Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Side 46
TóksT loks að sigrasT á síþreyTu með hugleiðslu 46 Lífsstíll 18.–20. maí 2012 Helgarblað K vikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur búið í Los Angeles í marga áratugi en kemur reglulega hingað til lands. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku til þess að kynna innhverfa íhugun með aðstoð David Lynch sem talaði við gesti í Gamla bíói með aðstoð samskiptaforritsins Skype. Vorið 2009 kom David Lynch til Íslands fyrir atbeina Sigurjóns. Þá talaði Lynch fyrir fullum sal í Há- skólabíói þegar hann kynnti inn- hverfa íhugun í kjölfar bankahruns- ins og þúsundir kynntu sér aðferðir leikstjórans. Leikstjórinn víðfrægi Lynch kynntist Sigurjóni vel þegar þeir gerðu saman þættina Twin Peaks og hefur hugleitt á hverjum degi í næst- um fjörutíu ár. Sjálfur hefur Sigurjón lagt stund á innhverfa íhugun í fjölda ára með góðum árangri en hann segist hafa verið kominn í andlegt þrot áður en Lynch kom honum til leiðsagnar. Veiktist illilega „Ég er áhugamaður um alla hluti en ég gaf mér aldrei tíma í áhuga- mál mín vegna þess að ég var svo árangurs drifinn. Ég var fórnarlamb þess að þurfa alltaf að sjá árangur af því sem ég gerði í stað þess að skoða og njóta. Svo lenti ég í því að veikjast illilega. Veikindin gat enginn útskýrt en fljótlega komst ég að því að þrot mitt sem var bæði líkamlegt og á endanum andlegt gat flokkast undir síþreytu. Ég tók veikindin alvarlega og sá fljótt að venjuleg læknavísindi höfðu ekkert á boðstólum sem gat gagnast mér. Ég var að vinna með David Lynch á þessum tíma og hann sagði mig ekki eiga nein ráð eftir önnur en að leita inn á við. Sigurjón segist á þeim tíma sem David Lynch hafi veitt honum leið- sögn sína hafi hann verið búinn að missa líkamlegt þrek. „Mér tókst að ná mér, það var vegna þess að ég gjörbreytti um alla lifnaðarhætti og fór að hugsa um það sem er óáþreifanlegt. Ég fór fljótt að finna árangur og áhrif af því að íhuga, kannski vegna þess að ég var svo illa staddur. Mér fannst erfitt að stíga fyrstu skrefin. Þess vegna skil ég aðra sem hika.“ Aðferðir David Lynch Hreyfing David Lynch er runnin undan rótum gúrúsins Maharishi Mahesh Yogi sem kom með hana til Bretlands árið 1958. Hún vakti heimsathygli þegar Bítlarnir gengu henni á hönd og bæði Paul McCart- ney og Ringo Starr hafa stutt dyggi- lega við bakið á Lynch Foundation, sjóði sem er hugsaður til þess að veita henni brautargengi sem víð- ast. „Maharishi bjó til kerfi sem styðst við austrænan búddisma en hentar vestrænum hugsunarhætti betur. Þessi þekktu austurlensku kerfi eru mjög stór. Ef þér tekst ekki að komast strax inn í það þá gefstu upp. Fyrir marga Vesturlandabúa er það stórt stökk að stunda hug- leiðslu. Svo stórt stökk að þeir kom- ast aldrei þangað, þessu vill hann breyta. Honum finnst til dæmis allt í lagi að fólk sofni í miðri hug- leiðslu. Ég sofna alltaf, en í sumum kerfum þá þykir það ekki allt í lagi. Þá er það þannig að ef þú getur ekki hugleitt nema í fimm mínútur, þá er það betra en ekkert. Bara að við leggjum það á okkur að hugleiða er þess virði.“ Lífið er breytt Hann segir líf sitt breytt með til- komu hugleiðslu. „Ég hef fundið mikla breytingu. Öll mín afstaða til lífsins er breytt. Ég er meira með- vitaður og er skilningsríkari mann- eskja en áður.