Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Síða 18
18 | Erlent 18. apríl 2011 Mánudagur Ný lög að taka gildi í Kaliforníu: Saga samkynhneigðra skyldugrein Líklegt er að ný lög verði samþykkt í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem kveða á um að saga og fræðsla um réttindi samkynhneigðra verði skyld­ ugrein í öllum grunnskólum ríkis­ ins. Kalifornía verður þar með fyrsta bandaríska ríkið sem setur sögu og réttindi samkynhneigðra í nám­ skrána. Frumvarpið að lögunum hef­ ur þegar verið samþykkt í efri deild þingsins og á nú eftir að verða stað­ fest í neðri deildinni. Þar ráða demó­ kratar ríkjum, en frumvarpið er ein­ mitt frá þeim komið og því afar líklegt að það hljóti hljómgrunn. Það var Mark Leno, þingmaður frá San Francisco, sem lagði frumvarp­ ið fram. „Nú erum við annars flokks borgarar og það eru skilaboðin sem börnin fá. Ef kennarar skerast ekki í leikinn þegar verið er að leggja börn í einelti vegna kynhneigðar þá fá börn þau skilaboð að það sé eitthvað að börnunum sem sæta einelti.“ Repúblikaninn Doug La Malfa var ekki jafnánægður með frumvarpið og mótmælti. „Mér þykir það ekki rétt að nú þurfi börn að velta því fyrir sér á unga aldri hvað kynhneigð tákni, á sama tíma og við erum að kenna þeim að forðast kynlíf.“ Í Kaliforníu er einnig skylda að kenna sögu kvenna, blökkumanna, frumbyggja Ameríku, asískra inn­ flytjenda og mexíkóskra innflytjenda. Verði frumvarpið samþykkt mun saga fatlaðra einnig bætast á listann. bjorn@dv.is Berlusconi breytir lögum Hvernig kemstu hjá því að brjóta lög? Silvio Berlusconi veit væntan­ lega lítið um það, en hann hefur þó fundið ágætis lausn. Berlusconi stendur í fjölmörgum málaferlum um þessar mundir, en í einu mál­ inu er hann sakaður um að hafa mútað breska lögfræðingnum David Mills til að ljúga í réttarsal. Nú hef­ ur Frelsisflokkur Berlusconis hins vegar náð að breyta lögunum sem taka til mútugreiðslna, sem gerir það að verkum að mútur eru nú glæpur sem fyrnist. Berlusconi þarf því ekki að hafa áhyggjur af mútumálinu lengur. Stjórnarandstæðingar baul­ uðu og sögðu Berlusconi að skamm­ ast sín þegar lögin voru samþykkt á ítalska þinginu. Ný mynd um Nazerbæjev Nursultan Nazerbæjev er einstakur maður. Hann er forseti Kasakstan og hefur verið það síðan landið hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991. Nazerbæjev þykir einstaklega vænt um sína eigin ímynd og leggur hann mikla áherslu á persónudýrk­ un á sjálfum sér. Nú hefur Nazer­ bæjev styrkt gerð kvikmyndar í fullri lengd um æsku sína, en myndin hefur nú þegar verið frumsýnd í Kasakstan. Augljóst þykir að mynd­ in, Himinn bernsku minnar, eigi eftir að njóta mikilla vinsælda í Kasak­ stan, enda er Nazerbæjev einstak­ lega vinsæll meðal þjóðar sinnar. Í síðustu forsetakosningum, sem fóru fram árið 2007, hlaut Nazerbæjev 96 prósent greiddra atkvæða. Á barmi kreppu Robert Zoellick, forstjóri Alþjóða­ bankans, segir að lítið megi út af bregða svo heimsbyggðin öll þurfi ekki að kljást við allsherjar kreppu á næstu árum. Zoellick hélt blaða­ mannafund um helgina eftir árlegan fund helstu leiðtoga bankans og Al­ þjóðagjaldeyrissjóðsins. Zoellick sagði að hækkandi matarverð gæti haft skelfilegar afleiðingar í för með sér, ekki síst í fátækari löndum Afr­ íku, og að heimurinn gæti ,,misst heila kynslóð.