Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Síða 38
38 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 20.–22. maí 2011 Helgarblað Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun B obby Joe Long fæddist árið 1953 í Vestur-Virginíu. Sum- ir myndu fullyrða að ör- lög hans hefðu aldrei getað orðið önnur en þau urðu. Hann fæddist með auka X-litning sem orsakaði að hann fékk brjóst á gelgjuskeiðinu og olli því að hann var gjarna fórnarlamb miskunnar- lausrar stríðni. Til að bæta gráu ofan á svart var samband hans við móður sína allt annað en eðlilegt og hann svaf uppi í hjá henni langt fram á ung- lingsár og þurfti að umbera elsk- huga hennar, sem voru margir en stöldruðu alla jafna stutt við. Hann gekk í hjónaband með skólasyst- ur sinni 1974 og eignuðust þau tvö börn áður en hún fór fram á skiln- að 1980. Sagan segir að eiginkonan hafi verið drottnunargjörn úr hófi fram. Smáauglýsinganauðgarinn En áður en Bobby Joe Long hóf morðferil sinn setti hann mark sitt meðal annars á Fort Lauderdale, Ocala, Miami og Dade-sýslu. Þar gekk hann undir nafninu Smá- auglýsinganauðgarinn og nauðg- aði yfir fimmtíu konum að því sem talið er. Árið 1981 svaraði Bobby Joe smáauglýsingum um lítil raf- magnstæki og ef svo vildi til að aðeins kona var á heimilinu, þá nauðgaði hann henni. Hann var dæmdur fyrir nauðgun 1981 en fór fram á ný réttarhöld og varð að ósk sinni. Síðar voru kærurnar felldar niður. Bobby bjó á Long Beach þar sem hann leigði íbúð með stúlku að nafni Kathy. Hann fór á nám- skeið í neðansjávarlogsuðu og byrj- aði með sautján ára stúlku sem bjó hinum megin við götuna þar sem hann bjó. Ekkert virtist athugavert við tilveru hans. En hann átti til- veru sem fáum var kunnugt um. Hann svaraði smáauglýsingum og, eins og fyrr segir, ef kona var ein heima fyrir bað hann gjarna um að fá að nota baðherbergið þar sem hann tók fram „nauðgunargræj- urnar“ sínar. Síðan nauðgaði hann konunni á hrottalegan hátt. Glæp- ir hans þar komu aldrei inn á borð dómsvalda í Kaliforníu. Eitt morð á viku Svo virðist sem Bobby Joe hafi komist upp með þessa iðju víðar allt til ársins 1983 þegar hann flutti á svæðið við Tampa-flóa þar sem yfirvöld í Hillsborough-sýslu höfðu þurft að glíma við um 30 til 35 morð á ári að jafnaði. Árið eftir að Bobby Joe flutti á svæðið varð fjandinn laus. Um átta mánaða skeið var á ferli morðingi sem kunni hnúta og nauðgaði og myrti konur unnvörp- um og skildi líkin eftir í óvenjuleg- um stellingum. Að jafnaði framdi morðinginn eitt morð hálfsmánað- arlega. Fyrsta fórnarlambið fannst í maí 1984 og markaði upphaf langr- ar og umfangsmikillar rannsókn- ar á nauðgunum og morðum á að minnsta kosti tíu konum í þremur sýslum á svæðinu við Tampa-flóa og komu hin ýmsu lögregluemb- ætti að rannsókninni. Af ástandi líkanna að dæma var yfirleitt liðinn þó nokkur tími frá morðinu þegar þau fundust og líkunum hafði ým- ist verið fleygt við afvikna vegar- slóða eða þau dregin inn í kjarr- eða skóglendi. Myrti á skilorði Þannig var mál með vexti að Bobby Joe var á skilorði vegna líkams- árásar um þetta leyti. Til að