Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Page 33
Spurningin Hann er kominn úr lífshættu Sumir jafnari en aðrir Ester Ásbjörnsdóttir, móðir Egils Einarssonar sem fékk heilahimnubólgu – DV.isJón Lárusson fyrrverandi forsetaframbjóðandi sem dró framboð sitt til baka í vikunni – DV.is Stutti spottinn (Síðari hluti) „Já, bara árshátíð.“ Guðbjörg Steinsdóttir 22 ára nemi „Já, ég fór á árshátíð hjá Össuri í Hörpunni.“ Guðmundur Harðarson 23 ára starfsmaður hjá Össuri „Ég hef aldrei komið í Hörpuna.“ Saga Ólafsdóttir 24 ára nemi „Aldrei komið í Hörpuna.“ Jónas Steinsson 38 ára tölvunarfræðingur „Nei, og ætla mér ekkert að fara þangað inn. Þetta er ljótt hús.“ Gunnar Vagn Aðalsteinsson 57 ára vinnur við að gera við mótorhjól Hefur þú sótt einhvern við- burð í Hörpu? Þetta er álfrán, Árni F urðulegasta fréttasyrpa síðari ára hefur birst í Sjónvarpinu, Frétta- blaðinu og Morgunblaðinu undan- farna daga. Í fréttunum er fullyrt að Árni Johnsen alþingismaður hafi keyrt á stein á Hellisheiði, sem í búa álfar, og síðan ákveðið að flytja álfana heim til sín í Vestmannaeyjar með þeirra vilja. Enginn fyrirvari er í fréttunum. Árni fullyrti í viðtali við Morgunblaðið að sjö álfar byggju í steininum. „Á neðri hæð- inni, þetta er tveggja hæða steinn, voru ung hjón með þrjú börn, og þau vissu um hugmyndirnar að fara út í Eyjar. Þeim leist vel á það,“ staðhæfði Árni. „Var þetta ekkert rask fyrir þá?“ spurði frétta- maðurinn. „Nei,“ svaraði Árni. Þessu var ekki lokið. Kona, sem full- yrti að hún væri „sendifulltrúi álfanna“, hélt áfram að úttala sig um aðstæður álfanna. „Þeir þekkja aðra álfa, sem voru með kindur og þau fá sauðfé og ætla að prófa sauðfjárbúskap,“ sagði hún. „Og hvað ertu með í körfunni?“ spurði fréttamaðurinn. „Þar eru álf- arnir. Þetta eru smáálfar. Þeir eru um 35 sentímetrar á hæð. Og gamli karlinn, hann er hálflasinn. Þannig að hann liggur.“ Átta fréttir voru fluttar um brott- flutning álfanna í öllum stærstu fjöl- miðlum landsins. Í öllum miðlunum var látið eins og ekkert væri – eins og álfarnir hefðu samþykkt flutninginn. En þessar fréttir voru lygar. Svarthöfði náði tali af einum álfin- um. Honum var mikið niðri fyrir. „Hvað höfum við gert ykkur!?“ skrækti hann. Svarthöfði bað álfinn að segja alla sólar- söguna eins og hún gerðist. „Það var fal- legur dagur. Ég leit út um gluggann og sá eitthvert ferlíki með númeraplötuna „Ís- land“ fleygjast í áttina að húsinu mínu. Höggið var slíkt að ég dúndraðist í gólfið og fór úr axlarlið. Ég hef verið 75% öryrki síðan. En þetta var bara byrjunin,“ sagði álfurinn og grét smæðarinnar tárum. „Taktu þér þinn tíma...“ sagði Svarthöfði í hughreystandi tón. Álfurinn stamaði upp orðunum grátklökkur. „Hann var eins og álfur … en samt í stærð trölls … og hann sagðist ætla að eiga okkur!!“ grét hann, og tárin runnu í munnvikin. Í frásögn álfsins fóru sláandi stað- reyndirnar að púslast saman. Gamli álfurinn lá vegna þess að Árni hafði stigið ofan á hann. Álfarnir höfðu aldrei samþykkt brottflutning að heimili Árna John sen. Þeir höfðu verið hamingjusam- ir í álfaborginni á heiðinni en voru rifnir út úr samfélagi sínu, nauðflutt mansals- fórnarlömb, rænd félagslegu baklandi og menningarlegu samhengi. „Þetta er álfrán!“ kallaði álfurinn, þegar viðtalinu lauk við það að „sendifulltrúinn“ nam hann á brott. Svona lagað er dæmigert fyrir ís- lenska fréttamennsku. Hvar er heim- ildarvinnan? Svarthöfði A ðspurður, sagði Ari Fanndal: -Auðvitað á fjölskylda mín að fá úthlutað kvóta, mitt fólk hef- ur alltaf haldið uppi atvinnu- lífinu í plássunum báðum. Forfeður mínir slógu hvergi slöku við og fórn- uðu sumir hverjir lífinu fyrir þessa þjóð. Ég hef þurft að fórna miklu fyrir þetta samfélag, – og gráturinn virtist ætla að læðast upp eftir neðri vörinni. Samfélagið hafði lært að treysta útgerðinni. Nánast