Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Page 4
4 | Fréttir 20.–22. maí 2011 Helgarblað
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Verið sýnileg í sumar!
– tilvalið í hjólaferðina
Varúðarvesti
kr. 890
Flísjakki með hettu
kr. 6.450Polo bolur
kr. 2.190
Skv. staðli
EN471
Skv. staðli
EN471
Skv. staðli
EN471
COOLPASS
ÖNDUNAREFNI
Söluferli Iceland hafið:
Eiga 99 prósent
upp í Icesave-
skuld
Slitastjórn Gamla Landsbankans
á 99 prósent upp í forgangskröfur
í þrotabúið og þar af leiðandi 99
prósent upp í Icesave-skuldina.
Þetta kom fram á blaðamannafundi
skilanefndar og slitastjórnar Gamla
Landsbankans á fimmtudag.
Þess ber að geta að vaxtakröfur
vegna Icesave-skuldarinnar teljast
ekki sem forgangskröfur í þrota-
búið. Forgangskröfur í þrotabúið
eru sagðar um 1.319 milljarðar
króna en áætlaðar endurheimtur
um 1.300 milljarðar króna.
Af þeim endurheimtum sem
slitastjórnin áætlar þá telur hún að
um 60 prósent af þeim séu öruggar.
Þar af eru um 408 milljarðar sem
liggja fyrir í lausu fé, eða um þriðj-
ungur af áætluðum endurheimt-
um.
Þegar slitastjórnin birti síðasta
verðmat um áramótin þá hefur
verðmatið hækkað um 70,1 milljarð
króna, eða 6 prósent. Gengisbreyt-
ingar eru þar af 33,3 milljarðar, eða
3 prósent.
Skýrt var frá því að söluferli í Ice-
land Foods væri hafið undir ráðgjöf
svissneska bankans UBS og banda-
ríska bankans Bank of America
Merrill Lynch. Talið er að aðstæður
séu góðar á markaði til að selja hlut
slitastjórnarinnar í félaginu og því
ákvað slitastjórnin að hefja form-
legt söluferli með hlutinn.
Eignarhaldsfélagið Hverfiseignir, sem
er alfarið í eigu 365 miðla, keypti árið
2010 þrjár fasteignir út úr félaginu IP
Studium Reykjavík ehf. sem er í eigu
Ingibjargar Pálmadóttur, stjórnarfor-
manns og aðaleiganda 365, og flug-
skýli á Reykjavíkurflugvelli, sem áður
var í eigu Síðustu mílunnar ehf., félags
í eigu Guðmundar Inga Hjartarsonar,
æskuvinar Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar.
Stefán H. Hilmarsson, fjármála-
stjóri 365, er framkvæmdastjóri
Hverfiseigna. Í stjórn félagsins sitja
Ingibjörg Pálmadóttir, sem er titl-
uð stjórnarformaður félagsins, Ari
Edwald, forstjóri 365, og lögmaður-
inn Einar Þór Sverrisson. „Í mars og
ágúst 2010 voru keyptar fasteignir við
Hverfisgötu, Laugaveg og flugskýli á
Reykjavíkurflugvelli fyrir samtals 315
milljónir króna,“ segir í ársreikningi
Hverfiseigna.
„Það er ákveðin ástæða fyrir því.
Ég veit bara ekki hvort mér sé heim-
ilt að upplýsa um það,“ segir Stefán
H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri
Hverfiseigna, í samtali við DV að-
spurður um hvers vegna félagið hefði
keypt umræddar fasteignir fyrir 315
milljónir króna í fyrra. Þegar blaða-
maður óskaði eftir upplýsingum um
hvernig kaupin hefðu verið fjármögn-
uð vísaði Stefán á Ingibjörgu Pálma-
dóttur, stjórnarformann félagsins.
101 Hótel tekið úr IP Studium
2009
Samkvæmt ársreikningi félagsins IP
Studium Reykjavík ehf. árið 2008 átti
félagið fjórar fasteignir sem nú eru
allar horfnar út úr félaginu. Eigandi
IP Studium er síðan félagið Edmound
Holdings, sem skráð er í Lúxemborg
sem keypti félagið af Eignarhalds-
félaginu IPS árið 2008. Verðmætasta
eign félagsins var fasteign að Hverfis-
götu 8–10, þar sem 101 Hótel er til
húsa.
Í febrúar árið 2010 var fasteignin
færð frá IP Studium yfir á þau Ingi-
björgu Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jó-
hannesson. Síðar lét skilanefnd Glitn-
is kyrrsetja eignina vegna málaferla í
New York. Í ársreikningi IP Studium
árið 2008 kemur fram að félagið hafi
þann 30. júní árið 2009 veitt lánsveð
upp á sjö milljónir dollara. Var um að
ræða veðsetningu á lúxusíbúð Jóns
Ásgeirs í New York sem Landsbank-
inn hafði fjármagnað árið 2007. Í mars
á þessu ári var síðan greint frá því að
skilanefnd Landsbankans hefði yfir-
tekið lúxusíbúðina í New York.
