Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Qupperneq 4
Fékk að Fara aF sjúkrahúsi 4 Fréttir 9. maí 2012 Miðvikudagur Of hár rekstrarkostnaður n Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna gagnrýnir meirihlutann Þ að er áhyggjuefni að íbúar stærsta sveitarfélags lands­ ins greiði svo miklu meira fyrir rekstur kerfisins en íbúar í mun minni sveitarfélögum,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálf­ stæðisflokksins í Reykjavík, í ræðu sem hún hélt í borgarstjórn á þriðju­ dag. Önnur umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar 2011 fór þá fram. Í tilkynningu sem borgarstjórnarflokk­ ur Sjálfstæðisflokks sendi frá sér að fundi loknum kemur fram að niður­ staða reikningsins sé mun lakari en að var stefnt og lakari en undanfar­ in ár. Þá kemur fram að sé ársreikn­ ingurinn borinn saman við ársreikn­ inga nágrannasveitarfélaga sjáist hvernig núverandi meirihluti hafi for­ gangsraðað í þágu kerfisins á kostn­ að flokksins. Hanna Birna gagnrýndi þetta og áréttaði að betur þyrfti að taka á rekstri borgarinnar. „Það verður að nýta hagkvæmni stærðarinnar betur, leita allra leiða til að lækka kostnaðinn og leita sam­ starfs um nýjar leiðir með öflugu samráði við íbúa og starfsfólk. Aðeins þannig verður Reykjavík raunveru­ lega besti kosturinn til búsetu,“ sagði Hanna Birna í ræðu sinni og vitnaði til fyrrgreinds samanburðar rekstrar­ kostnaðar á íbúa mismunandi sveit­ arfélaga. Í tilkynningunni var bent á mun­ inn á rekstrarkostnaði á hvern íbúa í sveitarfélögunum á höfuðborgar­ svæðinu. Þannig sést að kostnaður­ inn á hvern íbúa í Reykjavík er 571 þúsund krónur en 475 þúsund í Kópa­ vogi. Kostnaðurinn er lægstur á Álfta­ nesi, eða 458 þúsund krónur. S kúli Eggert Sigurz sem varð fyrir alvarlegri hnífsstungu­ árás á lögmannsstofunni Lagastoð þann 5. mars síð­ astliðinn, er á góðum bata­ vegi. Skúli dvelur enn á Landspítal­ anum en á dögunum fékk hann þó bæjarleyfi og fór í bíltúr með eigin­ konu sinni og vini. Batinn kraftaverki líkastur Samkvæmt heimildum DV þykir læknum sem komið hafa að meðferð Skúla frá árásinni, ekkert annað en kraftaverk hversu góðum bata hann hefur náð. Ljóst er að Skúli býr yfir miklum baráttuanda og leggur mik­ ið á sig til að ná framförum. Sam­ kvæmt heimildum DV getur hann nú gengið með aðstoð göngugrind­ ar en hann mun ekki byrja í endur­ hæfingu af fullum krafti fyrr en hann hefur náð betri líkamlegri heilsu. Sennilega ákærður von bráðar Enn er beðið eftir niðurstöðu úr geðmati á árásarmanninum, Guð­ geiri Guðmundssyni, en samkvæmt heimildum DV má búast við að hann verði ákærður áður en langt um líð­ ur. Verði Guðgeir ákærður fyrir tilraun til manndráps gæti hann átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi. Guðgeir játaði, skömmu eftir að hann var handtekinn, að hafa ráð­ ist á Skúla með hníf og einnig voru mörg vitni að árásinni. Málið liggur því nokkuð ljóst fyrir að því undan­ skildu hvort geðlæknar meti Guð­ geir sakhæfan eða ekki. Talið er að ástæða árásinnar sé skuld sem komin var í innheimtu hjá Laga­ stoð. Samkvæmt heimildum DV var skyldubrunatrygging á íbúð Guð­ geirs komin í vanskil, en skuldin var innan við 100 þúsund krónur og hafði Guðgeir náð að semja við Skúla um að skuldin yrði lækkuð umtals­ vert áður en hann réðst á hann með