Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 32
Sandkorn
Ó
tti er sterk tilfinning, lamandi
og óþægileg. Flestir sem finna
fyrir ótta reyna að losna við
tilfinninguna sem fyrst. Ótti
hefur, eins og aðrar tilfinning
ar, áhrif á viðbrögð okkar, hegðun og
skoðanir. Óttaslegið fólk tekur síður
áhættu. Það er íhaldssamara, þröng
sýnna og leitar frekar í það sem það
þekkir. Sköpunargáfa og gagnrýnin
hugsun víkja fyrir óttanum og fólk lok
ar huga sínum fyrir hugmyndum að
lausnum. Óttaslegið fólk kýs einfaldar
og hraðvirkar lausnir sem slá á ástand
ið, núna, strax.
Þetta vita stjórnmálamenn og
hagsmunaaðilar. Þeir hafa vitað það
lengi og þeir kunna tæknina, spila á
óttann til að styrkja stöðu sína. Þeir
gera það hér heima og þeir gera það
úti í heimi.
Það birtist í málflutningi stjórn
málamanna sem hamra á því að ef
þeir komist ekki til valda þá stefni
í „upplausn við stjórn landsmála“,
„viðvarandi stjórnarkreppu og
glundroða“ og að „framtíð landsins
sé í hættu“.
Sömu stjórnmálamenn undirstrika
svo mikilvægi sitt með því að lofa ör
yggi og betri tíð komist þeir til valda.
„Það er hlutverk okkar að vera klettur
inn í hafinu,“ sagði Sigmundur Davíð
og Bjarni Ben. lofaði markvissri upp
byggingu.
Fleiri slá á svipaða strengi í kosn
ingabaráttu sinni. Þar á meðal forset
inn sem telur að vegna óstöðugleika
í íslensku samfélagi sé hann mikil
vægur öryggisventill, forsetinn geti
„ráðið úrslitum fyrir örlög þjóðarinn
ar“: „Ef við Íslendingar ætlum að vera
sjálfstæð þjóð, búa ungu fólki bjarta
framtíð,“ sagði forsetinn þegar hann
sagði að hann, stjórnvöld og allir yrðu
að passa að skemma ekki þróunar
mátt sjávarútvegsins eða annarra
atvinnugreina. „Án þess krafts, bjart
sýni og orku þá mun okkur aldrei tak
ast að skapa góða framtíð fyrir ungt
fólk á Íslandi.“
Útgerðarmaðurinn í Neskaupstað
sem boðaði sjómenn á Barðanum á
fund og sagði að þeir myndu missa
starfið ef fisveiðistjórnunarfrumvarp
ríkisstjórnarinnar yrði að veruleika vissi
líka hversu áhrifarík óttastjórnun getur
verið. Sjómennirnir tóku sér stöðu við
hlið hans á opnum borgarafundi með
ráðherranum. Hafi einhver verið ósátt
ur við aðferðina lét hann lítið fyrir sér
fara, hélt sig heima og þagði.
Það er nefnilega viðurkennt að
flestir leitast eftir því að fylgja sameig
inlegum gildum sem ríkja í því samfé
lagi sem þeir búa í. Þegar einsleitum
og samheldnum hópum er umhug
að um að ná samhljóða ákvörðun er
hugsunin gagnrýnislaus og þolinmæði
fyrir skoðanamun er engin. Sé ein
hver á annarri skoðun þegir hann þar
til honum hefur tekist að endurtúlka
eigin skoðanir og ná samhljóm með
hópnum. Í litlu samfélagi er ekki bara
óþægilegt að fara gegn ríkjandi við
horfum – það getur beinlínis falið í sér
hættu. Hættu á refsingu, tilraunum til
þöggunar, útilokun eða tímabundinni
útskúfun.
Fólki er stillt upp í andstæðar fylk
ingar og umræðan er öfgakennd. Ef þú
ert ekki með þá ertu á móti. Skoðanir
eru réttar eða rangar. Við erum á móti
hinum. Og hinir eru hættulegir.
Með því að ala á ótta sköpum við
sundrungu. Með ofbeldisfullri um
ræðu, upphrópunum og sleggjudóm
um drögum við úr kjarki fólks til að
koma skoðunum sínum og hugmynd
um á framfæri. Þegar fólki hefur verið
skipað í andstæðingar fylkingar höfn
um við frekar hugmyndum andstæð
inga ósjálfrátt, hættum að hlusta eftir
því sem þeir hafa fram að færa. Um
leið missum við af tækifæri til að vaxa,
þroskast og ná sáttum, öðlast frelsi
undan oki óttans.
Rosalega ríkur
n Ævintýralegt gengi sjávar
útvegsrisans Samherja hefur
vakið athygli. Vart fer á milli
mála að í
seinni tíð er
gengi fyrir
tækisins eld
huganum
Þorsteini Má
Baldvinssyni
að þakka. Sá
sem lagði grunninn að veld
inu er hins vegar Þorsteinn
Vilhelmsson, frændi Þorsteins
Más, sem færði Samherja
upphaflegan kvóta og mok
veiddi á upphafsárunum. Þor
steini var hins vegar ýtt út fyrir
mörgum árum. Stærsti ein
staki eigandi Samherja í dag,
einn ríkasti maður landsins, er
vélstjórinn Kristján Vilhelmsson
eftir að hlutur Þorsteins Más
skiptist í tvennt við skilnað
hans og eiginkonu hans.
