Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 21
miklu hærri en veiðigjöldin sem þau greiða til hins opinbera af tekjum sínum. Veiðigjaldið sem Samherji hefur greitt til ríkisins árlega er um 230 milljónir króna og Síldarvinnsl- an hefur greitt tæplega 140 milljónir króna á hverju ári. Þegar arðgreiðslum Samherja er hins vegar deilt niður á síðustu fimm ár kemur í ljós að arðgreiðslur út úr fyrirtækinu hafa numið tæp- lega 790 milljónum króna að meðal- tali á ári og ríflega 542 milljónum hjá Síldarvinnslunni. Munurinn á arð- greiðslum út úr Samherja og veiði- gjöldum til ríkisins hefur því num- ið meira en hálfum milljarði króna á ári og rúmum 400 milljónum hjá Vinnslustöðinni. Hluthafar þessara útgerða hafa því borið meira úr být- um árlega vegna reksturs þeirra en ríkisvaldið. Miðað við þessar tölur gætu hlut- hafar útgerðanna hæglega greitt hærra veiðigjald til ríkisins en þeir hafa gert þar sem þeir sjálfir hafa fengið hærri upphæðir en ríkið út úr rekstrinum á síðustu árum. Spurning- in er þó vitanlega hins vegar hversu hátt veiðigjaldið eigi að vera. Um það deila ríkisstjórnin og útvegsmenn. Tvö fyrirtæki í Eyjum Næstu tvö útgerðarfyrirtækin á eft- ir Samherja og Síldarvinnslunni eru Vinnslustöðin í Eyjum og Ísfélagið frá sama bæ. Vinnslustöðin hefur greitt út arð til hluthafa sinna upp á nærri 2 milljarða króna á árunum 2007 til 2011. Stærstu hluthafar þess fyrirtækis eru eigendur útgerðar- félagsins Brims, meðal annars Guð- mundur Kristjánsson og Haraldur og Kristín Gíslabörn. Vinnslustöðin greiðir hins vegar ekki veiðigjald nema upp á um 120 milljónir króna ár ári hverju. Árlegur arður er því um 400 milljónir króna að meðaltali á meðan veiðigjaldið til ríkisins er rúmlega 100 milljónir króna. Ísfélagið hefur aftur greitt út arð upp á nærri 1.400 milljónir króna á árunum 2006 til 2010. Langstærsti hluthafi Ísfélagsins er Guðbjörg Matthíasdóttir sem á í kringum 90 prósenta eignarhlut. Guðbjörg hefur því fengið milljarð og hundruð millj- ónum betur í sinn hlut út úr rekstri Ísfélagsins á síðustu árum. Ísfélagið hefur greitt í kringum 130 milljónir í veiðigjald á ári hverju en meðalarð- greiðslur til Guðbjargar, og annarra hluthafa, nema um 280 milljónum á hverju ári. HB Grandi og Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði eru þau fyrir- tæki sem koma næst á eftir í röðinni en arðgreiðslur út úr þeim nema nærri 1.100 og tæplega 1.000 millj- ónum króna á því árabili sem um ræðir hér. Fréttir 21Helgarblað 18.–20. maí 2012 Arðurinn stundum hærri en veiðigjöldin til ríkisins n 6,6 milljarða arður út úr Samherja og Síldarvinnslunni n Yfirlit yfir arðgreiðslur 12 stærstu útgerðanna 2006 til 2011 n Útgerðirnar í Vestmannaeyjum arðsamar Stærstu arðgreiðendurnir 2006–2011 1 Samherji 3.930 milljónir 2 Síldarvinnslan 2.711 milljónir 3 Vinnslustöðin 1.994 milljónir 4 Ísfélagið 1.370 milljónir 5 HB Grandi 1.067 milljónir 6 Skinney-Þinganes 983 milljónir Harðar deilur Útgerðarmenn hafa deilt harkalega á kvótafrumvörp ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Ljóst er hins vegar að útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld en þau gera. Spurningin er hins vegar hversu há þessi gjöld geti verið. Börn Gunnþórs Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, hefur barist harkalega gegn kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Hann hefur sagt að þau geti haft áhrif á framtíð barnanna í landinu. Fyrirtæki hans hefur greitt 2,7 milljarða í arð til hluthafa sinna síðastliðin fimm ár. t Arðgreiðslur fara hækkandi Arðgreiðslur út úr íslenskum út- gerðarfyrirtækjum fara hækkandi eftir að hafa lækkað mikið í kjölfar hrunsins. Mörg útgerðarfélög greiddu lítinn sem engan arð árið 2009 en eru byrjuð að greiða aftur háar fjárhæðir til hluthafa sinna. „Gerum þetta þannig að hún færi börnunum okkar líka framtíð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.