Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 20.–22. maí 2011 Helgarblað St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Verð: 8.415 Verð: 6.995 Verð: 7.295 Verð: 4.995 DV Varð kVeikjan að reglum ráðuneytis Birgir Guðmundsson, stjórnmála- fræðingur við Háskólann á Akur- eyri, segir sölu á greinum í sérblöðum Fréttablaðsins vera brot á 5. grein siða- reglna blaðamannafélagsins en í henni segir meðal annars orðrétt: „Hann [þ.e.  blaðamaður]  gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslu- gildi, og auglýsingum í myndum og/ eða máli.“ Á Facebook-síðu Veiðihússins í vik- unni var vakin athygli á því að Ólafi Vigfússyni  í Veiðihúsinu hefði verið boðið að kaupa viðtal við sig í sérblaði Fréttablaðsins um veiði. Ólafur Stephensen, ritstjóri Frétta- blaðsins, segir ekkert launungarmál að fyrirtæki og einstaklingar geti keypt umfjöllun um sig á síðum blaðsins eða í sérblöðum þess. Hann segist ekki sjá neitt athugavert við slíkt þar sem iðu- lega sé tekið fram að um kynningu sé að ræða. Málið hefur vakið athygli fjölmiðla og spurningar um það hvar mörkin á milli auglýsinga og blaða- skrifa liggi. Brot á siðareglum „Strangt til tekið brýtur þetta siðaregl- ur blaðamanna, þú blandar ekki sam- an efni sem hefur ritstjórnarlegt upp- lýsingargildi og auglýsingum í máli og myndum. Það er bara þannig,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræð- ingur við Háskólann á Akureyri, í sam- tali við DV. Hann segir hins vegar að lengi hafi viðgengist að taka svokölluð sérblöð út fyrir sviga og halda því fram að í þeim tilfellum gildi aðrar reglur en um ritstjórnarefni. Í siðaskrá ritstjórnar Fréttablaðs- ins segir að hagsmunir auglýsenda séu ekki hafðir til hliðsjónar við vinnslu og birtingu efnis í blaðinu. Þá er tiltekið að auglýsingar séu aðgreindar frá öðru efni blaðsins. Ólafur Stephenssen, rit- stjóri Fréttablaðsins, segir blaðamenn á sérblaðadeild Fréttablaðsins sjá um að skrifa aðkeyptar umfjallanir. Þeir blaðamenn sem séu í almennum frétt- um eða í neytendaumfjöllun sjái ekki um slíkt. Ekkert leyndarmál „Ég verð að fullyrða að þetta er ósiður sem menn vita auðvitað af. Með þessu er ekkert verið að gera neitt annað en að fara gegn anda siðareglnanna og í rauninni gegn siðareglunum,“ segir Birgir Guðmundsson um málið. Hann segist vera þeirrar skoðunar að ætli menn sér á annað borð að selja um- fjallanir, sé lágmark að tiltaka sérstak- lega að slíkt hafi verið gert. Geri menn það ekki séu þeir einfaldlega að koma aftan að lesendum. Aðspurður um það hvort og þá hvernig greint sé frá því að borgað hafi verið fyrir umfjöllun í blaðinu segir Ólafur Stephensen að slíkt sé gert með því að tiltaka að um kynningu sé að ræða. Óljóst er hins vegar hvort að fólk sem lesi slíkar „kynningar“ í blaðinu geri sér grein fyrir því að viðmæland- inn hafi borgað fyrir umfjöllunina. Ólafur telur það ekkert vafamál: „Já, það felst nú eiginlega í merkingunni „kynning“. Það er að minnsta kosti ekkert leyndarmál.“ Aðspurður hvort mögulegt sé að fyrirkomulaginu verði breytt þannig að tiltekið verði sérstak- lega að borgað hafi verið fyrir umfjöll- unina segir hann svo ekki verið. „Þetta gæti þá allt eins átt við um auglýsingar, en þarf að taka fram að það hafi verið borgað fyrir auglýsingar?