Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Page 10
Hægri grænir um spítalann: „Algert rugl“ „Læknar og hjúkrunarfólk flýr í stórum stíl, og á meðan erum við að reisa spítala á Malaví,“ skrifar Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, í at- hugasemd við frétt á DV.is. Þar tjáir Guðmundur Franklín sig um spítalann sem Össur Skarp- héðinsson utanríkisráð- herra afhenti Malavístjórn á þriðjudag, eins og greint er frá hér að ofan. Guðmundur er ekki hrifinn af þróunaraðstoð en eitt af stefnumálum Hægri grænna er einmitt að „leggja niður Þróun- arsamvinnustofnun Íslands með milljarða sparnaði,“ eins og hann hefur áður lýst yfir opinberlega. „Við erum að loka heilsugæslu- stöðvum, elliheimilum og sjúkra- húsum um allt land,“ skrifar Guð- mundur og segir starfsmenn í heilbrigðisstéttum flýja land í stórum stíl. „Þvílíkt rugl, en mjög passandi að þetta sé í Monkey Bay og Össur ætti að halda sig þar,“ bætir hann við. Annar lesandi bendir Guðmundi á að það sé hræsni að bera saman ástandið á Íslandi við Malaví en Guðmundur svarar þeirri athugasemd fullum hálsi og segir viðkomandi lýð- skrumara „ef þú heldur því fram að það sé siðferðisleg skylda Ís- lendinga að bjarga heiminum.“ Læknar óttast ofurbakteríur 10 Fréttir 21. mars 2012 Miðvikudagur Þ etta er talsvert vandamál og eitthvað sem menn eru að glíma við,“ segir Harald- ur Briem sóttvarnalæknir. Í síðustu viku var haldin ráð- stefna í Kaupmannahöfn þar sem umræðuefnið var meðal annars ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum. Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, lýsti þungum áhyggjum af þróuninni og sagði að hætta væri á að öll sýkla- lyf sem þróuð hafa verið yrðu gagns- laus í náinni framtíð. Þetta á meðal annars við um lyf sem þróuð hafa verið til að berjast gegn berklum og malaríu sem dæmi. Sagði Chan að tími sýklalyfja gæti verið að renna sitt skeið. Haraldur Briem sóttvarna- læknir og Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir og klínískur dósent við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins, deila áhyggjum Margaret. Þurfum að hafa áhyggjur „Þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af og þurfum að hafa áhyggjur af,“ segir Haraldur en tveir fulltrúar Landlæknisembættisins sátu ráðstefnuna í Kaupmannahöfn. „Ef maður notar sýklalyf í of miklu magni þá ýtir það undir ónæmi og við erum að reyna að berjast gegn því og fá menn til að nota þau skynsam- lega,“ segir Haraldur og bætir við að fleiri leiðir séu farnar í þessari bar- áttu. Þannig sé leitað að ónæmum bakteríum, til dæmis í fólki sem kem- ur frá útlöndum, og sýni tekin í rækt- un. Þá grípi spítalarnir til að aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu. „Við fylgjumst vel með og erum svo sem á tánum yfir þessu. Eitt af því sem við höfum verið í vandræð- um með er ákveðið sýklalyfjaþol hjá bakteríum sem valda eyrnabólgum og lungnabólgum í börnum,“ segir Haraldur og bætir við að nú sé farið að bólusetja gegn því. Það sé ein leið- in til að vinna bug á vandamálinu. Lífshættulegt Margaret Chan sagði í erindi sínu að ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum væri á hraðri uppleið í Evrópu og raunar um alla heimsbyggðina. Meðferðar- úrræði hjá sjúklingum sem ónæmar bakteríur herja á væru kostnaðar- söm