Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 35
„Ég er ekki kona
eða karlmaður,
ég er bara Janne“
Viðtal 35Helgarblað 18.–20. maí 2012
ál. En það var vegna álsins sem ég og
Magnús gátum flutt aftur til Íslands.
Ég var loksins búin að fá mann-
inn minn með mér í að flytja aftur til
Íslands með því beita fyrir mig börn-
unum. Því þau vildu koma með mér,“
segir hún og hlær.
Hann mátti eiginlega bara velja
hvort hann vildi koma með okkur eða
verða eftir! Við sáum að það var mik-
il gerjun hér fyrir austan og ég hefði
aldrei sagt upp góðu starfi til þess að
gera eitthvað svona, aldrei, það er ekki
líkt mér að gera eitthvað svona, ég
þráði bara svo mikið að fara til Íslands.
En þetta var stórt skref, það tók okkur
meira en eitt og hálft ár sem fjölskyldu
að ákveða að fara.“
Hjartað var á Íslandi
En Janne og fjölskylda tóku það stóra
skref að flytja til Íslands. Hún sagði
upp mjög góðu starfi. Þau seldu húsið
sem þau höfðu varið tíu árum í að gera
upp og fluttust austur.
„Það var ekki endilega af því að ég
vildi fara í álbransann, heldur það líf
sem var að færast í austfirskt samfélag.
Það er fullt af fólki sem gerði slíkt hið
sama. Sá hér tækifæri til þess að koma
aftur þangað sem ræturnar eru. Koma
aftur heim þangað sem þau eru fædd.
Margir hafa farið frá Austurlandi til að
ná sér í menntun en síðan ekki séð
tækifæri í því að snúa aftur. Nú eru hér
bæði margir aðfluttir og svo sannar-
lega mikið af fólki sem er komið aftur
austur í heimahagana. Heilu fjölskyld-
urnar sameinast.
Hjarta okkar beggja var alltaf hér á
Íslandi,“ segir Janne. „Sérstaklega hjá
mér og stöðnunin sem var hér lengi
vel var alveg eins og að horfa á ein-
hvern sem manni þykir vænt um hægt
og rólega missa orkuna. Það er vont
fyrir sálina að horfa upp á svoleiðis, af
því að okkur þykir svo vænt um þetta
svæði en við sáum að fólk gat ekki selt
húsin sín af því að það var enginn að
flytja þangað. Þeir sem loksins gátu
selt töpuðu peningum á því og það var
erfitt að halda húsinu því það vantaði
vinnu, fiskurinn fór alltaf í bylgjum.
Stundum gekk vel en stundum illa.
Það var vont að sjá hvað það var erf-
itt fyrir fólk að búa hérna. Það getur
vel verið að álið eigi eftir að vera eins
og fiskurinn. En fyrir fólk sem vinnur
hér er meiri stöðugleiki. Það fær sín
laun og heldur þeim hvort sem sala á
áli fer upp eða niður. Fólk getur verið
visst um að það er með starf á næsta
ári, eftir tíu ár eða tuttugu ár. Ef það vill
vera hér.“
Mótmæli og veik amma
Mótmælin gegn Kárahnjúkum fóru
illa í heimamenn að sögn Janne sem
líkir byggingunni og framkvæmdun-
um við lækningu á sjúkri manneskju.
„Ég veit ekki hvort nokkur getur
ímyndað sér hvernig það er að vera í
þessum aðstæðum. Það má ímynda
sér veika manneskju sem missir
orkuna í samfélaginu sem á sér síð-
an von um lækningu en fær hana svo
ekki. Það voru komnir þúsund manns
til að byggja Kárahnjúka þegar mót-
mælin byrjuðu. Það settist á sálina.
Það var eins og amma þín sem hefði
verið veik í mörg ár, kannski komin
með nýjar pillur og komin með svo
mikla orku að hún getur labbað aft-
ur. Þá kemur kannski einhver og seg-
ir að þessar pillur séu bláar en eigi að
vera gular. Sá hinn sami myndi spyrja:
Hvað ertu að gefa ömmu þinni bláar
pillur? Nú er ég bara að tala um til-
finningar. En þetta var bara svo vont.“
Mótmælin settust á sálina
Á þessum tíma unnu 50 manns fyrir
Fjarðaál og Janne er minnisstæður til-
finningaþrunginn starfsmannafund-
ur.
