Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 56
56 Afþreying 18. maí 2012 Föstudagur Sjokkerandi en satt Á mínu heimili er áhorf á dönsku sjónvarps­ þættina Borgen tek­ ið bæði hátíðlega og alvarlega. Allt annað má eiga sig þann klukkutíma sem þátturinn er í útsend­ ingu. Ofnréttir hafa brunnið, þvottavélar lekið og börnum hefur verið skellt í rúmið með kvöldsöguna á kassettu. Það þarf ekki svo auðugt ímyndunarafl til að staðfæra þættina í íslenska pólítík og fjölmiðla. Á Íslandi situr líka óstýrilátur fyrrverandi valds­ maður í ritstjórastól eins og hinn útsmogni Laugesen á Express. Það er ekki erf­ itt að ímynda hann sér Dav­ íð Oddsson hræra í göróttri fiskisúpu í einhverjum pott­ um. Þættirnir höfða til fólks sem lifir og hrærist í stjórn­ málum og það kemur ekki á óvart að þáttarhöfundar not­ ast við raunverulega spuna­ meistara og stjórnmálamenn til ráðgjafar við handritsskrif­ in. Ég ímynda mér alla helstu stjórnmálamenn landsins sitja stjarfa fyrir framan skjá­ inn með popp í skál á sunnu­ dögum. Mögulega er dramað í Borgen það eina sem sam­ einar þá. Kannski þeir ættu að hittast og horfa á þætt­ ina saman. Sjálfstæðismenn myndu halda með íhalds­ karlinum Hesselboe, Sam­ fylkingin myndi fljótt eigna sér Birgitte og Vinstrigræn hann Dar Salim sem berst þrotlausri baráttu við að fá í gegn grænu málin. Svo ættu handritshöfund­ ar þáttanna að skella sér til Íslands og fylgjast með bar­ áttu Ólafs Ragnars Gríms­ sonar til forsetaembættis. Hvað myndi Katrine Fons­ mark gera þegar forsetinn segir hana unga og dug­ lausa og hreytir í hana ónot­ um í viðtali? Svo sannarlega efni í svakalegt drama sem má annars lesa um á DV.is! Sjokkerandi en satt. Grínmyndin Góður í neyð „Engar áhyggjur- ég hef stjórn á þessu“ Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 18. maí Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Samsæriskenningin Skáksumarið að hefjast Nú fer skákveturinn senn að enda. Þó er sitthvað sem er í gangi í skákheimum; öðl- ingamóti TR nýlokið, Landsmóti í skólaskák nýlokið, Stigamót Hellis í gangi og framundan aðalfundur Skáksam- bands Íslands og einvígi Þrastar Þórhallssonar og Braga Þorfinnssonar um Íslandsmeistaratit- ilinn fer fram um hvíta- sunnuna. Þorvarður F. Ólafsson sigraði á Öðlingamóti TR. Verðskuldaður sigur Þorvarðs, sem hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu en mikið býr í honum og er hann afar duglegur að stúdera. Spennandi verður að sjá hvort Varði geti hækkað almennilega á stigum. Landsmótið í skólaskák fór fram í Þingeyjarsýslu – í Stórutjarnaskóla. Umsjón með mótinu hafði Hermann Aðalsteinsson og hans menn í taflfélaginu Goðanum. Móts- haldið heppnaðist mjög vel og mikil kátína meðal hinna 24 krakka sem tóku þátt úrslitakeppni þessa fjölmennasta móts hvers árs. Áður en á Landsmót er komið hafa farið fram skólamót, sýslumót og kjördæma- mót; þannig að þeir bestu úr öllum landshlutum skipa keppendalist- ann. Í yngri flokki sigraði Akureyringurinn Jón Kristinn Þorgeirsson, en hann lagði alla sína ellefu andstæðinga að velli, glæsilegur árangur það. Í eldri flokki komu jafnir í mark þeir Rimskælingar Oliver Aron Jó- hannesson og Dagur Ragnarsson. Þeir munu síðar í mánuðinum heyja einvígi. Hvað fleira er að frétta? Jú, menn eru eitthvað að sýsla með einvígis munina frá 1972. Nefnd undir stjórn Brynjars Níelssonar mun athuga hvaðeina er varðar gamla muni, hvar þeir eru, o.s.frv. Það er hið besta mál. Svo eru Anand og Gelfand að tefla heimsmeistara- einvígi úti í Moskvu. Það fer rólega af stað en verður vonandi meira spennandi. Svo er skáksumarið að hefjast og teflt úti um allt; á Akur- eyri, Ströndum, kaffihúsum, sundlaugum … gleðilegt skáksumar! dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið 14.25 HM í íshokkí Sýndur verður leikur á HM í íshokkí sem fram fer í Helsinki og Stokkhólmi. 