Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Side 30
É
g kem frá Nígeríu, af svæði þar
sem einn mesti olíuleki sög-
unnar varð árið 2008,“ seg-
ir David Vareba, starfsmaður
Miðstöðvar umhverfismála,
mannréttinda og þróunar í Nígeríu.
Vareba er staddur hér á landi á veg-
um Amnesty á Íslandi en hann mun
halda fyrirlestur í Háskóla Íslands á
hádegi í dag, föstudag. Fyrirlesturinn
fer fram í Öskju stofu 131.
Í fyrirlestrinum mun Vareba
greina frá áhrifum olíumengunar
Shell á lífsviðurværi og mannréttindi
íbúa á óseyrum Nígerfljóts, hvern-
ig stórfyrirtæki eins og Shell bregð-
ast ábyrgðarskyldu sinni þegar kem-
ur að verndun mannréttinda. „Mín
þátttaka í baráttu íbúa Bodó er tví-
þætt. Ég vinn fyrir samtök sem berj-
ast fyrir mannréttindum fólksins þar,
en um leið höfum ég og fjölskylda
mín orðið persónulega fyrir áföllum
vegna starfsemi fyrirtækisins.“
Olía lak í 72 daga
Vareba fæddist í Bodó í Ogonílandi
í Nígeríu og þekkir vel þær raunir
sem íbúar á svæðinu hafa mátt þola
vegna umhverfisspjalla og mannrétt-
indabrota olíurisans Shell. „Bodó var
líffræðilega margbreytt með falleg-
um trjágróðri, gjöfulum fiskimiðum
og frjóum jarðvegi,“ segir Vareba um
Bodó en um 70 þúsund manns búa á
svæðinu. Uppistaða atvinnulífs Bodó
var, allt til ársins 2008, landbúnaður
og fiskvinnsla og við það störfuðu
foreldrar Vareba. „Faðir minn vann
við veiðar en móðir mín var ótrúlega
fær bóndi. Við vorum því blessuð
af gjöfulum miðum og frjóum jarð-
vegi. Það á raunar við samfélagið
allt.“ Faðir Vareba lest í fyrra en hann
segist telja að andlát föður síns megi
rekja til mengunar af völdum starf-
semi Shell. Árið 2008 láku á þriðja
hundrað þúsund tunnur af hráolíu
í náttúruna yfir 72 daga tímabil án
viðbragða frá Shell. Lekinn var til-
kominn vegna vélarbilunar sem var
afleiðing af tæringu í olíuleiðslum
fyrirtækisins og lágmarkseftirlit hefði
getað komið í veg fyrir.
Samfélagið rústir einar
„Á þriggja mánaðar tímabili hvarf
lífsviðurværi samfélagsins. Við erum
enn að takast á við afleiðingar olíu-
lekans. Sjúkdómar og andlát hafa
aukist, glæpum fjölgar stöðugt og
ung fólk er nánast horfið úr sam-
félaginu. Það fer annað í leit að at-
vinnu, innviðir samfélagsins eru í
molum,“ segir Vareba en bætir við
að það bíði fólks ekki mikil framtíð
í stórborgum Nígeríu. „Vandinn er
að fólk hefur oft ekki kunnáttu til að
vinna neitt annað en við landbúnað
eða veiðar. Það endar því oft í að slást
um hvaða vinnu sem það getur feng-
ið án sérkunnáttu.“
Fölsuðu tölur
Shell hefur raunar aldrei viðurkennt
sök í olíulekanum. Nú fimm árum
eftir að lekinn varð hefur hreins-
unarstarf ekki hafist. Í yfirlýsingu
frá Shell stuttu eftir lekann segir að
1.640 tunnur af hráolíu hafi lekið út í
umhverfið. Hins vegar telur matsfyr-
irtæki Accufacts að milli 103 til 311
þúsund tunnur hafi lekið út í um-
hverfið.
Fyrirtækið notar myndbönd tek-
in af íbúum svæðisins af lekanum
sem og stuttu eftir lekann við mat-
ið á stærð olíulekans. Sams konar
aðferð var notuð við mat á olíuleka
Deepwater Horizon, olíuborpalli
British Petrolium, árið 2010. Stærð
lekans skiptir töluverðu máli en íbú-
ar Bodó reka nú mál fyrir breskum
dómstólum gegn Shell. Þess er kraf-
ist að fyrirtækið viðurkenni sök á
olíulekanum og greiði fyrir hreins-
unarstarf. Að auki er þess krafist
að fyrirtækið greiði íbúum svæðis-
ins bætur vegna búsifja af völdum
mengunarinnar. „Shell hefur varla
boðið íbúum svæðisins neinar bæt-
ur,“ segir Vareba og bætir við að um
tíma hafi fyrirtæki boðið íbúum bæt-
ur í kringum hundrað dollara. „Það
er þrátt fyrir að við séum að tala um
fólk sem misst hefur allt sitt og það
fyrir fimm árum.“
Gríðarleg ítök hjá yfirvöldum
Shell hefur árum saman legið undir
ámæli vegna starfsemi fyrirtækisins
í Nígeríu. Þannig kom meðal annars
fram í Wikileaks-leka úr bandarísku
utanríkisþjónustunni að fyrirtækið
hafi leynilega útsendara innan níg-
erískrar stjórnsýslu. Leyninet Shell er
gríðarlegt ef marka má orð Ann Pick-
ard, fyrrverandi aðstoðarforstjóra
Shell í Nígeríu, sem sagði við banda-
rískan erindreka að fyrirtækið hafi
starfsmenn á öllum stigum stjórn-
sýslunar og í viðeigandi ráðuneytum.