„Við vorum á starfsmannafundi að
ræða saman um mótmælin og hvernig
við ættum að koma fram við mótmæl-
endur. Við ræddum um að við þyrftum
að passa okkur á því að vera kurteis og
hvernig við ætluðum okkur að kom-
ast í gegnum þetta. Einn starfsmann-
anna stóð upp. Hann var einn af þeim
sem þurftu að fara burt og sáu tæki-
færi til að koma til baka með konuna
sína og byggja upp sitt fjölskyldulíf
hér. Hann stóð upp og var næstum því
grenjandi þegar hann lýsti aðstæðum
sínum. Hann sagði að sér liði illa yfir
því hvernig þeir töluðu um samfélag
sitt, eins og það væri ekki mikilvægt.
Og eins að hann hefði óskað sér þess
í mörg ár að komast aftur heim. Þau
gera bara grín að þessu eða tala illa
um það, sagði hann. Meðan hann tal-
aði sátum við öll með kökk í hálsinum.
Þetta var svo rétt hjá honum. Hann
kom orði yfir þessa tilfinningu sem
við öll höfðum. Það var svo erfitt að
finna fyrir þessari neikvæðni, því það
var enginn hér, kannski fimm manns
á öllu Austurlandi sem voru neikvæð-
ir vegna framkvæmdanna. Allir voru
og eru mjög jákvæðir hér. Það var svo
skrýtið að fólk skyldi tala svona nei-
kvætt um eitthvað sem bjargaði henni
ömmu.“
Hefur áhyggjur af mengun
Hún er stolt af þeim árangri sem henni
finnst Austfirðingar hafa náð. „Ég skal
bara viðurkenna það. Ég er ofsalega
stolt af því sem við höfum gert hér.
Ekki bara að búa til þessi vinnutæki-
færi sem við sköpuðum og fullt af pen-
ingum. Það voru 33 milljarðar sem við
skildum eftir í íslensku samfélagi bara
á síðasta ári, það var bara Fjarðaál,
restin kemur frá Kárahnjúkum.
En það sem við erum að búa til hér
er hins vegar svo miklu meira en pen-
ingavél. Þetta er eitthvað sem passar
umhverfinu svo miklu betur en allt
annað sem er að gerast á Íslandi eða
í heiminum. Umhverfisvæn hugsun.
Það var ákveðið af Alcoa að gera þetta
fyrirtæki hér á landi að grænasta og
umhverfisvænasta fyrirtæki þeirra. Og
að fá að vinna í því er ofsalega gaman.
Þú finnur ekki álver í Evrópu sem er
með jafn lítið koltvíoxíð og við hér hjá
Fjarðaáli.“
Janne hefur samt áhyggjur af
mengun. „Ég fæ borgað fyrir að hafa
áhyggjur af mengun. Ég ber ábyrgð á
því að leita stanslaust að tækifærum til
að gera betur.“
Léleg í að eiga áhugamál
Janne á tvö börn, rúmlega tvítuga
stelpu og 17 ára son. Henni finnst
notalegast að eyða tíma sínum með
fjölskyldunni þótt hún segist vinna
töluvert mikið og vera léleg í því að
eiga áhugamál.
„Víkingur var ellefu ára þegar við
komum til Íslands og Tinna var fjór-
tán ára og þeim finnst gaman að vera
hér. Já, ég vinn of mikið. En ég slappa
samt best af þegar ég er með fjölskyld-
unni. Að vera með henni er það sem
lífið snýst um. Sérstaklega þegar við
getum notið tímans þegar við erum
saman – við keyptum okkur hjólhýsi
fyrir tveimur árum, risastórt hjólhýsi
til að fara í útilegu. Maður getur allt-
af farið á fínt hótel en það er ekki jafn
gaman. Að fara í útilegu eða út á fjór-
hjól, það er ógeðslega gaman finnst
mér að fara á fjórhjól, aumingja karl-
inn minn, hann fær það aldrei lánað.
Ef fjölskyldan nennir ekki að koma
með mér þá fer ég sjálf út í dal. Þetta
er þarna einn og hálfan kílómetra frá
húsinu og ég tek hundinn með mér.