15.50 Leiðarljós (Guiding Light) Endursýndur þáttur. 16.35 Leiðarljós (Guiding Light) Endursýndur þáttur. 17.20 Leó (30:52)(Leon) 17.23 Snillingarnir (45:54) (Little Einsteins) 17.50 Galdrakrakkar (52:59) (Wizard of Waverly Place) Bandarísk þáttaröð um göldrótt systkini í New York. Meðal leik- enda eru Selena Gomez, David Henrie, Jake T. Austin, Maria Canals-Barrera, David DeLuise og Jennifer Stone. 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hið sæta sumarlíf (2:6) (Det søde sommerliv) Dönsk mat- reiðsluþáttaröð. Mette Blom- sterberg reiðir fram kræsingar sem henta vel á sumrin. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Mark II: Draumurinn rætist 5,8 (Goal II: The Living Dream) Fótboltastrákur frá Los Angeles hefur fengið reynslu hjá New- castle United en draumurinn rætist þegar hann er seldur til Real Madrid. Leikstjóri er Jaume Collet-Serra og meðal leikenda eru Kuno Becker, Alessandro Nivola og Anna Friel. Bresk bíómynd frá 2007. 22.05 Lewis – Myrkrið svarta (Lewis: Falling Darkness) Bresk sakamálamynd þar sem Lewis lögreglufulltrúi í Oxford glímir við dularfullt sakamál. Meðal leikenda eru Kevin Whately, Laurence Fox, Clare Holman og Rebecca Front. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 23.40 Nýtt tungl 4,5 (New Moon) Edward fer frá Bellu eftir árás sem kostaði hana næstum lífið. Í þunglyndi sínu lendir hún í sam- bandi með varúlfinum Jacob Black. Leikstkóri er Chris Weitz og meðal leikenda eru Kristen Stewart, Robert Pattinson og Taylor Lautner. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. Bandarísk bíómynd frá 2009 byggð á sögu eftir Stephenie Meyer. e. 01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:30 Oprah 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 Doctors (142:175) 10:15 Sjálfstætt fólk (1:38) 11:00 Hell’s Kitchen (13:15) 11:45 The Glades (2:13) 12:35 Nágrannar 13:00 Duplicity 15:00 Tricky TV (20:23) 15:25 Friends (19:24) 15:50 Sorry I’ve Got No Head 16:20 Daffi önd og félagar 16:40 Ævintýri Tinna 17:05 Bold and the Beautiful 17:30 Nágrannar 17:55 The Simpsons (15:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 American Dad 7,5 (17:20) (Bandarískur pabbi)Fimmta teiknimyndaserían um Stan og fjölskyldu hans frá höfundum Family Guy. Stan er útsendari CIA og er því alltaf til taks í baráttunni gegn ógnum heimsins. 19:45 The Simpsons 8,8 (9:22) (Simpson-fjölskyldan) Tuttugasta og önnur þáttaröðin í þessum langlífasta gaman- þætti bandarískrar sjónvarps- sögu. Simpson-fjölskyldan er söm við sig og hefur ef eitthvað er aldrei verið uppátektarsam- ari. 20:10 Spurningabomban (1:6) 20:55 American Idol 4,5 (37:40) 22:20 American Idol (38:40) 23:05 Deal (Útspililð)Dramatísk mynd þar sem Burt Reynolds fer með hlutverk alræmds pókerspilara sem dregst aftur inn í heim spilamennskunnar þegar hann tekur að sér að kenna nokkrum háskólanemum nokkur trikk í spilamennskunni. 00:30 Them 01:50 Duplicity 03:55 The Simpsons (15:22) 04:20 Spurningabomban (1:6) 05:05 Friends (19:24)(Vinir) Joey bíður eftir svari um hvort hann fái aðalhlutverk í nýjum gamanþætti og vinirnir rifja upp öll þau hræðilegu störf sem þeir hafa unnið í gegnum tíðina. Chandler gleymir að skila til Joeys að hann þurfi að fara í aðra áheyrnarprufu sem kostar hann hlutverkið. 05:30 Fréttir og Ísland í dag Fréttir og Ísland í dag endursýnt frá því fyrr í kvöld. 