“ Sem dæmi um breytta afstöðu sína nefnir hann af- stöðu sína til stórra verkefna í kvik- myndabransanum. „Í gamla daga þegar ég var að kaupa kvikmynda- verkefni þá fannst mér allt mótlæti mikill persónulegur ósigur. Lífið varð óhemjuerfitt ef ég tapaði stóru verkefni til annarra stórlaxa. Mér fannst ég hreinlega hafa brugðist. Ég hugsa allt öðru vísi í dag. Ég nýt þess frekar að vera í samkeppni við stórlaxana og fái þeir verkefni sem ég hef sóst eftir þá hugsa ég til þeirra af virðingu og held áfram að reyna við næsta verkefni og held einbeitingunni. Ekkert er „big deal“. Hugleiðslan hefur gefið mér þenn- an kraft og ég er þakklátur enda hljóta allir að sjá að ég hefði orð- ið útbrunninn karl í Hollywood ef ég hefði haldi uppteknum hætti. Spurning hvort ég væri á lífi ennþá,“ segir hann og hlær. „Þetta er bara svona einfalt dæmi um það hvern- ig mín andlega líðan hefur breyst og hefur gert mér kleift að stunda mitt starf af meiri ánægju. Ég missti móðinn og starfskraftinn á meðan ég lét raska ró minni. Þetta gerist ekki í dag.“ Andleg vakning í kjölfar hruns „Aðstæður mínar voru kannski svip- aðar og íslensku þjóðarinnar,“ segir hann íhugull. „Að minnsta kosti var um algjört hrun að ræða. Í öllu sem gerist þá verða líka já- kvæðir hlutir. Það sem gerðist á Ís- landi í kjölfar efnahagshrunsins var að það varð að fullu ljóst að sú kenning að hagvöxtur, frjálst hag- kerfi og kapítalismi auki andlega velsæld er misskilningur. Markaðskerfið hrundi, og það hrundi ekki bara vegna þess að markaðskerfið var þanið. Það hrundi vegna þess að það var kom- ið að mörkum hvað varðar okkar eigin siðferðisvitund. Ég held að innra með okkur höf- um við gert okkur grein fyrir því að með þessum markaðskerfum var verið að innræta okkur gildi sem eru okkur óholl. Það sem gerist þá er að fólk finnur fyrir því hvað það er óánægt með eigið líf. Það finnur fyrir því að peningar gáfu því aldrei fyllingu. Að leitin að hinu verald- lega er innantóm.“ Sigurjón segist finna fyrir því að á Íslandi hafi orð- ið heilmikil andleg vakning. „Fjöldi manns hefur lært inn- hverfa íhugun með aðferðum Lynch hér á landi. Andleg vakning varð á öllum sviðum. Ekki síst hjá bankafólki. Það er einhver lenska að segja bankafólk slæmt, en auð- vitað er það ekki svo. Auðvitað vill fólk ennþá eiga þak yfir höfuðið en Range Rover-væð- ingin er búin. Íslendingar hafa alltaf verið opn- ir fyrir straumum. Þeir eru mjög já- kvæð og opin þjóð og tilbúin að reyna eitthvað nýtt og því gengur þeim vel að vakna til lífsins. En nú þegar þjóðfélagið er að normalíse- rast aftur þá þarf miklu meira átak til að viðhalda þessum þroska. Það verður áskorun til allra að gleyma því ekki aftur að í nútímaþjóðfélagi er nauðsyn að búa yfir tækni til þess að vera með sjálfum sér. Öll hug- leiðsla og andleg iðja krefst þess.“ Hann nefnir að hvað varðar and- lega iðju sé margt í samfélaginu n Sigurjón Sighvatsson hefur breytt og bætt líf sitt með hugleiðslu Fór í andlegt þrot Ég fór fljótt að finna árangur og áhrif af því að íhuga, kannski vegna þess að ég var svo illa staddur. Mér fannst erfitt að stíga fyrstu skrefin. mynD sigtryggur Ari „Lífið varð óhemju- erfitt ef ég tapaði stóru verkefni til annarra stórlaxa. Mér fannst ég hrein- lega hafa brugðist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.