Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Side 2
2 | Fréttir 23. maí 2011 Mánudagur
Ómögulegt er að spá fyrir um hvert
framhaldið verður á gosinu í Gríms-
vötnum að mati veðurfræðingsins
Sigurðar Þ. Ragnarssonar. Eldgosið í
Grímsvötnum er að öllum líkindum
það stærsta á svæðinu í um hundr-
að ár. Sigurður segir að það eina sem
menn viti nú með vissu sé að virknin
fari nú minnkandi og muni gera það
áfram en það gefi væntingar um að
áhrif gossins verði ekki langvarandi.
Á heimasíðu Veðurstofunnar kemur
fram að ekki sé búist við jökulhlaupi
vegna gossins. Ekkert eldfjall á Ís-
landi gýs jafn oft og Grímsvötn en í
eldstöðinni eru þrjár samliggjandi
öskjur. Grímsvötnin sjálf eru í yngstu
öskjunni.
Hjálmar Björgvinsson hjá sam-
hæfingarstöð Almannavarna segir
að allt sé nú gert til þess að létta und-
ir með íbúum á svæðinu. Búið er að
opna tvær fjöldahjálparstöðvar, aðra
á Kirkjubæjarklaustri og hina í Hof-
görðum í Öræfasveit, en hægt verður
að fjölga þeim upp í sex ef þurfa þyk-
ir. Gosmökkurinn hefur hæst náð 18
kílómetra hæð en af því ráða menn
að það sé að minnsta kosti tífalt öfl-
ugra en síðasta gos í Grímsvötnum.
Svört nótt
„Þetta var svartasta nótt sem ég hef
upplifað,“ segir Baldur Þ. Bjarnason,
bóndi á bænum Múlakoti sem er rétt
austan við Kirkjubæjarklaustur. Ljós-
myndari DV ræddi við Baldur og eig-
inkonu hans Helgu Björnsdóttur á
sunnudag en þá hafði aðeins rofað
til eftir niðamyrkur sem ríkt hafði á
svæðinu fram eftir degi.
Var tækifærið notað til þess að
smala um 300 sauðkindum inn í fjár-
hús á meðan bjart var. Múlakot er
kúa- og sauðfjárbú en synir þeirra
Baldurs og Helgu hafa undanfarið
séð um sauðféð. Það kom því í hlut
þeirra að finna féð og koma því aft-
ur í hús.
Við fyrstu yfirferð um túnin fundu
drengirnir dautt lamb og nokkrar
rollur ofan í skurðum, en sauðfé
sækir oft í skjól fyrir vindum með því
að koma sér fyrir í skurðum. Hjónin
voru að vonum í þónokkru áfalli en
Helga sagði í samtali við ljósmyndara
að hún hefði aldrei vitað til svo mikils
öskufalls á svæðinu. Sagðist Baldur
aldrei hafa upplifað jafnmyrka nótt
og þessa, en hann hefur búið á bæn-
um frá árinu 1942.
Í stöðuskýrslu vegna eldgossins
í Grímsvötnum kemur fram að um
þúsund íbúar séu á hamfarasvæð-
inu, en íbúanir njóta aðstoðar beggja
vegna Skeiðarársands þar sem Vega-
gerðin hefur lokað veginum af örygg-
isástæðum.Vísindamenn flugu yfir
gosstöðvarnar í gærmorgun og hafði
gosmökkurinn þá lækkað úr um 20
kílómetrum í gærkvöldi og niður í
10–15 kílómetra í dag.
Vítiseldar
Blaðamaður DV ræddi við Sigurð Þ.
Ragnarsson veðurfræðing um mál-
ið: „Ef við reynum að átta okkur á
því hvað sé að gerast þarna þá er
gríðarlega öflugt jarðhitasvæði und-
ir Grímsvötnum. Þar undir er mjög
mikil kvikusöfnun og í kvikugeymin-
um virðist hafa verið mun meiri upp-
söfnuð virkni en áður en eins og fram
hefur komið er gosið mun stærra en
núlifandi fólk hefur séð þarna áður.
Það lýsir sér kannski best í því að
við upphaf fór gosmökkurinn hátt
í 20 kílómetra hæð sem er tíu kíló-
metrum hærra en flugvélar fljúga al-
mennt í.“
Sigurður segir öskudreifinguna
á svæðinu nokkuð óreiðukennda
sökum þess að vindáttir niðri við
jörðu séu aðrar en í háloftunum.
Hann segir í raun ógeðslegt að þurfa
að hafast lengi við á slíku svæði en
eitur gufurnar geri það meðal ann-
ars að verkum að koma verði gras-
bítum í skjól hið snarasta. „Þú getur
ekki leyft grasbítum að bíta gras á
svæðinu vegna gríðarlegs magns flú-
ors sem sest í það. Flúorið leysir upp
bein og tennur með þeim afleiðing-
um að tennurnar hrynja hreinlega úr
dýrunum og beinin freyða. Þannig að
þetta er ekkert túrista- og gælugos.
Þarna erum við bara að tala um vítis-
elda, það er ekkert öðruvísi.“
Ekki búist við hlaupi
Sigurður segir menn hafa haft minni
áhyggjur af eldstöðinni undir Gríms-
vötnum en öðrum eldstöðvum þar
sem hún sé langt frá mannabyggð-
um. Nú hafi hins vegar sýnt sig að
hún geti valdið miklu meiri usla en
menn hefðu þorað að trúa. „Sumir
hafa verið þeirrar skoðunar að við
séum að sigla inn í virkara eldgosa-
tímabil en verið hefur undanfarna
áratugi. Það er auðvitað óskaplega
þreytandi fyrir fólk sem býr á svæð-
inu að lenda í þessu og það kæmi
mér ekki á óvart ef íbúar nálægt Eyja-
fjallajökli hafi fengið hroll við að
heyra fregnirnar,“ segir Sigurður.
