Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Qupperneq 31
Viðtal | 31Helgarblað 20.–22. maí 2011 Snæ sem vakti mikla athygli og var áhrifamikil. Valgerður, sem fer með nokkuð stórt hlutverk í myndinni, sá myndina en hefur aldrei tjáð sig op­ inberlega um hana. „Þetta er náttúrulega bara áróð­ ursmynd og það er svo ótrúlegt hvernig hún er gerð. Hún er ofboðs­ lega vel gerð með tilliti til þess að koma ákveðnum boðskap á fram­ færi. En þetta er náttúrulega bara fölsun sem á sér stað þarna. Ég segi það.“ Valgerður segir það einkennilegt að horfa á sjálfa sig í jafn stóru hlut­ verki í mynd sem hún kom hvergi ná­ lægt. „Og svo hvernig allt er matreitt í kringum mann. Ég hugsaði með mér: Vá, er þetta leyfilegt? þegar ég gekk út eftir að hafa séð myndina,“ segir hún. „Ég brosti nú reyndar út í annað því það var svo ótrúlegt hvernig þetta var sett fram. Mér fannst það þó fyrst og fremst leiðinlegt, ég viðurkenni það. Það er ekkert grín að þetta skuli vera leyfilegt. Þetta á að vera heimilda­ mynd en er bara áróðursmynd. Mér finnst að það þurfi að vera einhverjar reglur, það megi ekki kalla hvað sem er heimildamynd,“ segir hún ákveð­ in. Hún á ekki myndina en segist hafa velt því fyrir sér að kaupa hana. „Það gæti verið gaman fyrir afkom­ endur mína að eiga myndina og láta skýringar mínar fylgja með,“ segir hún og brosir út í annað. „Bara eitthvað annað“ Eins og fram er komið vill Valgerð­ ur nýta orkuauðlindir landsins að ákveðnu marki. Hún er því hlynnt ál­ veri á Bakka við Húsavík og bendir á að í ráðherratíð hennar hafi stjórnvöld í samráði við Norðlendinga og fyrir­ tækið Alcoa komist að því að Bakki væri heppilegasti staðurinn á Norður­ landi fyrir uppbyggingu álvers. Hún er ósátt við seinagang stjórnvalda í því máli og tafir en bendir á að þar sem annar flokkurinn í ríkisstjórnarsam­ starfinu sé Vinstrihreyfingin ­ grænt framboð sé kannski ekki skrýtið að ferlið hafi tafist. „Það hefur afleið­ ingar. Við framsóknarmenn áttum í mikilli umræðu við vinstri græna þegar við vorum í ríkisstjórn. Þá var mikið talað um að þeirra stefna væri „bara eitthvað annað“. Við notuðum það orðalag mikið. Þetta var dálítið sniðugt og Steingrímur hélt að við hefðum látið hanna þetta á einhverri auglýsingastofu. En það var ekki svo flókið, þetta var bara eitthvað sem kom upp á þingflokksfundi hjá okk­ ur,“ segir hún og hlær. Hún segir enn fremur slæmt að núverandi stjórn hafi ekki lokið við gerð rammaáætlunar þar sem sú vinna sem þar liggur fyrir sé afar mikilvæg við mótun stefnu um það hvaða svæði eigi að nýta og hvaða svæði skuli vernda. Sú vinna hafi ver­ ið vel á veg komin í hennar tíð sem ráðherra. Ráðherrann sem seldi bankana Það voru ekki bara erfið verkefni sem biðu í iðnaðarráðuneytinu. Í viðskiptaráðuneytinu lá það fyrir að ljúka við einkavæðingu bank­ anna, sem nú örfáum árum síðar hafa allir farið í þrot með geigvæn­ legum afleiðingum fyrir þjóðina. Sé sá mælikvarði notaður má segja að einkavæð­ ingin hafi mistekist. En hvernig horfir banka­ hrunið við ráðherran­ um sem seldi Björgólfi Guðmundssyni og fé­ lögum Landsbankann og S­hópnum Búnað­ arbankann, í ljósi þess sem gerðist? „Það er hræðilegt að þetta skuli hafa gerst, með alla bankana!