veiðihníf. Guðgeir hefur setið í gæsluvarð­ haldi frá 6. mars. Samkvæmt heim­ ildum var hann óstöðugur á geði og sýndi merki um að vera í miklu andlegu ójafnvægi um tíma í gæslu­ varðhaldinu. Hann var metinn í sjálfsvígshættu og var hafður undir sérstöku eftirliti vegna þess. Guðni gróinn sára sinna Samstarfsmaður Skúla, Guðni Bergsson, lögmaður og fyrrverandi fótboltakappi, kom Skúla til hjálp­ ar eftir að Guðgeir réðst á hann og yfirbugaði Guðgeir. Guðni, sem að öllum líkindum bjargaði lífi Skúla, særðist sjálfur á læri en hefur snúið aftur til starfa á lögmannsstofunni. Í samtali við morgunþáttinn Ís­ land í bítið á Bylgjunni á mánudag sagðist Guðni hafa það nokkuð gott og að hann væri gróinn sára sinna. „En það sem er svona aðalmálið í þessu er að Skúli framkvæmdastjóri hjá okkur, sem varð nú aðallega fyrir árásinni, hann er á batavegi og það er auðvitað mikill léttir fyrir alla,“ sagði Guðni. n Bati Skúla Eggerts kraftaverki líkastur n Ákært innan skamms„Ljóst er að Skúli býr yfir miklum baráttuanda og leggur mikið á sig til að ná framförum Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Á batavegi Bati Skúla Egg- erts Sigurz þykir kraftaverki líkast Gróinn sára sinna Guðni Bergsson lög- fræðingur, sem kom Skúla til bjargar, segist vera gróinn sára sinna. Árásarmaðurinn Guðgeir Guðmundsson hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann réðst á Skúla Eggert Sigurz á lögmannsstof- unni Lagastoð þann 5. mars síðastliðinn. Unglingar í kröppum dansi: Fikt endaði með eldsvoða Fikt nokkurra unglinga við reyk­ ingar var nálægt því að valda miklu tjóni á dögunum. í tilkynn­ ingu frá lögreglunni á höfuðborg­ arsvæðinu kemur fram að nokkrir unglingar hafi prófað að kveikja í sígarettum. Einn þeirra batt sam­ an allnokkrar sígarettur og hugðist reykja þær allar í einu. Það gekk heldur brösuglega, pilturinn gafst upp og henti þeim frá sér. Þeir snéru sér síðan að ein­ hverju öðru og væntanlega heil­ brigðara og yfirgáfu trésvalirnar þar sem tilraunin hafði farið fram. Því miður gleymdu þeir hins vegar að drepa í sígarettunum og svo fór að kviknaði í svölunum. Annað heimilisfólk fann síðan reykjarlykt og sá eldinn á svölunum þegar það fór að svipast um. Gripið var til slökkvitækis og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en einhverj­ ar skemmdir urðu á svölunum. Slökkvistarfinu var svo gott sem lokið þegar slökkviliðið og lög­ reglan komu á vettvang en hætt er við að strákarnir gleymi þessu at­ viki ekki í bráð. „Vonandi hafa þeir samt lært sína lexíu og halda sig alfarið frá reykingum héðan í frá,“ segir lögreglan í tilkynningu. Ölvaður þjófur yfirbugaður Öryggisverðir Securitas yfirbug­ uðu mann sem stal vörum úr verslununum 10­11 og Olís í Álf­ heimum aðfaranótt þriðjudags. Maðurinn reyndist vera ölvaður. Hann fékk að gista fangageymslu lögreglu og var yfirheyrður þegar af honum rann á þriðjudag. Þá fékk lögregla tilkynningu um inn­ brot og þjófnað í heimahúsi í Vest­ urbænum í Reykjavík. Þaðan tóku þjófar stærðarinnar sjónvarps­ tæki, leikjatölvu og sjónvarps­ flakkara. Lögregla veit ekki hver var að verki en málið er að sögn í rannsókn.  Áhyggjuefni Hanna Birna segir það áhyggjuefni að íbúar greiði meira fyrir rekstur kerfisins en íbúar í minni sveitar- félögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.