Guðbjörg notar
Moggann
n Athafnakonan Guðbjörg
Matthíasdóttir fagnaði í gær
nýrri Heimaey sem kom til
Vestmannaeyja á þriðju
dag. Mikið var um dýrðir
enda kostaði dallurinn fjóra
milljarða króna. Guðbjörg er
stærsti eigandi Moggans sem
var á staðnum. Og það kom
fæstum á óvart að málgagnið
notað forsíðuna til að boða
að skipið yrði kannski selt úr
landi ef kvótanum yrði breytt.
Um allt land vofa hörmungar
yfir útgerðarmönnum sem
gráta jafnvel á tyllistundum.
Formannsefnið
Árni
n Árni Páll Árnason, þingmað
ur Samfylkingarinnar og fyrr
verandi ráðherra, sló í gegn
á Beinni línu
DV. Margir
vildu vita
hvort hann
hygðist máta
formanns
brækur, eins
og Össur
Skarphéðinsson spáði. Augljóst
er af svörum hans að hann
ætlar að fara í framboð gegn
Jóhönnu Sigurðardóttur for
manni sem glímir við fylgis
hrun ef marka má kannanir.
Erfitt er að átta sig á stuðningi
Árna og langt er til formanns
kosninga. Víst er þó að slagur
inn á eftir að vera harður.
Fortíð Þorgerðar
n Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir þingmaður var kom
in með aðra hönd á starf
sem fram
kvæmdastjóri
tónlistarhúss
ins Hörpu.
Þorgerður á
að baki gyllta
fortíð sem
ráðherra og
varaformaður Sjálfstæðis
flokksins. Við hrunið fór
stjórnmálaframi hennar
í hundana. Þar réð mestu
framganga eiginmanns
hennar, Kristjáns Arasonar,
sem fékk risastórt kúlulán
hjá Kaupþingi sem hann
getur síðan ekki borgað. Þótt
meirihluti stjórnar Hörpu
hafi viljað ráða Þorgerði varð
niðurstaðan sú að hafna
henni vegna fortíðarinnar.
Ertu komin til
að koma í deilur?
Ég svara ekkert
upp á það
Ólafur Ragnar Grímsson við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, blaðamann DV – DV
Samfélag óttans
v
ið upphaf heimsstyrjaldarinnar
1939 hófst fyrir luktum dyrum
undirbúningur að gerð nýrrar
stjórnarskrár Íslands. Þetta
var gert að frumkvæði Sveins Björns
sonar, sendiherra og síðar forseta
Íslands, og Hermanns Jónassonar,
forsætisráðherra í samstjórn Fram
sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks 1939–1942. Til verksins
fengu þeir þrjá dómara í Hæstarétti
(Einar Arnórsson, Gizur Bergsteins
son og Þórð Eyjólfsson) auk Bjarna
Benediktssonar, prófessors í lögum.
Fjórmenningunum var falið að leggja
aðeins til „þær breytingar á stjórnar
skránni, sem leiðir af niðurfalli dansk
íslenzkra sambandslaga og af því, að
forseti kemur í stað konungs“. Alþingi
staðfesti verklagið. Í apríl 1943 lagði
stjórnarskrárnefnd fram frumvarp
að nýrri stjórnarskrá nær óbreytt frá
þeim drögum, sem dómararnir þrír
og Bjarni Benediktsson höfðu samið
þrem árum áður.
Allir flokkar á einu máli
Allir flokkar á Alþingi voru á einu
máli um, að frumvarp stjórnarskrár
nefndarinnar 1943 væri aðeins til
bráðabirgða. Eysteinn Jónsson, Fram
sóknarflokki, sagði 17. janúar 1944:
„Við megum ekki taka upp í lög um
lýðveldisstjórnarskrá annað en það
sem stendur í beinu sambandi við
stofnun lýðveldis í stað konungdæmis
… Síðan eigum við að vinna af kappi
að því að endurskoða stjórnarskrána
í heild …“ Stefán Jóhann Stefánsson,
Alþýðuflokki, sagði 25. febrúar: „er
það skoðun allrar nefndarinnar að
vinna beri hið bráðasta að því að fram
fari gagnger endurskoðun á stjórnar
skránni“. Jakob Möller, einn stofn
enda Sjálfstæðisflokksins, sagði 26.
