Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 44
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 19 maí 18 maí 20 maí Veisla skilningarvitanna Íslenski dansflokkurinn og Gus- Gus bjóða til veislu, í samstarfi við Hörpu og Listahátíð í Reykjavík, þar sem sameinaðir eru kraftar ólíkra listforma og frumsýndar verða stuttmyndir Reynis Lyngdals og Katrínar Hall. Filippía Elís- dóttir og Aðalsteinn Stefánsson sjá um umgjörð verksins, leikmynd og búninga. Um sýninguna segir: „Á vit... býður áhorfendum í ferðalag þar sem dans, tónlist og myndir kalla fram framandi viðbrögð skilningarvitanna. Þetta er óhefðbundið verkefni þar sem nokkrir af fremstu listamönnum Ís- lands taka höndum saman og leiða okkur inn í veröld – iðandi af lífi og óvæntum uppákomum á vorkvöldi í miðborg Reykjavíkur. Aðeins tvær sýningar verða á verkinu, þann 18. og 19. maí. Tónleikar í 12 Tónum Sænsk-íslenski tónlistarmaðurinn Mikael Lind heldur síðdegistón- leika í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. Þar mun hann flytja lög af nýjum geisladiski sem nefnist Felines everywhere. Mikael spilar melódíska raftónlist með klassísku ívafi. Grunnurinn er oft rafrænn, með synth-hljóðum og raftöktum, en lifandi hljóðfæri eins og t.d. fiðlur, sneriltrommur, klukkuspil og píanó koma líka við sögu. Tónleikarnir hefjast kl. 17.30. Fyrsta ljósmynda- sýningin Aníta opnar sína fyrstu ljósmynda- sýningu laugardaginn 19. maí í Gallerí Tukt í Hinu húsinu, Pósthús- stræti 3–5. Opnunin stendur yfir frá kl. 16.00–18.00. Áhugi hennar á ljósmyndun kviknaði þegar hún fékk myndavél í fermingargjöf árið 2008 og síðan hefur hún verið dugleg að taka myndir við alls konar tilefni svo sem í afmælum, fermingum og fleiri viðburðum. Einnig hafa vinirnir, sem og náttúra landsins verið vinsælt myndefni hjá henni. Sýningin stendur til 2. júní. Jazz á Faktorý Sunnu jazz er vikulegur viðburður á skemmtistaðnum Faktorý. „Slær á þynnkuna eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir í auglýsingu. Jazzinn er þó einnig eyrnakonfekt fyrir þá sem eru svo lukkulegir að þjást ekki af þynnku eða timburmönnum. Jazzinn hefst klukkan 21:30 og það er frítt inn. 44 18.–20. maí 2012 Helgarblað „Einelti hefði jafnvel drepið þessa mynd“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Bully (Grimmd) Lee Hirsch „Lágstemmd en áhrifamikil baráttusaga íslenskrar náttúru“ Baráttan um landið eftir Helenu Stefánsdóttur Ú r hægu djúpi berast tónar, svona eins og þrír hljómar sem endurtaka sig. Ómur af rafgítar og strengjasveit og taktur sem á einhvern truflaðan hátt ber keim heimstónlistar, en gæti átt hvaða uppruna sem er. Þessi hringrás magnast með stuttum hléum og inn kemur bjölluspil, karakter- ískt. Þetta er eitthvað nýtt, en samt er þetta gamalt. „Þetta er bara svo mikill valtari.“ Valtari er titillagið á splunkunýrri plötu hljóm- sveitarinnar Sigur Rósar, sem kemur út nú í lok mánað- arins. Það er hægt að segja að beðið hafi verið eftir plötunni. Hún hefur verið í vinnslu frá því árið 2009 með nokkrum hléum. Kannski ekki síst fyrir það að þrír hljósmveitarmeðlimir hafa verið í barneignum. Það er Georg Holm, bassaleikari hljómsveitarinnar, sem situr með blaðamanni uppi í rjáfri á Iðnó og spekúlarar í plöt- unni. Fjögur píanó Og af því að við byrjuðum á Valtara þá liggur beinast við að fara í saumana á næsta lagi á plötunni sem er jafn- framt lokalagið. „Þetta er það lag sem hef- ur haldist nánast óbreytt frá því við byrjuðum á því. Við byrjuðum með lítinn hljóð- bút sem gekk sífellt í hring. Svo gerðum við tilraun sem gekk út á að hver okkar fór einn inn í hljóðverið og tók upp píanóleik ofan á hljóð- bútinn, án þess að heyra hvað hinir höfðu tekið upp. Allt var svo spilað samtímis og okkur til mikillar furðu þá smellpassaði þetta allt saman. Þetta lag hefur haldið sér óbreytt með minni háttar fínstillingum,“ heldur Georg áfram. Hljómsveitarmeðlimir heyrðu sér til furðu að þeir höfðu spilað í mikilli einingu. Í sömu tóntegund og svipuð- um takti. En kannski er þetta ekkert skrýtið. „Það var gleðilegt að heyra þetta, því þetta ber því vitni hvað við erum samstilltir og vinnum vel saman.