Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Page 55
Sport 55Helgarblað 18.–20. maí 2012 P unkturinn yfir fína knatt- spyrnuvertíð í Evrópu þessa leiktíðina verður settur á morgun þeg- ar Bayern München og Chelsea mætast í úrslita- leik Meistaradeildar Evrópu. Sé mark takandi á helstu veð- bönkum, sem ákveða líkur byggðar á hundruðum mismunandi breyta, gæti leikurinn orðið stórkostlegur en bæði lið eru almennt talin eiga svip- aða möguleika. Enn eru væntanlega einhverjir knattspyrnuaðdáendur nokkuð súrir yfir að spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid mætist ekki í þessum úrslitaleik eins og hefði getað orðið en bæði féllu úr leik í undanúrslitum og það að margra mati mjög óverð- skuldað. En knattspyrna hefur aldrei verið sanngjarn leikur enda líklega töluvert leiðinlegri ef svo væri. Lítið rokk en meira ról Bæði Bayern og Chelsea enduðu leiktíðina í heimalöndum sínum á lakari nótum en kröfur voru gerðar til af eigendum og aðdáendum. Bayern endaði í öðru sæti þýsku deildarinn- ar heilum átta stigum á eftir Borussia Dortmund sem pakkaði þeirri deild saman. Sjötta sætið fyrir Chelsea telja aðdáendur hreint hörmulegt en liðið hefur undanfarin ár verið með Meistaradeildarsæti nokkuð í áskrift. Chelsea tapaði alls tíu leikjum í ensku deildinni þessa leiktíðina eða fleirum en þeir hafa tapað síðan 2001. Á móti kemur að liðið vann enska bikarmeistaratitilinn. Bayern ógnaði Dortmund lítið í síðustu umferðum Bundesligunnar en þá er aðeins hálf sagan sögð því tölfræði Bayern er að mörgu leyti betri. Bayern fékk aðeins á sig 22 mörk í 34 deildarleikjum. Vörn Bayern hélt líka oftast hreinu marki, alls 18 sinnum. Enn betri er sagan sé aðeins litið til heimaleikja Bayern, og úrslitaleikurinn fer fram í München, en þar fékk liðið aðeins á sig sjö mörk í 17 leikjum alls. Terry eða ekki Terry Stóra spurningin í hugum margra er hversu mikil áhrif það mun hafa á Bretana að vera án fyrirliðans John Terry sem fékk glórulaust rautt spjald í seinni undanúrslitaleiknum. Spek- ingar eru almennt sammála að Terry hafi ekki spilað sína bestu leiktíð í vetur með Chelsea en hann er engu að síður máttarstólpi í liði Chelsea Sjö sem reyta hár sitt og skegg Það er æði óheppilegt að geta ekki spilað úrslitaleik í Meistaradeildinni vegna meiðsla en ætli það sé ekki það fúlasta af öllu fúlu að mega ekki spila vegna gulra eða rauðra spjalda. Það er raunin með alls sjö leikmenn. Þá John Terry, Branislav Ivanovic, Raul Meireles og Ramires hjá Chelsea og þá Holger Badstuber, Luiz Gustavo og David Alaba hjá þýska liðinu. Vinningslíkurnar 50/50 Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar n Veðbankar geta ekki gert upp á milli liðanna n Fleiri veðja þó á sigur Chelsea í úrslitunum Mörk Bayern 25 / Chelsea 24 Skot á mark Bayern 90 / Chelsea 78 Skot framhjá Bayern 65 / Chelsea 83 Horn Bayern 63 / Chelsea 51 Rangstöður Bayern 16 /Chelsea 32 Leikbrot Bayern 195 / Chelsea 157 Gul spjöld Bayern 28 / Chelsea 27 Rauð spjöld Bayern 1 / Chelsea 1 Tölfræðin í Meistaradeildinni Margir í banni Þrír af betri leikmönnum beggja liða eru í leikbanni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Munar þar þó sýnu mest um John Terry fyrirliða Chelsea

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.