Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Page 17
Erlent | 17Mánudagur 2. maí 2011
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
Það eru eflaust ekki margir sem
höfðu heyrt um smábæinn Gyön-
gyöspata í Ungverjalandi áður hann
komst óvænt í fréttirnar í síðustu
viku. Tilefnið var hins vegar síst af
öllu gleðilegt. Í bænum búa um
2.800 manns, þar af eru um 450 sem
teljast til Róma-fólks. Fyrir nýliðna
páskahátíð var þessum minnihluta
bæjarins tilkynnt að hægri-öfga-
menn sem tilheyra samtökunum
Vederö hygðust fylkja liði um göt-
ur bæjarins. Þrátt fyrir að lögreglan
hefði lofað að skakka leikinn flúðu
íbúar úr hópi Róma-fólks bæinn yfir
páskana. Með hjálp Rauða krossins
og annarra mannréttindasamtaka
var íbúunum komið fyrir á útivist-
arsvæði í nágrenni Búdapest. Erik
Selymes, yfirmaður Rauða krossins í
Ungverjalandi, sagði að Róma-fólkið
hefði leitað eftir hjálp til að yfirgefa
Gyöngyöspata sem fyrst. Peter Szij-
arto, talsmaður ríkisstjórnar Ung-
verjalands, sagði það aftur á móti
vera „hreina lygi“.
Ofbeldið byrjaði eftir páska
Um leið og Róma-fólkið í Gyön-
gyöspata sneri aftur til síns heima á
þriðjudag byrjaði ofbeldið af hendi
meðlima Vederö-samtakanna.
Fylktu þeir liði um bæinn, köstuðu
grjóti í átt að húsum Róma-fólksins
og réðust að þeim sem mótmæltu
aðgerðum þeirra. Á miðvikudag-
inn héldu Vederö-menn aðgerðum
sínum áfram og þá með stuðningi
annarra öfgasamtaka, Betyarsereg.
Héldu þeir ógnunum sínum áfram
uns rúmlega 100 höfðu flúið bæinn.
Samkvæmt ungversku fréttaveitunni
MTI voru sjö handteknir, en þeim
hefur þegar verið sleppt. Þrír Róma-
menn slösuðust alvarlega í aðgerð-
unum.
Dropi í hafið
Róma-fólk er fjölmennasti minni-
hlutahópur í Evrópu og umdeilan-
lega sá minnihlutahópur sem hef-
ur þurft að þola mestan átroðning
í gegnum aldirnar. Ofbeldið sem
framið var í Gyöngyöspata eftir
páskana er aðeins dropi í haf þeirra
ofsókna sem það hefur þurft að þola
á undanförnum árum og þá sérstak-
lega í Ungverjalandi.
Nú er tæpt ár síðan Viktor Or-
bán tók við embætti forsætisráð-
herra Ungverjalands. Þegar hann tók
við embætti lofaði hann Ungverjum
að það fyrsta sem hann myndi taka
sér fyrir hendur væri að auka borg-
aralegt öryggi – „koma á lögum og
reglu“. Virðist það ekki gilda um alla
þegna ríkisins, þar sem uppgang-
ur ýmissa öfgahópa og sjálfskipaðra
löggæsluhópa hefur verið gífurlegur.
Markmið þeirra flestra er að herja á
Róma-fólk og svo virðist sem ung-
verska lögreglan ráði hreinlega ekki
við ástandið – eða að hún kæri sig
ekki um það.
Hægrisveiflan
Þótt Fidesz-flokkur Viktors Orbán
hafi ekki verið vændur um kynþátta-
fordóma hefur hann hlotið mikla
gagnrýni fyrir stranga stjórnarhætti,
ef svo má að orði komast. Ungverj-
ar fara nú með forsæti í ráðherraráði
Evrópusambandsins og hafa þeir
hlotið áminningar fyrir að stunda
gegndarlausa ritskoðun, en sam-
kvæmt Kaupmannahafnarskilyrðun-
um svokölluðu er ritskoðun bönnuð
í aðildarríkjum sambandsins. Róma-
fólk hefur meðal annars fengið að
kenna á ritskoðun, þar sem bágum
hag þeirra er jafnan leynt.
Meira áhyggjuefni fyrir Róma-fólk
er þó hægri-öfgaflokkurinn Jobbik,
en hann hlaut 17 prósent atkvæða í
síðustu þingkosningum í Ungverja-
landi og um 30 prósent í sumum hér-
öðum í austurhluta landsins í síðustu
sveitarstjórnarkosningum, þar sem
Róma-fólk er einmitt fjölmennast.
