Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 30
30 | Viðtal 20.–22. maí 2011 Helgarblað K annski komu einhvern tím- ann stundir þar sem ég velti því fyrir mér hvers vegna ég væri að standa í þessu. Ég man samt ekki, þegar ég horfi til baka, eftir einhverju alvarlegu tilviki þar sem ég var að því komin að segja af mér,“ segir Valgerður Sverrisdóttir í stofunni heima á Lómatjörn þegar hún er spurð hvort hún hafi einhvern tímann á ferli sínum sem ráðherra íhugað afsögn. Valgerður komst ekki hjá því að taka umdeildar ákvarðanir á ferli sínum, enda gegndi hún mikilvæg- um embættum. Það var á hennar vakt sem ráðist var í stærstu virkjana- framkvæmd Íslandssögunnar, sjálfa Kárahnjúkavirkjun, auk þess sem það var á hennar verkefnalista að ljúka einkavæðingu bankanna, þó að framkvæmdin sjálf heyrði undir Dav- íð Oddsson í forsætisráðuneytinu. Hún segir að nokkrum sinnum hafi þess verið krafist að hún segði af sér og rifjar upp að í eitt skiptið hafi það verið vegna þess að hún neitaði að koma fram með Steingrími J. Sig- fússyni í Kastljósi. Hún krafðist þess að vera ein í viðtali. Málið varðaði greinargerð sem Grímur Björnsson hafði unnið og varpaði ljósi á mögu- legar afleiðingar jarðhræringa í ná- munda við stífluna að Kárahnjúkum. Hún segir að ekkert nýtt hafi komið fram í þeirri skýrslu sem hafi gefið til- efni til að hún yrði tekin með í form- legt umhverfismat fyrir virkjunina. Ekki hafi hvarflað að henni að segja af sér þá enda hafi hún ekki vitað af þessari greinargerð fyrr en eftir á. Hún segist aldrei hafa íhugað það alvarlega að stíga til hliðar og hún er sátt við sín verk. „Ég get ekki séð að einhver ákvörðun sem ég tók hafi verið röng á þeim tíma sem hún var tekin,“ segir hún. Var í pólitík í 36 ár Valgerður var aðeins 24 ára þegar hún tók sæti á lista Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Hún skipaði 7. sæti listans í sveitarstjórnarkosningunum 1974. Hún lét að eigin sögn lítið fyrir sér fara fyrstu árin en minnist þess að þegar hún hélt sína fyrstu framboðs- ræðu, á Melum í Hörgárdal, var þar aðeins ein kona auk þess sem engin kona sat þá á þingi fyrir Framsóknar- flokkinn. Aðeins Rannveig Þorsteins- dóttir hafði setið á þingi fyrir flokk- inn. Það fannst henni ólíðandi. Það var svo fyrir kosningarnar 1987 að breytingar urðu á efstu sæt- um þannig að skyndilega bauðst henni að keppa um tiltölulega öruggt sæti á listanum. „Ég lét bara vaða. Ég hafði metnað fyrir hönd Fram- sóknarflokksins um að þær konur sem væru á þingi væru ekki allar í Kvennalistanum,“ segir Valgerður en í kjölfarið varð klofningur í flokknum í kjördæminu, nokkuð sem hún hafði ekki séð fyrir. Þegar hún komst inn á þing flutti hún suður með fjölskyld- una yfir veturinn; eiginmann og tvær dætur. Þau eignuðust síðar þá þriðju. Á Alþingi sat hún lengi og þegar hún hætti, árið 2009, hafði hún haft af- skipti af pólitík í 36 ár, þar af 23 ár sem þingmaður og hálft áttunda ár sem ráðherra. Hún segist alla tíð hafa sett jafnréttismál á oddinn og bend- ir á að Framsóknarflokkurinn hafi til dæmis fyrstur allra skipað jafn marg- ar konur og karla í ráðherrastóla. Felldi vígi ung „Það fór ekkert voðalega mikið fyrir mér svona til að byrja með í þinginu,“ segir Valgerður um fyrstu árin á Al- þingi. „Maður var bara að reyna að komast inn í þetta.