Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Qupperneq 15
Neytendur | 15Mánudagur 2. maí 2011
Guðrún greiddi 12 þúsund fyrir bílastæði í tvo daga:
Okrað á bílastæðum
„Ég ætlaði ekki að trúa því að þetta
hefði kostað næstum 12 þúsund
krónur. Það hefði líklega borgað sig
fyrir mig að taka leigubíl báðar leið-
ir,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir
bankastarfsmaður.
Guðrún, sem á við fötlun að
stríða, flaug til Spánar frá Kefla-
víkurflugvelli þann 16. apríl. Hún
fór á einkabílnum sínum að flug-
stöðinni, ók inn um hlið inn á bíla-
stæði og lagði þar í stæði fyrir fatl-
aða. „Ég var mjög ánægð með að
stæðið skyldi vera nálægt inngang-
inum,“ segir Guðrún. Það sem hún
vissi þó ekki var að stæðið var svo-
kallað skammtímastæði og að á öðr-
um stað væru langtímastæði. „Þeg-
ar ég hafði lagt bílnum fór ég með
lyklana ásamt miðanum fyrir bíla-
stæðinu í afgreiðsluna í geymslu þar
sem bíllinn átti að vera sóttur tveim-
ur dögum síðar. Mér var ekki bent á
að ódýrara væri fyrir mig að leggja í
langtímastæði.“ Hún segir reyndar
að langtímastæðin henti fötluðum
illa þar sem þau séu lengra í burtu.
Það hefði þó sannarlega borgað sig í
þetta skiptið.
Tveimur dögum síðar var bíll-
inn sóttur og reikningurinn hljóðaði
upp á 11.800 krónur, að sögn Guð-
rúnar. „Ég trúi því varla að það sé
löglegt að rukka svona mikið fyrir
bílastæði,“ segir hún og bætir við að
starfsmanni sem tók við lyklunum
til geymslu hefði verið í lófa lagið að
benda henni á ódýrara stæði. „Mér
finnst þetta algjör ósvífni,“ segir hún.
baldur@dv.is
Perlur og nælonsokkar Að perla
er góð og róandi afþreying fyrir börn og fullorðna.
Flestir foreldrar kannast þó við að það getur verið
þrautin þyngri að ná upp perlunum sem hafa dottið
á gólfið og ansi tímafrekt að týna þær upp. Gott
ráð við því er að skella nælonsokk á ryksugustútinn
og sjúga perlurnar upp, taka sokkin af og tæma í
perluboxið. Fljótlegt og gott ráð sem kemur í veg
fyrir að kaupa þurfi nýjar perlur í bráð.
Skipuleggjum matseðilinn Það er
hægt að spara töluverðan pening með því að skipuleggja
matseðil heimilisins í kringum tilboðin á markaðnum
hverju sinni. Á matarkarfan.is segir að tilboðsbækling-
arnir geti verið ágætis tilbreyting frá matreiðslubók-
unum. Gómsætar uppskriftir í matreiðslubók geti verið
dýrar í framkvæmd og því sé gott að láta tilboðs-
bæklinginn gefa hugmyndir að máltíðum og kryddin í
kryddhillunni heima krydda tilveruna og réttinn.
Ræktum græn-
metið sjálf
Þó frost sé farið úr jörðu þarf að bíða
þangað til moldin nær að verða 5–7
stiga heit, annars spíra fræin ekki.
Viðkvæmar plöntur skulu forræktað-
ar inni en harðgerum plöntum eins
og gulrótum, vorsalati, hreðkum,
dilli og spínati má sá beint út í maí
undir akríldúk. Gott ráð er að setja
áburð í beðin á haustin og breiða
svart plast yfir, þá hitnar moldin fyrr.
Stundum finnast kartöflur frá fyrra
ári þegar stungið er upp eða smá-
fíflar sem hægt er að steikja á pönnu,
bæði blöðin og ræturnar. Þessar
upplýsingar má finna á nattura.is.
Innköllun á
„Topp5“
Matvælastofnun hafa borist upplýs-
ingar frá matvælaeftirliti Heilbrigð-
iseftirlits Reykjavíkur um innköllun
á Topp5 ís frá Emmessís vegna van-
merktra ofnæmis- og óþolsvalda. Í
innihaldslýsingum á umbúðum var-
anna kemur ekki fram að þær inni-
halda hnetur og sojalesitín en hvort
tveggja er á lista yfir ofnæmis- og
óþolsvalda. Samkvæmt matvælalög-
gjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvald-
ar að vera skýrt merktir í merkingum
matvæla. Vörunni hefur væntanlega
verið dreift um allt land.
