Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Side 21
Lífsstíll 21Miðvikudagur 9. maí 2012 Sumarleg vinabönd n Flottir skartgripir sem er auðvelt að útbúa Hjólaðu í vinnuna og komdu þér í form n Hvatningarátakið orðið að árlegum viðburði og sífellt bætast fleiri vinnustaðir við Á takið Hjólað í vinnuna hefst í dag, 9 maí og stendur í 10 daga. Þetta er í tíunda skiptið sem það er haldið en það er Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem hefur staðið að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnu- stöðum með þessu heilsu- og hvatn- ingarátaki. Meginmarkmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Á heimasíðu átaksins segir að starfs- menn vinnustaða hér á landi hafi tekið vel við sér því þátttakan hafi margfald- ast  þau ár sem verkefnið hefur farið fram. Fyrsta árið tóku 45 vinnustaðir þátt en í fyrra voru þeir orðnir 694. Þá voru þátttakendur 11.271 og hjóluðu samtals 20,7 hringi í kringum jörðina. Á síðunni má einnig finna ráðlegg- ingar um það hvernig fólk getur fengið vinnufélagana með í átakið. Þar segir meðal annars að það að hjóla í vinn- una veiti flestum ráðlagða lágmarks hreyfingu til að halda sér í góðu formi. Daglegar hjólreiðar minnka ekki að- eins hættuna á ýmsum fylgikvillum hreyfingarleysis svo sem hjartasjúk- dómum, sykursýki og offitu, heldur séu þær einnig ódýr og umhverfis- vænn samgöngumáti. „Hjólatúrinn hreinsar hugann, gefur aukinn styrk og orku og stuðlar að aukinni vellíð- an.“ Þar má finna kynningarblað sem tilvalið er að prenta út og hengja upp á kaffistofunni og áframsenda sem hvatningu. Auk þess er á síðunni mikið af upp- lýsingum um hjólaleiðir sem vert er að skoða hafi maður hug á að gera hjól- reiðar að ferðamáta í sumar. Hjólandi Hjólandi vegfarendur ferða æ algengari sjón á götum borgarinnar. Mynd: PHotos.coM Skokkaðu og lifðu lengur S kokk lengir lífið samkvæmt viðamikilli rannsókn, Co- penhagen Heart Study, en í niðurstöðum hennar kemur fram að með því að skokka í einn til tvo og hálfan tíma á viku get- ur þú lengt líf þitt um 5 til 6 ár. „Með þessar niðurstöður getum við með vissu svarað spurningunni hvort skokk sé hollt eða ekki,“ segir Peter Schnor, hjartalæknir við Bispebjerg University Hospital og einn þeirra sem stóð að rannsókninni. „Við getum sagt það með fullri vissu að reglulegt skokk lengir líf þitt. Góðu fréttirnar eru að þú þarft ekki að skokka mikið til að ná þeim árangri.“ Var talið hættulegt miðaldra mönnum Á áttunda áratugnum kom upp sú umræða hvort skokk gæti verið hættulegt heilsu miðaldra manna. „Eftir að nokkrir menn dóu eftir að hafa verið úti að skokka fóru fjölmiðlar að fjalla um skaðsemi skokksins og að það gæti verið of mikið álag á venjulegan miðaldra mann,“ segir Schnor. Rannsóknin sem hófst árið 1976 náði til 20.000 manna og kvenna á aldrinum 20 ára til 93 ára. Ástæðan fyrir því að henni var hrint af stað var að vísindamenn vildu auka þekkingu á forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum og heilablóðfalli. Síðan þá hafa rann- sakendur birt yfir 750 greinar auk þess sem bæst hafa við rannsókn- ina aðrir sjúkdómar svo sem hjarta- bilun, lungnasjúkdómar, ofnæmi, flogaveiki, heilabilun, svefntruflanir, kæfisvefn og erfðasjúkdómar. Rann- sakendur hafa því kannað tengsl á milli langlífis og mismunandi lík- amsræktar, auk annarra þátta. Breiður aldur þátttakenda Í rannsókninni báðru Schnor og samstarfsmenn hans saman dánar tíðni 1.116 karlmanna og 762 kvenna sem stunduðu skokk við dánartíðni þeirra sem skokkuðu ekki. Allir þátttakendur voru beðn- ir um að svara spurningum um hve mikið þeir skokkuðu og voru beðn- ir að meta hve hratt þeir hlupu, en þá var átt við hægt, meðalhratt eða hratt. „Þar sem þátttakendur voru á svo breiðum aldri fannst okk- ur best að fá huglægt mat þeirra á hraða hlaupsins,“ segir Schnor. Lengir líf karla um 6,2 ár og kvenna um 5,6 ár Fyrstu niðurstöðum var safnað saman á árunum 1976 til 1978, aftur árið 1981 til 1983 og 1991 til 1994. Fjórðu og síð- ustu voru fengnar á árunum 2001 til 2003. Niðurstöðurnar sýna að á þeim 35 árum sem rannsóknin hefur staðið yfir dóu 10.158 af þeim sem stunduðu ekki skokk en aðeins122 hjá þeim sem skokkuðu reglulega. Enn fremur sýn- ir hún að skokkið lengir líf karlmanna um 6,2 ár en 5,6 ár hjá konum. Þegar samband tíma sem er eytt við líkamsrækt og dánartíðni er sett í línurit kemur í ljós u-kúrfa. Rann- sakendur komust að því að einn til tveir og hálfur tími af skokki á viku gefi bestan árangur, sér í lagi þeg- ar fólk hleypur hægt. „Dánartíðni er lægri hjá þeim sem stunda hóflega mikið skokk heldur en hjá þeim sem hlaupa ekkert eða mjög mikið,“ út- skýrir Schnor. Markmiðið ætti því að skokka þannig að þú finnir fyrir dá- lítilli mæði. „Þú ættir að verða aðeins móður, en ekki þannig að þú eigir erf- itt með öndun.“ Margskonar heilsuávinningur Það eru því margskonar ávinn- ingur sem fæst af því að skokka, samkvæmt Schnor. Það bætir upptöku súrefnis, eykur insúlín- næmi, minnkar blóðfitu, lækkar blóðþrýsting, dregur úr samloðun blóðflagna, bætir hjartastarfsem- ina, eykur þéttleika beina, bætir ónæmiskerfið, kemur í veg fyr- ir offitu og eykur andlega vellíð- an. „Bætt andleg líðan getur einn- ig komið til vegna þess að fólk á í meiri samskiptum við aðra þegar það fer út að skokka,“ segir Schnor að lokum. gunnhildur@dv.is „Góðu fréttirnar eru þú þarft ekki að skokka mikið til að ná þeim árangri. n Rannsókn sem náði yfir 35 ár sýnir að skokk hefur margvíslegan ávinning fyrir heilsuna Reglulegt skokk Skokkir þú reglulega bætir þú nokkrum árum við lífið. Mynd: PHotos.coM n Stoltur af stuðningi við samkynhneigða n Fáránlegt að borða lítið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.