“ Hún var þó ekki alveg blaut á bak við eyrun þar sem hún hafði sinnt félagsmálum fram að þingsetunni. Hún var meðal annars fyrsta konan til þess að sitja í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga og stjórn SÍS, Sambands íslenskra samvinnu- félaga. Hún hafði því fellt nokkur vígi áður en hún settist á þing. Málin sem voru á dagskrá henn- ar á fyrstu árunum voru þó stundum erfið. Þannig talar hún sérstaklega um átökin sem urðu þegar bjórinn var leyfður. „Það var ekkert smáræði sem gekk á. Harkan í þinginu í þess- ari umræðu var ógurleg og það var mikill áróður um að þetta myndi kollvarpa samfélaginu. Fólk myndi til dæmis byrja að drekka í vinnunni. Ég fékk bréf úr öllum áttum þar sem ég var beðin að styðja þetta ekki,“ seg- ir Valgerður sem greiddi þó atkvæði með bjórfrumvarpinu. „Hvernig var annað hægt? Það hlaut að koma að þessu fyrr en síðar. Hvernig hefðum við getað markaðssett okkur sem ferðamannaland ef við seldum ekki bjór?“ Hún segir að Alþingi hafi alltaf verið góður vinnustaður. Andrúms- loftið hafi iðulega verið gott, jafnvel þó tekist væri á. „Mér leið alltaf vel þarna, jafnvel þó ég hafi nú svolítið verið tekin fyrir stundum,“ segir hún og vísar til þeirra stóru mála sem hún stýrði í höfn í ráðherratíð sinni. „Það var mikið áfall, gríðarleg vonbrigði“ Á gamlársdag árið 1999 var Valgerð- ur skipuð iðnaðar- og viðskipta- ráðherra og tók við af Finni Ingólfs- syni, flokksbróður sínum. Þá voru engin smámál á döfinni; einkavæð- ing bankanna og hin umdeilda Kára- hnjúkavirkjun. Hún segir að þegar hún hafi komið inn í iðnaðarráðuneytið hafi samningaviðræður við Norsk Hydro verið í fullum gangi en að hún hafi alltaf haft efasemdir um heilindi þeirra. Þær efasemdir voru á rökum reistar því úr varð að Norðmennirn- ir bökkuðu út úr verkefninu. „Það kom í ljós að þeir gátu ekki staðið við það tímaplan sem hafði verið teikn- að upp. Það var mikið áfall, gríðarleg vonbrigði.“ Þá voru góð ráð dýr og finna varð aðra aðila til að ráðast í þetta risa- vaxna verkefni. „Það var haldinn mikill fundur í íþróttahúsinu á Reyð- arfirði þar sem þetta var tilkynnt. Ég dáðist að Austfirðingum fyrir það hvað þeir tóku þessari slæmu frétt af yfirvegun. Ég man alltaf að Geir Gunnlaugsson [stjórnarformaður Reyðaráls, innsk. blm.] var spurður hvað það tæki langan tíma að finna nýjan fjárfesti í staðinn. Hann giskaði á fimm ár!“ segir hún með áherslu en bætir við að hún hafi verið í svolítið erfiðri stöðu. „Það sem enginn vissi þarna og við gátum ekki sagt frá var að fyrsti fundurinn með Alcoa var þetta sama kvöld úti í New York. Það voru fyrstu þreifingar. Maður vissi ekkert hvort framtíð væri í því og við vildum ekki vekja falskar vonir um eitthvað sem aldrei yrði.