“ Viðgengist lengi Ólafur tekur undir það að blaðamenn sem skrifi slíkar greinar séu í raun að skrifa auglýsingar, en tekur fram að slíkt viðgangist á fleiri blöðum. „Svo við nefnum bara af handahófi blað sem fyrirtæki eins og Athygli gefur út. Þar eru félagsmenn í blaðamannafélaginu að skrifa sams konar kynningartexta. Það sama var á Morgunblaðinu þegar ég var þar, en ég veit ekki hvernig það er núna. Þannig að það er nú ekkert nýtt við þetta.“ Í B.A.-verkefni sem tveir nemend- ur Birgis Guðmundssonar í fjölmiðla- fræði við Háskólann á Akureyri gerðu árið 2007 og bar nafnið „Fréttir til sölu“ kom meðal annars fram að lið- lega fimmtungur blaðamanna Blaðs- ins og Fréttablaðsins taldi auglýsendur í blöðunum hljóta öðruvísi meðferð en aðrir. Tólf prósent blaðamanna Morg- unblaðsins töldu slíkt misræmi eiga við á þeirra blaði og enginn blaða- manna DV taldi slíkt vera tilfellið. Sig- urjón M. Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Blaðsins, lýsti reynslu sinni af auglýs- ingasölumönnum í viðtali sem birt var í ritgerðinni. Þar sagði hann auglýs- ingasölumenn hafa gengið inn á rit- stjórn og fylgst með því sem þeir voru að gera og reynt að selja viðmælendum blaðamanna auglýsingar. Hann nefnir dæmi um aukablað sem var um ferða- lög. Auglýsingadeildin beið eftir því við hverja var talað og hringdi svo í við- komandi fyrirtæki og reyndi að selja þeim auglýsingar. Ríkismiðlar til sölu Birgir segir vandamálið ekki ein- skorðast við sérblöðin, heldur sé rekstur stærri blaðanna orðinn sér- stök atvinnugrein þar sem þau selji aðgang að dreifikerfi sínu með því að bjóða upp á að auglýsingabækling- um sé stungið inn í blöðin. „Þeir eru oft og tíðum þannig upp settir að það er mjög erfitt fyrir lesendur að átta sig á því hvar dagblaðið endar og auglýs- ingaskrumið tekur við.“ Þá segir hann ríkismiðlana ekki saklausa í þess- um efnum. Það sé til dæmis hægt að kaupa sér aðgang að Rás 2: „Þú getur verið með útsendingu í Smáralind og það er eins og miðja heimsins sé þar en engum er sagt frá því að borgað hafi verið fyrir.“ segir Frétta- blaðið brjóta siðareglur n Stjórnmálafræðingur segir sölu á greinum í sérblöðum Fréttablaðsins brot á siðareglum blaðamannafélagsins n Blaðamenn skrifa kynningarefni eftir pöntunum fyrirtækja Allir geta keypt umfjöllun Blaðamaður DV sendi Ólafi Stephensen skriflegar spurningar í tölvupósti í tengslum við málið. Hér á eftir fara spurningar blaðamanns og svör Ólafs við þeim: 1. Geta allir borgað fyrir að fá viðtal og eða umfjöllun um sig birta í blaðinu? „Seldar kynningar eru yfirleitt í svokölluðum þemablöðum þar sem afmörkuðum hópi auglýsenda er boðið að vera með kynningar á tengdu efni t.d. farsímum, tölvum, sófum o.s.frv. Blöðin eru þá merkt sérstaklega sem kynningarblöð. Auglýsandinn velur sjálfur með hvaða hætti hann vill koma skilaboðum á framfæri en kjósi auglýsendur að birta auglýsingu í formi viðtals þar sem mælt er með ákveðinni vöru eða þjónustu er skýrt kveðið á um að það sé merkt sem kynning, svo skil á milli auglýsinga og ritstjórnarefnis séu skýr og greinileg. Eingöngu er heimilt að birta slíkar auglýsingar í auglýsingaplássum blaðsins.