Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 13
farið saman upp á spítala að kveðja hana. „Það var rosalega erfitt, eig- inlega ólýsanlegur harmur. Þetta er eitthvað sem fólk verður að upp- lifa til þess að geta skilið það. Þetta er rosalega skrýtið og ég er ekki að trúa þessu. Mér þótti mjög vænt um hana.“ „Ég skil ekki hvað gerðist“ Bára er ekki sú eina sem á erfitt með að trúa því sem gerðist. Það sama sögðu vinir hennar tveir. Annar þeirra sagðist ekki hafa vitað til þess að hún neytti fíkniefna og því væri hann mjög sleginn yfir þessum frétt- um. „Ég skil ekki hvað gerðist. Þetta var bara frábær stelpa sem átti að vera edrú.“ Undir það tók annar vinur Hörpu Bjartar. „Ég er bara í sjokki hérna, ég bara trúi þessu ekki. Mér þykir mjög vænt um þessa stelpu og við vorum mjög nánir vinir. Hún var alltaf jafn fyndin og skemmtileg en það er svo- lítið langt síðan ég hitti hana.“ Senda fjölskyldunni samúðar- kveðjur Fjölskylda Hörpu Bjartar var að von- um harmi slegin yfir áfallinu og bað um frið til þess að syrgja. Enn er margt óljóst varðandi hvað gerðist nákvæm- lega en vinir Hörpu Bjartar sögðu að hún hefði verið lítið í skemmtanalíf- inu í vetur, þar sem hún hafi einbeitt sér að skólanum. Hins vegar hefði hún sennilega ætlað að gera sér glað- an dag í tilefni afmælisins. Að lokum vildu vinir Hörpu Bjartar koma því á framfæri að hug- ur þeirra væri hjá fjölskyldunni. Eins og Bára orðaði það: „Ég hugsa til fjölskyldunnar og samhryggist henni. Ég sendi þeim innilegar sam- úðarkveðjur.“ Fréttir | 13Mánudagur 2. maí 2011 Talið er líklegt að Harpa Björt hafi lát- ist eftir neyslu á svokölluðu PMMA- amfetamíni (parametoksamfetam- íni). Krufning hefur ekki enn farið fram en grunur leikur á að hún hafi látist skyndidauða vegna fíkniefna- neyslu og vitað er að PMMA-amfeta- míns var neytt í partíinu í Árbæ þar sem hún var gestur. Karl Steinar Valsson hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar vill vegna málsins vara við fíkniefnum sem nú kunna að vera á markaði. Hann seg- ir lögregluna fyrst hafa orðið vara við efnið fyrir um hálfum mánuði þegar lögreglan í Borgarnesi fann nokkur grömm af því við leit í bíl. „Um er að ræða mjög eitrað efni, blandað met- amfetamín sem inniheldur PMMA,“ segir Karl Steinar. „Við hvetjum fólk sem hefur neytt amfetamín-efna og alsælu að leita læknis og koma upplýsingum til lögreglu.“ Lög- reglan bendir í þessu sambandi á Facebook-síðu lögreglunnar og vef lögreglunnar, logregla.is. Selt sem e-töflur Karl Steinar telur enda brýna ástæðu til því að minnsta kosti 12 hafa látist í Noregi eftir neyslu efn- isins síðasta hálfa árið og vitað er um fleiri dauðsföll víða um heim. Karl Steinar segir að ekki sé hægt að útiloka að dauðsföllin tengist og um sama efni sé að ræða. Spurður hvort böndin berist að glæpasamtökum sem eru bæði starfrækt í Noregi og hér heima segist hann ekkert geta sagt um slík tengsl vegna rannsókn- arhagsmuna. Í umfjöllun um dauðsföllin í Noregi kemur fram að efnið er oft- ast selt sem e-töflur því það hafi svipuð áhrif, talið öllu hættulegra þó, en sé ódýrara í framleiðslu. Karl Steinar segir lögregluna hins vegar ekki hafa fundið efnið í pilluformi í íbúðinni í Árbænum. Búið hafi ver- ið að malla efnið til notkunar. Hann segir hins vegar