Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Page 11
Fréttir | 11Helgarblað 20.–22. maí 2011 ERUM VIÐ OF SEIN? www.heilaheill.is Málþing Heilaheilla laugadaginn 21.05.2011 á Grand Hótel Reykjavík Til minningar um Ingólf Margeirsson Hvað veit fólk um slög og TIA? Hvað tekur við eftir að endurhængu líkur? Slag? DAGSKRÁ 10:00 – 10:20 Albert Páll Sigurðsson 10:20 – 10:40 Albert Páll Sigurðsson 10:40 – 11:00 Finnbogi Jakobsson 11:00 – 11:20 Kaffihlé 11:20 – 11:40 Ingvar Þóroddsson 11:40 – 12:00 Umræður 12:00 – 12:40 Matartími 12:40 – 13:00 Haiði Ragnarsson 13:00 – 13:20 Sigurður Helgason 13:20 – 13:40 Ingibjörg Loftsdóttir 13:40 – 14:00 Valþór Hlöðversson 14:00 - 14:20 Þórir Steingrímsson 14:20 - 14:40 Anna Sigrún Baldursdóttir 14:40 - 15:15 Pallaborðsumræður Slög á Íslandi Hversu hættuleg eru TIA? Hver er vitneskja fólks um TIA og slög almennt? Hvernig er staðið að endurhængu slagsjúklinga? Hvernig er staðið að endurhængu slagsjúklinga? Reynsla aðstandanda eftir að endurhængu lýkur Þekkingamiðstöð Sjálfsbjargar Hvernig er best að koma upplýsingum til fólks? Hvaða hlutverki gegnir HEILAHEILL í samfélaginu? Hvað segja stjórnvöld? Ráðstefnustjóri GUÐMUNDUR BJARNASON Öllum opið og aðgangur ókeypis Þau fyrirtæki sem ekki skila inn árs­ reikningum sínum eiga von á sekt­ um. Sektirnar geta numið 250 eða 500 þúsund krónum. Félag Björns Inga Hrafnssonar, Caramba – hugmyndir og orð ehf., hefur ekki skilað inn árs­ reikningi síðan 2007 en sérstaklega var minnst á félagið í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Ekki er hægt að slá því föstu, þó ekki sé óeðlilegt að álykta svo, að Björn Ingi hafi þegar fengið sekt að upphæð 250 þúsund krónur vegna vanskila á ársreikningi fyrir árið 2008 til Ársreikningaskrár en 3.229 fyrirtæki hafa nú fengið sektir vegna vanskila á ársreikningi fyrir árið 2009. Ekki er óeðlilegt að álykta að félag Björns Inga hafi fengið aðra sekt. Það gæti þýtt að Björn Ingi hafi fengið sektargreiðslur upp á 500 þúsund krónur vegna van­ skilanna. Ekki náðist í Björn Inga vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lengi spurt um Caramba Björn Ingi tók sér ótímabundið leyfi frá starfi sínu sem ritstjóri vefmiðils­ ins Pressunnar og settist þess í stað í stól útgefanda miðilsins, auk ann­ arra miðla sem Vefpressan, útgáfu­ félag Björns Inga og fleiri aðila, gefur út. Þegar Björn Ingi tók þessa ákvörð­ un sendi hann frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist ætla að vinna að því að hreinsa mannorð sitt og að ekkert ólöglegt eða óeðlilegt hafi átt sér stað í viðskiptum sínum í gegnum félagið, sem var í eigu hans og eiginkonu hans sem er löggiltur verðbréfamiðlari. Þrátt fyrir þessi ummæli hefur Björn Ingi verið tregur til að tjá sig um mál tengd Caramba. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kom fram að Caramba hefði skuldað 560 milljónir króna við hrun bank­ anna. Taldi rannsóknarnefndin að lán Kaupþings til félagsins hafi hugs­ anlega tengst markaðsmisnotkun en Kaupþing var nær eini lánardrott­ inn félagsins. Lánið sem rannsókn­ arnefndin benti sérstaklega á var 280 milljóna króna lán sem bankinn lán­ aði til hlutabréfakaupa í Exista, móð­ urfélagi bankans, árið 2008. Ríkisskattstjóri vill ný stjórntæki „Það verður að fá íslenskum yfirvöld­ um þau verkfæri sem nauðsynleg hafa verið talin hjá grannþjóðum til að halda uppi þeirri festu að þeir sem ekki hlíta almennum reglum dæmi sig sjálfir úr leik,“ sagði í leiðara blaðsins Tíund, sem gefið er út af ríkisskatt­ stjóra, í desember 2010. „Leynd um hluthafa er einnig önnur brotalöm­ in, eitt af stærri vandamálum bæði að því er snýr að viðskiptalífinu sjálfu og starfi yfirvalda. Verður því að telja mikilvægt að slíkri leynd verði aflétt og hún lýst óheimil með lögum. Auk­ ið gagnsæi næst ekki nema tekið sé á þessari alvarlegu brotalöm sem eng­ inn vafi er á að átti stóran hlut í því að þenja bóluna út þangað til að hún sprakk.