Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Side 6
Stöð 2 leitar sátta eftir uppnám: Freyr fær fund með Ara Trausta „Við þurfum kannski að fylgja stemningunni í samfélaginu bet- ur,“ sagði Freyr Einarsson, rit- stjóri Vísis og fréttastofu Stöðvar 2, í samtali við DV á mánudaginn síðastliðinn. Hann hafði þá haft samband við Ara Trausta Guðmunds- son forseta- frambjóðanda og óskað eft- ir fundi þar sem rætt yrði áframhaldandi samstarf stöðvarinnar og frambjóð- enda. Til stóð að halda fundinn í dag, miðviku- dag, og býst Freyr við sáttafundi. Starfsfólk Stöðvar 2 sé ekki í fýlu út í neinn. Óhætt er að segja að forseta- frambjóðendurnir Ari Trausti, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir og Hannes Bjarnason hafi valdið fjaðrafoki í upphafi kappræðna sem fyrirhugaðar voru á Stöð 2 á sunnudagskvöld þegar þau gengu út í beinni útsendingu. Í sameig- inlegri yfirlýsingu sem þau lásu upp kom fram að þau væru ósátt við það fyrirkomulag sem átti að vera á kappræðunum. Þar átti að stilla frambjóðendum fram í pör- um, þannig að þau Þóra Arnórs- dóttir og Ólafur Ragnar Grímsson myndu mætast í lokin. Um gagnrýnina á fyrirkomulag þáttarins umtalaða segi Freyr að legið hafi fyrir að um var að ræða fyrsta af fimm forsetaþáttum stöðvarinnar. „Og þetta átti bara að vera formið á fyrsta þættinum.“ Hann segir ljóst að stemningin í samfélaginu sé á þá leið að einka- rekinn fjölmiðill eins og Stöð 2 hafi sama hlutverki að gegna þegar kemur að lýðræðislegri umræðu og ríkisrekinn. Það sé ekki raunin en líklegt sé að fjöl- miðillinn muni í framhaldinu fylgja þeirri stemningu sem ríkir í samfélaginu. Hann vill taka fram að miðillinn hafi átt mjög gott samstarf við alla frambjóðend- ur, en sérstakar nærmyndir hafa að undanförnu verið unnar um hvern og einn frambjóðenda. Aðspurður um fundinn með Ara á miðvikudaginn segist hann vonast til þess að hægt verði að finna flöt á áframhaldandi sam- starfi fram að kosningum. „Ég geri síðan ráð fyrir því að við ósk- um eftir sambærilegum fundi með hinum tveimur frambjóð- endunum líka, þeim Andreu og Hannesi,“ segir Freyr að lokum. 6 Fréttir Þjóðverjar töpuðu mest á Íslendingum Þ ýskir bankar töpuðu lang- mestu á Íslendingum miðað við höfðatölu landsmanna í þeim ríkjum sem þeir lán- uðu hvað mest til á árunum fyrir hrun. Heildartap þýskra fjár- málafyrirtækja vegna lánveitinga til íslenskra banka nemur 21 milljarði dollara eða samtals rúmlega 2.730 milljörðum íslenskra króna. Þýsk- ir bankar hafa því þurft að afskrifa nærri 8,5 milljónir króna á hvern landsmann á Íslandi. Um þetta er fjallað í bók bandaríska blaða- mannsins Michael Lewis, Boomer- ang: The Meltdown Tour, sem kom út í fyrra. Í bókinni reynir Lewis að svara þeirri spurningu af hverju þýskir bankar lánuðu svo mikla fjármuni til erlendra fjármálafyrirtækja eins og þeirra íslensku. Þýskir bankar voru þau fjármálafyrirtæki sem lánuðu Ís- lendingum hvað mest á árunum fyr- ir hrun og voru margir þýskir bankar meðal stærstu kröfuhafa þeirra eftir hrun – kröfurnar á hendur íslensku bönkunum hafa svo gengið kaupum og sölum síðastliðin ár. „Eina fjár- málaslysið sem þýskir bankar virð- ast hafa sloppið við síðastliðinn ára- tug er að fjárfesta hjá Bernie Madoff […] Í sínu eigin heimalandi hegðuðu þessir áhættusæknu bankamenn sér á yfirvegaðri hátt. Þýska þjóð- in leyfði þeim ekki ekki að hegða sér með þessum hætti. Þetta var annað dæmi um að vera hreinn að utan og óhreinn að innan. Þeir þýsku bankar sem vildu vera áhættusæknir þurftu að leita til útlanda til að gera það,“ segir Lewis í bókinni. Samanburðurinn við aðrar þjóðir Lewis segir að þýskir bankar hafi lánað íslenskum fjárfestum peninga til fjárfestinga sem þeir hefðu aldrei lánað þýskum kaupsýslumönnum til sambærilegra fjárfestinga. „Þeir lán- uðu peninga til bandarískra fjárfesta sem fjárfest höfðu í undirmálslán- um, til írskra fasteignabraskara, til ís- lenskra bankamanna, til að gera hluti sem enginn Þjóðverji hefði gert.