Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 18.–20. maí 2012 Helgarblað Rekinn úr Hells Angels n Beitti þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi um borð í bát M eðlimur Hells Angels á Ís- landi var kosinn út úr sam- tökunum í nóvember á síð- asta ári vegna dóms sem hann hlaut í kynferðisbrotamáli þar sem hann í félagi við aðra áreitti 13 ára dreng um borð í skipi. Maður- inn var kosinn út í „bad standing“, en meðlimir Hells Angels eiga það á hættu að vera kosnir út í „bad standing“ og eru þar með reknir úr samtökunum. Þetta kemur fram í skýrslu sem starfshópur innan lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum setti saman, en DV hefur skýrsluna undir höndum og nánari umfjöllun um hana má finna í þessu blaði. DV greindi frá kynferðisbrota- málinu í nóvember í fyrra, en mað- urinn var rekinn úr samtökunum stuttu eftir að dómurinn féll í sama mánuði. Það var á skipinu Erling KE 140 sem fjórir skipverjar nídd- ust á þrettán ára dreng í júlí 2010. Tveir ákærðu voru dæmdir í 45 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára, sá þriðji í 60 daga, skil- orðsbundið til tveggja ára, og sá fjórði hlaut þriggja mánaða fangelsi einnig skilorðsbundið til tveggja ára. Drengurinn hafði fengið að fara á sjó með föður sínum og var alls í tíu daga á meðal áhafnarinnar en fjórir meðlimir hennar niðurlægðu hann andlega og líkamlega og hót- uðu meðal annars að nauðga hon- um. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa beitt drenginn kynferðis- legri áreitni með lostugu athæfi og þannig sært blygðunarkennd hans. Fyrir dómi vildu mennirnir meina að um létt grín hafi verið að ræða. Sálfræðingur sem bar vitni fyrir dómi sagði að drengurinn hafi ver- ið mjög hræddur og stöðugt þurft að vera á varðbergi og viðbúinn hverju sem var. Hann hafi upp- lifað algert hjálparleysi þar sem hann hafi ekki ráðið líkamlega við skipverjana og verið hættur að bú- ast við því að einhver kæmi honum til bjargar þar sem þeir hefðu allir brugðist honum að því leyti. Það hafi verið særandi og erfiður lær- dómur fyrir drenginn, að engum væri treystandi. F riðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegs- manna, ætlar ekki að verða við áskorun hagfræðingsins Ólafs Arnarsonar um að mæta í Hér- aðsdóm Reykjaness og veita skýr- ingar á tilteknum atriðum í kringum stefnu Friðriks gegn Ólafi. Eins og greint hefur verið frá stefndi Friðrik Ólafi vegna ummæla hans á blogg- síðu sinni á vef Pressunnar. Sagði Ólafur Friðrik bera ábyrgð á skrifum á vefsíðunni AMX.is. Lögmaður Ólafs, Gunnar Ingi Jó- hannsson, segir lögmann Friðriks hafa tjáð sér að Friðrik myndi ekki verða viðstaddur aðalmeðferðina þann 27. september næstkomandi þrátt fyrir kröfu Ólafs um það. Sér ekki tilganginn Ástæða Friðriks fyrir að vera ekki viðstaddur aðalmeðferðina er sú að hann sér ekki hvaða tilgangi skýrsla hans myndi þjóna, að sögn Gunnars Inga. Ekki er þó útséð um hvort Frið- rik verði viðstaddur að sögn Gunnars Inga en hann mun halda þeirri kröfu til streitu að Friðrik verði viðstaddur aðalmeðferðina. „Við látum reyna á þetta ákvæði í einkamálalögum að eftir kröfu gagnaðila sé dómara rétt að kveðja aðila fyrir dóm til að gefa skýrslu. Ef dómarinn telur skýrsluna sýnilega þarflausa eða tilgangslausa þá gerir hann það ekki. Við munum fara fram á að dómarinn kveðji hann fyrir dóm,“ segir Gunnar Ingi. Sagði Friðrik bera ábyrgð á ósóma Pistlarnir voru ritaðir 24. júlí árið 2010 og 26. júlí ári síðar. Í pistlunum sagði Ólafur LÍÚ, undir stjórn Frið- riks, bera ábyrgð á því sem væri rit- að í skjóli nafnleyndar á vefsíðunni AMX. Ummælin sem Friðrik vill að dæmd verði ómerk eru: „LÍÚ, und- ir stjórn Friðriks Arngrímssonar, situr uppi með það að bera ábyrgð á ósómanum, sem birtur er í skjóli nafnleyndar á slefritinu AMX“, „Treystir Friðrik sér til að þvertaka fyrir, að LÍÚ greiði næstum 20 millj- ónir á ári (1,5 milljónir á mánuði) til aðstandenda AMX slefsíðunnar eða félaga á þeirra vegum?“, „Svo er það spurning, hvort sómakærir forráða- menn aðildarfyrirtækja LÍÚ sætta sig við að fjármunum samtakanna sé komið eftir krókaleiðum til slefbera eins og aðstandenda AMX.is?“ Þessi ummæli birtust í pistlinum „Getur Friðrik ekki betur“ en Frið- rik vill líka að ummæli Ólafs úr pistli hans sem nefnist „AMX gungurnar“ verði dæmd ómerk. Þau eru: „LÍÚ ku styðja AMX vefinn um næstum 20 milljónir á ári í gegnum félög í eigu Friðbjörns Orra Ketilssonar.“ „Mér er kunnugt um, að einhverjir stjórnarmenn LÍÚ vita ekki af stuðn- ingnum við fugladritið á AMX enda munu greiðslurnar vera vel dulbún- ar í reikningum samtakanna.