allt fólk bar virð- ingu fyrir mönnum sem óku um á dýrum jeppum og töluðu um fagrar strendur í fjarlægum löndum. -Það er erfitt að vera í útgerð – einkum þegar vel veiðist, var haft eftir Erni Fann- dal. En hann hafði lent í því að þurfa að aflýsa golfferð til Túnis vegna þess að hann þurfti sjálfur að vasast í samningagerð við Þjóðverja sem höfðu í áraraðir keypt af útgerðinni uppsjávar fisk. -Kostnaðurinn eykst svo geigvæn- lega þegar vel veiðist. Og ekki er nú olíuverðið að hjálpa útgerðinni, sagði annar frændinn þegar andstæðingar vegaframkvæmdanna töluðu um bruðlið sem átti að bæta hag útgerð- arinnar. Það var svo einn sólríkan ágúst- dag að menn luku framkvæmdum við stutta spottann. Bergur Fanndal, eigandi verktakafyrirtækisins sem séð hafði um framkvæmdir, lét hafa það eftir sér að kostnaðurinn hefði að vísu farið framúr áætlun, en engu að síður vissu allir landsmenn að um miklar samgöngubætur væri að ræða. Hann sagði að menn hefðu þurft að breyta vegarstæðinu vegna varplands og að skriðuföll og erfið samskipti við ráðu- neyti hefðu sett strik í reikninginn. Að ógleymdum mótmælum fólks sem vildi vernda votlendi. Núna var stutti spottinn malbik- aður og frágenginn. En, svona fyrsta kastið, var ákveðið að setja einstefnu- merki þar sem vegurinn byrjaði í ná- munda við gangamunnann í austri og samskonar merki var sett við þar sem stutti spottinn tengdist þjóðveginum í vestri. Nokkrum árum eftir að lokið var við framkvæmdir, fóru nokkrir fugla- skoðarar fótgangandi út eftir stutta spottanum og þegar hópurinn kom að varplöndum og votlendi, mátti sjá að skriður höfðu náð að þekja veginn á nokkrum stöðum og var hann með öllu ófær. Þá gerðist það, nokkru eftir að þessir fótgangandi ferðalangar fóru um stutta spottann og varplöndin, að sú spurning barst til sveitarstjórnar, hvernig stæði á því að stutti spott- inn væri lokaður árið um kring. Eftir að menn höfðu ráðfært sig við Berg Fanndal og aðra sem létu mál þetta sér fyrir brjósti brenna, var eftirfar- andi bókun skráð í fundargerð sveitar- stjórnar: „Vegna stöðugra mótmæla og ágangs fólks sem vill friða varplönd kríu og vernda votlendi á utanverðu Spóanesi, sér sveitarstjórnin ekki ástæðu til að halda veginum um nesið opnum.“ Og sannast hér hið fornkveðna, að betra er að vera vitur eftir á en heimskur allan tímann. Víst er blessuð vonin sterk þó vil ég á það minna að alltaf verða ýmis verk sem enginn þarf að vinna. Andlitslyfting Iðnaðarmenn leggja lokahönd á verkið við Listasafn Reykjavíkur sem fengið hefur smávegis andlitslyftingu með nýrri umferð af hvítri málningu. Vegfarendur um Tryggvagötuna eru sammála um að allt annað sé að sjá byggingarnar. Mynd Sigtryggur AriMyndin Uppáhaldslíkamsræktin? Umræða 33Helgarblað 18.–20. maí 2012 1 „Hann var búinn að safna öllu sínu já-fólki allt í kringum sig“ Hitafundur í Fríkirkjunni. 2 Heiða Kristín: „Mér þykja þessar ásakanir mjög sorglegar“ Heiða um ásakanir þess efnis að Besti flokkurinn hafi ekki beitt sér fyrir björgun NASA. 3 Anna Mjöll frumsýnir kærastann Söngkonan frumsýndi kærastann á Facebook-síðu sinni. 4 Langar í barn með CasperJennifer Lopez er ástfangin. 5 Milljónaíbúðir í Skugga-hverfi sagðar rjúka út Viðskiptablaðið um sölu íbúða í Skuggahverfinu. 6 Björn Valur: Heldur Sigmundur Davíð að fólk sé fífl? Björn Valur Gíslason efast um hæfi Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar sem formanns. 7 Jón leysir til sín hlutinn í Högum Árni Hauksson og Friðrik Hall- björn Karlsson hafa gengið frá sölu á 5 milljón hluta í Högum. Mest lesið á DV.is Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Sigrún Lilja Guðjónsdóttir framkvæmdarstjóri „Hot jóga hjá Jóhönnu í Sporthúsinu er allt í senn slökun, hreinsun, þjálfar einbeitingu og kemur kroppnum í sitt langbesta form.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.