Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Page 50
50 Lífsstíll 18.–20. maí 2012 Helgarblað 1 Ekki fara í megrun Þetta gengur ekki út á að borða minna; þetta gengur út á að borða meira. Við eigum að borða meira af næringarríkum mat til að verða ekki svöng yfir daginn. Þetta er mikilvægt því þegar þú takmarkar fæðuna hægist á efnaskiptum líkamans. Þegar líkaminn finnur fyrir svengd eða hungri bregst hann við með því að hægja á efnaskiptunum og halda í fitubirgðir. Það sem verra er að ef líkaminn upplifir skort byrjar hann að brenna vöðvum og fita fer að setjast á innri líffæri. Fita fer því að safnast á fleiri svæði líkamans. 2 Farðu fyrr að sofa Finnsk rannsókn sem gerð var á eineggja tvíburum sýndi að sá tvíburi sem svaf minna og var stressaðri var með meiri fitu á innri líffærum. 3 Borðaðu meira af pró-teinum Líkaminn þarf prótein til að viðhalda vöðvunum. Í grein sem birtist í American Journal of Clinical Nutrition árið 2006 er því haldið fram að ráðlagður dagskammtur af próteini eigi að vera 0,36 grömm á hver 0,5 kíló af líkams- þunga. Það er þó ekki nægilegt magn fyrir þá sem æfa mikið og mælt er með að konur borði á milli 0,54 til 1 gramm af próteini fyrir hvert hálft kíló. Hægt er að bæta til dæmis 85 grömmum af mögru kjöti, 2 mat- skeiðum af hnetum eða 220 grömmum af fituskertri jógúrt við máltíðina. Rannsóknir sýna að prótein sem neytt er eftir mat geta aukið brennsluna um allt að 35 prósent. 4 Kauptu lífrænt þegar mögulegt er Rannsókn kanadískra vísindamanna sýnir að þeir sem eru með mest af leifum af skordýra- eitrinu organochlorine sem safnast fyrir í fitufrumum, eigi meiri hættu á að taka dýfur í efnaskiptum þegar þeir léttast. Það má jafnvel útskýra með því að eiturefnin trufli brennsluna. Með öðrum orðum geta eiturefnin gert það að verkum að erfiðara er að léttast. Það er ekki alltaf auðvelt að finna lífræna framleiðslu og oft og tíðum eru slíkar vörur dýrar. Það má þó segja að þau matvæli sem þú skrælir eða afhýðir séu í lag, hvað þetta varðar. Reyndu þó að velja lífrænt þegar þú kaupir sellerí, ferskjur, jarðarber, epli, nektarínur, papriku, spínat, kál, kirsuber og vínber. Innflutt matvæli hafa oft mesta magnið af varnarefnum. 5 Stattu upp Mittismálið verður meira ef þú situr mikið við vinnu þína. Því lengri sem kyrrsetan er, því meira er mittismálið. Vísindamenn við Mis- souri-háskólann fundu það út að kyrrseta sem varir í fjórar klukkustundir eða meira veldur lækkun á ensími í blóði er stýrir efnaskiptum. Ensími þessi eru nauðsynleg í því að brjóta niður fitu og vinna úr kólestróli. Það er því til mikils að vinna að standa upp frá vinnu reglulega. 6 Drekktu kalt vatn Þýskir vísindamenn hafa komist að því að 6 glös af köldu vatni á dag geta komið efnaskiptunum af stað og aukið brennsluna um 50 hitaeiningar. Það er nóg til að léttast um 2,2 kíló á ári án alls erfiðis. Aukin brennslan kemur líklega til af því að líkaminn notar orku við það að hita vatnið upp í líkamshita. 7 Kryddaðu matinn Efnið kapsæsín sem gefur chillipipar sterka bragðið örvar einnig efnaskiptin. Samkvæmt grein sem birtist í Nutritional Science and Vitaminology styrkir þú út- taugakerfið með því að borða 1 matskeið af niðurskornum chillipipar. Það leiðir til þess að efnaskiptin örvast tímabundið um allt að 23 prósentum. Settu því chillipipar út á salöt og chilliflögur út á pítsuna, í pastað og kartöflurnar. 