“ Algjört frelsi Þetta var þó ekki endilega fyrirboði um slétt og fellt vinnuferli. Lagt var upp með að platan yrði tilraunaplata. Grundvallarreglan snerist um algert frelsi og stundum þarf að kaupa frelsið dýru verði. „Þetta var mjög skrýtin plata að vinna. Sum lögin byrjuðu líf sitt sem hefð- bundið popp eða rokk. Loka- útgáfan segir ekki alltaf alla söguna. Útsetningarnar voru meira í ætt við hefðbund- ið rokk og það skorti engar trommur.“ Við fyrstu hlustun má einmitt glögglega heyra að venjulegur trommuleik- ur er hverfandi í útsetning- unum. „Eitt lagið var meira að segja orðið að klassísku popplagi og hefði leikandi getað átt heim á síðustu plötu, sem var í eðli sínu poppuð plata. Miðað við okk- ar venjulegu nálgun.“ Út í djúpu laugina Þegar svo á hólminn var komið reyndist platan erfið í meðförum. „Lögin virtust koma hvert úr sinni áttinni. Það skorti einhvern veginn heildarmyndina og við skild- um plötuna eiginlega ekki og vorum búnir að gefast upp á henni alloft. Til þess að losa um þessa hnúta ákváðum við að gera nokkuð sem við höfum aldrei gert áður og það var að taka lög sem voru orðin nánast tilbúin og rífa þau í sundur, opna þau á nýjan leik, taka einhverja þætti út og bæta einhverju nýju við í staðinn. Í einu tilviki enduðum við til dæmis á því að taka full- búnar trommurnar alveg út, hlusta upp á nýtt og reyna að finna hvað gæti komið í staðinn fyrir trommuleikinn. Á þennan undarlega hátt tók platan að fá á sig heildar- mynd sem ekki var til staðar í upphafi. Allt fór að smella saman.“ Allt opnaðist Þetta voru skyndilega ótroðnar slóðir fyrir hljóm- sveit sem er vön að vinna saman. Semja grunna að lögum, fara í hljóðver og taka uppa grunna og byrja svo í útsetningarvinnu. „Við erum ekki vanir að vinna með þessari aðferð. Okkar nálgun hefur miklu frekar verið hefðbundin hljómsveitarvinna,“ segir Georg. „Þessi plata er á hinn bóginn mikið unnin í tölvu, jafnvel í litlum bútum.“ Í ferlinu virðist platan hafa fengið opnari hljóm, ef svo má að orði komast, en fyrri plötur Sigur Rósar. Rýmið er meira. „Við leit- uðum sérstaklega að þessu. Platan varð að vera opin, það þurfti að finna pláss fyrir allt, sérstaklega þar sem sumar útsetningarnar eru mjög hlaðnar. Hann Alex, kærastinn hans Jónsa söngv- ara, hljóðblandaði plötuna og á að miklu leyti heiðurinn af því hversu vel hefur tekist til að okkar mati með hljóð- blöndunina. Og jafnvel þótt platan sé unnin í tölvu þá notuðum við talsvert af gam- aldags græjum eins og alltaf, sem gera hljóminn hlýjan og mjúkan.“ Nýbúnir að klára Upptökurnar fóru að mestu fram í Sundlauginni, hljóð- veri Sigur Rósar í Mos- fellsbæ. „Við byrjuðum strax í mars 2009. Það er orðið langt síðan,“ segir Georg. „Þá tókum við svolítið upp. Við komum svo að plöt- unni aftur þegar Jónsi var búinn með sitt stóra tón- leikaferðalag í janúar 2011. Eftir það nánast gáfumst við alveg upp á plötunni, ekki þó í neikvæðum skilningi beint. Þetta var ekki beinlín- is vont. Við áttuðum okkur bara ekki á því hvað nálgun við þurftum að taka til þess að geta klárað plötuna. Þetta var ekkert verri úrvinnsla. Bara erfiðari. Ekki fyrr en síðasta haust settumst við svo niður heima hjá Jónsa og Alex og ákváðum að klára verkið og það tókst. Allt í einu fór hvert lag að finna sinn end- anlega blæ og platan fór að fá heildarmynd.“ Stuttar mínútur Opnunarlagið, Ég anda, hef- ur sterk höfundareinkenni fjórmenninganna. Hæga uppbyggingu, þar sem gælt er við ljúfan trega og fyrir þá sem hlustað hafa á fyrri plötur þá er vissara að gera ráð fyrir því að allt springi þetta út með hávaðasömum og djúpum takti, einhvers konar trega-orgíu. „Við höfum aldrei fyrr talað svona mikið um í hvaða röð lögin eiga að vera. Það virtist vera hægt að setja plötuna saman nánast hvernig sem var en einhvern veginn varð uppröðunin að vera alveg fullkomin. Við settum þetta lag fremst af því að það er ekki mjög langt, og það er ákveðin uppbygg- ing í þessu lagi sem þó fer ekki alla leið í hefðbundnum Sigur Rósar-stíl.“ Lagið fer einmitt ekki alla leið, heldur gefur það öðrum lögum svigrúm. Þegar Georg telur það til að lagið sé stutt, þá er gott að hafa það hug- fast að það er engu að síður Hljómsveitin Sigur Rós hefur glímt í þrjú ár við óþæga plötu. Strákarnir gáfust upp á henni, snéru sér að barneignum. Komu aftur og hættu aftur við. Síðasta haust gekk allt upp og platan er að koma út. „Við skildum ekki þessa plötu“ Sigtryggur Ari Jóhannsson sigtryggur@dv.is Viðtal Valtari Nýja platan reyndist snúin í vinnslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.