Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Side 19
Fréttir | 19Helgarblað 20.–22. maí 2011
Karlar sem myrða Konur
3. desember 1999
n Eiturlyfjasjúklingur réð áttræðri konu
bana með hnífi í Espigerði 4 í Reykjavík.
Tilviljun réð því að konan varð fórnarlamb
mannsins. Hann sagði lögreglu að hann
hefði viljað drepa einhvern til að hafa
ástæðu fyrir vanlíðan sinni sem stafaði af
langvinnri eiturlyfjaneyslu. Maðurinn var
dæmdur í 16 ára fangelsi.
16. febrúar 1991
n Þroskaskertur maður varð 24 ára
konu að bana á sambýli í Njörvasundi.
Konan, sem einnig var þroskaskert,
þekkti manninn sem varð henni að
bana. Áverkar voru á líkinu en mað-
urinn sem var handtekinn fljótlega
eftir að líkið fannst játaði að hafa
banað konunni með hníf. Maðurinn var
úrskurðaður ósakhæfur og var vistaður
á viðeigandi stofnun.
21. febrúar 1988
n Karlmaður skaut eiginkonu sína á
heimili þeirra í Keflavík. Parið hafði verið
að skemmta sér á skemmtistað í bænum
áður en verknaðurinn átti sér stað. Til
einhverra ryskinga kom á milli þeirra sem
enduðu með því að maðurinn greip til
haglabyssu og skaut konuna. Maðurinn
hringdi sjálfur til lögreglunnar eftir að
hann hafði banað konunni og bað hana
að koma strax. Í símtalinu sagði mað-
urinn: „Ég er búinn að gefast upp.“ Mað-
urinn framdi sjálfsmorð í kjölfarið. Engin
vitni voru að atburðinum. Nágranni á
hæðinni fyrir ofan heyrði þó óp konunnar
áður en skothvellur heyrðist. Maðurinn
framdi sjálfsmorð.
14. apríl 2000
n Ungur Keflvíkingur framdi hrottalega glæpi
og var dæmdur í átján ára fangelsi í Héraðsdómi
Reykjaness fyrir manndráp, kynferðisbrot og lík-
amsárás. Maðurinn beitti fyrrverandi kærustu sína
kynferðislegu ofbeldi í tvígang, í febrúar og mars
árið 2000. Um einum og hálfum mánuði seinna,
þann 14. apríl, ákvað maðurinn að ráðast inn á
heimili konu sem vitnaði gegn honum í nauðg-
unarmálinu og sambýlismanns hennar. Þegar
konan hljóðaði inni á baðherberginu fór hann inn
á baðherbergi íbúðarinnar með hníf í hendi í því
skyni að þagga niður í henni. Hann stakk hana
28 sinnum í höfuð, háls, bringu og víðar í líkama
hennar. Hróp hennar og köll efldu manninn við
ódæðisverk sitt. Maðurinn veitti sambýlismanni
hennar einnig áverka með hnífnum. Maðurinn var
dæmdur í 18 ára fangelsi.
Maí 2000
n 24 ára maður hrinti stúlku yfir 119
sentímetra hátt handrið á svölum á
tíundu hæð fjölbýlishúss við Engihjalla í
Kópavogi. Maðurinn neitaði sakargiftum
og hélt því fram að stúlkan hefði fallið
fram yfir handriðið eftir að hann ýtti á öxl
hennar. Frásögn hans stóðst ekki meðal
annars vegna þess að þegar lík stúlk-
unnar fannst voru smekkbuxur vafðar
um ökkla hennar og ljóst að þær höfðu
verið dregnar niður fyrir fallið. Maðurinn
var færður á Landspítalann í Fossvogi til
líkamsskoðunar og hafði þar í hótunum
við lögreglumenn. Þau höfðu hist úti á
lífinu um nóttina en atburðarásin fram
að verknaðinum var óljós. Bæði í héraðs-
dómi og Hæstarétti þótti þó sannað að
maðurinn hafi vísvitandi hrint stúlkunni
fram af svölunum í gremju yfir því að hún
vildi ekki sofa hjá honum. Maðurinn var
dæmdur í 16 ára fangelsi.
Þóru Elínu Þorvaldsdóttur, 21
árs, var ráðinn bani í Heiðmörk á
fimmtudagskvöld í síðustu viku og
á sunnudagsmorgun var gerð til-
raun til að bana Hallgerði Valsdótt-
ur á heimili hennar í Grafarholti.
Enn er ekki útséð með það hvort
Hallgerður lifi tilræðið af en hún
liggur þungt haldin á gjörgæslu-
deild Landspítalans. Báðar kon-
urnar voru teknar kverkataki og
þrengt að öndunarvegi þeirra þar
til að þær misstu lífsmark, sam-
kvæmt heimildum DV. Endurlífg-
un á Hallgerði tókst en barnsfaðir
Þóru kom henni fyrir í farangurs-
geymslu bifreiðar sinnar og ók
með hana um höfuðborgarsvæðið
áður en hann gaf sig fram og vísaði
starfsmönnum Landspítalans á lík
hennar.
Nær dauða en lífi
Óvíst er hvort Hallgerður nái sér
aftur eftir árásina sem hún varð fyr-
ir af hendi eiginmanns síns. Henni
er haldið sofandi í öndunarvél en
hún var endurlífguð þegar lögregla
og sjúkraflutningamenn komu
á vettvang árásarinnar á heimili
hennar. Eiginmaður hennar, Ólafur
Donald Helgason, hringdi sjálfur
eftir aðstoð þar sem Hallgerður
komst ekki aftur til meðvitundar
eftir að hann réðst á hana.
Axel Jóhannsson sem réð barns-
móður sinni bana á fimmtudag gaf
sig líka sjálfur fram við lögregluna.
Í tilkynningu frá lögreglunni kom
fram að Axel hefði játað að hafa
ráðið Þóru Elínu bana, en það hef-
ur verið dregið til baka. Heimildir
Stöðvar 2 herma að hann hafi kom-
ið við hjá vinkonu sinni áður en
hann gaf sig fram og það hafi verið
hún sem hvatti hann til þess.
Báðir mennirnir, Axel og Ólafur,
bera við minnisleysi.
Vildi slíta sambandinu
Samkvæmt heimildum DV ætlaði
Þóra Elín sér að slíta sambandinu
við Axel þegar bræði rann á hann
sem endaði með því að hann réð
henni bana. Þeir sem þekkja til
parsins hafa þó sagt að þau hafi
boðið af sér góðan þokka. Undir
niðri virðist þó eitthvað hafa
kraumað.
Að sama skapi segir vinkona
Hallgerðar að hún hafi ekki getað
séð annað en að Hallgerður og
Ólafur hafi verið ástfangin og
„hann virtist gera hana hamingju-
sama og það átti hún svo sann-
arlega skilið að vera.“ Hallgerður
sagði sjálf á Facebook-síðunni sinni
eftir að hafa gifst Ólafi: „Var að gifta
mig yndislegasta og besta manni
sem ég hef kynnst á ævinni. Ég féll
í stafi þegar ég sá hann fyrst fyrir
22 árum. Síðan þá hefur þráðurinn
sem læsti okkur saman ekki slitnað.
Svo gerðist það bara einn daginn að
við sameinuðumst og það eru rúm-
lega 2 ár síðan.“ adalsteinn@dv.is
n Líkindi með morði og morðtilraun
Tveir ástríðuglæpir
í síðustu viku