“ Zoellick ræddi einnig um byltingarnar í Mið­Austurlönd­ um og lagði áherslu á að vestræn ríki styddu við bakið á ríkjunum sem hafa brotist undan einræði og hjálp­ uðu þeim að laga sig að nýjum og lýðræðislegri stjórnarháttum. Vinsældir pókers hafa farið ört vaxandi á Íslandi á undanförnum árum. Á það ekki síst við um póker sem er spilaður í gegnum internet­ ið þar sem hægt er að spila hvar og hvenær sem er. Nú gæti þessi vin­ sæla iðja verið í hættu fyrir suma, að minnsta kosti þá sem hafa spil­ að póker hjá þremur stærstu póker­ síðum í heimi; Pokerstars, Full Tilt Poker og Absolute Poker. Bandarísk yfirvöld hafa nú kyrrsett fé á öllum reikningum sem tengjast síðunum vegna gruns um peningaþvætti og fjárdrátt. Gætu tapað háum fjárhæðum Kyrrsetningin tekur einnig til inn­ eigna sem áskrifendur hafa unnið sér inn. Þetta þýðir að þeir sem telja sig eiga fjárhæðir inni á þessum síðum munu líklega tapa þeim. Simon Holliday er sérfræðing­ ur um fjárhættuspil á netinu. Hann sagði í viðtali við breska blaðið The Independent að pókersíður, á borð við þær sem eru nú í rannsókn, séu eins og margir þeirra banka sem fóru á hausinn í alþjóðlegu efna­ hagskreppunni sem hófst árið 2008. „Eigendurnir þurfa að greiða háar upphæðir til þeirra sem hafa unnið sér inn pening á síðunum og einn­ ig þurfa þeir að greiða háar sektir. Þessar upphæðir verða það háar að þeir eiga ekki eftir að geta greitt þær, þannig að þeir munu væntanlega taka féð frá áskrifendum, rétt eins og bankar ráðskuðust með sparifé al­ mennings. Ef eigendurnir geta greitt eitthvað til baka, verður það örugg­ lega aðeins brot af því sem fólk á inni hjá þeim, alveg eins og með bank­ ana.“ Gæti verið fordæmisgefandi Lögspekingar í Bretlandi telja að málið gæti orðið fordæmisgefandi fyrir fjárhættuspil á netinu. Eins og staðan er í dag eru síður sem bjóða upp á fjárhættuspil reknar frá stöð­ um eins og eyjunni Mön, Tortola­ eyjum og öðrum stöðum þar sem fjárhættuspil er löglegt. Fjárhættuspil á netinu er í dag orðinn iðnaður sem veltir mörgum þúsundum milljarða á ári hverju. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun nú væntanlega fá úr því skor­ ið hvort það standist lög að stunda fjárhættuspil á netinu þar sem fjár­ hættuspil er í raun bannað. Talið er að málið gæti verið fordæmisgefandi og gætu því íslenskir fjárhættuspilar­ ar þurft að vara sig í framtíðinni. n Bandarísk yfirvöld hafa fryst alla reikninga vinsælustu pókersíðna í heimi n Sérfræðingur líkir þeim við banka sem fjárfestu fyrir ann- arra manna fé n Málið gæti bundið enda á fjárhættuspil á netinu„Talið er að málið gæti verið for- dæmisgefandi og gætu því íslenskir fjárhættu- spilarar þurft að vara sig í framtíðinni. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Vinsælt á Íslandi Póker hefur notið vaxandi vinsælda á Íslandi undanfarin ár. Búið er að loka þremur af stærstu póksersíðum í heiminum. Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry Brown Saga samkynhneigðra verður skyldunámsgrein í skólum ríkisins. Pókergróði kyrrsettur http://www.facebook.com/ stebbari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.