Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Qupperneq 22
22 | Fókus 18. apríl 2011 Mánudagur Björgvin Halldórsson sýnir á sér nýja hlið á Blúshátíð Reykjavíkur: Ryðgaður á munnhörpunni Blúsarar landsins sameinast á Blúshá- tíð Reykjavíkur sem hófst með pompi og prakt um helgina. Þrennir stórtón- leikar verða haldnir í vikunni á Hilton Nordica á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Á þriðjudag stíga Björgvin Halldórsson, Páll Rós- inkranz & Blúsmafían á svið. Björgvin sýnir á sér nýja hlið með þessu góða teymi og ætlar í þokkabót að taka upp munnhörpuna aftur eftir margra ára hlé eins og góðum blúsara sæmir. „Ég er nú eitthvað orðinn ryðgaður í þessu, ég verð nú að æfa mig áður en ég reyni þetta,“ segir Björgvin og hlær. Hann er hrifinn af blúsnum. „Það er kraftur og orka í blúsnum, ég hef gam- an af því að syngja þessa tónlist.“ Blúsmafían sem verður á sviði með stórsöngvaranum er skipuð af Þóri Baldurssyni, Guðmundi Péturs- syni, Róberti Þórhallssyni, Pálma Sig- urhjartarsyni og Jóhanni Hjörleifssyni ásamt blásurum og bakröddum. Á þessu kvöldi koma einnig fram Jóhanna Guðrún og Elvar Örn Frið- riksson ásamt hljómsveit og Blús- hljómsveitin Ferlegheit frá Akranesi. Á miðvikudagskvöldið mætir svo efnilegur blústónlistarmaður frá Bandaríkjunum, Marquise Knox, stundum kallaður krónprinsinn frá Mississippi. Hann er ungur og mikið undrabarn, fæddur árið 1991, en þrátt fyrir ungan aldur margverðlaunaður tónlistarmaður sem spilar af næmni. Hljómsveitin Klassart kemur fram þetta sama kvöld. Á skírdag koma svo fram Vasti Jackson & The Blue Ice band og Stone Stones sem íslenskir blúsaðdáendur ættu að þekkja. kristjana@dv.is Kraftur og orka í blúsnum Blúsmafían, Páll Rósinkranz og Björgvin blúsa á Hilton Nordica. Krimma-páskar Ef vorhretið heldur áfram að draga úr útivistarþránni er ágætis hug- mynd að taka með sér nokkra krimma í páskafríið. Þrír góðir og nýlegir krimmar hafa verið á met- sölulistum bókaverslana. Öllum hef- ur verið hampað og má mæla með. Um er að ræða Konuna í búrinu, eft- ir Jussi Adler-Olsen. Djöflastjörnuna eftir Jo Nesbø og bók Åsu Larsson, Myrkraslóð. Åsa Larsson er sænsk og upp- rennandi glæpasagnahöfundur, Jo Nesbø vilja margir kalla helstu stjörnu Norðurlanda í heimi glæpa- sagna um þessar mundir og Jussi- Adler Olsen hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtilega persónu- sköpun sína í sérvitra rannsóknar- lögreglumanninum Carl Mørk. Á valdi for- tíðarinnar Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir heimildamyndina Á valdi for- tíðarinnar í Öskju, stofu 132, í Há- skóla Íslands næstkomandi þriðju- dag. Kvikmyndin fjallar um ungann mann sem á erfitt með að fóta sig í lífinu vegna skilnaðar foreldra sinna í skugga menningarbyltingarinnar í Kína. Sýningin er opin öllum og er aðgangur ókeypis. Sýningin fer fram þriðjudaginn 19. apríl á milli klukkan 17.30 og 18.30 íslensk sýning verðlaunuð Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín ehf. og Batteríið arkitektar ehf. hlutu ný- lega 1. verðlaun í boðssamkeppni um sýningu á samspili manns og sjófugla fyrir Norsk Sjøfuglsenter á Værlandet sem er eyja við vesturströnd Noregs. Verkefnið var fyrsta samstarfsverkefni þessara tveggja íslensku fyrirtækja en augljóst er af verðlaunum að dæma að samvinnan hefur gengið vel. Sam- kvæmt fréttatilkynningu verður sýn- ingunni komið fyrir í gamalli skipa- smíðastöð og byggir í ríkum mæli á gagnvirkri framsetningu en hún ber yfirskriftina Náttúrunni er sama – en þér? S afnstjóra Listasafns Árnes- inga fannst þetta of gróft,“ segir Tinna Grétarsdóttir mannfræðingur einn þriggja sýningarstjóra sýningarinnar Koddu. Sýningin sem var unnin í samvinnu Tinnu og myndlistarmannanna Hannesar Lárussonar og Ásmundar Ásmundssonar hafði áður verið rit- skoðuð og slegin af í Listasafni Árnes- inga. Listamenn sýndu samstöðu Þríeykið gafst ekki upp eftir að hafa verið fleygt út úr safni Árnesinga og setti stefnuna á að setja upp sýn- inguna við listvænni skilyrði. Margir af bestu listamönnum landsins, ljós- myndarar og hönnuðir sýndu þre- menningunum kröftuga samstöðu og sýningin sem opnuð var um helgina er mun stærri en sú upphaflega. „Sýningin hefur breyst, stækkað og dýpkað,“ segir Tinna frá. „Nú koma að sýningunni yfir fjörutíu listamenn og mikil rannsóknarvinna liggur að baki sýningunni.