“ Úr varð að Alcoa gekk inn í planið sem stjórnvöld höfðu útbúið og eng- in seinkun varð á framkvæmdum á Reyðarfirði. Valgerður segist aldrei hafa haft efasemdir um að það væri rétt ákvörðun að ráðast í þessar miklu framkvæmdir fyrir austan. „Það var ekki til í dæminu að ég væri efins. Ég hafði, áður en ég varð ráðherra, hald- ið ræðu í þinginu þar sem ég lýsti yfir stuðningi mínum við þessa framkvæmd. Þetta var réttlætanlegt en auðvitað hafði þetta í för með sér röskun á nátt- úrunni. Hvernig væri staðan fyrir austan í dag ef ekki hefði verið farið í þessa framkvæmd? Hún væri mjög alvarleg hvað varðar búsetu og fleira. Auk þess væri staðan í þjóðfélaginu enn verri en raun ber vitni. Við þurfum að framleiða verðmæti í landinu og nýta okkar auðlindir. Það hefur gengið hægt að koma orku- framkvæmdum af stað aftur. Ég held að fleiri og fleiri sjái að það er með- al annars ástæða þess að við erum í lægð núna.“ „Drekkjum Valgerði“ Óhætt er að segja að Kárahnjúka- virkjun hafi verið ákaflega umdeild framkvæmd. Mótmæli voru stund- um mjög hávær og beindust að stjórnvöldum, ekki síst Valgerði og flokks systur hennar Siv Friðleifs- dóttur sem gegndi þá embætti um- hverfisráðherra. Hæst risu mótmæl- in líklega árið 2003 þegar um 1.400 mótmælendur gengu fylktu liði niður Laugaveg undir yfirskriftinni S.O.S. – hálendið kallar. Þeir hrópuðu slag- orð og báru skilti en eitt þeirra fór þó sérstaklega fyrir brjóstið á Valgerði. Á því stóð „Drekkjum Val- gerði – ekki Íslandi“. „Það kom sérstak lega illa við stelpurn ar mín- ar og fjölskylduna. Þær voru stundum að senda mér SMS-skilaboð og segjast hafa dreymt illa og annað því um líkt,“ rifjar hún upp. „Þær voru smeykar um mig og þetta hafði áhrif á fjölskylduna. Ég beindi þessu til lögreglunnar, sem sumum fannst skrýtið á þeim tíma. Í ljós kom að þetta var ekki meint bókstaflega. Maður veit aldrei hvort fólk, sem er kannski veikt, tekur svona löguðu bókstaflega og grípur jafnvel til ein- hverra aðgerða.“ Hún segist þó ekki hafa orðið óttaslegin sjálf, þótt henni hafi ekki staðið á sama. Draumalandið „fölsun“ Umhverfisverndarsinnar mótmæltu Kárahnjúkavirkjun allt þar til hún var fullgerð síðla árs 2007. Andri Snær Magnason skrifaði bókina vinsælu Draumalandið, sem er mikil ádeila á stjórnvöld og stóriðju. Árið 2006 kom svo út samnefnd mynd frá Andra Valgerður Sverrisdóttir var viðskiptaráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir og hún var iðnaðarráðherra þegar Kárahnjúkavirkjun var reist. Þrátt fyrir stórar og umdeildar ákvarðanir á árunum fyrir efnahagshrunið sér hún ekki eftir neinu. Hún kallar Draumalandið áróðursmynd og mótmæli fengu mikið á fjölskyldu hennar. Henni brá mjög við lestur rannsóknarskýrslunnar og segir forystu Framsóknar- flokksins skorta raunsæi. Valgerður hefur söðlað um og býr nú með eiginmanni sínum á Lómatjörn í Grýtu- bakkahreppi. Í fjárhúsunum tók hún glaðbeitt á móti Baldri Guðmundssyni blaðamanni og Sigtryggi Ara Jóhannssyni íklædd gúmmíhönskum, vaðstíg- vélum og vinnugalla. Sauðburður stendur yfir og hún kann því vel að vera fjarri hringiðu stjórnmálanna. Sér ekki eftir neinu „Ég get ekki séð að einhver ákvörðun sem ég tók hafi verið röng á þeim tíma sem hún var tekin. „Ég vissi ekkert og átti ekkert að vita hvað Fjár- málaeftirlitið var að gera ná- kvæmlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.