“ 2. Ef svo er, eru einhver siðferðismörk sem ekki er farið yfir, eins og t.d. það að birta ekki kostaða umfjöllun um stórfyrirtæki, eða eru öll fyrir- tæki gjaldgeng? „Öllum fyrirtækjum landsins er frjálst að auglýsa í miðlum 365 svo lengi sem auglýsing- arnar lúta almennum reglum blaðsins og lögum í landinu. Hitt er svo annað mál að það eru yfirleitt smærri fyrirtæki sem kjósa að kynna starfsemi sína í þemablöðunum.“ 3. Borgaði einhver bankanna fyrir slíka umfjöllun á árunum fyrir hrun? „Nei. Ekki voru gefin út nein kynningarblöð um banka eða bankastarfsemi fyrir hrun.“ 4. Telur þú sem ritstjóri Fréttablaðsins að siðaskrá ritstjórnar Frétta- blaðsins sé virt þrátt fyrir slíka sölu á umfjöllun, en í siðaskránni segir meðal annars að hagsmunir auglýsenda séu ekki hafðir til hliðsjónar í blaðinu? „Já, bæði siðaskráin og siðareglur BÍ, þar sem segir að blaðamaður geri skýran greinarmun á ritstjórnarefni og auglýsingum. Kynningarnar eru unnar af litlum hópi blaðamanna sérblaðadeildar sem er ekki jafnframt í t.d. almennum fréttaskrifum eða umfjöllun um neytendamál. Beiðnum auglýsenda um jákvæða umfjöllun í fréttum eða kvörtunum undan neikvæðri umfjöllun í ljósi þess hvað þeir auglýsi mikið, er alltaf hafnað eða vísað á bug, með vísan til siðareglnanna.“ Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Siðareglur brotnar Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur segir að komið sé aftan að fólki með umfjöllun sem líti út eins og fréttir en sé í raun auglýsing. Ekkert nýtt Ólafur Stephensen ritstjóri segir ekkert nýtt við það að fyrirtæki borgi fyrir umfjöllun um sig á síðum sérblaða Fréttablaðsins. Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Karlmaður var á fimmtudag sýkn- aður í Hæstarétti Íslands af ákæru um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega og um leið notfært sér að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum andlegra ann- marka. Brotin áttu að hafa átt sér stað á árunum 2005 til 2008 en stúlk- an er fædd árið 1990. Skoðun læknis gaf til kynna að maðurinn hefði ekki haft samfarir við stúlkuna á tímabilinu sem hann á að hafa misnotað hana. Dóm- kvaddir kvensjúkdómalæknar sem skoðuðu stúlkuna eftir sýknudóm héraðsdóms og skiluðu matsgerð þóttu ekki hnekkja áliti læknisins sem áður hafði skoðað stúlkuna. Hæstiréttur staðfesti því sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands. Lömunareitrun í kræklingi Lömunareitrun af völdum PSP hefur greinst í kræklingi úr Eyja- firði og Steingrímsfirði. Í sýnum sem nýlega voru tekin til þör- ungaeitursgreiningar reyndist magn PSP vera yfir viðmiðunar- mörkum. Matvælastofnun varar því sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði og Steingrímsfirði.Sams konar eitrun greindist líka í kræk- lingi úr Eyjafirði í ágúst í fyrra. Fyrir um viku greindi Mat- vælastofnun frá því að nýjustu mælingar í Hvalfirði sýndu mikið magn eiturþörunga og væri það langt yfir viðmiðunarmörkum. Eiturþörunga er ekki lengur að finna í Hvalfirði samkvæmt síðustu niðurstöðum, en Mat- vælastofnun varar samt sem áður áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr firðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.