Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Side 20
Ódýr einbýlishús til sölu hjá Ikea 20 Lífsstíll 5. mars 2012 Mánudagur Íslensk keramiklistakona slær í gegn n Valin ein af fimm helstu keramiklistamönnum Norðurlanda Þ óra Finnsdóttir keramiklista- kona útskrifaðist frá Dan- marks Design-skólanum árið 2009. Hún er búsett í Dan- mörku og hefur fengið mikla athygli fyrir keramikverk sín sem þykja frumleg, fínleg og skemmtileg. Þóra hannar undir merkinu „Finnsdottir“ og hannar jöfnum höndum skart- gripi á við armbönd og hálsfestar sem og eigulega muni á borð við lampa, kertastjaka og blómavasa. Hönnunartímaritið danska Rum valdi Þóru sem eina af helstu ker- amiklistamönnum ársins nýverið og fleiri hönnunartímarit hafa birt um hana víðtækar umfjallanir. Hér á landi fást vörur Þóru í versl- uninni Mýrinni sem selur blómavasa og babúskuvasa eftir listakonuna. kristjana@dv.is Þ að eru nokkur ár síðan hætt var að kalla Ikea-fyrirtæk- ið húsgagnaframleiðanda enda hefur þetta sænska stórfyrirtæki víkkað út starf- semi sína síðustu ár til muna. Fyrir- tækið selur nú nánast allt er við- kemur heimilishaldi: húsgögn og vefnaðarvörur, heimilistæki og mat- vörur. Færri vita að Ikea hefur selt hús frá árinu 1990. Verkefnið sem hefur verið á tilraunastigi öll þessi ár verður æ vinsælla og í náinni fram- tíð er stefnan að sem flestar versl- anir Ikea selji hús. Húsin er reist á svipaðan máta og einingahús og innréttuð með Ikea-innréttingum, -húsgögnum og -búnaði. Þau eru reist með sjálfbærni í huga, sólarljós nýtt sem best til hitunar og hugað að veðurkerfi hvers staðar þar sem þau eru reist. Þetta verkefni Ikea er þekkt undir nafninu BoK- lok. Um eitt þúsund hús rísa árlega í Skandinavíu frá Ikea og í Bretlandi voru reist tæplega 100 hús í Ga- teshead. Í Bandaríkjunum er verkefnið farið af stað í samstarfi við Ideabox og útkoman þar þykir einkar glæsileg. Húsin frá Ikea og Ideabox koma til með að kosta um 86.500 dollara, eða um 11 milljónir króna. Hagkvæm fjárfesting Þórarinn Ævarsson, fram- kvæmdastjóri Ikea, segist vel geta hugsað sér að selja einbýlishús hér á landi í verslun Ikea. „Ég hef fylgst með þessu verk- efni í nokkur ár. Verkefnið var kynnt í Bandaríkjunum nýverið en í Dan- mörku hafa verið reist hús í út- hverfum Kaupmannahafnar í sam- starfi Ikea og byggingarfyrirtækis í nokkur ár. Ef húsin standast kröfur Dana hvað varðar einangrun og raf- magn og fleira, þá ætti ekki neitt að vera því til fyrirstöðu að selja húsin hér á landi. Ég sé fyrir mér að húsin geti nýst sem sumarbústaðir eða lítil einbýlishús. Þeim er einfald- lega smellt á sökkul og sett saman að hætti einingahúsa og pallurinn fylgir með. Þetta eru svo kölluð sjálfbær hús og hugmyndafræðin þykir mér skemmtileg. Það þyrfti að athuga með einangrun og annað með til- liti til íslensks veðurfars, en ég hefði gaman af því ef þetta verkefni Ikea yrði að raunveruleika hér á landi.“ Aðspurður hvort húsin geti reynst jafn hagkvæm fjárfesting og ytra þar sem þau kosta aðeins 11 milljónir segist hann telja að það ætti ekki að vera mikill munur. „Ég sé enga sér- staka ástæðu fyrir því að kostnaður við þessi hús ætti að verða meiri hér en annars staðar. Það væri vissulega áhugaverður kostur fyrir Íslendinga eftir hrun að eiga kost á svo ódýru húsnæði.“ n Húsin sett saman eftir hugmyndafræði Ikea n Kosta úti um 11 milljónir Stórir gluggar Á suðurhlið hússins eru stórir gluggar en minni á norðurhliðinni. BoKlok Hér má sjá eitt húsa Ikea sem seld eru í Svíþjóð, Bretlandi, Finnlandi, Danmörku og Noregi. BoKlok merkir búðu vel, eða búðu gáfulega. Eldhúsið Eldhúsin eru fullbúin innréttingum sem og heimilistækjum frá Ikea. Stofan Falleg stofa með stórum gluggum. Sushi fyrir börnin Sushi þýðir ekki alltaf hrár fiskur. Orðið „sushi“ þýðir frekar klístruð hrísgrjón. Þú getur sett kjúkling, grænmeti eða jafnvel nautakjöt í stað fisksins og jafnvel brauð í stað hrísgrjóna. Leyfðu börnun- um að taka þátt í sushi-gerðinni og reyndu að velja litskrúðug hrá- efni. Matreiðslan gæti orðið hin mesta skemmtun enda hafa börn oft gaman af því að leika sér að matnum. Taktu svo fram prjónana og láttu krakkana æfa sig. Gjöf handa þeim sem elska Barbie Nýjasta varan frá Barbie heitir Barbie Photo Fas- hion Doll og kemur á markað í ágúst í sumar. Dúkkan sjálf er einnig digital myndavél sem getur geymt allt upp í 100 ljósmyndir auk þess sem auðvelt er að dæla myndunum inn í tölvu. Litlar tískulögg- ur geta því búið til sína eigin tískusýningu með hjálp Barbie og félaga. Þeir sem geta ekki beðið fram í ágúst geta huggað sig við að skoða nýjustu Barbie- dúkkuna á markaðnum í dag en sú dúkka tengist einnig tísku- bransanum. Áfengislaus mojito Mojito er hættulega góður drykkur og þess vegna er ágætt að kunna að blanda hann áfengislausan líka. Þennan drykk mega allir drekka, líka börnin. Uppskrift n 1 bolli reyrsykur n 1 bolli vatn n 1 bolli fersk minta n 2 lime n 1/2 bolli kókosvatn n Sódavatn Settu sykur og vatn í pott og láttu sjóða í eina til tvær mínútur eða þar til allur sykurinn er bráðnaður. Hrærðu í á meðan. Bættu mintulaufunum saman við og taktu af hitanum. Láttu standa í tíu mín- útur áður en þú hellir drykknum í gler- könnu og lætur kólna. Kreistu safann úr lime-inu og skiptu á milli fjögurra glasa. Settu eitt lauf af mintu í hvert glas og tvær skeiðar af sykursýrópinu sem þú sauðst. Bættu kókosvatninu við og hrærðu. Bættu ísklökum við og fylltu glösin með sódavatni. Skreyttu með lime. Pastellitir vasar Úr umfjöllun veftímaritsins Design- hunter um Þóru. Babúskur Fallegar og brothættar babúskur eftir Þóru. Vasar í hillu Fallegir vasar Þóru hafa slegið í gegn á Norðurlöndum og í Bretlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.