Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Page 9
Fréttir | 9Miðvikudagur 27. apríl 2011 Slitastjórn Kaupþings hefur höfð- að mál á hendur nokkrum stjórn- endum gamla Kaupþings vegna persónulegra ábyrða þeirra vegna hlutabréfakaupa. Hreiðar Már er ekki einn þeirra. Því eru hverfandi líkur á því að hann þurfi að standa skil á nærri sjö milljarða króna skuld sem hvílir á einkahlutafélagi hans þar sem persónuleg ábyrgð hans var engin. Laun Hreiðars Más 2004 til 2008: Ár Heildarlaun Á mánuði 2004 207 milljónir 17,2 milljónir 2005 395 milljónir 32,9 milljónir 2006 968 milljónir 80,7 milljónir 2007 907 milljónir 75,6 milljónir 2008 588 milljónir 49,0 milljónir Samtals: 3065 milljónir Laun Hreiðars Más Arður og skuldir Hreiðars Más Sigurðssonar ehf. Ár Arður Skuldir 2006 150 milljónir 3.452 milljónir 2007 96 milljónir 4.214 milljónir 2008 147 milljónir 6.007 milljónir 2009 0 milljónir 6.847 milljónir Samtals: 393 milljónir Arður og skuldir HREIÐAR MÁR LAUS VIÐ SJÖ MILLJARÐA SKULDIR Réðust á menn með bareflum Tveir menn um tvítugt leituðu að- hlynningar á slysadeild aðfaranótt þriðjudags eftir að ráðist hafði verið á þá í miðborg Reykjavíkur. Árásar- mennirnir voru grímuklæddir og vopnaðir bareflum og er talið að þeir hafi ætlað að ræna fórnarlömb sín. Atvikið átti sér stað skammt frá Ing- ólfstorgi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu reyndu mennirnir að verja sig en áverkar þeirra eru ekki sagðir alvarlegir. Hinir grímuklæddu árásarmenn munu ekki hafa haft mikið upp úr krafsinu í ráninu. Árás- armennirnir eru ófundnir. Skemmdarvargar á Vestfjörðum Lögreglan á Vestfjörðum hafði í nóg að snúast yfir páskahelgina. Kveikt var í sinu á Ísafirði og í Bolungarvík. Þá var brotist inn í tvær verslanir í Bolungarvík og brotin rúða í sendiferðabíl einnar verslunarinnar. Þá var borinn eldur að gamalli jeppabifreið í Bolungarvík og gereyðilagðist hún. Eftir rannsókn lögreglu voru fjórar manneskjur handteknar, grunaðar um aðild að þessum innbrotum og skemmdarverkum. Þau viðurkenndu aðild sína að þessum málum og var sleppt eftir yfirheyrslur. Öryrkinn Anna Lísa Salómonsdótt- ir segist reiða sig á hafragraut og að- standendur til að ná endum saman. Þegar hún hefur greitt alla reikn- inga fyrir mánuðinn segist hún eiga um þrjátíu þúsund krónur til að lifa af út mánuðinn. Greint var frá aðstæðum Önnu Lísu í kvöldfréttum Ríkissjónvarps- ins á þriðjudagskvöld. Hún er ör- yrki sökum lungnasjúkdóms, astma og gigtar og þarf að reiða sig á bif- reið til að komast ferða sinna. Hún sagðist ekki geta farið fótgangandi eða tekið strætó sökum heilsuleys- is. Hún segist einangrast því hún geti lítið notað bílinn vegna þess hversu eldsneytisverð hefur hækk- að en uppbót til öryrkja hefur nán- ast staðið í stað samanborið við hækkun eldsneytisverðs. „Þegar ég er búin að borga allt hef ég þrjátíu þúsund á mánuði. Það má ekkert út af bera þá svelt ég. Ég má ekki fara í matarraðirnar til að fá mat því ég hef ekki heilsu í það,“ sagði Anna Lísa í samtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Hún segist þurfa að skera allt niður og kaupa ódýrustu vörurn- ar. „Það er bara hafragrauturinn og ódýrustu vörurnar. Maður borðar einu sinni á dag. Það er ekker ann- að hægt,“ sagði Anna. Hún sagðist vilja að yfirvöld myndu sýna fólki hvernig væri hægt að lifa á örorku- bótum. „Það held ég að þau myndu aldrei geta.“ birgir@dv.is Lifir á þrjátíu þúsund krónum eftir föst útgjöld: „Borðar einu sinni á dag“ Nærist á hafragraut Anna Lísa Salómonsdóttir segist borða aðeins einu sinni á dag. M y N d k jÁ Sk o t A f v ef ík iS ú t v A R p Si N S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.