Á heimasíðu veðurstofunnar var á
sunnudag staðfest að gosið í Gríms-
vötnum sé í öskjunni nærri þeim
stað þar sem gaus árið 2004. Þegar
gaus á sama stað árin 1998 og 2004
urðu jökulhlaup nokkru eftir að gos-
ið hófst en ekki er talið að samsvar-
andi aðstæður séu til staðar nú og
ekki búist við jökulhlaupi. Síðast
hljóp úr Grímsvötnum árið 2010 og
hefur lítið vatn safnast þar saman og
þunnur ís er á öskjunni.
Viðurstyggilegar gosgufur.
„Það má segja að gosframleiðsluvél-
in sé þarna undir Grímsvötnum og
að hún eigi þátt í því að halda land-
inu saman, og þar sem landið er að
reka í sundur myndum við einfald-
lega losna í sundur ef ekki væri fyrir
gosefni þaðan,“ segir Sigurður. Hann
segir þó að gasið sem sprengi kvik-
una og blandist við vatnið af jöklin-
um sé ávísun á viðurstyggilegar gos-
gufur. Hann segir gosefnin öðruvísi
en þau sem komu úr gosinu í Eyja-
fjallajökli og því sé ólíklegt að gosið
muni geta valdið jafn miklum trufl-
unum á flugi eins og gosið í Eyja-
fjallajökli gerði. Fram til þessa hafa
gos í Grímsvötnum verið í styttra
lagi en Sigurður segir ómögulegt að
spá fyrir um þróun þessa goss sök-
um þess af hversu miklum krafti
það hófst. Sigurður segir gosstöð-
ina undir Eyjafjallajökli algjörlega
ótengda þeirri sem er undir Gríms-
vötnum og því sé ekki hægt að halda
því fram að um tengsl á milli gos-
anna sé að ræða.
Á heimasíðu Veðurstofunnar hef-
ur sérstakur vefur verið settur upp
vegna mikilla eldinga sem hafa ver-
ið í gosmekkinum. Á síðunni kemur
fram að skráðar eldingar í gosinu í
gærkveldi og í nótt mældust um þús-
und sinnum fleiri en í gosinu í Eyja-
fjallajökli í fyrra. „Á fyrstu 18 klst.
gossins hafa mælst um 15 þús. eld-
ingar, en á 39 dögum Eyjafjallajök-
ulsgossins mældust 790 eldingar
með sama mælikerfi. Rannsóknir í
Eyjafjallajökulsgosinu benda til að
eldingar verði þegar mökkurinn rís
það hátt að vatn í honum frýs,“ segir
á heimasíðunni.
Óvissuástand
Hjámar Björgvinsson hjá samhæf-
ingarstöð Almannavarna sagði í
samtali við blaðamann á sunnudag
n Eldgosið í Grímsvötnum er það stærsta á svæðinu í um hundrað ár n Bóndi segir aðfaranótt sunnudags
hafa verið svörtustu nótt sem hann hafi upplifað n Þetta er ekkert túrista- og gælugos, segir veðurfræðingur
Hrein aska eins og
úr Eyjafjallajökli
Haraldur Briem
sóttvarnarlæknir
segir öskuna sem
fellur úr eldgosinu
í Grímsvötnum
innihalda lítið af
flúori og öðrum
eitruðum efnum.
„Við höldum að
þetta sé frekar
hrein aska eins og
eins og hún var úr Eyjafjallajökli. Það er
lítið af flúor og þá væntanlega öðrum
eiturefnum.“
Haraldur segir viðbúnað vegna
öskufallsins vera góðan og gott auga
sé haft með afleiðingum öskufalls á
heilsu manna og dýra. Upplýsingar um
heilsufar eftir öskufall úr Eyjafjallajökli
koma sér vel. „Við gerðum talsverða
heilsufarskönnun í lok Eyjafjallajökuls-
gossins og höldum ekki að þetta valdi
langvarandi áhrifum. Eitt af því sem fólk
óttaðist í fyrra var að öskufallið gæti
valdið öndunarfærasjúkdómum en það
varð ekki. Við fylgdumst með heilsufari
bæði manna og dýra og þetta fór vel.
Við fylgdumst til dæmis með lömbunum
sem fæddust í fyrra og voru síðan seld til
slátrunar og einnig með hestunum sem
voru aflífaðir af einhverjum ástæðum.
Það fannst ekkert í lungunum á þessum
dýrum og þetta leit fremur vel út.“
Haraldur ítrekar að vel sé fylgst með
öskufallinu og að óráðlegt sé að fara
út í öskufallið að óþörfu. „Askan veldur
særindum í hálsi, hósta og óþægindum
í augum og jafnvel húð,“ segir hann
og bendir fólki á að nota bæði grímur
og gleraugu til að verja sig. „Við eigum
sem betur fer mikið grímum af vegna
inflúensufaraldursins, sem sýnir að
góður viðbúnaður er alltaf til góðs.“
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
„Þarna erum við
bara að tala um
vítiselda, það er ekkert
öðruvísi.“
„Við erum núna að
huga að fólki inni á
þessu svæði og reyna að
gera allt sem hægt er til
að létta undir með því.“
Í áfalli Hjónin Baldur Þ. Bjarnason og Helga
Björnsdóttir voru að vonum í nokkru áfalli á
sunnudaginn.
„Svartasta
nótt sem ég
hef upplifað“
Lítið skyggni Afar lítið skyggni
var á svæðinu í kringum Kirkjubæjar-
klaustur á sunnudaginn eins og sést
á þessari mynd ljósmyndara DV.
Myndir rÓBErt rEyniSSon