og tækju langan tíma. Í sumum tilfellum dygðu þessi úrræði ekki og bein afleiðing væri hækkandi dánar- tíðni hjá þessum sjúklingum. Stutt er síðan Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin gaf út bók um málið þar sem meðal annars er fjallað um að algengar sýkingar, svo sem í sárum, séu skyndilega orðnar lífshættu- legar. Haraldur segir að vissulega sé verra að eiga við bakteríuna ef hún er ónæm fyrir allri meðferð. Sem betur fer séum við þó ekki komin þangað enn. Sýklalyf nauðsynleg Haraldur segir að ástæðan fyrir þessu ónæmi sé að hluta til of mikil sýklalyfjanotkun en fleira spili þó inn í. „Síðan hafa bakteríurnar eigin- leika til að smita hver aðra en sýkla- lyfjanotkun er talin veigamikill þátt- ur í þessu. Þau eru samt nauðsynleg og það þarf að nota þau líka en innan skynsamlegra marka.“ Hann segir að mikilvægt sé að vera spar á sýklalyf- in og nota þau bara þegar á að nota þau. Ráðþrota lyfjaiðnaður „Þróun ónæmis er miklu hraðari en þróun nýrra lyfja. Þar stendur hníf- urinn í kúnni,“ segir Vilhjálmur Ari Arason læknir en hann hefur fjallað mikið um sýklalyfjanotkun á bloggi sínu á Eyjunni. Vilhjálmur segir að lyfjaiðnaðurinn standi í raun ráð- þrota frammi fyrir vandamálinu. Þetta væri ekki eins mikið vandamál ef alltaf væri hægt að treysta á ný lyf. „ Þegar við erum að nálgast það tíma- bil sem var fyrir stríð, þegar við höfð- um ekki örugg sýklalyf, þá er stað- reyndin sú að fólk fer að deyja. Börn fara að deyja vegna þess að þau fá ekki meðferð við algengum sýking- um, jafnvel eyrnabólgu og lungna- bólgu.“ Vilhjálmur gagnrýnir aðgerða- leysi yfirvalda vegna of mikillar sýklalyfjanotkunar og bendir á að ekki hafi verið komið að máli við heimilislækna eða heilsugæsluna um það hvernig hægt sé að standa betur að þessum málum. „Það hef- ur ekki verið tekið á vandanum þar sem hann er,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann hafi skrifað bréf til heilbrigðisráðherra fyrir þrem- ur árum þar sem hann benti meðal annars á of mikla og óþarfa sýkla- lyfjanotkun. „Þessum bréfum var ekki svarað. Þarna var ég að koma með tillögur um hvernig væri betra að standa að ávísanavenjum al- mennt og hvernig við ættum að líta á þennan málaflokk í samvinnu við heilsugæsluna og mikil gæðaþróun- arvinna hefur átt sér stað. Til dæm- is stendur heilsugæslan ekki undir kröfum til hennar í dag vegna und- irmönnunar og álagið er allt of mik- ið á alla vaktþjónustu miðað við það sem alþjóðlegar leiðbeiningar gera ráð fyrir. Einhverra hluta vegna hafa stjórnvöld ekki tekið á rót vandans eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in (WHO) hefur óskað eftir að þjóðir gerðu.“ Börn lögð inn Vilhjálmur bendir á að allt að 40 prósent af þeim bakteríum sem valda eyrnabólgum, sýkingum í nefholi og jafnvel lungnabólgu séu svokallaðir penisilínónæmir stofn- ar. „Við erum að lenda í því að þurfa að leggja börn inn á spítala til að fá sterkustu sýklalyf sem hægt er að fá vegna þess að gömlu lyfin ná ekki niður mjög svæsnum sýkingum,“ segir Vilhjálmur. Þó svo að bólu- setningar virki að hluta til, er hætt við að nýir og jafnvel sýklalyfja- ónæmir stofnar skjóti rótum og fylli í skarðið. Eftir að byrjað var að bólu- setja börn sem fædd eru á árinu 2011 segist Vilhjálmur hafa bent á að æskilegt væri að fara