Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 18.–20. maí 2012 Helgarblað
„Allt metið út frá greiningum“
Þ
etta er mjög sértækt úrræði
og í rauninni hugsað fyr-
ir þá krakka sem eru með
mestu fötlunina,“ segir Erla
Gunnars dóttir, skólastjóri í Kletta-
skóla. „Við erum með 93 nemendur
núna og við kæmum ekki fleiri nem-
endum að,“ segir hún.
„Það er sérstök inntökunefnd
sem fjallar um og metur allar um-
sóknir. Það er á þá leið að þeir sem
eru með miðlungs og alvarlega og
mjög alvarlega þroskahömlum fara
inn því þeir þurfa sérhæfasta úrræð-
ið. Ef það er væg þroskahömlun og
viðbótarfötlun þá fara þeir inn, þetta
er allt metið út frá greiningum,“ segir
Erla.
Hún segir að fáum hafi verið neit-
að um inngöngu í skólann. „Það er
afskaplega fáum neitað, ég veit um
þrjú tilvik. Þau eru raunverulega tvö,
í öðru tilvikinu var beðið um við-
bótarpappíra en þeir komu ekki. Í
hinu tilvikinu var það bara klárlega
að hann passaði ekki inn,“ segir Erla.
Hún segir að það sé ekki verið að
reyna að fækka í skólanum. „Ef það
væri meira sótt um af öðrum hópum
þá yrðum við að fara að skoða og for-
gangsraða. Og þá hlytum við að sjá
að þeir krakkar sem hafa mestu fötl-
unina og mestu þörfina fyrir sértæk
úrræði hljóta að verða að fá mögu-
leika á sérskóla,“ segir hún.
Erla segist halda að það sé
mjög vel hlúð að þessum börnum
í almenna skólakerfinu. „Almennt
held ég að það sé mjög vel að þeim
búið. Mér finnst allir vera að slást
um að láta mönnun duga, við erum
að slást við það og örugglega allir.
Maður getur alltaf haft meiri mönn-
un. Ég geri alveg ráð fyrir því líka að
aðstæður geti verið ólíkar í grunn-
skólum. Börn eru líka svo ólík þó
þau hafi sömu greiningar þá eru
þau ólíkar manneskjur og oft þarf
bara virkilega að horfa á barnið og
leita lausna svolítið einstaklings-
bundið. Ég er voðalega mikill tals-
maður jöfnunar en líka þess að
það sé friður um mál og við ræðum
saman og skoðum vel alla mála-
vöxtu,“ segir hún.
Klettaskóli Erla Gunnarsdóttir
segir Klettaskóla vera hugsaðan
sem úrræði fyrir þau börn sem
eru með mestu fötlunina.
H
ann er eiginlega kominn
á endapunkt í almenna
skólakerfinu. Hann er hætt-
ur að vilja fara í frímínútur
og hann fær engan til þess
að leika við sig nema þá hann leiti
til krakka sem eru 3–4 árum yngri
en hann og þá er honum strítt á því
að hann sé alltaf með yngri krökk-
um,“ segja Ágúst Kristmanns og
María Björg Benediktsdóttir, foreldr-
ar Inga Kristmanns, 11 ára drengs
með þroskahömlun. Inga var neitað
um inngöngu í Klettaskóla sem áður
hét Öskjuhlíðarskóli. Foreldrar hans
harma það mjög enda vilja þeir að
hann finni sig í jafningjasamfélagi í
Klettaskóla þar sem hann yrði í skóla
með börnum sem eru líka þroska-
hömluð.
Kærðu synjunina
Ástæðan fyrir synjuninni er sú að
hann telst ekki nógu þroskahaml-
aður samkvæmt inntökuskilyrðum
skólans sem tóku gildi 2008. Öskju-
hlíðarskóli og Safamýrarskóli voru
sameinaðir á síðasta ári og þjóna
nú börnum með alvarlegar og miðl-
ungs þroskahamlanir ásamt börn-
um með vægar þroskahamlanir og
viðbótarfatlanir. Ingi er með væga
þroskahömlun og viðbótarfötlun en
ekki nógu mikla viðbótarfötlun sam-
kvæmt inntökuskilyrðum skólans.
Fjölmargir foreldrar nemenda
við skólann hafa mótmælt þessum
breytingum síðan þær tóku gildi og
segja þær vera mannréttindabrot,
það eigi að vera val foreldranna
hvort börnin fari í sérskóla eins og
Klettaskóla eða út í almenna skóla-
kerfið. Foreldrar Inga hafa kært synj-
unina til menntamálaráðuneytis-
ins og vonast til þess að hún verði
endurskoðuð og að Ingi komist inn
í Klettaskóla.
Hefði fengið inngöngu í 1. bekk
Ingi fór í venjulegan leikskóla og
hefur verið í Hörðuvallaskóla alla
sína grunnskólagöngu. Foreldrar
hans tóku meðvitaða ákvörðun um
að hann færi í almenna skólakerfið
fyrsta grunnskólastigið. „Við vildum
að hann færi í skólann hér svo hann
myndi þekkja krakkana í hverfinu og
þau hann. Þannig að hann væri ekki
þessi skrýtni í götunni. Núna þekkja
hann allir og hann þekkir alla. Það
vita allir hvernig hann er og það er
rosalega gott,“ segir Ágúst, faðir Inga,
um það af hverju þau völdu að setja
hann í skóla í sínu heimahverfi við
upphaf skólagöngunnar. Ákvörðun
sem þau að vissu leyti sjá eftir í dag
þar sem að ef Ingi hefði farið í Kletta-
skóla strax í 1. bekk þá væri hann
enn í skólanum því það var áður en
inngönguskilyrðunum var breytt.