Svona geymir þú
blómkál
Á islenskt.is segir að blómkál geym-
ist langbest við 0–2°C og við réttar
aðstæður geti það geymst í nokkuð
langan tíma. Það megi ekki vera þar
sem sterkt ljós er né dragsúgur þar
sem það er geymt. Einnig verði að
passa mjög vel að það standi ekki
nálægt öðru grænmeti eða ávöxtum
því blómkál er mjög viðkvæmt fyrir
etýlen en það er er lofttegund sem
myndast í grænmeti og ávöxtum og
framkallar oft beiskt bragð.
Ósátt Guðrún segir að starfsmaður hefði
auðveldlega getað bent á ódýrara stæði.
„Það sem þarf að gerast er að stjórn-
völd, framleiðendur og neytend-
ur þurfa að taka höndum saman.
Við hjá Samtökum lífrænna neyt-
enda erum ekki að halda því fram að
bændur eða framleiðendur séu með-
vitað vondir við dýrin. Það eru að-
búnaðarreglurnar sem fara illa með
dýrin,“ segir Oddný Anna Björns-
dóttir, hjá Samtökum lífrænna neyt-
enda.
Verksmiðjubúskapur
án gagnrýni
Oddný bendir á að þar sem lítill
áhugi hafi verið á þessum málum á
Íslandi hafi verksmiðjubúskapur við-
gengist án gagnrýni í áratugi. Á með-
an hafi almenningur á Íslandi haldið
að íslenskar búfjárafurðir væru næst-
um því lífrænar og allt hreint og heil-
næmt. „Þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að 100 prósent af kjúklingi
koma frá verksmiðjubúum, 90 pró-
sent svínaframleiðslu eru í höndum
þriggja risaverksmiðjubúa og 85 pró-
sent af eggjunum koma frá búrhæn-
um. Afgangur eggjanna er vistvæn
framleiðsla, það er frá hænum sem
ganga lausar. Það er samt sem áður
verksmiðjubúskapur, þar sem þær
eru alltaf lokaðar inni,“ segir Oddný.
Stuðlar að bættri heilsu
Hún telur að flestir Íslendingar geri
sér ekki grein fyrir þessu og það sé
þetta sem samtökin vilji benda á. Er-
lendis hafi slík umræða verið lengi
í gangi og þar sé þróunin að snú-
ast við. „Stjórnvöld hafa mótað sér
stefnu um að auka lífræna ræktun
og styðja við lífræna bændur. Með
því stuðla stjórnvöld að minni meng-
un, heilnæmari afurðum og bættri
heilsu.“ Oddný segir að það þurfi að
skoða málið frá grunni, gera rann-
sóknir og með rétta stofninum ætti
þetta að vera vel framkvæmanlegt.
Fyrst og fremst snúist þetta um að
neytendur hafi val en hún viður-
kennir þó að þetta gerist ekki á einni
nóttu.
Vilja hleypa dýrunum út
Eins og fram hefur komið í umræðu
um aðbúnað búdýra að undanförnu
lifa búrhænur í búrum alla ævi og fá
ekkert sólarljós. „Þær kroppa hver
í aðra og eru hálffiðurlausar. Þetta
eru algjörlega óásættanlegar að-
stæður fyrir lifandi verur. Vistvæn
egg, svo sem Brúnegg, Hamingju-
egg og Ómegaegg svo einhver séu
nefnd, eru svo sannarlega betri kost-
ur en búreggin og það er himinn og
haf þar á milli. Hins vegar viljum við
að næsta skref verði tekið og dýrun-
um hleypt út. Einnig þarf að bæta
andrúmsloftið og veita þeim meira
pláss,“ segir Oddný sem vonast eftir
frekara samstarfi við framleiðendur
og bændur.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
„Er óásættanlegt
fyrir lifandi verur“
n Búrhænur lifa við óásættanlegar aðstæður n Samtök líf-
rænna neytenda segja stjórnvöld, bændur og neytendur þurfa
að taka höndum saman n Þetta snúist um að neytendur hafi val
Vistvæn framleiðsla 85 prósent eggja á Íslandi koma frá búrhænum. Mynd PhoToS.coM
oddný Anna Björnsdóttir Einn
stofnenda Samtaka lífrænna neytenda.
„Á meðan
hafi almenningur
á Íslandi haldið að íslenskar
búfjárafurðir væru næstum
því lífrænar og allt hreint og
heilnæmt.