í átak til að minnka sýklalyfjanotkunina sem er allt að helmingi meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Þann- ig hefði myndast gluggi sem hægt hefði verið að nýta. Vilhjálmur segir hins vegar að þessum ábendingum hans hafi ekki verið sinnt. Hann segir að lokum að við séum í mjög slæmum málum ef við höfum ekki lyf sem ráða við sýking- arnar. Þróun ónæmis baktería hafi verið mjög hröð á síðustu tveim- ur áratugum. Vandamálið sé hvað verst á höfuðborgarsvæðinu og til að mynda sé sýklalyfjanotkun allt að helmingi meiri þar en á Akureyri. „Dánartíðni vegna lungnabólgu var allt að 30 prósent fyrir aldamótin 1900. Ef við höfum ekki lyf sem ráða við þessar sýkingar þá erum við í mjög slæmum málum. Eins og kom fram á ráðstefnunni er þetta skil- greint sem ein mesta heilbrigðisógn framtíðar.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af og þurfum að hafa áhyggjur af Einar Þór Sigurðsson Ástæða til að óttast Haraldur Briem segir að ástæða sé til að óttast þróunina. Mikilvægt sé að minnka sýklalyfjagjöf. Mynd HöRðuR SveinSSon Áhyggjufullur Vilhjálmur segir að allt að 40 prósent þeirra baktería sem valda eyrnabólgum, sýkingum í nefholi og lungnabólgu séu penisilínónæmir stofnar. Mynd SigtRygguR ARi n Sýklalyf gætu brátt orðið gagnslaus n Ein mesta heilbrigðisógnin gagnslaus sýklalyf Margaret Chan sagði á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn að hætta væri á að öll sýklalyf sem þróuð hafa verið yrðu gagnslaus í náinni framtíð. Mynd ReuteRS Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is össur fyrir hönd Íslands í Malaví: Gaf spítala Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra afhenti á þriðjudag fullbúið sjúkrahús til Malaví- stjórnar. Sjúkrahúsið hefur verið byggt fyrir þróunarfé frá Íslandi og þjónar 125.000 manna svæði. Verkefnið er stærsta einstaka verk- efni Íslands í þróunarsamvinnu og hefur staðið frá árinu 2000. „Upp- bygging Íslendinga á heilbrigðis- þjónustu á svæðinu þýðir gjör- breytingu fyrir íbúana, en svæðið er líklega það sársnauðasta í heiminum. Íslendingar geta verið stoltir af því sem þeir hafa lagt af mörkum,“ segir Össur. Hann segir að fyrir tilstuðlan Íslendinga hafi kóleru verið út- rýmt á því svæði þar sem settir hafa verið upp vatnsbrunnar. Fyrir árið 2008 braust kólera þar út 100 til 200 sinnum á ári en eftir það, þegar Íslandsverkefnið var komið á fullt skrið, hefur ekki eitt einasta tilvik af kóleru fundist, samkvæmt því sem kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Afhendingin fór fram við hátíð- lega athöfn í bænum Monkey Bay í Malaví þar sem forsetafrúin Cal- lista Mutharika veitti spítalanum móttöku. Í ræðu sinni við athöfn- ina þakkaði Össur Malaví fyrir 23 ára þróunarsamvinnu og hét því að Íslendingar myndu áfram styðja vel við fátæka íbúa landsins. Hann kynnti væntanlega fjögurra ára áætlun um aukin framlög til heilbrigðis- og menntaverkefna í Mangochi-héraði og til vatns- og hreinlætismála. Mikill mannfjöldi fagnaði við afhendinguna enda hefur sjúkrahúsið haft í för með sér byltingu fyrir heilbrigðisþjón- ustu á svæðinu. Á spítalanum er göngudeild, skurðdeild og fæð- ingardeild og hefur mæðradauði og barnadauði minnkað mjög fyrir tilverknað íslensku þróunarverk- efnanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.