“ og „Því hefur verið haldið fram við mig að mögulega viti enginn í stjórn LÍÚ um milljóna stuðning samtakanna við nafnlaus níðskrif á AMX – að framkvæmdastjórinn hafi einn ákveðið að nota fjár- muni samtakanna með þessum hætti.“ Baðst afsökunar Friðrik vill einnig að Ólafur borgi fyrir birtingu dóms- ins í fjölmiðlum sem og fá eina milljón króna í skaða- bætur frá honum. Ólafur hefur þegar beðist afsök- unar á ummælunum en vill ekki draga þau til baka sökum þess að þau hafa verið birt. Ólafur baðst afsökunar í grein sem hann birti á bloggsíðu sinni á vefmiðlinum Pressunni í september í fyrra en þar sagði hann Friðrik deila sömu skoð- unum og hann á AMX.is. „Þegar ég skoðaði bréf lögmannsins í sam- hengi við pistlana, sem Frið- rik kveinkar sér undan, rann upp fyrir mér ljós. Friðrik J. Arngrímsson deilir skoðun minni á viðbjóðsvefnum AMX. Honum býð- ur bersýnilega við vefnum og þeim skrifum, sem þar eru birt,“ skrifaði Ólafur. Friðrik steFnir en vill ekki mæta n Ólafur Arnarson gerir kröfu um að Friðrik J. Arngrímsson mæti fyrir dóm „Við munum fara fram á að dómarinn kveðji hann fyrir dóm Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Vill Friðrik fyrir dóm Ólafur Arnarson hefur krafist þess að Friðrik verði viðstaddur aðalmeðferð gegn sér. Sér ekki tilganginn Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, sér ekki að skýrsla hans við aðalmeðferð þjóni einhverjum tilgangi. Forstjóri hafnar ásökun um fals Forstjóri Deloitte hafnar algjör- lega ásökunum um meint fals og blekkingar í greinargerð sem end- urskoðunarfyrirtækið gerði um afleiðingar veiðigjalds á útgerðir landsins. Stendur fyrirtækið að fullu við það sem þar kemur fram. Því var haldið fram í Fréttablaðinu á miðvikudag að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið teldi Deloitte vísvitandi falsa tölur í greinargerð um áhrif veiðigjalds á útgerðir landsins samkvæmt nýju frumvarpi til fiskveiða. Telur ráðu- neytið ekkert að marka greinar- gerðina sem send var atvinnu- veganefnd Alþingis enda taki sú greining meira mið af því sem henta þyki en raunverulegri grein- ingu á afkomu og arðsemi fisk- veiða. Segir ráðuneytið að í skýrslu Deloitte sé bæði afskriftaþörf og fjármagnskostnaður útgerða afar ofmetinn enda séu rangar for- sendur að baki þeim útreikn- ingum. Greining Deloitte sé því marklaus með öllu. Þessu hafnar Þorvarður Gunn- arsson forstjóri í samtali við DV og segir fyrirtækið standa að fullu við sína útreikninga. Segir hann fráleitt að halda fram að fyrirtækið sé að falsa tölur eins og haldið sé fram í Fréttablaðinu. „Þegar maður les greinargerð ráðuneytisins sé ég ekki að það sé sagt í henni. Þetta er líklega mat blaðamannsins sjálfs. En auðvitað er ágreiningur um þessi mál og þeir eru nátturulega að reyna að draga úr trúverðugleika þeirra sem standa á móti þeim í þessu. Þeir gera það með þessum hætti. En vissulega kemur fram gagn- rýni á okkur í skýrslu ráðuneytis- ins. Við höfnum þeirri gagnrýni alfarið en við munum fara betur yfir einstaka liði hennar og svara því skilmerkilega sem þar er gagn- rýnt. En ég vil líka benda á að þeir sérfræðingar sem atvinnuvega- nefnd kallaði sér til ráðgjafar þeir gefa þessu frumvarpi algjöra fall- einkunn. Ég held að það væri gott að skoða þá skýrslu og reyna að koma þessari umræðu upp á al- vöru stig staðreynda í stað þess að drulla yfir þá sem með einhverj- um hætti eru ekki sammála ráð- herranum.“ „Bad standing“ Maðurinn var rekinn úr Hells Angels í nóvember síðastliðnum. Semja fyrst, kjósa svo Þingflokksformaður Samfylkingar- innar, Magnús Orri Schram, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að ljúka að- ildarviðræðum við Evrópusamband- ið, og leyfa þjóð- inni svo að kjósa um samninginn. Hann tekur ekki undir hugmyndir samflokksmanns síns, Árna Páls Árnasonar, um að leyfa þjóðinni að kjósa um áframhaldandi við- ræður. Árni Páll sagði í ræðu á fundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag, að besta leiðin til að afnema gjaldeyrishöftin væri að ganga í Evrópusambandið. Hann sagði hins vegar að andstaða við inngöngu í sambandið tefji málið og að til greina komi að þjóðin kjósi um hvort halda eigi aðildar- viðræðum áfram. Magnús Orri er ósammála þessari hugmynd Árna Páls og segir í samtali við RÚV að það sé hans skoðun að það þjóni hagsmunum Íslands best að ljúka ferlinu og leyfa þá þjóðinni að taka afstöðu til samnings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.