Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 36
36 Viðtal 18.–20. maí 2012 Helgarblað B laðamaður mælti sér mót við þúsundþjalasmiðinn og hugsjónamanninn hlátur­ milda, Ómar Ragnarsson, á Hótel Borg síðdegis á köld­ um en sólríkum sumardegi. Hann er mættur þegar blaðamann ber að garði og stendur úti á miðju gólfi í mannlausum veitingasalnum, klæddur í jakkaföt og með bindi. Bindið er hann alltaf með, líka þegar hann er á þvælingi uppi á hálendinu. Ómar er búinn koma sér fyrir úti við hornglugga, með kók í gleri, en stingur upp á því að við færum okkur innar í salinn til að fá ekki sumarsól­ ina í augun. Blaðamaður pantar sér líka kók í gleri, Ómari til samlætis. Ómar segist ekkert vera í kaffinu, finnst það vont. Kýs þá frekar að fá sér te. Hann var að koma úr öðru við­ tali en fullvissar blaðamann um að hann hafi verið að tala um allt aðra hluti þar en hann ætli sér að ræða í þessu viðtali. Blaðamanni er létt að heyra það. „Furðuleg uppákoma“ Það er ekki úr vegi að hefja viðtalið á þeim stað sem við skildum við Ómar síðast þegar hann kom í viðtal í DV sumarið 2010. Þá ræddi hann opin­ skátt um fjárhagsörðugleika sína og sagðist mjög skuldsettur, aðallega vegna fjölmargra kvikmyndaverk­ efna sem hann væri að vinna að um náttúru Íslands. Hann sagði þó verst af öllu að þurfa að leggja þessar fjár­ hagslegu byrðar á eiginkonu sína sem hefði reynst honum svo vel í gegnum árin. Í kjölfar viðtalsins fór að stað landssöfnun handa Ómari, að frumkvæði Friðriks Weisshappel, og söfnuðust alls 13 milljónir króna. „Þetta var furðuleg uppákoma og mjög sérkennilegt hvernig það fór af stað eitthvað sem maður réð ekkert við og endaði með degi ís­ lenskrar náttúru. Eitthvað sem mað­ ur hefði aldrei getað ímyndað sér að gæti gerst,“ segir Ómar. Söfnunarféð fékk hann í sjötugsafmælisgjöf þann 16. september 2010 og var sá dagur gerður að degi íslenskrar náttúru, honum til heiðurs. Heillaðist af Eyjafjallajökli Ómari finnst það þó sérkennilegt því dagur íslenskrar tungu hafi verið til í meira en 15 ár. Það sýni hvað Íslend­ ingar séu komnir skammt á veg í að átta sig á mestu verðmætum lands­ ins. „Ég er ekki að segja að tungan sé ekki mjög mikils virði en náttúran hefði átt að koma á undan því það er ennþá verðmætara að varðveita hana.“ Ómar bendir þó jafnframt á að varðveisla tungunnar sé alls ekki einkamál okkar Íslendinga, ekki frek­ ar en verndun náttúrunnar. Hann vill berjast gegn því sem hann kallar ofurneysluhyggju þar sem verið er að steypa allar þjóðir heims í sama mótið, til dæmis með ótæpilegri neyslu pítsa og hamborg­ ara. „Á þessari öld sem við erum að sigla inn í er ljóst að áður en öld­ in verður hálfnuð þá verða helstu hráefnin og orkugjafar á þrotum, til dæmis ekki nægur fosfór fyrir iðnað og landbúnað, það verður ekki næg orka, það verður ekki nóg pláss fyrir allt þetta fólk og það verður ekki næg fæða. Þetta sýnast alltaf sömu gömlu dómsdagsspárnar en við skulum muna hvernig Úlfur, úlfur sagan fór. Úlfurinn kom nefnilega að lokum,“ útskýrir Ómar sem hefur verið um­ hverfisverndarsinni allt sitt líf, eða frá því hann var sendur í sveit fimm ára að aldri. Þá stóð hann á túninu við bæinn og horfði á Eyjafjallajökul, rétt hinum megin við árbakkann, að honum fannst. „Hann heillaði mig. Þú getur ímyndað þér hvað hann heillaði mig í hitteðfyrra. Þá kom hann og sýndi hvers hann var megn­ ugur. Gosið í Eyjafjallajökli er það fyrsta sem gerist í sögu Íslands sem veldur því að öll heimsbyggðin veit um Ísland. Meira að segja leiðtoga­ fundurinn náði því ekki. Eyjafjalla­ jökull var það besta sem gat komið fyrir okkur. Af því við erum nógu vel stæð til að geta hjálpað því fólki sem átti um sárt að binda fyrst á eftir, sem núna nýtur góðs af Eyjafjallajökli.