“ segir hún af þunga, eft­ ir smá umhugsun. Svo heldur hún áfram: „Ég seldi náttúrulega ekki Glitni. Hann var nú fyrstur til að fara á haus­ inn, eins og ég hef stundum minnt á þegar verið er að benda á mig. Það er átakanlegt að horfa á hvern­ ig þetta stendur í dag og miðað við það sem maður álítur að hafi gerst. Að allir bankarnir hafi verið með þannig starfsemi í gangi að það hafi ekki staðist lög og reglur. Það er sífellt að koma betur í ljós, finnst mér.“ Hvorki Seðlabankinn né FME stóðu sig Hvað, í hennar huga, brást? Er þetta þeim að kenna sem áttu að setja bönkunum reglur og hafa með þeim eftirlit? Hún bendir á að við séum með evrópskar reglur og alltaf að inn­ leiða tilskipanir frá Evr­ ópu, ekki síst á þessu sviði. „Nú er það viður­ kennt í Evrópu að regl­ urnar voru ekki í lagi. Til dæmis það að geta verið með útibú í öðrum lönd­ um sem eru alfarið á ábyrgð höfuðstöðvanna í heimalandinu. Það hefði aldrei átt að leyfa slíkt, heldur dótturfyrir­ tæki, sem er allt annað mál. Manni skilst að það hafi verið reynt af hálfu þáverandi stjórnvalda að koma þessari starfsemi útibúa í dótturfyrirtæki en það hafi ekki náðst áður en hrunið varð. En hverjum er þetta allt að kenna? Auð­ vitað er eftirlit mikilvægt og nauð­ synlegt. Aðalatriðið er þó að þeir sem eru með atvinnustarfsemi starfi heiðarlega. Það er aldrei hægt að sjá allt í gegnum eftirlit. En svo virðist vera sem hvorki Fjármálaeftirlitið né Seðlabankinn hafi staðið sig. Ég ætla heldur ekki að fullyrða að það hefði ekki verið hægt að setja lög sem hefðu getað komið böndum á þessa gríðar­ legu útþenslu bankanna. En það er ljóst að þau hefðu þurft að standast ákvæði EES­samningsins um frjálst flæði fjármagns. Hún segir að í sinni tíð sem við­ skiptaráðherra hafi sjálfstæði Fjár­ málaeftirlitsins verið stóraukið. Það hafi verið gert til þess að aðgreina pólitíkina betur frá störfum „lög­ reglunnar“, í þessu tilviki Fjármála­ eftirlitsins. Pólitíkin eigi ekkert að skipta sér af því með beinum hætti hvað Fjármálaeftirlitið aðhafist. „Ég vissi ekkert og átti ekkert að vita hvað Fjármálaeftirlitið var að gera ná­ kvæmlega í minni tíð sem viðskipta­ ráðherra. Þetta eru mikil vonbrigði og það má velta því fyrir sér hvort það hafi verið nógu öflugt starfslið þar því bankarnir keyptu jafnóðum upp hæfasta fólkið. Það var keypt út vegna þess að það kunni ákveðna hluti sem fjármálastofnanirnar þurftu á að halda.“ Davíð vildi selja einn, tveir og þrír Bankarnir féllu hver af öðrum haust­ ið 2008, aðeins fáeinum árum eftir einkavæðinguna. Hefði mátt standa öðruvísi að sölunni? „Í lok ársins 2001 fór ég í viðtal þar sem ég sagði frá því að sölunni á bönkunum yrði frestað því það „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér var nóg boðið þegar ég upp- götvaði að þeir ætluðu að ná Glitni líka. Langur ferill að baki Valgerður kann vel við sig í sveitinni, þar sem hún hefur alltaf haldið heimili. Hún bjó þó allan sinn þingferil í Reykjavík. MynD SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.