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil (e) 08:45 Pepsi MAX tónlist 12:00 Solsidan (5:10) (e) 12:25 Pepsi MAX tónlist 15:05 HA? (27:27) (e)Íslenskur skemmtiþáttur með spurningaí- vafi. Rifjuð verða upp skemmti- legustu augnablikin frá liðnum vetri. 16:05 Girlfriends (12:13) (e) 16:25 Britain’s Next Top Model (10:14) (e) 17:15 Dr. Phil 18:00 The Good Wife (16:22) (e) 18:50 America’s Funniest Home Videos (7:48) (e) 19:15 America’s Funniest Home Videos (8:48) (e) 19:40 Got to Dance (12:17) 20:30 Minute To Win It 21:15 The Biggest Loser 5,4 (2:20)Bandarísk raunveru- leikaþáttaröð um baráttu ólíkra einstaklinga við mittismálið í heimi skyndibita og ruslfæðis. Keppendurnir þurfa að standast freistingar og gera upp við sig hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga til að losa sig við aukakílóin. 22:45 HA? (1:27) (e) Íslenskur skemmtiþáttur með spurn- ingaívafi. Þáttastjórnendurnir Jói G. og Sólmundur Hólm fá til sín góða gesti. Helga Braga og bræðurnir Árni Pétur Guðjóns- son og Kjartan Guðjónsson slá á létta strengi og svara snúnum spurningum. 23:35 Once Upon A Time 8,3 (19:22) (e) 00:25 Prime Suspect (3:13) (e) 01:10 Franklin & Bash (6:10) (e) 02:00 Saturday Night Live (19:22) Stórskemmtilegur grínþáttur sem hefur kitlað hláturtaugar áhorfenda í meira en þrjá áratugi. Í þáttunum er gert grín að ólíkum einstaklingum úr bandarískum samtíma, með húmor sem hittir beint í mark. NFL-stjarnan Eli Manning er gestastjórnandi að þessu sinni. 02:50 Jimmy Kimmel (e)Húmoristinn Jimmy Kimmel hefur staðið vaktina í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live! frá árinu 2003 og er einn vinsælasti spjall- þáttakóngurinn vestanhafs. Jimmy lætur gamminn geysa og fær gesti sína til að taka þátt í ótrúlegustu uppákomum. 03:35 Jimmy Kimmel (e)Húmoristinn Jimmy Kimmel hefur staðið vaktina í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live! frá árinu 2003 og er einn vinsælasti spjall- þáttakóngurinn vestanhafs. Jimmy lætur gamminn geysa og fær gesti sína til að taka þátt í ótrúlegustu uppákomum. 04:20 Pepsi MAX tónlist 17:00 Pepsi mörkin 18:10 Fréttaþáttur Meistaradeild- ar Evrópu 18:40 Spænsku mörkin 19:10 Pepsi deild kvenna 21:00 The Masters 00:10 Pepsi deild kvenna 18:30 The Doctors (116:175) 19:15 The Amazing Race (12:12) 20:05 Friends (18:24) 20:30 Modern Family (18:24) 21:00 Fréttir Stöðvar 2 21:25 Ísland í dag 21:50 The Closer 7,2 (2:21) 22:35 NCIS: Los Angeles (20:24) 23:20 Rescue Me (13:22) 00:05 Friends (18:24) 00:30 Modern Family (18:24) 00:55 The Doctors (116:175) 01:35 Fréttir Stöðvar 2 02:25 Tónlistarmyndbönd frá Nova TV Stöð 2 Extra 06:00 ESPN America 08:10 Byron Nelson Championship 2012 (1:4) 11:10 Golfing World 12:00 Byron Nelson Championship 2012 (1:4) 15:00 Golfsumarið 2011 15:25 Byron Nelson Championship 2012 (1:4) 18:35 Inside the PGA Tour (20:45) 19:00 Byron Nelson Championship 2012 (2:4) 22:00 Golfing World 22:50 PGA Tour - Highlights (18:45) 23:45 ESPN America SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin. 21:00 Motoring Stígur Keppnis færist allur í aukana með hækkandi sólu. 21:30 Eldað með Holta Áfram á grillinu. ÍNN 08:00 17 Again 10:00 Run Fatboy Run 12:00 Tooth Fairy 14:00 17 Again 16:00 Run Fatboy Run 18:00 Tooth Fairy 20:00 Secretariat 7,1 22:00 The Front 00:00 SherryBaby 02:00 Black Sheep 04:00 The Front 06:00 Miss March Stöð 2 Bíó 17:20 Sunnudagsmessan 18:40 Swansea - Liverpool 20:30 Ensku mörkin - neðri deildir 21:00 Heimur úrvalsdeildarinnar 21:30 Man. City - QPR 23:20 Chelsea - Blackburn Stöð 2 Sport 2 Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Pressupistill Borgen Sjónvarpið á sunnudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.