“ Verðum að huga að afkomendunum Ómar segist alltaf vera að uppgötva ný og ný undur lands okkar sem styrki hann í því sem hann er að gera, en hann er nú með tíu kvikmynd­ ir í vinnslu sem allar tengjast nátt­ úru Íslands með einum eða öðrum hætti. Hann hefur reynt að hlaupa til og gera kvikmyndir um þau nátt­ úrusvæði sem eru í hættu, til dæm­ is vegna virkjunarframkvæmda. Það truflar hann og tefur frá öðrum verk­ efnum og kostar fé. „Áður en við ætlum að vaða áfram í þessari ofurhyggjunautn okkar þá þurfum við að vita hvað við erum að gera gagnvart því sem framundan er. Þess vegna lít ég á það núna, síðustu ár í mínu jarðlífi, sem mitt hlutverk að benda mér og öðr­ um á það að við verðum að huga að frelsi þeirra sem koma á eftir okkur. Þetta er nokkurs konar langafastand í þágu ófæddra langafa barna.“ Hann tekur upp snjáða vasadag­ bók og sýnir blaðamanni staðreynd­ ir um Vatnajökulsþjóðgarðssvæð­ ið sem hann hefur punktað hjá sér. Staðreyndirnar sýna að svæðið tek­ ur öllum öðrum eldfjallasvæðum heimsins fram og á sér engan líka. Vill fá „umboðsmann ófæddra“ Síminn hans Ómars hringir og hann afsakar sig fyrir að hafa ekki tek­ ið hljóðið af. Hann segir á ensku við þann sem er hinum megin á lín­ unni að hann sé upptekinn í viðtali í augnablikinu og hringi síðar. „Það er svo mikið af útlendingum sem koma hingað, Eyjafjallajökull sá til þess,“ Ætlar að syngja í eigin jarðarför Það er óhætt að segja að gleðigjafinn Ómar Ragn- arsson sé öllum Íslendingum góðkunnur. Kominn á áttræðisaldur segist hann aldrei hafa haft meira að gera. Hann er með tíu kvikmyndir í vinnslu, vinnur að ljósmyndabók og hristir lög og texta fram úr erminni. Hann veit að hann er kominn í tímahrak með mörg verkefnanna og er í óða önn að undirbúa sig fyrir brottför úr þessu jarðlífi. Sólrún Lilja Ragnars- dóttir settist niður með Ómari á Borginni. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal „Eftir því sem mað- ur lifir lengur þá verður maður að verða viðbúnari því að fara og ég er nú bara í óða önn að því. Svo verður nú bara að ráðast hvernig fór. Dreymir um naumhyggjubílasafn n Ómar dreymir um að koma á fót naumhyggjubílasafni, eins og hann kallar það. Safnið vill hann að þjóni tvennum tilgangi, fyrir utan að vera eitt af fjórum smábílasöfnum í heiminum. Það muni verða eina bílasafnið sinnar tegundar á Íslandi og sérstakt fyrir þær sakir að það eigi að leiða fólki það fyrir sjónir að það geti haft nautn af hinu smáa, ekki síður en því stóra. „Þú getur meira að segja haft meiri nautn af hinu smáa ef þú veist að þú ert að gera svo miklu meira gott með þessu smáa en því stóra. Þetta er bara lykilhugsun. 19 ára gamall þá var ég, af umhverfishugsjón, á minnsta og sparneytnasta og einfaldasta bíl á Íslandi og hef alltaf reynt að vera á slíkum bíl. Á einn af sömu gerð. Þegar fjölskyldan var orðin níu manns þá var það kannski erfitt, en samt sem áður það var alltaf einhver lítill með.“ Í gegnum tíðina hefur Ómar fengið á annan tug smábíla gefins eða á spottprís og margir þeirra eiga sér skemmtilegar sögur. Hann segist hafa farið í fáránlegustu ferðir á sumum bílanna, jafnvel ferðast á þeim um allt hálendið. n Nú ekur hann um á bíl af gerðinni Daihatsu Cuore sem er einn minnsti fáanlegi bíll á Íslandi en fer í sumar yfir á enn minni bíl. „Þessi bíll sem ég er á núna er búinn að vera síðustu þrjú árin minn helsti vinnustaður, mitt gistihús og samgöngutæki. Það er ekki betra að gista í nokkrum bíl heldur en svona litlum bíl. Í fyrsta lagi af því að vegna þess hve bíllinn er lítill þá er hann fullur af drasli. Þannig þetta er einkabíll „par excellence“, það kemst ekki nema einn maður inn í hann. Hitt er allt saman bara græjur og vegna þess hve rýmið er lítið þá er bíllinn orðinn að hálfgerðum svefnpoka. Ég held hitanum sjálfur inni í honum. En ef ég væri í stórum bíl þá væri mér skítkalt,“ segir Ómar hlæjandi. n Hann viðurkennir þó að hann hafi ekki tök á að koma naumhyggjubílasafninu á fót einn. Það þarf að finna húsnæði, að vísu ekki stórt eðli málsins samkvæmt, og margir bílanna þurfa aðhlynningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.