Þau sáu fyrir sér að hann myndi
byrja í 5. bekk í Klettaskóla þar sem
þá væri þroskamunurinn orðinn
meiri milli hans og skólafélaganna í
almenna skólakerfinu og því myndi
sérskóli henta betur. „Það gekk rosa-
lega vel alveg út 4. bekk. Það breytt-
ist svo núna í vetur, krakkarnir sem
eru með honum í bekk eru að þrosk-
ast mikið og bilið alltaf að breikka.
Hann finnur fyrir því núna að geta
ekki alltaf gert eins og hinir og verð-
ur út undan. Hann er farinn að finna
fyrir vanmætti sínum,“ segir María
Björg, móðir Inga. „Þegar kemur að
þessum tíma þá þarf að vera ákveð-
ið val fyrir þessi börn,“ segir Ágúst.
„Nú er búið að taka það af manni
og þú átt að setja barnið í almenna
skólakerfið, sama hvað.“
Fer aftur vitsmunalega
Þegar Ingi var að klára 4. bekk ákváðu
foreldrar hans að sækja um fyrir hann
að komast í 5. bekk í Klettaskóla. „Við
fórum í viðtal í skólann sem hét þá
Öskjuhlíðarskóli og þá var annar
skólastjóri. Okkur var sýndur skólinn
en þegar það kom að því að sækja um
á þessum fundi var okkur bara sagt
að hann heyrði ekki undir reglurnar
þannig að við þyrftum ekkert að vera
að sækja um því hann myndi hvort
eð er fá neitun vegna þessara inn-
tökuskilyrða,“ segir Ágúst. Þau segja
það hafa verið gríðarleg vonbrigði.
Þar sem inntaka í skólann byggist á
greiningum frá Greiningarmiðstöð-
inni ákváðu þau að reyna að fá Inga
greindan aftur. „Við báðum um end-
urmat hjá Greiningarstöðinni af því
að greining þaðan virðist ráða öllu
en við fengum ekki að fara í endur-
mat,“ segir Ágúst en greiningin sem
fylgir umsókn Inga er frá því hann
var fimm ára. Þar kemur fram að
Ingi er með væga þroskahömlun og
væga hreyfihömlun. „Hann er fatl-
aður líka en bara ekki nógu mikið.
Þrátt fyrir að honum fari aftur í vits-
munastiginu og líkamlega fötlunin
sé alltaf að aukast,“ segir hann. Þeir
sem eru með væga þroskahöml-
un eru með greindarvísitölu 50–70
en eðlilegt er í kringum 100. Inga
hrörnar og þau telja að það sé vegna
þess að hann blómstri ekki innan
almenna skólakerfisins. „Hann var í
62 og er kominn í 56–8. Samt sjá þeir
ekki ástæðu til að taka hann í end-
urmat. Og þó svo við myndum biðja
um það í dag getur liðið allt að eitt
og hálft ár þangað til hann kemst í
endurmat.“
Ekki með nógu mikla fötlun
Þau ákváðu þess vegna að safna að
sér gögnum frá þeim sem hafa unnið
með honum. „Þess vegna fórum við
í það að tala við alla sem hafa kom-
ið að honum, í skólanum og annað
til þess að gefa okkur vottorð og um-
sagnir um það hvernig aðstæður
hans eru bara andlega og líkamlega.
Það eru allir sammála um að honum
hefur farið aftur,“ segir Ágúst.
Með nýju upplýsingarnar að
vopni ákváðu þau að sækja um inn-
göngu fyrir Inga í skólann en fengu
neitun út frá því að hann væri ekki
nógu þroskahamlaður. Þeir sem eru
með greindarvísitölu 50–70 komast
ekki inn í skólann nema hafa viðbót-
arfötlun, það hefur Ingi þó en hún
telst ekki nógu mikil að sögn foreldra
hans. „Þess vegna fórum við í þessa
vinnu fyrir þessa umsókn til þess að
leggja meiri áherslu á líkamlega hlut-
ann og héldum að hann kæmist bara
inn út frá því að hann er með viðbót-
arfötlun. En hann er ekki með fjöl-
fötlun eða einhverfu. Hann er sem
sagt ekki með nógu mikla viðbótar-
fötlun,“ segir Ágúst. Þegar þau sáu
grein frá Ástu Kristrúnu Ólafsdótt-
ur sem er ein þeirra sem hafa barist
fyrir því að inntökuskilyrðunum verði
breytt ákváðu þau að kæra synjunina.
„Þá rann upp fyrir okkur að þetta
væru ólög og það væri verið að brjóta
mannréttindi með því að barn eins
„Hann er bara einn“
n Kæra synjun um inngöngu í Klettaskóla n Er út undan í almenna skólakerfinu n Ekki nógu þroskahamlaður til að fara í skóla fyrir þroskahamlaða
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Staðreyndin er sú
að þó að allir séu
góðir við þau í skólanum
þá upplifa þau sig ein.
Glaðvær gullmoli Foreldrar Inga lýsa honum sem glaðværum gullmola. Í almenna skólakerfinu upplifir hann sig út undan og glaðværðin
hefur minnkað. Myndir Eyþór Árnason
n skólastjóri Klettaskóla segir að fáum nemendum hafi verið synjað um inngöngu