“ Merkileg heimild Gögnin sem Tinna segir frá eru viða- mikil og varða þjóðfélagið fyrir og eftir hrun. „Við rýndum í fjölmiðla, vefsíður, auglýsingar, hönnun, opin- berar skýrslur og jafnvel listviðburði. Við unnum með gríðarlega mikið af gögnum og það var alltaf að bætast í ekki síst í umræðum við marga af þátttakendum í sýningunni. Þetta er lifandi sýning og það sem er einmitt einna áhugaverðast við hana er dýna- míkin í aðferðarfræði hennar, grein- ingin á gögnunum og túlkunin í list- rænu samhengi.“ Koddu Tinna segir heiti sýningarinnar feng- ið úr markaðsherferðinni: Inspired By Iceland. „Orðið er lýsandi fyrir hug- myndafræðilega miðju þessarar aug- lýsingaherferðar. Myndbandið var eitt af því sem við skoðuðum í tengslum við sýninguna. Orðið koddu kemur fram í miðju myndbandinu. Það er nakin stúlka sem að því virðist er ofan í holu eða polli, kallar koddu með barnslegri og kitlandi rödd. Okkur skilst að þetta nektaratriði hafi verið tekið út úr myndbandinu á YouTube, ritskoðað. Þetta er áhugaverð sena um hvernig vörumerkja stjórnendur kjósa að miðla þjóðinni. Þarna er vísað í náttúrubarnið og frjálsræðið og svo er það konan sem hefur lengi verið markaðssett sem neysluvara í ferðaiðnaðinum eins og allar íslensk- ar konur þekkja.“ Atlaga að myndmáli smáþjóðar Sýningin er með liðsmuninum og meiri gagnagreiningu líklega enn beittari en hún var fyrir nokkrum mánuðum þegar stóð til að sýna í safni Árnesinga og Hannes Lárusson myndlistarmaður og einn sýningar- stjóra vill að auki meina að hún sé löngu tímabær. „Þetta er að mínu viti fyrsta alvar- lega atlagan sem er gerð að myndmáli smáþjóðar,“ segir Hannes. „Hvernig það birtist, og hvað er undir: landið náttúran og fólkið. Sýningin er tíma- bær vegna þess að ég held að íslensk myndlist hafi verið í spennitreyju síðustu áratugi. Menn hafa verið að kafna undir oki þessa myndmáls og kröfunni um að standa með smáþjóð í baráttu.“ Hræðsla við ímyndaða ógn Kom það Hannesi á óvart hversu mik- ið fólki var brugðið við að sjá mynd- ir af Bjarna Ármannssyni og Svöfu Grönfeldt? Og heldur hann að fjaðra- fokið verði meira í kjölfar sýningar- innar í Nýlistasafninu? „Jú, það kom mjög á óvart að fólk hrökk við að sjá þessar myndir. Viðbrögðin einkennd- ust af hræðslu við eitthvert ímynd- að vald eða ógn og í þeim felst mikið óöryggi um stétt og stöðu innan sam- félagsins. Þetta eru bara unnar mynd- ir og listræn túlkun á ástandinu sem hér ríkti fyrir hrun. Við erum meðvituð um að þegar verið er að hræra í jafn viðkvæmum málum er jafnframt verið að hræra í ákveðnum hagsmunum. Það hanga peningar á spýtunni. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að það verði eitt- hvert fjaðrafok, en ekki síst meðal listamannanna sjálfra sem þurfa að líta í eigin barm.“ Íslandsstofa hálf-stalínísk stofnun Margumtöluð er markaðsherferð- in Inspired by Iceland, fær hún það óþvegið? „Herferðin er tekin fyrir, hún er enda nýja flaggskipið. Það er líka merkilegt að það er hálf-stalínísk stofnun sem keyrir hana áfram, Ís- landsstofa, það eru raunverulega einkaaðilar sem reka hana en með fé frá ríkinu. Þetta eru harðkjarna við- skipti og alls ekki eins góðlátleg og þau líta út fyrir að vera.“ Nú tekur sýningin á ástandinu fyrir hrun og eftir hrun. Er þjóðernishyggj- an meiri fyrir eða eftir hrun og fer hún jafnvel vaxandi? „Jú, frumstæðar og eiginlega kæf- andi þjóðrembuhvatir hafa aukist mjög eftir hrun. Það er afleitt því það gerir ekkert annað en að standa raun- verulegri menningu og uppbyggingu fyrir þrifum. Gerir okkur bara að al- gjörum jólasveinum í augum um- heimsins. Við erum komin að alger- um þolmörkum hvað þetta varðar.“ kristjana@dv.is Nokkrir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar opnuðu sýninguna Koddu í Nýlistasafninu um helgina. Sýningin hafði áður verið ritskoðuð og slegin af í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í nóvember. Fjörutíu listamenn leggja fram túlkun sína á menningarpólitík og markaðsvæðingu þjóðernishyggjunnar fyrir og eftir hrun. Hópurinn sem stendur að sýningunni Tinna Grétarsdóttir, Bryndís Björnsdóttir myndlistarkona, Ingvar Högni Ragnarsson, myndlistarmaður og aðstoðarsýn- ingarstjóri, Hannes Lárusson og Ásmundur Ásmundsson. íslensk myndlist í spennitreyju Morgunblaðið Gestir á sýningunni virða fyrir sér áleitið verk um fjölmiðilinn Morgun- blaðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.