oftast skemmtileg- ar. Margir þeirra sem DV hafði sam- band við taka það þó fram að lykill- inn að velgengni í námskeiðum hjá Hannesi sé að skrifa á þann hátt sem „Fólk er hér í áfalli. Nálykt spillingar og andlegs dauða leggur hér um allt á aldarafmæli Háskóla Íslands. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Fræðimaður flokksins n Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið umdeildur um áratugaskeið n Dæmdur fyrir brot á höfundarrétti en starfar enn sem prófessor við HÍ n Var skipaður lektor af menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins n Boðar frjáls viðskipti en á erfitt með að fóta sig á frjálsum markaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.