febrúar: „Þessi fyrirhugaða stjórnar
skrá … er hugsuð og í rauninni yfir
lýst sem hrein bráðabirgðastjórnar
skrá, þ.e.a.s., jafnframt því sem hún er
samþykkt er gert ráð fyrir að stjórn
arskrá ríkisins í heild verði tekin til
gagngerðrar endurskoðunar á næstu
árum.“ Sigfús Sigurhjartarson, Sósíal
istaflokki, sagði 8. marz: „… þegar
hafa verið gerðar ráðstafanir til þess
að endurskoða stjórnarskrána …“
Jafn kosningaréttur eigi síðar en
vorið 1946
Ný ríkisstjórn tók við völdum haustið
1944, nýsköpunarstjórn Sjálfstæðis
flokks, Sósíalistaflokks og Alþýðu
flokks, undir forsæti Ólafs Thors,
formanns Sjálfstæðisflokksins. Í
stjórnarsáttmála hennar var lofað
gagngerum breytingum á stjórnar
skránni „eigi síðar en síðari hluta
næsta vetrar“. Í breyttri stjórnarskrá
yrðu „ótvíræð“ ákvæði um réttindi
allra til atvinnu, almannatrygginga
og menntunar, „jafn kosningarétt
ur“ tryggður og sett „skýr fyrirmæli
um verndun og eflingu lýðræðisins“.
Sumarið 1945 var Gunnar Thorodd
sen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
og prófessor í lögum, skipaður fram
kvæmdastjóri stjórnarskrárnefndar.
Nýsköpunarstjórnin fór frá 1947 án
þess að endurskoða stjórnarskrána.
Síðar það ár var skipuð ný stjórnar
skrárnefnd, en hún skilaði engum
tillögum til breytinga, ekki frekar en
aðrar slíkar nefndir síðar. Að vísu flutti
Gunnar Thoroddsen, þá orðinn for
sætisráðherra og formaður stjórnar
skrárnefndar, frumvarp í eigin nafni
um endurskoðun stjórnarskrárinnar
1983, nær fjórum áratugum eftir að
það átti að gerast „síðari hluta næsta
vetrar“, en frumvarp hans náði ekki
fram að ganga frekar en aðrar slíkar
tilraunir. Þar koma við sögu margir
merkir menn, sem voru staðráðnir í
að ljúka verkinu, en hik, sundurlyndi
og tregða höfðu alltaf að lokum sigur
þrátt fyrir góðan hug.
Það var ekki fyrr en eftir hrun og
búsáhaldabyltinguna í byrjun árs
2009, að skriður komst loksins á mál
ið. Fólkið á Austurvelli heimtaði nýja
stjórnarskrá. Þjóðfundurinn 2010
tók undir kröfuna. Fullbúið frum
varp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnar
skrár hefur nú legið fyrir þingi og þjóð
í bráðum tíu mánuði og bíður þess,
að þingið kynni frumvarpið vel fyrir
þjóðinni svo sem lög mæla fyrir um
og þjóðin fái síðan að taka afstöðu til
frumvarpsins í almennri atkvæða
greiðslu eins og Alþingi hefur lofað.
Einn helzti sérfræðingur heimsins í
nýjum evrópskum stjórnarskrám, Jon
Elster prófessor í Kólumbíaháskól
anum í New York, lýsti þeirri skoðun
í Silfri Egils á sunnudaginn var, að
frumvarpið sé „afbragðsgott“ og á því
séu engir áberandi meinbugir eða
hnökrar.
Tími efndarinnar er upp runninn
Allsherjarendurskoðun stjórnarskrár
innar, sem allir flokkar á Alþingi sáu
fyrir sér allan lýðveldistímann, hefur
aldrei farið fram, þótt ýmsar frekar
smávægilegar breytingar hafi verið
á henni gerðar sjö sinnum. Til að
tryggja einingu þjóðarinnar við lýð
veldisstofnunina 1944 ákvað Alþingi
að lögfesta lítt breytta stjórnarskrá til
bráðabirgða, en endurskoða hana síð
an við fyrstu hentugleika. Enda mátti
ennþá sjá, að stjórnarskráin hafði að
miklum hluta verið samin í danska
kansellíinu 1849, eins og Jón forseti
sagði um hana á sínum tíma. Í þessu
ljósi þarf að skoða frumvarp stjórn
lagaráðs til nýrrar stjórnarskrár og
örvæntingarfullt málþóf sjálfstæðis
manna á Alþingi gegn frumvarpinu
og gegn lýðræðinu. Góðir sjálfstæðis
menn: Standið nú ekki í vegi fyrir vilja
þings og þjóðar. Frumvarpi stjórnlaga
ráðs er öðrum þræði ætlað að efna
loforð Ólafs Thors, Bjarna Benedikts
sonar og Gunnars Thoroddsen.
Leiðari
Ingibjörg Dögg
Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
32 18.–20. maí 2012 Helgarblað
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Samstaða lýðræðis-
flokkanna: Taka tvö„Til að tryggja
einingu þjóðar-
innar við lýðveldisstofn-
unina 1944 ákvað Alþingi
að lögfesta lítt breytta
stjórnarskrá til bráða-
birgða, en endurskoða
hana síðan við fyrstu
hentugleika.
„Þeir kunna
tæknina, spila
á óttann til að styrkja
stöðu sína.
Jóhannes Jónsson um eignarhald á Moon Capital S.á.r.l í Lúxemborg – DV