Jobbik-flokkurinn hefur löngum ver-
ið vændur um kynþáttahatur, hatur á
samkynhneigðum og fyrir að aðhyll-
ast fasisma. Í stefnu flokksins seg-
ir aðeins að hann aðhyllist róttæka
stefnu byggða á kristilegum gildum.
Flokkurinn fer þó ekki leynt með
að hann starfræki Þjóðvarðlið Ung-
verjalands (Magyar Gárda), í raun
sjálfskipuð hernaðarsamtök stofnuð
árið 2007.
„Glæpahneigð sígauna“
Þjóðvarðlið þetta, sem starfar í skjóli
stjórnmálaflokks, hefur haft það sem
yfirlýst markmið „... að berjast gegn
glæpahneigð sígauna.“ Róma-fólk
hefur löngum verið kallað sígaun-
ar, því til mikillar mæðu. Afleiðingar
þessa markmiðs hafa verið grimmi-
legt ofbeldi gegn Róma-fólki, sem
margir Ungverjar virðast þó taka fagn-
andi. Árið 2008 fór Þjóðvarðliðið til að
mynda að venja komur sínar til bæj-
arins Tatárszentgyörgy, sunnan við
Búdapest. Gekk Þjóðvarðliðið reglu-
lega í þyrpingu um götur bæjarins
og hótaði Róma-fólki öllu illu ef það
hypjaði sig ekki á brott. Í febrúar árið
2009 lögðu nokkrir þjóðvarðliðar eld
að húsi Róma-fjölskyldu. Fjölskyldu-
faðirinn og sonur hans reyndu að
flýja en voru skotnir til bana á leið út
úr brennandi húsinu. Húsmóðirin og
dóttir hennar komust undan við illan
leik. Þrátt fyrir að nágrannar fjölskyld-
unnar hefðu hringt til lögreglu og til-
kynnt um eldsvoða og skothvelli var
lögreglan hvergi sjáanleg.
Næstu þrjá mánuði féllu sex úr
hópi Róma-fólks, auk þess sem 55
slösuðust alvarlega – í eldsvoðum og
skotárásum þjóðvarðliða.
Líkt við nasista
Fyrrverandi forsætisráðherra Ung-
verjalands, Ferenc Gyurcsány, hefur
reyndar gengið svo langt að líkja Job-
bik-flokknum við nasistaflokk Adolfs
Hitler. Að sama skapi líkir hann Þjóð-
varðliðinu við Brúnstakka, storm-
sveitir nasista.
Leiðtogar flokksins þvertaka
ekki fyrir líkinguna og virðast frekar
taka henni fagnandi – sé miðað við
tungutak þeirra. Stærsti kosninga-
sigur Jobbik-flokksins í nýliðnum
sveitarstjórnarkosningum var í bæn-
um Tiszavasvári, þar sem flokkurinn
hlaut 53 prósent atkvæða. Þar er nú
borgarstjóri úr Jobbik-flokknum, Erik
Fülop, 29 ára lögfræðingur sem marg-
ir sjá sem krónprins flokksins. Risa-
stórt flokksþing Jobbik-flokksins var
því haldið í Tiszavasvári í síðustu viku,
en þangað mætti einnig fjöldinn allur
af öfgasamtökum sem beita sér fyrir
kynþátta- og útlendingahatri. Núver-
andi leiðtogi flokksins, Gábor Vana,
lýsti yfir að hann væri hæstánægður
með mætinguna og velgengni flokks-
ins í bænum – sem hann kallar nú
„höfuðborg hreyfingarinnar“. Fyrir
um 90 árum var München í Þýska-
landi einnig kölluð „höfuðborg hreyf-
ingarinnar“.
Róma-fólk beitt
skelfilegu ofbeldi
n Öfgahópar sem beita sér fyrir ofsóknum gegn Róma-fólki njóta vaxandi fylgis í Ungverjalandi n Ríkisstjórnin
aðhefst lítið sem ekkert n Jobbik-flokkurinn, sem hefur verið vændur um útlendingahatur og fasisma, á uppleið„Þrátt fyrir að ná-
grannar fjölskyld-
unnar hefðu hringt til
lögreglu og tilkynnt um
eldsvoða og skothvelli var
lögreglan hvergi sjáanleg.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Beðið eftir læknisaðstoð Þessi
Róma-maður bíður eftir læknisaðstoð
eftir að hafa orðið fyrir árás í bænum
Gyöngyöspata í Ungverjalandi. MynD ReUteRs