vitað mál að efnið sé selt í pilluformi og því sé rétt að vara við því. Eitrað amfetamínefni er stundum selt sem e: Lögreglan varar við fíkniefninu Parametoksamfetamín PMMA er náskylt amfetamíni og metamfetamíni að gerð en mun hættulegra í neyslu. Jakob Kristinsson, sérfræðingur hjá Eitrunarmiðstöðinni, segir það vera vegna þess að það sé mun eitraðra. „Ein af ástæðum þess að efnið er hættulegra er að það er vissulega mun eitraðra eins og dæmin sanna. Þetta er amfetamínafleiða og framleidd til þess að koma í staðinn fyrir alsælu því verkunin er töluvert lík.“ Jakob segist aðspurður hafa rekist á fleiri amfetamínafleiður nýverið. „Hingað kom til lands svokallað paraflúoramfetamín, um það efni er töluvert lítið vitað og ég hef ekki frétt af dauðsföllum vegna þess efnis.“ Ungur maður í Noregi var hætt kominn: Bjargað í tæka tíð Í Noregi hefur verið mikil umræða um PMMA og dauðsföll 12 ungmenna sem neyttu efnisins. Sjónvarpsstöðin NRK í Noregi náði tali af ungum manni sem hafði neytt efnisins. Hann segist hafa misst meðvitund stuttu eftir inntöku þess. „Ég hef tekið efnið. Ég missti meðvitund en til mikillar lukku rankaði ég við mér við það að vatni var skvett framan í mig, það hefur líklega bjargað mér. Þetta er dauðadóp.“ Eftir að þetta henti hann hefur hann að eigin sögn tryggt sig fyrir því að það sé ekki PMMA í því dópi sem hann kaupir. Lögreglan hér á landi kemur þeim tilmælum áfram til ungmenna að alsæla og amfetamín valdi líka dauðsföllum á ári hverju og því sé ekki nóg að varast PMMA. Dauðsföll af völdum PMMA Þegar neytandinn er í hættu sýnir hann skýr einkenni örari hjartsláttar, hækkaðs blóð- þrýstings, sérlega útþaninna sjáaldra, kviðverkja og uppkasta. Í slæmum tilfellum getur viðkomandi fengið krampa en oft fylgir einnig hækkaður hiti og blæðingar úr nefi. Það er frekar óalgengt að of stórir skammtar, sem slíkir, valdi því að fólk deyi og því vekja dauðsföll ungmennanna í Noregi og stúlkunnar hér á landi mikinn ugg. Dauðinn er þá oftast tengdur heilablæðingu, hjartaslagi eða ýmsum krömpum. Mjög mikilvægt er að koma þeim er sýnir slík einkenni undir læknishendur eins fljótt og mögulegt er. Í dulbúningi PMMA er oft selt sem alsæla, 12 dauðsföll hafa orðið af völdum þess í Noregi. „Hún var sannur vinur vina sinna, vildi öllum vel og reyndist mér vel. Þetta var bara góð stelpa og ég vona að henni líði ágætlega þar sem hún er núna. ljúf og góð stúlka látin „Ég á erfitt með að trúa þessu“ Vinir Hörpu Bjartar og vandamenn bera henni allir vel söguna og segja hana hafa verið afskaplega góða og blíða stúlku sem vildi öllum vel. Eins og Bára segir var Harpa góð og skemmtileg stelpa: „Hún átti mjög auðvelt með að kynnast nýju fólki. En þrátt fyrir að hún hafi alltaf átt mikið og gott félagslíf vildi hún allt- af vera í skóla og gera eitthvað,“ seg- ir hún og bætir því við að það reyn- ist henni erfitt að tala um Hörpu svo skömmu eftir fráfall hennar. „Ég á erfitt með að trúa þessu og veit ekki hvað ég á að segja.“ Kvaddi hana í gær Bára heyrði fyrst af atburðinum um fimmleytið á laugardag og fór þá með frænku Hörpu Bjartar að sækja bestu vinkonu hennar svo þær gætu Leiddir á lögreglustöð Lögreglan færði alla af vettvangi niður á stöð. Þeir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.