“ Í leiðaranum er kallað eftir því að heimild verði veitt í lögum til að af­ skrá fyrirtæki skili þau ekki tilskildum gögnum. Þannig fengi félagið ekki að starfa undir eigin kennitölu með tak­ markaðri ábyrgð. „Þetta hefði þær af­ leiðingar að eigendur tækju fulla og ótakmarkaða ábyrgð á sínum rekstri með einkaeignum sínum,“ segir í leið­ aranum. Mögulega sektaður um hálfa milljón n Björn Ingi Hrafnsson hefur ekki skilað ársreikningi vegna Caramba n Ríkisskattstjóri hefur sent fjölda fyrirtækja sektir n Rúmlega 3.000 fyrirtæki hafa fengið sektir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Þetta hefði þær afleiðingar að eigendur tækju fulla og ótakmarkaða ábyrgð á sínum rekstri með einka- eignum sínum. Enginn ársreikningur Björn Ingi hefur ekki skilað ársreikningi vegna Caramba. Sektir vegna vanskila á ársreikningum geta numið allt að hálfri milljón króna. Mynd KaRL PEtERsson Flúor í beinum dýra tvöfaldaðist í kjölfar slyss: Fundað með álrisum Kristján Geirsson, á sviði umhverfis­ gæða hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við DV að rannsókn stofn­ unarinnar hafi leitt í ljós talsverða aukningu á flúori í beinum sauðfjár, í kjölfar mengunarslyss í álverinu við Grundartanga árið 2006. Magn flúors í sauðfé og öðrum langlífum dýrum tvöfaldaðist í kjölfar slyssins. Líklegt verður að telja að að flúor í beinum manna á svæðinu hafi einnig aukist enda um langlíft dýr að ræða, en það hefur ekki fengist staðfest. Þá marg­ faldaðist magn flúors í grasi á svæð­ inu í kjölfar slyssins, að sögn Krist­ jáns. Umhverfisstofnun stefnir á heild­ stæða úttekt og skoðun á því hvort og þá við hvaða aðstæður gæti skað­ legra áhrifa flúormengunar. Stofn­ unin hefur boðað til fundar með fé­ lagi álframleiðenda og hyggst taka málið upp við umhverfisráðherra. Árið 2006 sló reykhreinsivirki ál­ versins á Grundartanga út í tuttugu klukkustundir með þeim afleiðing­ um að gríðarlegt magn flúors fór út í umhverfið. Undanfarna daga hafa fjölmiðlar fjallað um konu sem býr í Hvalfirði sem fyrir tveimur árum sendi Umhverfisstofnun erindi vegna óþekktra veikinda sem hrjáðu hross hennar. Taldi konan að mik­ ið magn flúors í beinum hrossanna væri ástæða þess að hrossin virtust finna fyrir verkjum í fótum og vera með hnúða og stirðleika í makka. Konan hafði gert samanburð á flúor­ magni í sínum hrossum og hrossum á Norðurlandi sem sýndi fram á að flúormagn í þeim fyrrnefndu mæld­ ist mun meira. Það tók Umhverfisstofnun tvö ár að komast að þeirri niðurstöðu að veikindi hrossanna samræmdust ekki skaða af flúormengun. Var sú niðurstaða fengin frá sérgreiningar­ lækni hrossasjúkdóma hjá Matvæla­ stofnun. Í ljósi upplýsinga um aukn­ ingu á styrk flúors í beinum og í ljósi sívaxandi álframleiðslu hér á landi telur Umhverfisstofnun hins vegar að komin séu fram veigamikil rök fyrir því að ráðist verði í heildstæða úttekt á málinu. jonbjarki@dv.is Margföldun flúors Mengunarslys árið 2006 varð til þess að flúormengun í grasi á svæðinu margfaldaðist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.