Þetta er bara draumur. Ég fæ svo mikla
orku við að fara út í tvo til þrjá klukku-
tíma. Það þarf ekki meira. Mörgum
finnst gaman að fara í golf en það virk-
ar leiðinlegt, það er ekki fyrir mig. En
að vera úti í kaldri á og veiða finnst
mér æðislegt.“
Vill ekki að sonurinn
vinni hjá Fjarðaáli
Þrátt fyrir að Janne sinni starfinu fyr-
ir Fjarðaál af ástríðu er hún ekki viss
um að sonur hennar ætti að sækja um
starf hjá fyrirtækinu.
„Sautján ára strákurinn minn er að
læra vélvirkjun og draumur hans er að
koma inn á svæðið því þetta er lang-
stærsta tækifærið hér. Stundum vona
ég að hann komist ekki. Það hljóm-
ar mjög skrýtið, ég veit það, en hann
þyrfti alltaf að vera tíu sinnum betri en
hinir og hann er svo góður strákur að
ég er ekki viss um að það sé rétt fyrir
hann. En ég ætla ekki að stoppa hann
ef hann sækir um en ég held að hann
myndi fá betri tækifæri annars staðar.“
Tekur tilfinningarnar
með í vinnuna
Janne kveðst ekki vera fíngerð. Þvert
á móti. „Þú heyrir hvernig ég tala,
ég nota ekki mikið af fínum orðum.
Það er ekki af því að ég er útlending-
ur og kann ekki mikið af fínum orð-
um. Það er frekar vegna þess að ég
er bara venjulegur einstaklingur, ég
er ekki alin upp til að vera merkileg,
bara Janne. Ég vil bara vera ég sjálf.
Ég nenni ekki að nota orð og reyna að
vera eitthvað annað en ég er,“ útskýrir
hún.
„Ég notaði smátíma eftir að ég fékk
nýja starfið mitt til að hugsa hvort ég
þyrfti að vera öðruvísi. Ég tók nokkra
klukkutíma í að pæla því hvort ég
þyrfti að haga mér öðruvísi og það var
mjög einfalt fyrir mig að ákveða það
að ef ég þyrfti þess þá væri það ekki
rétt fyrir mig að vera í þessu starfi. Ef
ég get ekki verið ég sjálf þá eru svo
mörg önnur skemmtileg störf sem ég
get fundið. Ég vil fá að vera ég sjálf.“
Hún segist halda að margir setji sig
í stellingar til að þóknast öðrum en
heldur að það virki öfugt.
„Ég held að það stoppi mann í því
að komast áfram. Ef ég hef gert eitt-
hvað rétt hér hjá Fjarðaáli held ég að
það sé að vera alltaf trú því sem mér
finnst rétt, að standa alltaf fyrir mínu.
Ég hef þurft að rífast við fólk og rök-
ræða. Ég er ekki einstaklingur sem
verður reiður og öskra ekki, en ég hef
leyft mér frá upphafi að taka tilfinn-
ingarnar mínar með mér í vinnuna.
Vera ég sjálf og vera trú því sem mér
finnst rétt. Hvort sem ég er forstjóri
eða framkvæmdastjóri yfir tölvu-
teymi, gæðateymi eða hverju sem er
þá er það ofboðslega gaman að fá að
taka tilfinningarnar með sér í vinnu.“
Og Janne er komin til að vera.
„Ég vona að þeir láti mig aldrei
fara. Ég hef engin plön um að fara
neitt, ég vil bara vera hér. Mér finnst
þetta svo skemmtilegt. Ég hef reyndar
sagt það um öll störf sem ég hef sinnt,“
segir hún og hlær.
„Ég er ekki sko ekki á leiðinni neitt,
ég elska þetta svæði svo eins lengi og
þeir henda mér ekki út þá er ég hér. Ég
er ekki að fara neitt, alls ekki.“ n
„Sjitt,
á ég
að vera hér í
nokkra mán-
uði? Ég á eftir
að deyja hér.
Er ekki fíngerð kona
Janne segist óhikað
rífast og rökræða málin
og er óhrædd við að vera
sterk og sjálfstæð.