„Þannig vitum við allt sem gerist
í ráðuneytunum,“ sagði Pickard. Þá
segir í skjölunum að hún hafi státað af
því að yfirvöld hefðu gleymt eða vissu
ekki hve víðtækt net njósnara fyrir-
tækið hafi innan stjórnsýslunnar.
Celestine AkpoBari, talskona
Social Action-félagasamtakanna
í Nígeríu, sagði á sínum tíma að
gögnin væru sönnun þess að Shell
haldi þjóðinni í gíslingu. „Shell er
alls staðar. Fyrirtækið hefur augu og
eyru í öllum ráðuneytum í Nígeríu.
Það hefur fólk á launaskrá víðs veg-
ar í samfélaginu, þess vegna kemst
fyrirtækið upp með hvað sem er.
Shell er ríki í ríkinu,“ sagði Akpo-
Bari.
Bresku samtökin Platform, sem
hafa eftirlit með olíuiðnaðinum,
hafa einnig tekið undir þessa lýsingu
á völdum fyrirtækisins og segir Shell
nýta sér allar leiðir færar til að koma
sínum hagsmunum í gegn í landinu.
Túlkun einnar manneskju
„Shell stýrir ekki ríkisstjórninni og
hefur aldrei gert það. Gögnin fjalla um
túlkun einnar manneskju. Það sem
þar kemur fram er algjör þvæla. Þetta
er gróf tilraun til að lítillækka nígerísk
stjórnvöld,“ sagði talsmaður Nigerian
National Petroleum Corporation sem
er olíufyrirtæki í eigu stjórnvalda og
nátengt Shell. Í viðtali við Bloomberg-
fréttastofuna sagði talsmaður frá Shell
að ásakanir sem koma fram í sendi-
ráðsgögnunum séu rangar. „Staðhæf-
ingarnar eru algjörlega úr lausu lofti
gripnar,“ segir í tilkynningu sem Shell
sendi frá sér vegna málsins. Það kem-
ur einnig fram í Wikileaks-skjölunum
að forsvarsmenn Shell hafi verið mjög
óttaslegnir yfir því að upplýsingarnar
lækju og kæmu fyrir sjónir almenn-
ings. Fyrirtækið mun hafa látið banda-
rískum stjórnvöldum í té upplýs-
ingar um nígeríska stjórnmálamenn
grunaða um að styðja þarlenda víga-
menn. Í staðinn mun Shell hafa óskað
upplýsinga um vitneskju bandarískra
yfirvalda um hvort vígamenn hafi að-
gang að loftvarnarbyssum.
30 Erlent 18.–20. maí 2012 Helgarblað
„Enn að takast á við
aflEiðingar olíulEkans“
n David Vareba berst við Shell fyrir íbúa Bodó í Nígeríu n Shell tók sér 72 daga til að bregðast við leka
Vill réttlæti David Vareba
starfar fyrir samtök sem
berjast fyrir réttæti til
handa íbúum Bodó í Nígeríu.
„Bodó var líffræði-
lega margbreytt
með fallegum trjágróðri,
gjöfulum fiskimiðum og
frjóum jarðvegi.
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Skeljungur ekki
með olíu frá Nígeríu
„Nei, stutta svarið við því er bara nei,“
segir Einar Örn Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Skeljungs, Shell-umboðsins á
Íslandi. „Ég get bara sagt þér nákvæm-
lega hvaðan olían hjá okkur
kemur. Hún er frá Statoil
í Noregi. Við kaupum
ekki einu sinni olíu
frá Shell,“ segir Einar
og tekur fram að ansi
mörg ár séu síðan olía
hér á landi kom frá Shell.
„Raunin er sú að Shell fyrir-
tækið er raunar sett þannig upp að þeir
vilja afgreiða stærri pantanir en Ísland
er að panta. Þeir hafa því ekki sinnt
Íslandi í háa herrans tíð með þessi mál,“
segir Einar.
Aðspurður hvort það geti verið að olíu
frá Nígeríu sé að finna í olíuvarningi sem
Skeljungur selur segist Einar efast um
það enda sé dýrt að flytja olíu langar
leiðir og því sé evrópsk olía yfirleitt ekki
flutt á markað utan Evrópu, þótt olía sé
flutt til Evrópu.
Þess má geta að árið 2010 var fjallað um
tengsl Skeljungs við Shell og spurt hvort
nígeríska olíu væri að finna hér á landi.
„Ég get sagt með vissu að olían kemur
ekki frá Nígeríu,“ sagði Már Erlingsson,
framkvæmdastjóri eldsneytissviðs
fyrirtækisins við vefritið Smuguna. „Við
pöntum frá Finnlandi, sú olía kemur
frá Rússlandi. Það er þó breytilegt frá
hvaða landi olían kemur hverju sinni, í
fyrra var hún frá Svíþjóð og á næsta ári
verður olían frá Noregi,“ sagði Már.
Olíubrák þekur stöðuvötn og ár Fiskveiðar hafa nánast lagst af á svæðinu enda
veiðist lítið þar sem fiskur er mestu dauður.
Gríðarleg mengun Olía þekur stór svæði í kringum lekann.
Yfirgefin atvinnutæki Víða má sjá báta í niðurníðslu sem nýtast engum lengur.