8 Borðaðu morgunmat Komdu efnaskiptunum af stað með því að borða morgun- mat. Það er engin tilviljun að þeir sem sleppa morgunmatn- um eru 4,5 sinnum líklegri til að verða of feitir. Því staðbetri sem máltíðin er, því betri er hún fyrir þig. 9 Drekktu kaffi eða te Koffín örvar miðtaugakerfið svo að daglegi kaffiskammturinn þinn getur örvað efna- skiptin um 5 til 8 prósent og aukið brennslu um 98 til 174 hitaeiningar á dag. Bolli af tei getur aukið efnaskiptin um 12 prósent sam- kvæmt japanskri rannsókn. Rannsakendur telja að andoxunarefnið catchin í tei hafi þessi áhrif. 10 Trefjar í baráttunni við fituna Rannsóknir sýna að trefjar auka fitubrennslu um allt að 30 prósent. Þeir sem borða hvað mest af trefjum þyngjast minnst. Reyndu að borða um það bil 25 grömm á dag. 11 Borðaðu járnríkan mat Járnið er nauðsynlegt við flutning súrefnis sem vöðvarnir þurfa til að brenna fitu. Ef þú fyllir ekki á birgðirnar áttu á hættu að verða orkulítil/l og það hægist á efnaskiptum. Skelfiskur, magurt kjöt, baunir, járnbætt morgunkorn og spínat eru tilvalin matvæli að neyta til að fá járn. 12 Fáðu meira D-vítamín D-vítamín er nauðsynlegt til að varð- veita vöðvavefi. Þú færð D- vítamín úr laxi, tún- fiski, D-vítamínbættri mjólk og morgunkorni og eggjum. 13 Drekktu mjólk Það hefur verið sannað að kalk skortur, sem hrjáir margar konur, geti hægt á efnaskiptum. Rannsóknir sýna að með því að neyta kalks með mjólkurafurðum, svo sem fitulítillar mjólkur og jógúrts, minnkar það upptöku fitu úr öðrum matvælum. 14 Borðaðu vatns-melónu Am- ínósýran arginín, sem fæst úr vatnsmelónu, getur hjálpað til við þyngdartap, sam- kvæmt Journal of Nutrion. Þar segir að í rannsókn þar sem amínósýru var bætt í mat of feitra músa hafi oxun fitu og glúkósa aukist. Það gæti því verið gott ráð að borða vatnsmelónu og önnur matvæli sem innihalda arginín, svo sem sjávarrétti, hnetur og fræ. 15 Vökvaðu líkamann Öll efnahvörf líkamans og þar með talin efnaskiptin eru háð vatni. Ef þú ert haldin/n vökvaskorti ertu líklega að eyða 2 prósent færri hitaeiningum en ella. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var við háskólann í Utah. Passaðu þig því á að vera drekka ávallt nægilegan vökva og þá helst vatn. 15 leiðir til að brenna meiru n Megrun, of lítill svefn og kyrrseta hefta fitubrennsluna O ffita er orðið að vandamáli hér á landi eins og í fleiri vestrænum löndum og margir sem leita leiða til að léttast. Þeir sem hafa reynt að grenna sig vita hve erfitt það getur verið að brenna fitu. Á womenshealthmag. com eru teknar saman 15 leiðir sem geta hjálpað, hvort sem það er með réttu mataræði eða breyttum lífsstíl. Kjörþyngd Margir reyna að ná og viðhalda kjörþyngd en það reynist sumum erfitt. Mynd PHotos.coM Stjörnurnar í fatnaði frá H&M Stjörnurnar taka sig vel út í nýj- ustu tísku frá H&M úr smiðju Marni. Drew Barrymore, Sophia Coppola, Molly Shannon, Lily Collins, Rashida Jones og Jessica Chastain slettu úr klaufunum í Los Angeles og mættu allar í fötum úr nýjustu línu Marni fyrir H&M. Freida Pinto Winona Ryder Lily cole drew Barrymore Lou dillon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.