Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Side 2
2 Fréttir 5. mars 2012 Mánudagur H áskóli Íslands fylgist náið með framvindu lögreglurann- sóknarinnar á málefnum iðnfyrirtækisins Sigurplasts og Jóns Snorra Snorrasonar, lektors í viðskiptafræði við skólann. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, en viðskiptafræðiskorin tilheyrir því sviði. Jón Snorri var einn af eigendum Sigurplasts og stjórnarformaður fyrir- tækisins. Líkt og DV hefur greint frá eru málefni Sigurplasts til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara en meðal annars er um að ræða meint veðsvik Jóns Snorra sem Arion banki kærði. Skýrslutökur yfir starfsmönnum Ar- ion banka, sem eru vitni í málinu, fóru fram hjá sérstökum saksóknara fyrir nokkrum vikum. Rannsóknin er því í fullum gangi. Margs konar lögbrot til rann- sóknar Grunur leikur á að margs konar lög- brot, allt frá skattalagabrotum, skilas- vikum, umboðssvikum til fjárdráttar, hafi átt sér stað í rekstri iðnfyrirtækis- ins því árið 2007 þar til það var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2010. Skipta- stjóri Sigurplasts, Grímur Sigurðsson, og Arion banki, aðalkröfuhafi félags- ins, kærðu viðskiptahætti Sigurplasts til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra og skattrannsóknarstjóra á fyrri helmingi síðasta árs. DV lék forvitni á að vita hvort Há- skóli Íslands væri meðvitaður um þá stöðu að viðskipti Jóns Snorra væru til rannsóknar hjá sérstökum saksókn- ara. Blaðið reyndi að ná sambandi við rektor skólans, Kristínu Ingólfsdótt- ur, til að spyrja hana um málið en var bent á að ræða við Ólaf. Töldu óþarft að aðhafast nokkuð Ólafur segir að háskólinn hafi ekki tal- ið tilefni til að aðhafast nokkuð í máli Jóns Snorra eftir að DV greindi frá lögreglurannsókninni á Sigurplasti í fyrra. Umfjöllun DV byggði á skýrslu sem endurskoðendafyrirtækið Ernst & Young vann um starfsemi félags- ins. Rannsókn Ernst & Young á starf- semi Sigurplasts byggði meðal annars á kæru sem skiptastjóri Sigurplasts, Grímur Sigurðsson, sendi til lögregl- unnar. Orðrétt sagði í skýrslu Ernst & Young að hafa ætti til hliðsjónar „… kæru sem send hefur verið ríkislög- reglustjóra vegna meints fjárdráttar og annarra brota í rekstri Sigurplasts ehf.“ Rannsóknin á starfsemi Sigurplasts hefur því staðið yfir frá síðasta ári. Sekt og sakleysi „Þegar þetta kom upp þá bara skoðuð- um við það, ræddum við Jón Snorra og á þeim tíma fannst okkur ekki ástæða til að gera neitt að svo stöddu. Þannig að það er í rauninni ennþá bara þann- ig. Við bara fylgjumst með þessu. Það hefur ekki ennþá neitt komið fram sem okkur hefur sýnst gefa tilefni til einhverra aðgerða,“ segir Ólafur þeg- ar hann er spurður um hugsanlegar aðgerðir háskólans vegna máls Jóns Snorra. Ólafur segir að engar reglur séu í gildi í háskólanum um hvernig taka beri á málum kennara við skólann sem eru til rannsóknar eða hafa jafn- vel verið ákærðir hjá ákæruvaldi. Hann undirstrikar að menn séu sak- lausir uns sekt þeirra hefur verið sönnuð og að háskólinn fari eftir lög- um um opinbera starfsmenn. Ólafur segist ekki áður hafa komið að slíku máli hjá Háskóla Íslands. „Í málum af þessu tagi viljum við hins vegar gjarn- an fylgjast vel með […] Hins vegar er ekki hægt að kveða upp neina niður- stöðu í slíkum málum áður en þau eru rannsökuð.“ Miðað við það sem Ólafur segir gæti rannsókn sérstaks saksóknara á Sigurplasti og Jóni Snorra haft ein- hverjar afleiðingar í för með sér, það er að segja ef Jón Snorri verður ákærður fyrir efnahagsbrot. Fram að því mun Háskóli Íslands hins vegar halda að sér höndum í málinu. Átta stefnur þingfestar Inntakið í skýrslu Ernst & Young, sem rannsókn saksóknara byggir með- al annars á, er að gengið hafi verið á eignir og fjármuni Sigurplasts eftir að fyrir lá að félagið væri ógjaldfært í kjölfar efnahagshrunsins. Eignir og fjármunir Sigurplasts voru færðir yfir í nýtt félag, Viðarsúlu ehf., árið 2009 á kostnað kröfuhafa félagsins, aðallega Arion banka. Viðarsúla sérhæfir sig í framleiðslu á alls kyns umbúðum úr plasti líkt og Sigurplast. Haustið 2010 gáfu eigendur Sigurplasts, Sigurður L. Sævarsson og Jón Snorri Snorrason, fyrirtækið svo upp til gjaldþrotaskipta. Litlar eignir voru þá í búinu en skuld- ir félagsins við Arion banka námu um 1.100 milljónum króna. Niðurstaða skýrslunnar er að stjórnendur Sigur- plasts hafi með þessum hætti gengið með óeðlilegum hætti á eignir félags- ins og þar af leiðandi rýrt þær á kostn- að Arion banka. Skiptastjóri Sigurplasts hefur sömuleiðis notað skýrslu Ernst & Yo- ung til