“ Í bókinni segir Lewis að ekki liggi enn fyrir hversu mikið þýskir bankar munu endanlega tapa á lán- veitingum til fjárfesta í hinum ýmsu Evrópulöndum en fyrir liggi að um sé að ræða 21 milljarð dollara vegna ís- lenskra banka, 100 milljarða dollara vegna írskra banka, 60 milljarða dollara vegna skuldabréfa sem tengj- ast undirmálslánum í Bandaríkjun- um auk þess sem tapið vegna grískra ríkisskuldabréfa liggi ekki enn end- anlega fyrir. Til samanburðar við tap þýskra banka á írskum bönkum, miðað við höfðatölu íbúa Írlands, hafa fjár- málafyrirtæki í Þýskalandi þurft að afskrifa rúmlega 1,9 milljónir króna á hvern írskan skattborgara. Á Íslandi nemur tapið 8,5 milljónum króna á hvern íbúa. Tap þýskra banka á bandarískum undirmálslánum nem- ur samtals rúmlega 7.800 milljörðum króna eða um 25 þúsund krónum á hvern Bandaríkjamann. Tap þýskra banka, miðað við höfðatölu íbúa, er því mest á Íslandi. Mótaðilann vantaði Þjóðverjar eru þekktir fyrir flest annað en áhættusækni í fjár- málaheiminum. Þess vegna vekja þessar lánveitingar þýskra banka til erlendra fjármálafyrirtækja athygli Michael Lewis. Öfugt við Íslendinga og Íra sem fjármögn- uðu góðærisbólu heima fyrir með erlendu lánsfé sem veitt var til alls kyns fjárfestinga, uppkaupa á fyr- irtækjum á yfirverði, fasteignavið- skipta og annars slíks veittu Þjóð- verjar fjármagni sínu til annarra landa þar sem því var sólundað. „Það sem Þjóðverjar gerðu með peningana sína frá árunum 2003 til 2008 hefði ekki verið mögulegt innan Þýskalands, þar sem enginn var til að taka stöðu mótaðilans í mörgum þeim viðskiptum sem þeir stofnuðu til sem ekki voru mjög skynsamleg. Þeir töpuðu gríðarlega háum fjárhæðum á öllu sem þeir snertu, frá bandarískum undir- málslánum til grískra ríkisskulda- bréfa.“ „ Þeir þýsku bankar sem vildu vera áhættusæknir þurftu að leita til útlanda til að gera það.„ Þetta átti bara að vera formið á fyrsta þættinum n Heildartap Þjóðverja vegna íslenskra banka nemur um 21 milljarði dollara 8,5 milljónir á hvern landsmann Þýskir bankar töpuðu um 8,5 milljónum króna á hvern landsmann á Íslandi vegna samtals 2.730 milljarða lánveitinga til íslenskra banka á árunum fyrir hrun. Um þetta er fjallað í bók Michael Lewis um efnahagskrísuna í heiminum árið 2008. 6. júní 2012 Miðvikudagur Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ari Trausti Guðmundsson Fagnar samkeppni Jón Gerald segist fagna allri samkeppni og segir lífið of stutt til að velta gömlum illdeilum fyrir sér. Sendir Jóhannesi heillaóskir n Jón Gerald hissa á að Jóhannes taki slaginn á hans aldri É g fagna allri samkeppni ef hún er heiðarleg, hver svo sem hún er og ég óska honum bara alls hins besta,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi matvöruversl- unarinnar Kosts, um það hvernig hann taki því að Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, sé að opna mat- vöruverslunina Iceland á Íslandi. Lengi hefur andað köldu milli þeirra Jóhannesar og Jóns Geralds en Jón vann fyrir Jóhannes á árum áður. Búast má við því að Iceland-versl- anirnar verði í beinni samkeppni við Kost þar sem í báðum tilvikum er einblínt á lágt matvöruverð. Jón segist þó ekki nenna að velta gömlum illdeilum fyrir sér og fagnar því að fá aukna samkeppni á þenn- an markað. „Lífið er alltof stutt,“ segir hann. „Þetta pirrar mig ekkert leng- ur. Nú verður bara neytandinn að fá að ráða þessu. Hann verður að fá að ákveða hvar hann vill versla, ég tel það allavega. Það verður bara að koma í ljós hvernig þetta fer hjá þeim. Ég vona bara að þetta sé á heilbrigðum og réttlátum grundvelli þetta fyrirtæki.“ Jón Gerald segist fagna allri samkeppni á matvörumarkaði því heilbrigð og eðlileg samkeppni sé ekki til hér á landi meðan Hagar eigi rúmlega 60 prósent markaðarins. „Ég er mjög ósáttur við það að hið opinbera hafi ekki tekið af skar- ið þegar Arion banki tók yfir Haga,“ segir hann og vísar til þess þegar Arion banki yfirtók eignarhaldsfé- lagið 1998 ehf. árið 2009, en það átti 95,7 prósent hlut í Högum. „Það hef- ur ekkert fyrirtæki á Íslandi fengið eins mikið af kærum og dómum á sig fyrir samkeppnisbrot eins og Hagar. Samt virðist ekkert vera tekið á þess- um fyrirtækjum og það breytist ekk- ert,“ segir Jón. Hann segir það hafa komið sér á óvart að Jóhannes skyldi fara aft- ur út í verslunarrekstur. „Það kem- ur mér mest á óvart að hann skyldi fara út í þetta kominn á þennan ald- ur. Menn eiga bara að njóta lífsins og fjölskyldunnar,“ segir Jón og bætir aðspurður við að rekstur Kosts gangi vel. „Við getum allavega ekki kvart- að.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.