Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 17
Kvótinn Keypti Moggann Fréttir 17Helgarblað 18.–20. maí 2012 Einkatímar á gítarLærðu á gítar á eigin forsendum ísumar á góðu verði. Benjamín sími 696 8078 ben@benjaminarnason.com S&S Smáralind 588-0550 S&S Glerártorgi 461-2828 facebook.com/snudar Fjölbreytt úrval af 100% melamín vörum frá RICE Barnaskór fyrir 1-4 ára sem má nota inni og úti. Verð 3.990 kr. Handunnir danskir óróar Verð: 2.590 kr. Uglubolur frá Minymo. Verð 2.990 kr. Glæsilegar svuntur fyrir fullorðna Snúðar & Snældur bjóða upp á vönduð dönsk barnaföt á góðu verði og skemmtilega hönnunarvöru. n Áhersla eigenda Morgunblaðsins er á átökin um sjávarútveg n Eiga um þriðjung kvótans á Íslandi n Þrettánfaldur byggðakvóti Mogginn bjargaði þjóðinni Óskar Magnússon, útgefandi og einn eigenda Morgunblaðsins, þakkar blaðinu fyrir hvernig Icesave fór. Hann segir eigendur leggja áherslu á átökin um sjávarútveg og hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hagsmunir í húfi Hagsmunasamtök útgerðarmanna eru ein elstu hagsmunasamtök landsins. LÍÚ var stofnað árið 1939 af um fimmtíu útgerðarmönnum. Með stofnun samtakanna var hagsmuna- barátta útvegsmanna um allt land í höndum eins félags í stað margra. Fjallað var um sögu LÍÚ í fréttabréfi félagsins, Útvegurinn sem kom út árið 1999. „Tildrögin að stofnun LÍÚ voru fyrst og fremst þau, að á árunum eftir 1930 hafði sjávarútvegurinn í landinu átt í sífelldum og auknum erfiðleikum,“ skrifar Kristján Ragnarsson sem þá var formaður LÍÚ. Félagið fer með hagsmuni útvegsmanna og er málsvari þeirra í almennum hagsmunamálum auk þess sem félagið fer samningsgerð við vátryggingafélög fyrir hönd félags- manna. LÍÚ hefur það að hlutverki að gæta hagsmuna útvegsmanna við gerð kjarasamninga. Ungir útvegsmenn Ungir útgerðarmenn stofnuðu félag árið 2007, sem vinna átti að almennri fræðslu í sjávarútvegsmálum og stuðla að opinni umræðu. Formaður og stofnandi félagsins var Friðbjörn Orri Ketilsson eigandi vefmiðlunar sem rekur meðal annars vefinn AMX.is sem og sax.is, upp- lýsingavef um sjávarútveg. „Það var orðið tímabært að tengja saman það unga fólk sem starfar í greininni, tengist henni eða starfar í tengslum við hana,“ sagði Friðirk Orri í samtali við fréttavef- inn Skip.is vegna stofnunarinnar. Nokkur virkni var á vegum félags- ins um tíma en hópurinn sendi mjög gjarnan frá sér tilkynninga. „Vinstriflokkar í framboði til Alþingis hafa það á stefnuskrám sínum að gera aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja upptækar undir yfirskrift fyrningar- leiðar. Slík aðgerð kollvarpar því trausta og hagkvæma skipulagi sem ríkt hefur í sjávarútvegi um árabil og setur afkomu tugþúsunda einstaklinga um land allt í mikla óvissu,“ sagði meðal annars á vef samtakanna. Félagið var gagnrýnt fyrir pólitíska slagsíðu og var meðal annars ýjað að óeðlilegum tengslum við stjórn- málaflokka. Hótað sigla í land Útvegsmenn hafa samþykktu í janúar á þessu ári að fiskiskipaflotanum yrði siglt í land og hann bundinn við bryggju léti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. LÍÚ hefur heimild til slíkra samþykkta og hefur raunar beytt þessari aðferð áður. Aðspurður um hvort aðferðin væri eðlileg sagði Friðrik J. Arngrímsson framkvæmda- stjóri LÍÚ að hann líti ekki svo á að um hótun væri að ræða. Stjórnvöld væru í raun þau sem hótuðu. Þau hóti því að taka veiðiheimildir af fyrirtækjunum og menn hljóti að bregðast við hót- unum um að setja þau í þrot og þar með íslenskan sjávarútveg í gjaldþrot. Árið 1982 hótaði LÍÚ að stöðva flotann en þá samþykkti 25 manna trúnaðarráð félagsins að stöðva flotann á miðnætti 10 september vegna óánægju með ákvörðun fiskverðsnefndar um verðlag á fiski. Útgerðarmenn töldu þá nauðsynlegt að hækka viðmiðunarverð um 40 prósent sem áður var og höfnuðu boði um 20 prósent hækkun. Í frétt Tímans frá málinu segir að þetta sé í fyrsta sinn sem heimild trúnaðarráðs til að stöðva flotann sé beitt. Dauður sjór án útgerðar „Þjóðareign sem enginn kann að nýta er einskis virði,“ segir í auglýsingu LÍÚ frá árinu 1998 en það ár var einmitt ár hafsins. „Það kostar mikið að gera út skip. Það er ekki sjálfgefið að útgerð gangi upp og skili hagnaði. En án útgerðar verða engin auðæfi sótt í hafið,“ segir í sömu auglýsingu. Önnur auglýsing samtaka útvegsmanna bar yfirskriftina „Afkoman ræðst í útlöndum“. Þar segir að fiskur sem enginn kaupi skapi engin verðmæti. Auglýsingarnar vöktu mikla athygli og voru nokkuð umdeildar. Samtök um þjóðareign sökuðu útgerðarmenn meðal annars um villandi auglýsingar. Þá sá Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sig tilneytt til að svara herferðinni með eigin auglýsingu sem bar yfirskriftina „Við veiðum fiskinn“. „Okkur fannst auglýsingar LÍÚ þess eðlis að nauðsynlegt væri að rétta þær aðeins af. Við viljum minna á að útgerðarmaður og skip ná ekki aflaheimildunum, heldur þarf til þess framsækna og duglega sjómenn,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, við Morgunblaðið á sínum tíma. Skelfileg áhrif og ekkert samráð „Af hverju læra stjórnvöld ekki af reynsl- unni?“ spyrja íslenskir útvegsmenn á vefsíðu sinni sem stofnuð var vegna andstöðunnar gegn frumvarpi Jóns Bjarnasonar, þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem lagt var fyrir þingið um mitt síðasta ár. Vefur hópsins er í eigu Landssambands íslenskra útvegsmanna en auk vefsins var blásið til auglýsingaher- ferðar þar sem varað var við breytingunum. Að vanda vakti auglýsingaherferðin nokkrar deilur en að þessu sinni dróst Ríkisútvarpið inn í deilurnar þegar auglýsingadeild stofnunarinnar neitaði að birta auglýsingar Einars Steingrímssonar sem titlaði sig borgara. „Er herferð útgerðaraðals gegn almenningi siðleg? Borgari,“ sagði ein þeirra auglýsinga sem RÚV neitaði að birta á þeim forsendum að borgari væri of almennt. Þangað til hafði RÚV þó ekki gert athugasemd við auglýsingar merktar íslenskum útvegsmönnum. Engin samtök eru til með því heiti og ekki eru allir útgerðarmenn innan LÍÚ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.