að útbúa og þingfesta átta stefnur fyrir hönd þrotabúsins. Stefn- urnar beinast að fyrri stjórnendum félagsins. Um er að ræða riftanir og skaðabótakröfur. Þá er þrotabúið að reyna að fá einstaka greiðslum til ein- stakra kröfuhafa rift. Stefnurnar voru þingfestar þann 19. janúar síðastlið- inn. Jón Snorri Snorrason höfðaði meiðyrðamál í fyrra á hendur ritstjór- um og fréttastjóra DV vegna umfjöll- unar blaðsins um hann og lögreglu- rannsóknina á málefnum Sigurplasts. Dómur verður kveðinn upp í meið- yrðamálinu í dag, þann 5. mars 2012. Háskólinn fylgist með rannsókninni „Það hefur ekki ennþá neitt kom- ið fram sem okkur hefur sýnst gefa tilefni til ein- hverra aðgerða. n Rætt við Jón Snorra n Ekki talið tilefni til aðgerða Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is F R J Á L S T , Ó H Á Ð D A G B L A Ð KOLSVÖRT SKÝRSLA UM SIGURPLAST: 14.–15. MARS 2011 31. TBL. 101. ÁRG. LEIÐ B. VERÐ 395 KR. MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR xx xx–xx LÖGREGLAN RANNSAKAR LEKTOR AF HJ ÚP UN n Einar Andreas Helgason býr í Sendaí se m fór einna verst út úr skjálftanum AÐFÖR AÐ KATTAFÓLKI n Ragnheiður þarf að borga 90 þúsund á ári HEPPINN AÐ EIGA NÆGAR MATARBIRGÐIR Ísskápur fullur af sýklum n Eiturefni myndast í matarleifum n Guðmundur þjálfari baðst afsökunar, e n fínn möguleiki á að komast á EM BANKAR BORGA SIG FRÁ BROTUM Ragnar Önundarson: Ásdís Rán: AFTUR Í PLAYBOY Neytendur 16 Fréttir 10 Fréttir 13 Fréttir 6 Fólk 26 STRÁKARNIR OKKAR VORU RASSSKELLTIR Sport 24–25 Fréttir 2–3 n Grunur um skilasvik, umboðssvik og fjárdrátt n Jón Snorri Snorrason, lektor í viðskiptafræði, var stjórnarformaður n Jón Snorri hafði umsjón með MBA- námi í Háskóla íslands n Sigurplast greiddi persónulegan kostnað stjórnarformanns n Símakostnaður lektorsins upp á 740 þúsund n Risareikningar fyrir veitingar 14. mars 2011 Rannsóknin í fullum gangi Rannsóknin á mál- efnum Sigurplasts og Jóns Snorra Snorrasonar er í fullum gangi hjá sér- stökum saksóknara. Sérstakur saksóknari Rannsakar mál- efni Sigurplasts. Geir H. Haarde svarar til saka: Geir fyrir landsdóm Aðalmeðferð í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, fyrir landsdómi hefst í Þjóðmenningarhúsinu í dag, mánudag, klukkan 9. Geir verð- ur fyrstur í vitnastúku í aðal- meðferðinni í dag. Samkvæmt áætlun á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir einnig að bera vitni í dag, en það er háð því að hún nái til landsins í tæka tíð. Ingi- björg starfar nú sem yfirmaður UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ekki náðist í Ingi- björgu í síma á sunnudag. Samkvæmt Fréttablaðinu er stefnt að því að sex vitni verði kölluð til á þriðjudag. Fyrst eiga fjórir ráðherrar úr ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokksins að bera vitni. Þau eru Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, Össur Skarphéðinsson, núverandi utanríkisráðherra, Árni Mathie- sen, fyrrverandi fjármálaráð- herra, og Jóhanna Sigurðardótt- ir, núverandi forsætisráðherra. Þá mun Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri bera vitni og Davíð Oddsson, fyrr- verandi seðlabankastjóri, ber vitni á eftir honum. Alls verða á sjötta tug vitna kölluð fyrir landsdóm. Ákæran gegn Geir var upp- haflega í sex liðum, en lands- dómur hefur þegar vísað tveim- ur ákæruliðum frá dómi. Eftir stendur að Geir er ákærður fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf samráðshóps stjórn- valda um fjármálastöðugleika væru markviss og skiluðu ár- angri. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ekki haft frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkis- valdsins til að draga úr stærð ís- lenska bankakerfisins með því að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. Hann er enn fremur ákærður fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri að því að flytja Icesave- reikninga Landsbankans í Bret- landi yfir í dótturfélag með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Þá er Geir ákærður fyrir að halda ekki ráðherrafundi um mikilvæg stjórnmálaefni í að- draganda hrunsins, en í ákær- unni segir að á ráðherrafundum mánuðina fyrir hrunið hafi lítið verið fjallað um hinn yfirvof- andi háska, ekki var formlega fjallað um hann á ráðherra- fundum og ekkert skráð um þau efni á fundum. Búist er við því að aðalmeð- ferðin í landsdómsmálinu geti orðið mjög tímafrek í ljósi þess hversu mörg vitni verða kölluð fyrir dóminn. Ekki liggur því fyrir hvenær stefnt er að því að ljúka aðalmeðferðinni í málinu. valgeir @dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.