drepa tímann fór hann að gera sér ferðir í hverfi þar sem var að finna bæði vændiskonur og sóðalega bari þar sem einmana konur eyddu tíma sínum. Síðar fullyrti Bobby Joe að kon- urnar sem hann myrti hefðu gefið sig að honum og hann í kjölfarið boðið þeim inn í bíl sinn og ekið með þær heim. Heim kominn batt hann fórnar- lömb sín með reipi og hafði gaman af að nota ýmsa hnúta til verksins. Hann viðurkenndi síðar að hafa fundið til kvalalosta við iðju sína; brottnám, nauðgun og hrotta- leg morð á fórnarlömbum sínum. Sumar kvennanna kyrkti hann, aðrar skar hánn á háls eða barði hreinlega til bana. Síðan losaði hann sig við líkin og skildi þau eftir líkt og um „sýningu“ væri að ræða, til dæmis með fæturna glennta þannig að 1,5 metrar voru á milli fótanna. Af konunum sem vitað er að Bobby Joe myrti voru fimm vænd- iskonur, tvær voru dansarar, ein vann í verksmiðju, ein var í námi og starf einnar er ekki vitað um. Þegar Bobby Joe var handtek- inn bitust þrjú lögsagnarumdæmi á svæðinu við Tampa-flóa nánast um hann og unnu saman að því að safna sönnunargögnum; fatn- aði, efnisþráðum, sæði, áverkum eftir fjötra og báru saman tegundir hnúta. Játaði níu morð Bobby Joe Long var handtekinn 16. nóvember 1984 og ákærður fyr- ir kynferðislega árás og mannrán á konu að nafni Lisa McVey. Lisa var síðasta fórnarlamb Bobbys sem hann sleppti eftir að hafa kynferð- islega misþyrmt henni svo klukku- stundum skipti. Hann sleppti henni, að eigin sögn, vegna þess að hann fann til samhygðar með henni því hún hafði sætt kynferðis- legu ofbeldi í æsku. Honum var les- inn réttur sinn (Miranda), afþakk- aði lögfræðing, skrifaði undir plagg þar að lútandi og samþykkti að vera spurður út í málið. Eftir að hafa fengið fram játn- ingu í McVey-málinu hófu rann- sóknarlögreglumennirnir að spyrja Bobby Joe út í fjölda óleystra mála sem snertu kynferðisleg morð á svæðinu og þá sagði Bobby Joe: „Ég vil síður svara þessu.“ Rannsóknarlögreglan hélt yfir- heyrslunum áfram og sýndi Bobby Joe myndir af hinum ýmsu fórn- arlömbum. Þá sagði Bobby: „Mál- ið hefur heldur betur flækst síðan þið komuð aftur inn í herbergið. Ég held að ég gæti þurft lögfræðing.“ Bobby fékk engan lögfræðing og þegar upp var staðið hafði hann viðurkennt átta morð í Hillsboro- ugh-sýslu og eitt morð í Pasco- sýslu. Bobby Joe Long játaði á sig átta morð og nauðgun á Lisu McVey í september 1985. Hann fékk 26 lífs- tíðardóma án möguleika á reynslu- lausn og sjö lífstíðardóma með möguleika á reynslulausn eftir 25 ár. Í júlí 1986 var réttað yfir Bobby vegna morðs á konu að nafni Mic- helle Simms. Bobby Joe Long var sakfelldur og dæmdur til dauða. „Málið hefur heldur betur flækst síðan þið komuð aftur inn í her- bergið. Ég held að ég gæti þurft lögfræðing. Brjóstgóði morðinginn n Bobby Joe Long hefur verið á dauðadeild síðan árið 2007 n Um átta mánaða skeið árið 1984 myrti hann að minnsta kosti 10 konur í Tampa í Bandaríkjunum n Áður hafði Bobby Joe nauðgað að minnsta kosti 50 konum Bobby Joe Long Hann fann til samhygðar með síðasta fórnarlambi sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.