Þrjár fasteignir til Hverfiseigna
2010
Þann 25. mars árið 2010 voru síð-
an hinar þrjár fasteignir IP Studium
seldar til félagsins Hverfiseigna, sem
er alfarið í eigu 365 miðla þar sem
Ingibjörg Pálmadóttir er stjórnarfor-
maður. Um er að ræða vörugeymslu
að Laugavegi 1B þar sem IP Studium
hefur verið skráð til húsa, Hverfisgata
18, þar sem myndagallerí í eigu Ingi-
bjargar Pálmadóttur hefur verið til
húsa auk kaffihússins Cafe Culture og
lóð við Traðarkotssund 6. Í ársreikn-
ingi IP Studium árið 2008 er bókfært
verðmæti allra fasteigna félagsins
metið á um 670 milljónir króna. Einn-
ig kemur þar fram að árið 2010 átti fé-
lagið að greiða um 190 milljónir króna
af 210 milljóna króna langtímaskuld-
um félagsins. Í árslok 2008 átti félagið
líka kröfu á Gamla Kaupþing upp á
117 milljónir króna vegna óuppgerðs
afleiðusamnings. Í ágúst árið 2010
tóku Hverfiseignir síðan 30 milljóna
króna fasteignalán sem skráð er á
fasteignina að Hverfisgötu 18.
Flugskýli Baugs til Ingibjargar
Örfáum dögum eftir íslenska banka-
hrunið haustið 2008 var flugskýli
Baugs á Reykjavíkurflugvelli fært í
hendur Síðustu mílunnar ehf., sem
er í eigu Guðmundar Inga Hjartar-
sonar. Baugur keypti flugskýlið í júlí
árið 2007 af Sigkari ehf. en greiddi
aldrei fyrir það. Verðmæti skýlisins
er 25 milljónir króna. Hinn 16. októ-
ber 2008 var skýlið fært frá Baugi til
Síðustu mílunnar ehf. með samþykki
stjórnar Baugs. Samkvæmt ársreikn-
ingum borgaði Síðasta mílan Baugi
aldrei fyrir eignina frekar en Baugur.
Síðasta mílan er í eigu Guðmundar
Inga Hjartarsonar og eiginkonu hans,
Sigríðar Sigmarsdóttur, en hann er
æskuvinur Jóns Ásgeirs af Seltjarnar-
nesinu. Þeir eru jafnaldrar og voru
skólabræður til fjölda ára. Guð-
mundur Ingi keppti með Jóni Ásgeiri
í Gumball 3000-kappakstri ríka og
fræga fólksins sumarið 2006. Hann-
es Smárason, þáverandi forstjóri FL
Group, settist undir stýri á Porsche-
bifreið, Ragnar Agnarsson ók á BMW
M5, á meðan Jón Ásgeir og Guð-
mundur Ingi óku Bentley-bifreið.
Guðmundur Ingi, æskuvinur Jóns
Ásgeirs, seldi síðan flugskýlið frá Síð-
ustu mílunni til Hverfiseigna þann
26. júlí árið 2010. Ekki liggur fyrir
hversu mikið hann fékk greitt fyrir
það en samkvæmt ársreikningi Síð-
ustu mílunnar árið 2009 er flugskýl-
ið metið á 25 milljónir króna og bún-
aður í eigu félagsins á tvær milljónir
króna.
Stórskuldugt eignarhaldsfélag
Svo virðist sem Ingibjörg Pálmadóttir
hafi verið dugleg að færa ýmsar eignir
sínar á milli félaga eftir bankahrunið.
Félagið IP Studium, sem átti þrjár fast-
eignir sem nú eru farnar til Hverfis-
eigna auk 101 Hótels, var fyrir banka-
hrunið í eigu Eignarhaldsfélagsins
ISP. Árið 2008 var það síðan fært til
félagsins Edmound Holding, sem
skráð er í Lúxemborg. Eignarhalds-
félagið ISP skuldaði rúmlega sex millj-
arða króna árið 2007 og í ársreikningi
félagsins kemur fram að hlutur félags-
ins í IP Studium hafi þá verið metinn
á 470 milljónir króna. Ekki liggur ljóst
fyrir hvað Edmound Holding borgaði
fyrir hlutinn. Þess skal getið að flest-
ar eignir Eignarhaldsfélagsins ISP eru
verðlausar í dag. Stærsta eign félags-
ins var 4,5 milljarða króna hlutur í
Baugi en stærsti hlutinn af rúmlega
sex milljarða króna skuldum félags-
ins voru í erlendum myntum. Félagið
hefur ekki enn verið keyrt í þrot af
kröfuhöfum né hefur verið farið fram
á greiðslustöðvun þess.
n Félagið Hverfiseignir keypti fasteignir af Ingibjörgu Pálmadóttur árið
2010 n Færðu líka flugskýli í eigu æskuvinar Jóns Ásgeirs til félagsins
Fasteignirnar færðar
til félags í eigu 365
„Það er ákveðin
ástæða fyrir því. Ég
veit bara ekki hvort mér sé
heimilt að upplýsa um það.
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Ingibjörg og Jón Ásgeir
Hverfiseignir ehf., í eigu 365, keyptu
þrjár fasteignir út úr IP Studium í
fyrra. Ingibjörg er eigandi félagsins
og jafnframt stjórnarformaður 365.
Hættir sem
bæjarstjóri
Bæjarstjóri Seyðisfjarðar, Ólaf-
ur Hr. Sigurðsson, hefur sagt
upp störfum eftir níu ára starf.
Fréttavefur Tímans sagði frá því
á fimmtudag að ársreikningur
bæjarsjóðs sýni verri stöðu en
áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá hafi
hann átt erfið samskipti við Arn-
björgu Sveinsdóttur, forseta bæj-
arstjórnar. Bærinn skilaði sjötíu
milljóna króna tapi á síðasta ári,
samkvæmt ársreikningi bæjar-
ins sem lagður var fyrir á síðasta
fundi bæjarstjórnar. Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur
mynda meirihlutann í bæjar-
stjórn Seyðisfjarðar.