Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Qupperneq 15
n Missti unnustu sína í bílslysi n Voru í símasambandi skömmu áður Erlent 15Miðvikudagur 21. mars 2012 n Susanne Eman ætlar að verða feitasta kona heims Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is K anadamaðurinn Mathieu Fortin hefur biðlað til fólks að hugsa sig tvisvar um áður en það notar farsíma meðan það keyrir. Fortin missti kærustu sína, Emy Brochu, 20 ára, í bílslysi 18. janúar síðastliðinn þegar hún ók á kyrrstæða flutningabifreið skammt frá bænum Victoriaville í Quebec í Kanada. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að farsímanotkun hennar átti stóran þátt í slysinu en hún og Fortin höfðu verið í sms-sambandi skömmu áður en hið hörmulega slys varð. Varð áhyggjufullur Fortin hefur nú stofnað Facebook-síðu þar sem hann vekur athygli á málinu og biðlar til fólks að einbeita sér að akstr- inum og láta farsíma ekki trufla sig. Á Facebook-síðunni birtir Fortin skila- boðin sem fóru á milli hans og Brochu í aðdraganda slyssins. „Ég elska þig líka og ég myndi gera allt til að gera þig hamingjusaman,“ er meðal þess sem Brochu sendi til kærasta síns skömmu fyrir slysið. Fortin svaraði að bragði og sagðist hlakka til að heyra í henni þeg- ar hún væri komin á áfangastað. Hann varð hins vegar áhyggjufullur þegar nokkrar klukkustundir liðu og engin svör bárust frá Brochu. „Gengur allt vel, ástin mín? Ég er orðinn áhyggju- fullur.“ Vekji fólk til umhugsunar Skömmu síðar fékk Fortin fréttirnar um að kærasta hans hefði látist í hörmulegu bílslysi. Lögreglan í Que- bec rannsakaði slysið og gat ekki slegið því föstu strax að farsímanotkun hefði átt þátt í slysinu. Það væri þó ekki úti- lokað. Niðurstaðan kom þó skömmu síðar þar sem grunurinn var staðfestur. „Rannsóknin leiddi í ljós að farsíma- notkun meðan á akstri stóð var orsök slyssins,“ segir Fortin og bætir við að honum hafi verið mikið brugðið enda hefði hann verið í sambandi við kær- ustu sína skömmu áður en slysið varð. Hann hefur nú ákveðið að hefja bar- áttu gegn farsímanotkun undir stýri og vill vekja fólk til umhugsunar. Líf í húfi „Slys gera ekki boð á undan sér,“ segir Fortin á Facebook-síðunni sem hann stofnaði. Málið hefur vakið mikla at- hygli á Facebook og fleiri þúsund manns deilt sögu hans. „Ég vona að þú hugsir um Emy og alla þá sem elskuðu hana í hvert skipti sem þú notar sím- ann undir stýri. Á hvaða tímapunkti eru smáskilaboð eða tölvupóstur mikil vægara en lífið sjálft? Á hvaða tímapunkti er eitthvað í símanum þín- um mikilvægara en fólkið sem þú elsk- ar,“ spyr Fortin. Hann segir að Brochu hafi verið ung og ákveðin stúlka sem hafi átt frábært líf fyrir höndum. Hann hvetur fólk til að deila sögunni enda séu slysin mjög fljót að gerast í umferð- inni þegar augun eru tekin af veginum í skamma stund. Heilsa viðkomandi ökumanns og farþega sé ekki einung- is í húfi heldur einnig annarra vegfar- enda. „Ég vona að þú hugsir um Emy og alla þá sem elskuðu hana í hvert skipti sem þú not- ar símann undir stýri. Ekki nota símann mEðan þú kEyrir Voru í sambandi Emy Brochu og Mathieu Fortin voru í símasambandi skömmu áður en slysið varð. Talið er að farsímanotkun hennar hafi átt þátt í slysinu og jafnvel verið orsök þess. Vill vitundarvakningu Fortin vill að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það notar farsíma undir stýri. Emy Brochu lést 18. janúar síðastliðinn. Truflar aksturinn Farsímanotkun og akstur fara ekki saman. Hér sést hluti þeirra skilaboða sem fóru á milli Emy og Fortin áður en slysið varð. Amma stal 600 milljónum 63 ára bresk kona, Shelagh Smith, hefur verið ákærð fyrir að stela þremur milljónum punda, eða 600 milljónum króna, af fyrir- tæki sem hún starfaði hjá. Konan millifærði upphæðina á fimm ára tímabili og nýtti fjármunina með- al annars til að kaupa hús fyrir son sinn, dóttur sína og barna- börn. Málið er nú fyrir dómi í Prescot á Englandi og að því er breskir fjölmiðlar greina frá hefur konan játað sök. Fyrirtækið sem konan starfaði hjá heitir Stoves og selur meðal annars bökunarofna og önnur heimilistæki. Fleiri en Bales á bak við árás Rannsókn afganskrar þingnefnd- ar hefur leitt í ljós að allt að tutt- ugu bandarískir hermenn hafi staðið að árásinni þar sem sextán óbreyttir borgarar féllu í Kanda- har-héraði í Afganistan í síðustu viku. Bandarísk yfirvöld hafa haldið því fram að hermaðurinn Robert Bales hafi einn staðið að árásinni. Pakistanska fréttaveitan Pajh- wok greinir frá þessu en í um- fjöllun hennar er tekið fram að enginn af stóru fjölmiðlunum hafi veitt niðurstöðunum athygli. Ræddi nefndin meðal annars við fjölskyldur fórnarlamba og eftir- lifendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.